Færsluflokkur: Heimspeki
25.4.2009
Hugleiðingar heiðursfólks
Páll Skúlason og Vigdís Finnbogadóttir voru gestir Hjálmars Sveinssonar í Krossgötum í dag. Þennan þátt þurfa allir að hlusta á - og það vandlega. Þau koma víða við - ræða t.d. um skort á almennilegri rökræðu á Íslandi og rökræðuhefð. Þau koma inn á hræðslu við að ástunda og tjá gagnrýna hugsun og hið hættulega vald pólitíkurinnar. Þau tala líka um þátt fjölmiðla í umræðunni og ótalmargt fleira.
"Þurfum við á hugtakinu þjóð að halda?" spyr Hjálmar. Hlustið á svarið. Hlustið á Pál, Vigdísi og Hjálmar. Frábær þáttur.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.4.2009
Frábært viðtal við unga konu
Ég rakst á alveg stórfínt viðtal á kosningavef RÚV og hreifst mjög af málflutningi þessarar ungu konu. Hún var mér ekki alveg ókunn því ég man vel eftir uslanum sem hún olli þegar hún messaði yfir söfnuði sínum um Þörf eða græðgi. Þá tók ég ofan fyrir henni minn ímyndaða hatt, og var mjög ánægð með að heyra frá henni aftur. Þessi unga kona heitir Hildur Eir Bolladóttir og er prestur í Laugarneskirkju. Má ég fá meira að heyra frá Hildi Eir.
Hildur Eir Bolladóttir 8. apríl 2009
Eftir að hlusta á Hildi Eir gróf ég upp þetta viðtal. Einhverra hluta vegna minnti hún mig á það.
Andri Snær Magnason í Silfrinu 9. nóvember 2008