18.2.2010
Nú fer hver að verða síðastur
Hún var skemmtileg, fréttin á RÚV í gærkvöldi um að stækkunardeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem sér um umsóknir nýrra aðildarríkja hefði beðið um að fá að sjá heimildamyndina Maybe I should have. Hróður hennar hafði borist þeim til eyrna og þeim finnst greinilega rétt að kynna sér hana áður en lengra er haldið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010
Í tilefni Viðskiptaþings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010
Afskriftir og níu núll ehf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010
Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins
Þrjár greinar birtust með stuttu millibili í janúar og fram kom að þær yrðu fjórar. Sú fjórða, sem ég hef beðið með óþreyju, birtist loksins í dag og ég ætla að koma þeim öllum á framfæri hér. Ég hugsa mitt um tilganginn með skrifunum og hef á tilfinningunni að verið sé að undirbúa okkur undir eitthvað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010
Gengistryggð vonarglæta
Sú gleðifregn fór sem eldur í sinu um netheima á föstudagskvöldið, að héraðsdómari hefði dæmt gengistryggð lán ólögleg. Þrír bloggarar vöktu fyrst athygli á dómnum, þeir Marinó, Þórður Björn og Guðmundur Andri. Ég flýtti mér að bæta þessum upplýsingum inn í færslu um nauðungaruppboð og Egill birti færslu skömmu síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010
Konur og fjölmiðlar
Ójafnvægi milli kynjanna í efnistökum er hins vegar ekki bara smekksatriði. Það stríðir gegn þeirri grundvallarstaðreynd að konur eru helmingur íbúa landsins. Úr Bakþönkum Gerðar Kristnýjar í Fréttablaðinu í dag. Spurningaþátturinn Gettu betur hóf sjónvarpsgöngu sína þetta árið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010
Raunverulegir stjórnendur Íslands
Það hefur lengi verið vitað að hinir raunverulegu stjórnendur Íslands eru embættismennirnir. Stjórnsýslan. Munið þið eftir þáttunum Yes, Minister og Yes, Prime Minister? Fyrir margt löngu var aðstoðarmaður ráðherra spurður hvort þetta væri svona hér á landi. Svarið var já. Þeir þingmenn sem spurðir hafa verið segja líka já...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010
Ef þetta er ekki spilling...
..þá veit ég ekki hvað spilling er. Svo er spurning um skilgreiningu á spillingu og hvar þessir nátengdu þættir skarast - siðleysið og spillingin. Lítum á brot úr heimildamyndinni Maybe I should have sem nú er sýnd í Kringlubíói. Ég nefndi þetta atriði í pistlinum Undarleg upplifun af spillingu þar sem ég sagði frá...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2010
Reiðilestur um réttlæti
Ég var öskureið þegar ég skrifaði þennan pistil - Kúgun og yfirgangur - eftir fréttirnar á miðvikudagskvöldið. Ég var ennþá öskureið á fimmtudaginn þegar ég samdi og tók upp Morgunútvarpspistilinn fyrir föstudaginn. Það heyrist enda vel á flutningnum. Ég er ennþá reið og lít svo á að reiði mín og annarra í sömu sporum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010
Spilavítin upp á yfirborðið strax!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010
Yfir gröf, dauða og gjaldþrot
Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Speglinum í gærkvöldi um Iceclandic Group og veltir fyrir sér hvernig það fer saman hjá bönkunum - að afskrifa skuldir, fella niður ábyrgðir og hygla gerendum hrunsins annars vegar, og byggja aftur upp trúnað og traust almennings hins vegar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2010
Nauðungaruppboð og vonarglæta
Íbúðareigendur erlendis, leigjandi ekki heima. Kallað í lásasmið, farið inn og íbúðin slegin á 15 milljónir. Þetta er skömm að þessu Þið eruð að stela af fólkinu Allir lögfræðingar ættu að skammast sín fyrir þetta starf sem þið eruð að sinna hérna sagði einn viðstaddra. Ef engar raunhæfar lausnir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2010
Þriðji í Icelandic Group
Helgi Seljan var með þriðju fréttaskýringuna um IG og Landsbankann í gærkvöldi eins og boðað hafði verið. Hvort þetta er sú síðasta veit ég ekki. Ég birti fyrri tvær - frá 22. desember og 10. febrúar í þessum pistli. Ég veit ekki heldur hvort fréttin sem birtist í gærkvöldi um að Vestia, eignarhaldsfélagið sem sýslar með yfirtekin fyrirtæki Landsbankans...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010
Gyllta strokleðrið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010
Kúgun og yfirgangur
Ég ætla ekkert að reyna að lýsa því hvernig mér leið eftir fréttaskammtinn fyrr í kvöld. Ónotin voru bæði andleg og líkamleg og ég tók á það ráð að fá mér langan göngutúr með tíkina mína, hana Kötlu. Óvenju langan. En það dugði ekki til - það sýður í mér ennþá og eins gott að "sumir" verði ekki á vegi mínum í eigin persónu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2010
Bull og blekkingar?
Eins og flestir vita sem hafa eitthvað fylgst með málefnum OR og Helguvíkurálvers, sem og baráttunni um orkuna, þá er langt í frá öruggt hvort hægt sé að afla nægrar orku til að knýja hið risastóra álver sem fyrirhugað er í Helguvík. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2010
Viðvaranir Wades
Ég skrifaði fyrst um Robert Wade 2. júlí 2008. Finn ekki pistilinn hér á Eyjublogginu en hér er hann á Moggablogginu. Wade hafði skrifað grein í Financial Times undir fyrirsögninni Iceland pays price for financial excess. Fjallað var um greinina í Tíufréttum RÚV, en á þessum tíma var þáverandi forsætisráðherra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2010
Mannval Flokksins
Henrý Þór Baldursson hefur verið skorinn niður á Pressunni um helgar en ætlar að birta skrípóið sitt á Facebook í staðinn. Ekki er enn vitað hvort við fáum skrípó þar bæði laugardaga og sunnudaga. Hann kom með fyrstu myndina um nýliðna helgi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010
Góðar fréttir af Icesave?
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, var einn af gestum Egils í Silfrinu í gær. Hún hafði ýmislegt að segja sem vert er að íhuga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010
Athyglisverð umræða um RÚV
Mér fannst margt athyglisvert koma fram í viðtali Egils í Silfri dagsins við Gauta Sigþórsson, lektor í fjölmiðlun við Greenwich-háskólann í Lundúnum. Viðtalið hefði gjarnan mátt vera helmingi lengra. Gauti talaði um hlutverk RÚV sem "almannaútvarps/sjónvarps" og taldi nauðsynlegt að endurskilgreina hlutverk og rekstur fjölmiðilsins...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)