Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Þeir kýldu á það

Ég tek ofan fyrir þessum höfðingjum. Nú opnast fyrir þeim nýr heimur sem þeir geta nýtt sér til fróðleiks og skemmtunar. Gott hjá þeim!

Tíufréttir RÚV 18. júní 2009


Ráðgjöf óskast í tölvumálum

Windows VistaÉg er að gefast upp á Windows Vista eftir að hafa notað það í tæpt ár. Ætla að skipta aftur yfir í XP áður en ég reyti af mér restina af hárlufsunum og er að búa mig undir breytinguna. Ég er alveg ágætlega mikill tölvunörd og kann ýmislegt fyrir mér í þeim efnum og kvíði aðallega einu...

Það er að flytja tölvupóstinn minn úr Windows Mail (Vista) aftur yfir í Outlook Express (XP). Ég hef aldrei kært mig um Outlook og haldið tryggð við Outlook Express í gegnum tíðina og hyggst gera það áfram. Ég hef geymt nánast allan minn tölvupóst frá árinu 1999 en þá lærði ég að flytja póst á milli tölva þegar ég fékk mér nýja. Þetta er fjársjóður, tugþúsundir tölvuskeyta, sem ég vil alls ekki glata - enda tek ég samviskusamlega afrit af þeim eins og öðrum gögnum.Windows XP

Ég veit hvar pósturinn er geymdur - í hvaða möppum og undirmöppum í báðum stýrikerfum. En pósturinn í Windows Mail er *.eml á meðan pósturinn í Outlook Express er *.dbx. Það var ekkert mál að flytja OE póstinn yfir í WM en ég hef ekki fundið neina leið til baka. Hvorki í "Export" né "Import" og ekki dugar heldur að flytja yfir og breyta bara úr *.xxx í *.yyy eins og stundum nægir til að fá hlutina til að virka.

Getur einhver mér fróðari leiðbeint mér við verkefnið? Sá hinn sami fær umsvifalaust gúrústatus í mínum huga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband