Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísland - Simbabve norðursins

Ég bið alla sem hafa einhver tengsl við erlenda fjölmiðla að senda þeim slóðina að þessari grein hér fyrir neðan. Ef íslenska þjóðin getur ekki upp á sitt eindæmi haggað spilltum stjórnvöldum og stjórnkerfi eða ráðið við glæpamennina sem arðrændu hana verður að leita ásjár alþjóðasamfélagsins til að þrýsta á íslensk stjórnvöld um nauðsynlegar breytingar. Viðbót: Greinin hefur nú verið birt hér.

Iceland - the Nordic Zimbabwe
by Iris Erlingsdottir

The catastrophic economic collapse of Iceland has in international news stories been described as simply another, inevitable casualty of the credit crunch. A WSJÍris Erlingsdóttir story last week noted that „Iceland was one of the international financial bubble's most enthusiastic players," but failed to mention how Iceland's largely homemade crisis was created by a small group of powerful political and financial figures who literally have looted the nation's treasury.

According to the Fund for Peace, a state that is failing has several characteristics, such as group-based inequality, brain drain, sharp economic decline, corruption and criminal behavior, to name a few attributes. The magnitude of corruption and wrongdoings at the highest levels of Icelandic political and financial system that have come to light following the country's economic collapse begs this question: Is Iceland a failing state?

In October 2008, Iceland's three major investment banks-Glitnir, Kaupthing, and Landsbanki, which the Conservative party had privatized eight years earlier in favor of their cronies - collapsed and were taken over by the Icelandic government. They had, through various questionable artifices, incurred a combined debt equal to 7-10 times Iceland's gross domestic product (GDP). Hundreds of thousands of investors outside of Iceland lost all of their savings, inducing the British government to invoke anti-terrorism laws in an attempt to contain the damage.

Since this collapse, the Icelandic stock exchange has plummeted, the Icelandic crown has lost one-half of its value, and the unemployment rate rose 60% from October to November. The sudden halt of major construction projects-including what was to be an iconic opera house-has caused foreign workers to flee the country in droves. Automobile sales have nearly stopped, and massive residential foreclosures loom. One-third of Icelanders have indicated that they are considering leaving the island.

Despite obvious mistakes and wrongdoings by governmental regulators and bank executives, no observable changes have ensued. The current regulators-including the head of the Icelandic Central Bank, Davíð Oddsson (Prime Minister from 1991-2004) -are the very same people who encouraged and approved these fantasies. The majority of the top executives in the newly-nationalized banks are the same directors who created the overleveraged castles in the air. Instead of criminal charges, they get to keep their jobs and handsome paychecks, and remain in position to further manipulate the country's finances. Average Icelanders, on the other hand, get to scratch out a living and the responsibility (along with their children and grandchildren) for paying the billions of debt Iceland is now saddled with.

The gang's perp-in-chief, Jón Ásgeir Jóhannesson, who also happens to "own" most of the private media in the country, is free to gallivant in his private jet between luxury homes in several countries. At this writing, he and his fellow crooks, who invented false enterprises and inflated their "worth" by selling pieces of paper back and forth to each other, continue to engage in all kinds of business transactions in Iceland and wait like carrion for opportunities to "buy" for pittance businesses that have closed or gone bankrupt since the collapse (the same fate awaits many others in the new year), not to mention real estate when thousands of Icelandic families lose their homes in this inferno of greed.

The crimes and corruption that has flourished under Iceland's conservative rule make Bernie Madoff's schemes look like Mother Goose tales. Each day brings forth ever more incredulous stories. Icelanders who are struggling to hold onto their homes and pay the bills were outraged at to learn a few days before Christmas that certain well connected individuals - bank execs, their families and friends (including members of the Icelandic government) - hoping to cash in on the boom, borrowed hundreds of millions to buy bank stock, but as the collapse became imminent, the loans were conveniently "forgiven" in secret meetings, with a single penstroke! The average Icelander of course gets no such absolution.

The democratic process is paralyzed. The legislature, Alþingi, is little more than a rubber stamp for the administration and has basically shut itself down. Despite massive popular protests, Prime Minister Geir Haarde's ruling junta refuses to call for new elections before making what will certainly be extremely painful decisions.

Failed states are unable or unwilling to "protect their citizens from violence and perhaps even destruction," and "regard themselves as beyond the reach of domestic or international law." They may have democratic forms but suffer from a serious "democratic deficit" that deprives their democratic institutions of real substance.

The tyrant Robert Mugabe declared a few days ago that "Zimbabwe is mine. "I will never, never, never, never surrender." Iceland's Prime Minister Geir Haarde, the Central Bank Governor Davíð Oddsson, and the members of their little gang are telling Icelanders and the world that-like Mugabe-neither will they.

Íris Erlingsdóttir is an Icelandic journalist and writer. Her professional background includes work in radio and television news as a reporter and news anchor for Channel 2 in Iceland. She was editor-in-chief of Icelandic gourmet magazine The Host and has written numerous features and columns on subjects ranging from food and health to politics and law for Icelandic and American magazines and newspapers, including the Minneapolis Star Tribune, LA Weekly, Iceland Review, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Bon Appetit, and Twin Cities Mix. She lives in Northfield, Minnesota.  

 _________________________________________________

Margir kannast eflaust við Írisi Erlingsdóttur sem eitt sinn var fréttamaður á Stöð 2 og sendir nú öðru hvoru fréttir frá Bandaríkjunum þar sem hún er búsett - nánar tiltekið í Minnesota. Ef ég man rétt fjallaði hún nokkrum sinnum um kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar þar á síðasta ári. Íris leyfði mér að birta þessa grein hér að ofan og ég fann aðra grein eftir hana sem ég hafði klippt út úr Mogganum 9. nóvember sl.

Íris Erlingsdóttir - Moggi 9. nóvember 2008


Reyni að komast til himna...

...áður en dyrunum verður lokað.

Ég hef ekki haft geð í mér til að koma nálægt tölvunni í mestallan dag enda orðin svo langþreytt að ég held varla höfði. Svo settist ég niður áðan eftir góðan lúr fyrir framan sjónvarpið og skoðaði fjölmiðla, bloggfærslur og athugasemdir. Ég fylltist sorg og vonleysi. Sorg yfir því hvað fólk er alltaf ósammála, sumir svo öfgafullir, ofsafengnir og orðljótir... og skyndilega helltust yfir mig atburðir síðustu þriggja mánaða, aðdragandans, afleiðinganna, ábyrgðarleysis stjórnvalda og vonleysið varð yfirþyrmandi. Reyndar ekki í fyrsta sinn í vetur en þetta var skelfileg upplifun.

Mótmæli 3. janúar 2009Við erum lítil og fámenn örþjóð sem eigum að geta rekið þetta þjóðfélag í sæmilegri sátt og einbeitt okkur að því sem skiptir máli. Sniðið okkur stakk eftir vexti sem hefur sárlega skort undanfarin ár og áratugi. Þess í stað erum við að þrátta um smáatriði sem engu máli skipta - eins og hvort 8 ára gömul stúlka geti borið skaða af því að tala í nokkrar mínútur á mótmælafundi. Ég sem hélt að það væri foreldranna að meta slíkt. Alræmdur friðarspillir, sem allir fengu yfir sig nóg af fyrir fjölmörgum árum, geysist um netheima, límir eigin bloggfærslur inn í athugasemdakerfi annarra bloggara með vægast sagt ógeðfelldum myndum af vopnuðum börnum og hótar að kæra hægri og vinstri eins og ævinlega.

Þreytupirringurinn olli því að ég fór að glugga í fjárlögin - sem ég hefði betur látið ógert. Ekki lagast hugarástandið við það. 

Steingrímur J. segist vilja rauðgræna ríkisstjórn með Samfylkingu. Hver segir að hann eða Samfylkingin verði kosin til nokkurra verka? Hver veit nema fram komi breiðfylking fólks sem hefur aðrar hugmyndir um framtíðina en Steingrímur J. og Samfylkingin, sem virðist bara líða bærilega, takk, í hjónasænginni með Sjálfstæðisflokkinn ofan á alveg eins og Framsókn forðum. Gallinn er bara sá að ný stjórnmálaöfl eru fyrirfram dauðadæmd af flokkunum sem fyrir eru. Þeir eru búnir að koma hlutunum þannig fyrir með lagasetningu að eingöngu flokkar sem fyrir eru á þingi fá fjárframlög frá ríkinu (okkur). Og áður en þingmenn fóru í mánaðarlangt kreppujólafrí hækkuðu þeir framlagið til flokkanna sinna úr 310 milljónum í 371,5 milljónir á meðan allt annað var skorið niður. Sem dæmi má nefna voru lögð innritunargjöld á þá sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og eru líklega síst í stakk búnir til að borga slíkt og ýmis gjöld voru hækkuð sem hafa bein áhrif á verðbólgu og verðbætur lána.

Í gær kom fram að hinn umhyggjusami einkavæðingarheilbrigðisráðherra ákvað að innritunargjald á sjúkrahús yrði litlar 6.000 krónur. Formaður ASÍ sagðist vera "hissa". Upphæðin sem fer til stjórnmálaflokkanna nægir fyrir innritunargjöldum 61.917 sjúklinga. Mér skilst að atvinnuleysisbætur séu um 130.000 á Seðlarmánuði sem gera 1.560.000 á ári. Framlagið til flokkanna nægði fyrir atvinnuleysisbótum 238 manns í heilt ár. Svokallað skúffufé ráðherra er 81 milljón alls. Því geta þeir ráðstafað að eigin geðþótta. Þetta eru innritunargjöld fyrir 13.500 sjúklinga - eða 324.000 skólamáltíðir fyrir börnin okkar ef hver máltíð kostar 250 krónur.

En flokkafjárframlögin fá aðeins þau stjórnmálaöfl sem fyrir eru á þingi til að auglýsa sig og sína í prófkjörum og kosningum. Aðrir eiga ekki séns. Við borgum rekstrarkostnað þeirra, auglýsingaskrum, ferðalög og annað - á vegum flokkanna. En við hin eigum ekki möguleika á að bjóða okkur fram sem stjórnmálaafl og etja kappi við fólk með slíkt fjármagn til afnota sem sótt er í okkar eigin vasa. Jafnræði í reynd þar sem sumir eru svo sannarlega jafnari en aðrir. Þetta er fyrir utan tæplega 3,8 milljarða - 3.800 milljónir - sem það kostar okkur að reka "Æðstu stjórn ríkisins" eins og það heitir í fjárlögum. Ég vitna í hinn margkveðna Megasarfrasa: Afsakið á meðan ég æli.

Svo er það 5% ákvæðið sem kveður á um að stjórnmálaflokkur sem fær undir 5% í kosningum fær engan mann á þing - nema hann sé þar fyrir, þá gefa 5% honum 2 þingmenn. Það fer þó líkast til eftir því hvar á landinu atkvæðin falla, því atkvæðavægið er svo misjafnt þéttbýlis og dreifbýlis. Flokkarnir sem fyrir eru á þingi eru semsagt búnir að girða jafnrækilega fyrir "samkeppni" og stjórn VR gerði forðum. Það er ekki hægt að endurnýja, sama hve margir vilja það. Okkur er gert að kjósa sama liðið aftur, hvað sem tautar og raular. En ég vil það ekki, ég neita því og ég krefst þess að lögum og reglum verði breytt til að sú hugarfarslega bylting sem nauðsynleg er geti orðið og rotnu, steinrunnu flokkakerfi hent á haugana.

Hverslags andskotans vitleysa og níðingsskapur er þetta eiginlega? Er þetta íslenskt lýðræði í hnotskurn?

En annars ætlaði ég ekki að skrifa svona pirrings- eða reiðiblogg. Ég ætlaði  að vekja athygli á honum Eiríki Guðmundssyni, rithöfundi, pistlahöfundi og Víðsjárpilti. Ég benti á pistlana hans hér undir fyrirsögninni Hvað þarf til að ofbjóða þjóðinni? Síðan þá hefur Eiríkur flutt marga, frábæra pistla í Víðsjá og í gær birtist grein eftir hann í Fréttablaðinu sem fylgir hér með. Smellið þar til læsileg stærð fæst að venju. Eiríkur flutti líka fyrsta pistil sinn á nýju ári í Víðsjá í fyrradag. Hann er næstum neðst í tónspilaranum ofarlega vinstra megin á síðunni merktur: Víðsjá - Nýtt ár, mótmæli og þjóðin. (Ég bíð spennt eftir að geta sett útvarpsefni beint inn í færslur og þurfa ekki að vísa í þennan óaðgengilega spilara.) Það er úr þeim pistli sem ég tók fyrirsögnina - Trying to get to heaven before they close the door - Bob Dylan.

Eiríkur Guðmundsson - Fréttablaðið 3. janúar 2009

 


Kommúnistadrullusokkur!

Í október skrifaði ég pistil og velti fyrir mér ástæðu þess hve Íslendingar hafa verið tregir til að mæta á mótmælafundi. Það er sem betur fer að breytast, enda fólk farið að átta sig á lýðræðislegum rétti sínum og skyldu til að taka þátt í mótun samfélagsins. Í pistlinum stóð þetta m.a.: "Á Íslandi hefur umræðunni alltaf verið vandlega stýrt af hagsmunaöflum og réttlætisraddir kaffærðar í mykjuhaugum flokkspólitískra hagsmuna. Ef nokkrar hræður komu saman til að mótmæla valdníðslu voru þær umsvifalaust stimplaðar með því hræðilega orði - kommúnistar! - eða eOpinber starfsmaður ógnar mótmælendum.inhverju þaðan af verra. Múgur, skríll, hyski, pakk og meira að segja lýður, sem upprunalega þýddi í einfaldleika sínum aðeins þjóð eða fólk. Mótmælin á fundi borgarstjórnar í janúar voru kölluð skrílslæti af þeim sem þola ekki lýðræði og tjáningarfrelsi. Tungumálinu var lævíslega beitt til að sverta þá sem vildu umbætur eða mótmæla ranglæti. Hvaða sómakær borgari vildi láta hafa um sig slík orð eða vera hluti af einhverjum ruslaralýð sem var hæddur og fyrirlitinn? Þá var nú betra að hafa hægt um sig, þegja og vona það besta. Halda áfram að strita í sveita síns andlitis og þagga niður í mjóróma röddum hið innra sem kröfðust réttlætis öllum til handa, ekki bara sumum."

Mikill er máttur orðanna og uppnefni ýmiss konar voru ær og kýr heittrúaðra af öllum pólitískum trúarbrögðum á kaldastríðsárunum. Höfum við gengið til góðs, lært eitthvað og þroskast sem þjóð og einstaklingar? Ekki sýnist mér það. Mótmælendur hafa aftur á móti gert uppnefnin að hrósyrðum og verið stoltir af að vera kallaðir t.d. skríll eða kverúlantar. Við getum nefnilega stjórnað því svolítið sjálf hvaða áhrif við látum orðin hafa á okkur og hætt að kippa okkur upp við ónefni og skítkast.

Í Silfrinu, líklega 28. nóvember 2004, spurði Egill Helgason þáverandi þingmann Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason, hvort honum fyndist komaMótmælanda hrint. til greina að taka Ísland af "lista hinna viljugu", þ.e. þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak í mars 2003. Hjálmar svaraði: "Ég segi bara já við því". Þessi fáheyrði atburður, þar sem þingmaður lét í ljós sjálfstæða skoðun sem gekk í berhögg við skoðun flokksins og stjórnarinnar sem hann tilheyrði, varð tilefni umræðna á Alþingi 29. nóvember 2004. Samfylkingarþingmenn fóru mikinn, vildu taka Ísland af listanum og hrósuðu Hjálmari fyrir hugrekkið.

Davíð Oddsson, þá utanríkisráðherra og ennþá formaður Flokksins, bjó þá til nýyrði sem verður lengi í minnum haft - og beindi máli sínu til Samfylkingarinnar: "En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta." Þarna átti Davíð við svokallaða "endurhæfingu" í Írak sem enn er í hers höndum í bókstaflegri merkingu, fjórum árum síðar. Nú er Samfylkingin í hers höndum Sjálfstæðisflokks og bíður landsfundar hans til að ákveða hvort reyna á að bjarga því sem bjargað verður hvað efnahag og framtíð þjóðarinnar varðar. Mikill er máttur landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Mér varð hugsað til þessa nýyrðis Davíðs - afturhaldskommatittur (ekki komið í orðabækur ennþá) - þegar ég sá myndband á mbl.is í dag þar sem tveir menn ganga meðal mótmælenda á gamlársdag og ógna þeim, steyta hnefa, hrinda - og kalla þá t.d. kommúnistadrullusokka. Sá eldri heitir Ólafur Klemenzson og er sagður bæði samflokksmaður og starfsmaður Davíðs, hagfræðingur í Svörtuloftum. Sá yngri heitir Guðmundur Klemenzson Mótmælendum ógnaðog er svæfingarlæknir á Landsspítalanum. Hvort þeir eru bræður veit ég ekki. Í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum yrði mönnum í þeirra stöðum sagt umsvifalaust upp opinberu starfi eftir slíka framkomu og þeir ekki taldir verðir þess að vera á framfæri hins opinbera, þ.e. skattgreiðenda. Og þroskastig fólks sem hagar sér svona er varla upp á marga fiska. Þessir félagar vita t.d. ekki frekar en Davíð að kommúnismi er dauður sem slíkur og vinstrisinnaðar stjórnmálahreyfingar hafa mjög blandaða stefnu sem ekki er nokkur leið að flokka undir kommúnisma. En svona getur nú trúarofstæki farið illa með fólk og svipt það heilbrigðri skynsemi, hver svo sem trúarbrögðin eru.

Athygli vekur að mótmælendurnir sem veist er að lyfta ekki litlafingri til að taka á móti og beita engu ofbeldi. Þessa lýsingu eins mótmælandans sá ég í athugasemd á einhverju bloggi: "Svona ykkur að segja var þetta alveg ótrúleg innkoma þessara manna. Þeir gengu þarna um og hrintu og bæði konum (eins og sést á myndbandinu) og öðrum um koll sem á vegi þeirra urðu. Annar reyndi að sparka í liggjandi mann sem var verið að hlúa að og hafði orðið fyrir piparúða. Þá spurði ég hann hvort það væri allt í lagi með kollinn á honum og þá hrinti hann mér ég snéri mér undan og horfði í augun á honum og sagði "Gjörðu svo vel og gefðu mér á kjaftinn ef þér líður betur með það" þá reiddi hann til höggsins (og þar hefur myndavélin náð atvikinu og sést það á stillimyndinni á undan fréttinni). Hann hins vegar hætti við að kýla mig og hrinti þess í stað konunni sem næst var. Svona gengu þeir í gegnum ca. 500 manna hóp mótmælenda og hrintu og ýttu þeim sem fyrir urðu - og í raun er ótrúlegt að þessir hrottar hafi farið í gegnum hópinn án þess að nokkur svo mikið sem ýtti til baka (og það segir e.t.v. hversu mikið mótmælendurnir voru tilbúnir að beita ofbeldi þarna fyrir framan Hótel Borg)." Þetta er sorgleg sjón og skelfileg frásögn. Mikið ofboðslega mega þessir menn skammast sín upp fyrir haus!

Að lokum minni ég á að það er laugardagur og mótmælafundur á Austurvelli klukkan 15. Ung dama, Dagný Dimmblá sem er 8 ára, ætlar að halda þar ræðu. Hún kom að máli við Hörð Torfason eftir síðasta fund og bað um að fá að tala næst. Eftir samráð við foreldra hennar var ákveðið að hún myndi halda tölu á fundinum á morgun og ég hlakka mikið til að heyra hvað hún ætlar að segja. Aðrir ræðumenn verða Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir og Einar Már Guðmundsson. Ég hvet alla til að slást í hópinn með okkur kverúlöntunum, skrílnum, kommúnistadrullusokkunum, afturhaldskommatittunum eða hvaða hrósyrði við veljum okkur sjálf.


Keppt í ávörpum án atrennu

Keppnisávarp forsætisráðherra er hér, forsetans hér og biskups hér. Í þetta sinn var biskup sýnu bestur! Sló keppinautunum algjörlega við og kom langfyrstur í mark. Hér er sigurávarp biskups í fullkomnu óleyfi. Hann vitnar reyndar ekki í Matteus 25:29 eins og hefði verið vel við hæfi - en hann vann keppnina engu að síður að mínu mati. Hvað finnst ykkur?

Tvennir tímar

Flutt 1. janúar 2009

Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar í milli. Amen

Náð sé með yður og friður frá honum sem er og var og kemur, hinum alvalda. Hann gefi oss öllum gleðilegt nýtt ár í Jesú nafni!

Árið leið í aldanna skaut, örlagaár í lífi þjóðar. Nú er nýtt ár upp runnið. Og mörgum finnst sem nýir tímar blasi við.

Karl Sigurbjörnsson, biskupOg þó er dagurinn í sjálfu sér líkur öðrum dögum og Ísland með sama svip og fyrr. Fjöllin eru á sínum stað, landið okkar góða og lífið í sínum skorðum. Það fæddust börn inn í þennan heim í nótt, börn sem horfa spyrjandi augum upp í ljósið og daginn. Fædd til ljóssins. Úr ljóssins heimi komin og til ljóssins heima stefnt, eins og öll börn í þessu landi, á vorri jörð.

Dagur rann úr skauti nætur með nýtt ártal, tvöþúsund og níu. Hvað merkir það? Það merkir að tvöþúsund og níu ár eru talin frá fæðingu frelsarans Jesú Krists! Hans sem sagði: „Ég er ljós heimsins!" Og:„Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi." Í birtu hans er þetta nýja ártal skráð og við birtu hans fáum við að mæta því sem árið færir að höndum, sem einstaklingar og sem þjóð. Við höfum lifað tímana tvenna.

Ég þekki ungan mann sem er hátt settur í fjármálageiranum eins og það kallast. Hann sagði við mig: „Oft óskaði ég þess þegar ég var yngri að ég væri uppi á áhugaverðum tímum. Nú sé ég eftir því að hafa óskað mér þess. Talandi um áhugaverða tíma!"

Á áramótum ber margur kvíðboga í brjósti, lítur rústir einar, vonleysi og sorta framundan. Aðrir sjá nýja tíma og tækifæri, vonarbjarma við sjónarrönd. Við skulum leitast við að koma auga á hann og stefna eftir honum! Börnin smáu, sem hér voru borin til skírnar áðan, eru vonartákn og nýrra tíma! Guð blessi þau, heimili þeirra og fjölskyldur. Já, Guð blessi öll börn í landi hér. Í hverju barni er Guð að brosa til þín og segja þér að lífið, heimurinn á sér framtíð. En hvað gefum við þeim í vöggugjöf?

Ég var barn þegar hann pabbi minn kenndi mér þessa alkunnu, gömlu vísu:
„Margur girnist meir en þarf.
Maður fór að veiða skarf,
hafði fengið fjóra.
Elti þann fimmta en í því hvarf
ofan fyrir bjargið stóra."

Einhverjir fóru framúr sjálfum sér, og ofan fyrir. Og við vorum dregin með sem þjóð. Ísland hefur verið á forsíðum virtustu dagblaða heimsins og því haldið fram að þjóðin hafi farið á neyslufyllerí. Nú gjöldum við dýru verði græðgi og hroka undangenginna ára, og berumyngri skuldaklafa en nokkur önnur þjóð er bundin. Við vorum í hópi ríkustu þjóða heims og lifðum hátt. Öllu virtist vikið til hliðar nema nauðsynjum fjármagnsins, fátt virtist álitið heilagt nema rétturinn að græða.

Nú segja ýmsir þeir sem rýna í aðstæður undanfarinna missera að tveir
Peningarþriðju hlutar þess fjármagns sem lánað var á heimsmarkaðnum á árinu 2007 hafi verið loftbólur einar. Loftbólur. Eða bara seld, lánuð, veðsett norðurljós? Einu sinni var hlegið að því að íslenskt skáld hefði selt útlendingum norðurljósin. Það var löngu fyrir útrásina, en þótti lýsa mikilli snilld. En þetta sama skáld, Einar Benediktsson, mælti þau heilræði sem aldrei má gleyma: „Gengið er valt, þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði." Hver eru þau verðmæti sem hjartað geldur úr sjóði?

Afleiðingar hrunsins sem við horfumst nú í augu við gera miklar kröfur til okkar og munu gera um ókomin ár. Þjóðin er látin axla þungar byrðar. En hér felast líka tækifæri til að endurmeta og hugsa upp á nýtt tilgang auðsins, hinna efnislegu gæða, að spyrja út í siðgæðið og forgangsröðunina sem mótar þjóðfélag okkar og menningu. Ein mikilvægasta lexían gæti einmitt verið svarið við spurningunum: Hver var eiginlega tilgangur þessa gífurlega auðs sem við sáum vaxa án afláts og safnast á æ færri hendur? Og hvar er hugsýnin sem knýr okkur áfram nú?

Getum við sem þjóð og samfélag fundið framtíðarsýn aðra og víðari en þá að lágmarka skaðann af efnahagsfárinu? Eða verða engin sjónarmið tekin gild nema hagsmunir fjármagnsins, aflsmunir auðsins?

Svo er okkur líka mikilvægt að muna að við erum ekki ein í heiminum, Íslendingar. Við erum hluti alþjóðasamhengis, sem stundum er nefnt heimsþorpið. Ég þakka þeim mörgu sem þrátt fyrir áföll og erfiðleika hér heima hafa látið fé af hendi rakna til hjálparstarfs í fjarlægum löndum og þannig gera okkur kleyft að standa við skuldbindingar okkar gagnvart þróunarverkefnum og neyðaraðstoð meðal fólks sem býr við viðvarandi þrengingar, kreppu, óáran. Þeim megum við aldrei gleyma þó að kreppi hjá okkur um sinn. Neyð og hörmungar í fjarlægum löndum koma okkur við. Alþjóðasamfélagið stendur máttvana andspænis hörmungunum í Darfúr og Zimbabwe, sem virðast engan enda ætla að taka, þar sem lögleysið og harðýðgin vaða uppi. Sexþúsund börn eru neydd til hernaðar og ofbeldisverka í Darfúr! Og heimurinn horfir ráðþrota á. Hvers vegna fá ofbeldismennirnir einlægt að vaða uppi? Og nú tekur steininn úr með grimmdarverkunum á Gasasvæðinu, þeim skelfilega nornakatli haturs og hefnda. Við verðum öll að biðja, kalla og krefjast þess að vítahringur ofbeldisins rofni.

„Þar sem engar vitranir eru týnir fólk áttum," sagði Salómon konungur, gjarna talinn vitrastur allra valdhafa sögunnar. Orðskvið hans má líka þýða: „Þar sem engar hugsjónir eru glatast þjóðin." En svo bætir Salómon við:„En sá sem varðveitir lögmálið er sæll." (Orðsk. 29.18) Það er lögmálið sem Jesús dregur saman í kærleiksboðið: „Elska skaltu Drottinn, Guð þinn af öllu hjarta þínu, huga og mætti, og náunga þinn eins og sjálfan þig." Og í gullnu regluna: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra." Án hugsjónar kærleikans, án umbreytandi afls umhyggjunnar, megnum við ekkert. Ef við höldum ekki í þá hugarsýn, viðmið og verðmæti hjartans, þá týnum við áttum og verðum stefnulaus reköld eigin hagsmuna, sjálflægni og sjálfsdýrkunar.

Við þurfum samstöðu, þjóðarsátt um endurreisn. Ekki Nýja Ísland hf ! Heldur endurheimt sjálfsvirðingar, sjálfsaga þjóðar er virðir og metur land sitt, sögu, tungu og menningu sem gerir okkur að þjóð meðal þjóða.

Við þurfum að endurheimta þá sameiginlegu samfélagssýn á Íslandi, sem byggir á umhyggju og þjónustu umfram allt, á virðingu og trausti, á ábyrgð og skyldu fremur en réttindum, á langtíma uppbygging samfélags fremur en skyndigróða til eigin hagsmuna fárra. Látum það móta viðhorf og stefnu, ekki síst gagnvart þeim öldruðu og sjúku, fötluðu og svo börnunum! Þau mega ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins. Láttu augu barnsins litla vera skriftaspegill þinn, spurning til þín hvað þú hefur lagt fram til góðs, til heilla öðrum, þeim sem í námunda við þig eru, samfélagi, framtíðinni.

Horfum ekki um öxl í reiði eða fram á veg með kvíða, heldur horfa í kringum okkur hér og nú í árvekni og umhyggju. Tökum öll höndum saman um að gera landið okkar betra, þjóðina sterkari til þjónustu við lífið og heiminn og jörðina, sem Guð gefur okkur.

Í einu ljóða sinna, sem út komu fyrir jól yrkir Þorsteinn frá Hamri um tímann:
„... Andvörpum ekki
um tvenna tíma
þótt unglingslegur
umbrotaþeyr líði hjá -

því þá er það hann!
í leit að nýjum, liðnum og verðandi
fagnaðarfundum."

ÚlfaldiÉg leyfi mér að deila með ykkur sögu sem ég heyrði í sumar um átjánda úlfaldann. Jú, það er saga af Bedúína nokkrum sem átti þrjá sonu og sautján úlfalda. Í erfðaskrá sinni ánafnaði hann helming úlfalda sinna elsta syninum, einn þriðja næstelsta syninum og einn níunda yngsta syninum. Svo dó faðirinn. Synirnir reyndu að fylgja fyrirmælum hans við að skipta úlföldunum milli sín. Þeir lentu í ógöngum, það er ekki auðvelt að skipta 17 úlföldum í helming, einn þriðja og einn níunda. Þeir fóru því og leituðu ráða hjá vitrum öldungi. Hann sagði: „Þetta er ekki flókið. Ég skal lána ykkur úlfaldann minn, hann verður átjándi úlfaldinn, og þá fáið þið hver um sig það sem faðir ykkar vildi." Og þannig varð það! Hvernig þá? Jú: Helmingurinn af 18 er 9. Þriðjungur er sex og níundi hlutinn er tveir, samtals 17. Svo tók öldungurinn úlfaldann sinn.

Vertu átjándi úlfaldinn! Það merkilega og mikilvæga við átjánda úlfaldann er að hann er boðinn fram af örlæti. Hann verður til þess að hnútar rakna og leysast, hann verður á einhvern hátt til þess að dæmi ganga upp. Heill samfélagsins snýst um annað og meir en hagfræði, arð, ávöxtun, hagvöxt. Það eru mikilvægari gildi og dýrmætari auðævi en þau sem reiknast í gengi og vísitölum, sem leggja þarf að mörkum samfélagsins ef vel á að vera.

Við fórum með æðruleysisbænina hér áðan. Æðruleysisbænina þekkja margir, hún er ótal mörgum haldreipi og leiðarsteinn í átökum við veikleika og ósigra. Bænin er mikilvægasta hlutverk kirkjunnar, hins kristna samfélags og kristinna einstaklinga. Bænin allt frá því móðirin felur barn sitt Guði í bæn þegar hún veit fyrst til þess í lífi sínu, já, og svo í öllum atvikum og aðstæðum lífsins. Bænin Faðir vor, er dýrmætust allra bæna, bænin af vörum frelsarans sjálfs, sem signir lífið allt og felur það þeim milda mætti sem birti sjálfan sig í Jesú Kristi. Bænin um daglegt brauð, um fyrirgefningu, um frelsun frá illu, um sigur hins góða vilja og valds í heiminum, samfélaginu, og hjarta sérhvers manns. Sú bæn er einingarband samfélagsins sem bærist eins á vörum barnsins og í hjarta gamalmennisins, og er hverjum manni traustur förunautur í önn og átökum dagsins.

Látum bæn, blessun og kærleika til Guðs og manna varða veginn til framtíðar! Í hverri sóknarkirkju um land allt er beðið fyrir landinu og landsins börnum öllum. Við umlykjum hvert annað bænarörmum fyrir augliti Guðs. Bænin er ómetanleg orkulind til góðs og blessunar á þessum alvarlegu reynslutímum. Þar er og beðið fyrir stjórnvöldum, fyrir forseta, ríkisstjórn, alþingi, dómstólum og sveitastjórnum. Í fyrirbæn fyrir grunnstofnunum samfélagsins er fólgin ásetningur, köllun að vinna því vel, og styðja þau sem kölluð eru til forystu í málum okkar með kærleika og gagnrýnni, heilli og hreinskiptinni samstöðu.

Andspænis ósigri, óvissu og ranglæti skulum við ekki missa móðinn, heldur rísa upp og standa með því sem er rétt og satt, horfast í augu við framtíðina með hugrekki, friði og gleði, og takast á við vandkvæðin sem á vegi verða með þolgæði og þrautseigju og trú. Guð gefi okkur æðruleysi, kjark og vit til þess í frelsarans Jesú nafni.

Fyrirsögnin er frá Henrý Þór sem er óborganlegur að venju:

Ávörp án atrennu - Henrý Þór


Gleðilegt hugarfarslegt byltingarár!

Sú bylting sem ég vil helst sjá á nýju ári er bylting hugarfarsins. Að Íslendingar haldi áfram þeirri þróun sem örlað hefur á undanfarnar vikur, að þeir hristi af sér velmegunarslenið, hafi skoðanir og tjái þær umbúðalaust. Það er erfitt að gera upp árið 2008 en hér er stutt yfirlit álitsgjafa Kastljóss og Íslands í dag. Mér brá mjög þegar Sölvi kvaddi í Íslandi í dag. Ég skil ekki af hverju hann er látinn fara. Var hann orðinn of beittur? Veit þetta einhver?

Kastljós 29. og 30. desember 2008

 

Ísland í dag 30. desember 2008

Gamla árið var kvatt með látum eins og hæfir í rauninni. Ég var ekki viðstödd og get því ekki metið aðstæður svo ég vísa í t.d. Salvöru, Birgittu og Heiðu. Frásögn Birgittu er sérlega athyglisverð. Fleiri sem voru þarna hljóta að hafa skrifað um atburðina. Bendið endilega á slík skrif í athugasemdum. Gestir Kryddsíldarinnar virtust órólegir yfir hávaðanum í mótmælendum og satt að segja hefði ég gjarnan viljað hafa þá þannig og láta þáttinn halda áfram. En svo fór sem fór og ég dæmi engan. En mér fannst þessi atburðarás engu að síður ósanngjörn gagnvart starfsfólki Stöðvar 2. Mér segir svo hugur um að það sé i hjarta sínu á okkar bandi og hafi þarna verið sett í mjög óþægilega aðstöðu. Viðbót: Helgi Jóhann Hauksson segir sína sögu hér í máli og myndum. Hans sýn á málið er athyglisverð í meira lagi.

Björn Bjarnason fékk samþykkt nokkurs konar ofsóknaræðisfrumvarp á vorþingi 2008 sem heimilar handtöku fólks við t.d. þessar aðstæður þótt það standi hjá og horfi á - ef það er grunað um að hugsa eitthvað ljótt. Þá verður heldur betur ástæða til að skoða vandlega hvernig fjölmiðlar segja frá, efast og leita heimilda annars staðar líka. Lögin taka gildi í dag.

Kryddsíld Stöðvar 2 - 31. desember 2008

 

Myndband frá mótmælunum - Stöð 2

 

Myndband frá mótmælunum - Mbl Sjónvarp

Kvöldið byrjaði með áramótaávarpi forsætisráðherra, ástæðu þess að hann mætti of seint í Kryddsíldina og komst svo ekki inn skv. fréttum. Í nýlegri bloggfærslu hafði ég þau orð um svona ávörp væru í eðli sínu "innihaldslaust, upphafið, staðlað kjaftæði um allt og ekkert" og þetta ávarp var einmitt þannig. Ég gæti tekið næstum hverja setningu og dregið sundur og saman í háði - geri það kannski seinna - en að þessu sinni vitna ég aðeins í eina setningu: "Í Íslendingum býr kraftur, þor, áræði og hugmyndaauðgi," sagði Geir. Hann er greinilega ekki Íslendingur - þorir ekki einu sinni að reka Davíð og Jónas Fr. þrátt fyrir augljós afglöp þeirra og vanhæfi í starfi. Svo ekki sé minnst á alla hina. En síðan komu fréttaannálarnir og af nógu var að taka. Ég hefði ekki viljað vera í sporum fréttamanna að þurfa að velja.

Áramótaávarp Geirs H. Haarde, forsætisráðherra

 

Fréttaannáll Stöðvar 2 - innlent og erlent

 

Fréttaannáll RÚV - innlendur

 

Fréttaannáll RÚV - erlendur

 

Mig langar að ítreka þá ósk mína að hér verði hugarfarsleg bylting á nýju ári, ekki veitir af. Vonandi kemst fólk að því að okkur kemur öllum við hvað ráðamenn þjóðarinnar eru að bralla. Það varðar lífsafkomu okkar og framtíð barna okkar og barnabarna. Ekki sitja aðgerðarlaus hjá og láta aðra um að móta framtíðina! Tökum öll þátt í þeirri vinnu og ef baráttu þarf til þá heyjum við hana saman!

Gleðilegt hugarfarslegt byltingarár og kærar þakkir til allra lesenda þessarar síðu - ekki síst þeirra sem hafa sent mér tölvupóst í hundraðatali með hvatningarorðum - og ég biðst forláts á að hafa ekki fundið tíma til að svara þeim öllum. Svo vil ég að lokum óska Herði Torfasyni til hamingju með að vera kosinn maður ársins á Rás 2. Ef einhver verðskuldaði það var það hann. Hörður hefur lyft grettistaki, ég er honum mjög þakklát og ber takmarkalausa virðingu fyrir starfi hans og afrekum í þágu þjóðarinnar.


Skelegg og afdráttarlaus ályktun Samfylkingarfélags

Í tíufréttum RÚV var stórmerkileg frétt frá Vestfjörðum og viðtal við skörunginn Bryndísi Friðgeirsdóttur, formann Samfylkingarfélagsins á Ísafirði (ég fæ mig ekki ennþá til að segja Ísafjarðarbæ, kannski seinna...). Miðað við orð Bryndísar var ályktun stjórnar félagsins mjög afdráttarlaus.

Ég hef fundið mikið til með hinum almenna félaga í Samfylkingunni fyrir að þurfa að verja aðgerðir og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar og augljósan undirlægjuhátt flokksins gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Svo veit maður ekki hvaða spillingaröfl eru innan Samfylkingarinnar og virkjana- og stóriðjuáhugi sumra þar innanbúðar er með ólíkindum. En horfið og hlustið vel á Bryndísi...


Illa farið með framtíðarfólk þjóðarinnar

Mikið ofboðslega má hann Gunnar Birgisson skammast sín. Hann álpaðist einu sinni inn á þing en hætti. Líklega var meira upp úr því að hafa að deila og drottna í Kópavogi en að vera óbreyttur þingmaður í afgreiðsludeild Alþingis. Af hverju hann er stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna er mér hulin ráðgáta. Hvað hefur hann til að bera í það embætti annað en flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum og hvað fær hann í þóknun fyrir stjórnarformannsstarfið?

Gunnar BirgissonEins og sjá má af glottinu og hrokasvipnum á Gunnari þegar hann segir "Ungt fólk er stundum óþolinmótt" finnst honum bara fyndið að námsmenn erlendis eigi ekki fyrir mat. Og sú er raunin í fjölmörgum tilfellum. Gunnari má vera sama - hann hefur yfrið nóg fyrir sig og sína og umhyggja hans virðist ekki ná lengra. Gunnar gerir sér í fyrsta lagi ekki grein fyrir því að námsmenn erlendis eru ekki bara ungt fólk, heldur eru þeir á öllum aldri, ýmsu þroskastigi og margir þurfa að fæða og klæða börn sín. Í öðru lagi virðist Gunnar alls ekki skilja neyðina og í hvaða stöðu námsmenn erlendis hafa verið síðan hrunið varð fyrir 3 mánuðum. Í þriðja lagi er eins og Gunnar og stjórn LÍN - og kannski stjórnvöld sem hafa ekki haft döngun í sér til að ganga á eftir fyrirmælum um neyðarlán - skilji ekki að hér er verið að tala um LÁN, ekki ölmusu eða gjafafé. Námsmenn eru ekki að biðja um að fá neitt ókeypis eða gefins. Þetta eru lán - neyðarlán til fólks í neyð.

Sonur minn er námsmaður í Sviss, svo ég taki dæmi. Er að hefja síðustu önnina af fjórum í meistaranámi. 1. janúar sl. var gengið á 1 svissneskum franka 55 krónur íslenskar. Í dag var 1 franki skráður á 116 krónur í íslenskum banka sem er hækkun um 111%. En í svissneska bankanum sem hann skiptir við þar úti, UBS, var frankinn skráður á 195 krónur í dag sem er 255% hækkun. Það ætti ekki að vera erfitt að skilja hvaða búsifjum fólk hefur orðið fyrir sem þarf að stóla á námslán frá Íslandi þegar gengisþróunin er skoðuð. En Gunnari Birgissyni finnst þetta bara fyndið, enda er svo gott að búa í Kópavogi að hann mætti ekki á fundinn með námsmönnunum sem minnst var á í Kastjósi - né heldur neinn fulltrúi LÍN.

Stjórnvöld tala ávallt fjálglega um gildi menntunar fyrir framtíðina og fólk er hvatt til að mennta sig, ekki síst nú þegar atvinnuleysi eykst. Menntun er ævinlega nefnd sem einn af helstu björgunarhringum Íslendinga til lengri tíma. En hvað er svo gert til að auðvelda fólki að mennta sig? Jú, skorin niður framlög til menntastofnana sem geta því ekki tekið við öllum sem vilja í nám og svo illa er komið fram við námsmenn erlendis í neyð að þeir hafa hvorki í sig né á og neyðast sumir til að hætta námi. Á meðan eru felldar niður milljarðaskuldir bankastarfsmanna og auðmanna svo aðeins sé nefnt eitt atriði af mörgum í sukkstefnu ríkisstjórnarinnar. Sveiattan!


Háðsglósur frá Norðmönnum

Ætli þeir viti að Geir er hálfnorskur? Greinin í Aftenbladet er hér.

Saga um Íslendingana og stóra peningaspilið


Guðspjallamaðurinn Matteus og Stefán Jón Hafstein

Nei, ég er ekki að bera þá saman, Matteus og Stefán Jón. Þekki enda hvorugan og veit ekki hvort þeir eru samanburðarhæfir. Nema hvað vert er að glugga í orð beggja og svo bar til að þeir töluðu til mín báðir í einu í gærkvöldi á mjög svo undarlegan hátt - og af einskærri tilviljun. Held ég.

BiblíaÉg fékk tölvupóst frá Erling vini mínum í gærkvöldi, þar sem hann sagðist vera að lesa bók sem heitir "Outliers" og fjallar um persónur sem standa utan við hið hefðbundna mynstur. Í bókinni er talað um Matteusar-áhrifin (The Matthew Effect) sem hljóða svo: "Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur." (Biblían - Nýja testamentið - Matteusarguðspjall 25:29.)

Ég efast ekki um að hver einasti Íslendingur sem kominn er sæmilega á legg kannist við nákvæmlega það sem guðspjallamaðurinn er að lýsa þarna. Þetta er einmitt það sem er að gerast í íslensku þjóðfélagi þessa dagana. Ekki að það sé neitt nýtt, en undir þeim kringumstæðum sem við búum við nú um stundir er hið hróplega óréttlæti sem í þessu felst alveg sérlega áberandi. Einmitt þeir sem hafa gnægð settu þjóðina á hausinn og þeir sem eigi hafa þurfa að bera byrðarnar á meðan sökudólgarnir sem hafa gnægð fyrir mun gefið verða, hvort sem það heita afskriftir skulda, gömlu fyrirtækin sín skuldlaus og á útsöluverði eða rífleg eftirlaun á kostnað þeirra sem eigi hafa. Þetta sá hann Matteus karlinn allt fyrir því sennilega vissi hann sem er, að mannlegt eðli og breyskleiki breytist aldregi.

Stefán Jón skrifaði grein í Fréttablaðið í gær, mjög góða grein. Það vildi svo ótrúlega til að ég var Stefán Jón Hafsteineinmitt að lesa hana þegar ég fékk póstinn frá Erling. Og Stefán Jón var líka að lesa bók sem heitir "Outliers". Hvort það er sama bókin veit ég ekki, en hann leggur út frá bókinni og segir: "En bókin skýrir með dæmum hvernig flest slys verða til fyrir röð smávægilegra mistaka, tæknilegra og mannlegra, sem smátt og smátt hlaða svo upp á sig að á endanum verður ekki við ráðið. Engin ein mistök gera útslagið: Smávægileg vélarbilun, samskipti óljós, tungumálaörðugleikar, menningarlegt ólæsi og jafnvel hroki í stjórnklefa, leiðbeiningar misskildar, aðstæður versna, álag sljóvgar og allt í einu er stórslys sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Uppsafnað vanhæfi."

Ég efast heldur ekki um að allir kannist við það ferli sem Stefán Jón á hér við og geti heimfært það upp á íslenskan veruleika nútímans. Aðdraganda efnahagshrunsins og hrokafulla framkomu hlutaðeigandi gerenda allra við þjóðina. Uppsafnað vanhæfi er snilldarlega að orði komist. Ef þessi tilviljun, að fá póstinn á sama tíma og ég var að lesa greinina, með tilvitnunum í bækur (bók?) með sama nafni sem vísa báðar  beint í veruleika nútímans er skilaboð til mín - þá skil ég þau ekki... a.m.k. ekki ennþá. En kannski felast engin skilaboð í þessu frekar en í öðrum tilviljunum - ef tilviljanir eru þá til. En hér er þessi fína grein Stefáns Jóns. Þið fáið ekki að sjá póstinn frá Erling. Hann er prívat en Erling er til vitnis. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Stefán Jón Hafstein - Fréttablaðið 27. desember 2008

Hér er fréttin á Vísi sem Stefán Jón vísar í og vakti, eins og hann nefnir, furðu litla athygli.

 Vísir.is 30. október 2008


Mögnuð viðtöl um útrásina

Það er alltaf býsna fróðlegt að líta um öxl og spá í forsögu og framvindu mála eftir allt sem gerst hefur undanfarið. Ég hef gert svolítið af því hér á síðunni og nú kemur enn eitt endurlitið - aftur til sumarsins 2007. Allt efni er úr Íslandi í dag á Stöð 2.

Byrjum 18. júní 2007. Þá tók Sölvi viðtal við annan Bakkavararbróðurinn, Ágúst Guðmundsson, og ræddi um umsvif Bakkavarar í Bretlandi. Voru það ekki þeir bræður sem, rúmu ári seinna, skutust á þyrlu frá laxveiðiá í Borgarfirði til að kaupa sér pylsu í Baulu. Hvernig ætli staðan sé hjá þeim núna?

Næsta myndbrot er frá 25. júlí 2007 og ber yfirskriftina Mestu viðskipti Íslandssögunnar. Þar er verið að vitna í þegar Novator millifærði 182 milljarða króna til fyrrverandi hluthafa í Actavis. Gaman væri að rifja upp hverjir fengu stærsta skerfinn. Í beinu framhaldi af þessari umfjöllun er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, sem var búinn að vera viðskiptaráðherra í tvo mánuði. Það er magnað viðtal, alveg ótrúlegt. Björgvin reynir ekki að leyna fölskvalausri aðdáun sinni á útrásinni og auðmönnunum sem hana stunduðu. Hann er svo barnslega einlægur í trúnni á jólasveinana að maður kemst næstum við. Og hlustið á hvað hann segir um útrásina og orkuauðlindirnar og orkufyrirtækin! Þetta er rétt áður en REI-málið kom upp þar sem næstum var búið að selja auðlindirnar í hendur sömu fjárglæframanna og hann dáist svona einlæglega að. Ég get ekki ímyndað mér að Björgvin hefði gert neitt til að hindra það rán á sameiginlegum auðlindum Íslendinga þótt hann hefði haft tækifæri til. Hefur Björgvin axlað pólitíska eða siðferðilega ábyrgð? Nei.

Hér er svo stórfróðlegt viðtal við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, frá 1. ágúst 2007. Sigurjón er þarna gríðarlega stoltur af barninu sínu, Icesave, og segir hafa tekið 9 mánuði að hala inn álíka mikla peninga á einstaklingsviðskiptum með Icesave og hefði tekið 120 ár að gera á Íslandi. Eftir þetta heldur Icesave blekkingarleikurinn áfram í rúmt ár, eða 14 mánuði. Þeim tókst að hafa enn meira fé af Bretum sem íslenskir skattborgarar verða að endurgreiða næstu áratugina. Takið eftir að Sigurjón kallar Icesave "vöru".

Skömmu eftir að viðtalið er tekið fara bankarnir að fella gengið fyrir ársfjórðungsuppgjörin sín til að sýna betri stöðu á pappírunum - til að geta haldið leiknum áfram. Er búið að handtaka Sigurjón og félaga fyrir fjársvikin? Nei, merkilegt nokk - og helsti aðstoðarmaður hans við Icesave er nú bankastjóri nýja Landsbankans. Það þarf enginn að segja mér annað en að þetta fólk hafi vitað nákvæmlega hvað það var að gera og hvernig það myndi enda og nú vinnur það hörðum höndum að því að fela slóðina.

Í tengslum við upprifjunina minni ég á þessa færslu frá 26. október sl. þar sem ég tók saman umfjöllun um efnahagsmál fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Enn hef ég ekki fundið tíma til að halda þeirri vinnu áfram.

Það er meðal annars þetta sem mótmælt er á Austurvelli á laugardögum kl. 15! Mætum öll í dag á Austurvöll og sýnum með nærveru okkar að við séum ekki sátt við svona vinnubrögð!

Svo mælir Henrý Þór:

Henrý Þór - Jólagjöfin til íslenskra barna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband