Tíminn, þingið og vatnið

Enn þrjóskast Alþingi við og rígheldur í sauðburð, heyskap, göngur og réttir eins og sönnum búmönnum sæmdi í bændasamfélagi fortíðarinnar. Þá var riðið til þings og ef til vill litið komið við hjá helstu höfðingjum á leiðinni og þegin næturgisting og annar viðurgerningur...

Framhald hér...


Lýðræði fyrir alla - konur og kalla

Í morgun hlustaði ég að venju á eðalþáttinn Framtíð lýðræðis á Rás 1. Í þetta sinn var rætt við Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi þingkonu Kvennalistans með meiru. Ótalmargt bar á góma og ég hvet alla, jafnt konur sem karla, á öllum aldri og ekki síst ungar konur til að hlusta á þennan þátt...

Framhald hér...


Vatnið og lífsbjörgin

"Þúsundir hafa lifað án ástar, en ekki einn einasti án vatns", sagði breska skáldið W.H. Auden. Vatn er forsenda alls lífs á jörðunni og gríðarlega verðmæt auðlind. Sem betur fer höfum við Íslendingar ávallt haft yfrið nóg af vatni. Við höfum getað sprangað um fjöll og firnindi, hæðir og hóla...

Framhald hér...


Fráleitir og siðlausir gjörningar

Ótrúlega auðvelt virðist að sveigja og beygja skoðanir fólks - allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Fá það til að trúa nánast hverju sem er og samþykkja hvaðeina þótt staðreyndir sem segi eitthvað annað blasi við beint fyrir framan nefið á því...

Framhald hér...


Mjög aðlaðandi tímasóun

Ég skaut nokkrum pillum á karlpeninginn í þessum pistli fyrir nokkrum dögum. Sagði m.a.: "Karlar þurfa líka að losa sig við meðvitaðan eða ómeðvitaðan ótta við ákveðnar og rökfastar konur. Þær eru nefnilega ekkert hættulegar þeim eða meintri karlmennsku þeirra." Og ég meinti það - þótt þetta eigi vitaskuld alls ekki við þá alla, langt í frá...

Framhald hér...


Viðtalið við Björgólf Thor

Mér finnst lítið hafa farið fyrir viðtali Inga F. Vilhjálmssonar sem birtist í helgarblaði DV og birti það því hér. Hlakka til að heyra hvað lesendum finnst. Ég birti umfjöllun um viðtöl DV...

Framhald hér...


Kaupþingssímtalið

"'Strákarnir í Lúx' réðu ferðinni í viðskiptafléttunni sem átti að auka tiltrú og verðgildi Kaupþings á síðustu stundu. Hún gekk út á að lána Sheik Al-Thani 13 milljarða króna. Raunverulegar skuldbindingar hans voru litlar sem engar á móti eða persónuleg ábyrgð. Hann þáði aftur á móti milljarða fyrir að lána nafn sitt." Þannig hefst...

Framhald hér...


Féð um féð frá fénu til fjárins

Nei, ég á ekki við fjórfætlingana.  Wink  En þeir eru skemmtilega samstíga í Fréttablaðinu í dag, Guðmundur Andri og Halldór Baldurs...

Sjá hér...


Hvorki klókur né kænn

Bjarni Benediktsson er ekki klókur stjórnmálamaður, hvað þá kænn. Það sýndi hann svo ekki var um villst í fréttunum í kvöld þegar hann svaraði spurningum fréttamanns af fullkomnum hroka. Kjósendur fengu að vita um himinháar fégjafir til Guðlaugs Þórs í nóvember 2009 (sjá vef Ríkisendurskoðunar) og þar var vinur vors og blóma, Óskar Nafnleyndar, í aðalhlutverki...

Framhald hér...


Strákarnir, styrkirnir, siðferðið og jafnrétti hugarfarsins

"Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna..." segir í jólalaginu sem sungið hefur verið með börnum þessa lands um áratugaskeið og er enn. Eins og ég sagði frá í pistlinum Lengi býr að fyrstu gerð mótast viðhorfið til kvenna og karla frá frumbernsku. Stundum er innrætingin meðvituð, stundum ómeðvituð...

Framhald hér...


Aðgát skal höfð þegar rán er í vinnslu

Ég er búin að fjalla svo mikið um virkjanir, orkuna og auðlindirnar að stundum finnst mér eiginlega nóg komið. Enda byrjaði ég jú að blogga 1. nóvember 2007 beinlínis vegna virkjana-, náttúru- og orkumála þótt ýmislegt annað hafi nú slæðst með í gegnum tíðina. En þetta eru óhemju mikilvæg mál...

Framhald hér...


Þeir þurftu ekki kúbein

Í athugasemdum við pistilinn Ábyrgð stjórnvalda og þýlund þjóðar, sem ég skrifaði 8. október 2008, lenti ég í skoðanaskiptum við tvo lesendur sem voru aldeilis ekki sammála mér um að stjórnvöld bæru neina ábyrgð á hruninu. Fleiri blönduðu sér í þær umræður. Hrunið var nýskollið á...

Framhald hér...


Gegndarlaus kynning jákvæðrar hugsunar

Það kviknaði á ýmsum perum fortíðar og nútíðar þegar ég horfði og hlustaði á Barböru Ehrenreich í lokaþætti Silfursins á sunnudaginn. Hún sagði meðal annars efnislega: "Maður átti sífellt að líta á allt björtum augum, sama hverjar staðreyndirnar væru. Láta ætíð eins og allt verði í himnalagi. Geggjaði parturinn er sá...

Framhald hér...


Gagnrýninn hugsuður

Ég heyrði fyrst um hann sem málvísindamann fyrir óralöngu. Heimsfrægan og mikilsvirtan. Svo kynntist ég öðrum hliðum á honum og hann hitti mig í hjartastað þótt umdeildur væri. Til eru ótalmörg viðtöl við hann eins og fólk sér ef það gúglar hann eða flettir upp á YouTube. Þetta viðtal birtist...

Framhald hér...


Fyrir og eftir kosningar

Nú eru sveitastjórnarkosningar afstaðnar og Besti flokkurinn vann sigur í Reykjavík. Ég vogaði mér að spyrja spurninga um hvað flokkurinn ætlaði að gera þegar alvaran tæki við í pistlinum Er Besti flokkurinn bestur? um daginn. Eins og sjá má í athugasemdunum varð allt vitlaust. Fólk skildi ekki pistilinn, las hann ekki...

Framhald hér...


Silfur fyrir Vigdísi

Í athugasemd við Borgarblús bað Vigdís Ágústsdóttir mig að setja inn síðasta Silfrið sem var 16. maí - en ekkert Silfur var á páskadag. Ég hélt mig hafa sett það inn en fann það svo hvergi. Ég hef líkast til verið eitthvað annað að hugsa, en auk þess hef ég átt í vandræðum með að hlaða inn stórum skrám. Eitthvað fór úrskeiðis...

Framhald hér...


Ummæli kosninganna

Þessi ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, eftir að hafa misst mikið fylgi í borginni og tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum, verða lengi í minnum höfð. Óralengi...

Framhald hér...


Borgarblús

Ég hef verið að rifja upp, spá og spekúlera. Líta um öxl yfir kjörtímabilið í Reykjavík og það er skelfilegt. Alveg með ólíkindum. Ég fann nokkra gamla bloggpistla og myndbönd sem ég hef klippt saman um borgarmálin. Í pistli 15. maí 2008 skrifaði ég t.d. þetta um meirihlutaskiptin frá í janúar það ár þegar Ólafur F. var pússaður upp sem borgarstjóri með sín 6.527 atkvæði...

Framhald hér...


Órannsakanlegir vegir skattaslóðanna

"Skattrannsóknastjóri segir alls enga ábendingu um skattsvik hafa borizt frá skilanefndum og slitastjórnum bankanna. Af skýrslu Sannleiksnefndarinnar er samt ljóst, að bankar, bankamenn og viðskiptamenn banka eru grálúsugir af skattsvikum. Skilanefndir og slitastjórnir hljóta því að vera að hylma yfir skattsvikum banka..."

Framhald hér...


Skýrslan og háskólasamfélagið - dagur 5

Þá er það fimmti og síðasti dagur í þessari fróðlegu fundaröð Háskóla Íslands, Uppgjör, ábyrgð, endurmat. Það er föstudagur 30. apríl og þeir sem hafa hlustað á þetta allt saman ættu að vera einhverju nær. Þá er bara að muna og læra af reynslunni - láta þetta aldrei nokkurn tíma gerast aftur...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband