Silfrið, framhaldið og réttlætið

Silfrið var flott í dag, mjög gott. Það hefur varla verið auðvelt fyrir Eirík Bergmann Einarsson að koma á eftir kanónunum Þorvaldi Gylfa og William K. Black - en Eiríkur var þó að tala um mjög mikilvæga hluti sem vert er að leggja eyrun við og veita athygli. Í vettvangi dagsins kom fram í fyrsta sinn ungur maður...

Framhald hér...


Hvað gerðum við...?

"Hvað gerðum við til að verðskulda þetta?" spyr Illugi Jökulsson í fyrstu Trésmiðjugrein sinni í DV 16. apríl sl. Góð spurning. Getur einhver svarað þessu?

Sjá hér...


Rændir bankar og rúin þjóð

Muna ekki allir eftir William K. Black? Fyrirsögn pistilsins vísar í annan þar sem hann kom við sögu og ég kallaði Að ræna banka og rýja þjóð. Black kom hingað í fyrravor, var hjá Agli í Silfrinu og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands sem hann kallaði: "Why economists must embrace the F-word"...

Framhald hér...


Árás á Alþingi

"Ákærur saksóknara á hendur nímenningunum og þeim hundruðum sem munu vilja setjast á sama sakamannabekk, sýna með eftirtektarverðum hætti að Valdið lærir ekkert af ríflega tvö hundruð ára sögu borgaralegra mótmæla sem þó megnuðu að skapa það samfélag sem við nú búum við. Hinn helgi réttur almennings..."

Framhald hér...


Friðurinn rofinn af þeim sem síst skyldi

Ég held að lögreglan hafi gert mikil mistök í dag - eða hver sem það var sem skipulagði uppákomuna í dómsalnum. Líkast til hefur dómarinn líka breytt rangt. Lýsingar viðstaddra eru allar á sömu lund: Friður ríkti í dómsalnum þar til lögreglan beitti sér. Einn maður talaði með hærri rómi en aðrir...

Framhald hér...


Fallið á Fálkaorðuna

Forseti Íslands er umdeildur maður í meira lagi þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Hann hefur reyndar alltaf verið það, en um árabil nennti fólk ekki að rífast um hann. Það var einna helst að ríkisstjórnin hunsaði hann á ýmsan hátt eða að þáverandi forsætisráðherra skyti eiturörvum í átt að honum...

Framhald hér...


Kúlulán öreiganna

Er verið að koma undan fé? Ég skil ekki hvað er á seyði hér. Hvernig er hægt að yfirveðsetja eignir á þennan hátt og það á öðrum veðrétti? Megum við þetta þá ekki líka? Eru ekki einhver lög og stjórnvöld sem hindra slíkt? Er þetta gert til að gera eignir verðlausar þegar að frystingu kemur? Óþekktur lánveitandi...

Framhald hér...


Skýrslan og Morgunblaðið

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðakona á 24 stundum og síðan Morgunblaðinu, sagði upp störfum vegna óánægju með afskipti ritstjóra blaðsins af umfjöllun um Skýrsluna og innihaldi á m.a. forsíðu blaðsins daginn eftir að hún kom út. Gunnhildur Arna vildi fjalla ítarlegar um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna...

Framhald hér...


Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Það eru víst ekki margir eftir sem lesa Mogga Davíðs og mér skilst að flestir áskrifendur sem eftir eru lesi bara minningargreinarnar. Líklega les Jón Ásgeir Jóhannesson ekki Moggann, en þar birtist þessi grein, sem er opið bréf til hans með afar athyglisverðum spurningum. Við bíðum auðvitað spennt eftir svörum...

Framhald hér...


Guðlaugur Þór og styrkirnir

Það er aumt þegar stjórnmálamenn láta ekki ná í sig eða neita að mæta í viðtöl til að svara fyrir sín mál. Þetta eru kjörnir fulltrúar, starfsmenn landsmanna og þeim ber að gera grein fyrir öllum málum sem tilheyra þjónustu þeirra við almenning og hvernig - og með hvaða fjármunum - þeir náðu kjöri og komust til valda...

Framhald hér...


Þeim liði betur á eftir

Það er ár og dagur síðan ég hef birt föstudagspistil minn úr Morgunútvarpi Rásar 2 – enda hefur þeim fækkað mjög. En hér er pistillinn frá síðasta föstudegi sem var annar í sumri...

Framhald hér...


Gaman að þessu

Það verður að horfa á þetta alveg til enda.

Sjá hér...


Einkavæðingardraumar

Ég var að grúska og rakst á þessa grein um einkavæðingu "menningariðnaðarins". Minnist þess ekki að hafa heyrt það orð hvorki fyrr né síðar og það hvarflaði að mér að notkunin á orðinu "iðnaður" í þessu samhengi ætti að hafa þau hughrif að gera fólk jákvæðari gagnvart téðri einkavæðingu...

Framhald hér...


Skýrslan, styrkirnir og stjórnlagaþing

"Þjóð, sem á fólk eins og það sem hefur samið þessa skýrslu... það er ekki öll von úti.... En þá verður fólk líka að taka alvarlega það sem kemur fram í þessari skýrslu. Það varð hrun og siðrof í þjóðfélaginu og algert vantraust..."

Framhald hér...


"Keyptu undirgefni stjórnmálamanna"

Styrkjamál stjórnmálamanna og -flokka hafa mikið verið til umræðu og náð nýjum hæðum eftir útkomu Skýrslunnar. "Það er alvarlegt mál í lýðræðisríki þegar almannaþjónar mynda fjárhagsleg tengsl með þessum hætti við fjármálafyrirtæki," segir m.a. í kafla siðfræðihópsins. Og ekki þáðu stjórnmálamenn eingöngu styrki...

Framhald hér...


Leiðin frá reiði til sáttar

Þegar ég skrifa gagnrýna pistla - sem ég geri reyndar oftast - eru alltaf einhverjir sem gagnrýna það, að ég skuli gagnrýna. Misjafnt er, eftir því um hvað pistillinn fjallar og hvern eða hvað ég gagnrýni hverju sinni, hvernig athugasemdirnar hljóða og hverjir skrifa þær. Stundum er ég sögð hatursfull...

Framhald hér...


Iðrun og yfirbót útrásardólga

Útrásardólgar í gervi "athafnamanna" geysast nú fram á ritvöllinn og segjast iðrast þess ógurlega að hafa misst sig í græðginni. Að þeirra mati eru það víst "yfirsjónir og mistök" að hafa með skipulögðum hætti og einbeittum brotavilja ryksugað peninga út úr íslenskum bönkum...

Framhald hér...


Ný stjórnarskrá - nýtt lýðveldi

Njörður P. Njarðvík skrifar enn eina eðalgreinina sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Njörður ítrekar fyrri ummæli sín um þörfina fyrir nýja stjórnarskrá og stofnun nýs lýðveldis...

Framhald hér...


Viðbrögð við Skýrslunni

Jæja... þetta er áhugavert. Viðbrögð forystumanna flokkanna við Skýrslunni. Viðbrögð þeirra sem mestu máli skiptir hvað stjórn landsins varðar. Magnað stöff...

Sjá hér...


Köngulóarvefir krosseignatengsla

Ég hef verið að glugga í Skýrsluna og borið niður hér og hvar. Þetta er gríðarlega yfirgripsmikið verk og vandað með afbrigðum. Rakst á þessar myndir í 9. bindi og klippti textann sem fylgdi hvorri þeirra inn. Takið eftir að í neðri myndinni er HS Orka nefnd - fyrsta auðlindafyrirtækið sem var einkavætt...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband