Frábært viðtal við unga konu

Ég rakst á alveg stórfínt viðtal á kosningavef RÚV og hreifst mjög af málflutningi þessarar ungu konu. Hún var mér ekki alveg ókunn því ég man vel eftir uslanum sem hún olli þegar hún messaði yfir söfnuði sínum um Þörf eða græðgi. Þá tók ég ofan fyrir henni minn ímyndaða hatt, og var mjög ánægð með að heyra frá henni aftur. Þessi unga kona heitir Hildur Eir Bolladóttir og er prestur í Laugarneskirkju. Má ég fá meira að heyra frá Hildi Eir.

 Hildur Eir Bolladóttir 8. apríl 2009

Eftir að hlusta á Hildi Eir gróf ég upp þetta viðtal. Einhverra hluta vegna minnti hún mig á það.

Andri Snær Magnason í Silfrinu 9. nóvember 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

FLOTT

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gott viðtalið við hana Hildi Eir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 01:25

3 identicon

Margt í viðtalinu við Hildi Eir er eins og talað út úr mínu hjarta. Þjónustuhugsunin hefur alveg gleymst. En hún hlýtur að vera grundvöllurinn í opinberum störfum. Ekki síst í stjórnmálum. Reyndar er orðið „stjórn“mál  vafasamt.  Gildishlaðið, gefur fólki leyfi til að stjórna. „Ráðherra“ er annað gildishlaðið orð, „minister“ er notað í nálægum löndum og má víst túlka sem lítill þjónn. Viðeigandi.
Kveikjan að innleggi mínu var samt þetta.

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/09/bref-til-utvarpsstjora-og-menntamalara%c3%b0herra/

Þetta er að mínu mati þöggun. Sem er, ásamt spillingunni sem vellur nú upp á yfirborðið, eitt af samfélagsmeinum okkar. Tími til kominn að uppræta hvorutveggja. Að lokum, takk fyrir að standa vaktina.

Solveig (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sínum augum lítur hver "silfrið". Ég byrjaði á að hlusta á Andra Snæ og nú held ég að ég skilji hann betur. Það hefur verið mikil kvöl fyrir Andra í mörg herrans ár, að horfa upp á flesta skólafélaga sína fara á viðskiptafræðibrautir og vegna vel. Sá menntavegur samræmdist ekki rómantískum hugmyndum Andra um að hefja til vegs og virðingar íslensku og bókmenntir.

Andra Snæ er í nöp við katitalisma, eins og fram kemur í Silfrinu og því hefur uppgangur síðasta áratugar, með alla viðskipta og hagfræðimenntuðu einstaklingana í sviðsljósinu, verið honum erfiður tími og oft hefur hann fyllst angist yfir þróun mála. En nú eru bjartir tímar hjá Andra. Allt það sem honum er illa við, hugmyndafræðin og hugsunin almennt, er að hans mati komið að fótum fram. Þetta er auðvitað rangt hjá Andra. Vissulega er slatti af töpurum í dag en slíkt fylgir erfiðum tímum. Það munu verða bjartir tímar aftur, en það verður einungis undir formerkjum kapitalismans. Rómantíkin á heima í bókmenntum og listum og Andri getur dúttlað við hana þar.

Nú er hann að sýna bíómynd sína, "Draumalandið". Í þeirri mynd er John Perkins ætlað að vera í nokkurskonar stjörnuhlutverki. John Perkins er vafasamur karakter, svo ekki sé meira sagt. Sjá HÉR  og HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 07:13

5 identicon

Takk fyrir þessi myndbönd, bæði eru góð innlegg í umræðuna. Andri Snær er djúpvitur hugsuður, lætur þó ekki mikið yfir sér. Hildur Eir bendir réttilega á hvernig embættismenn hafa misskilið hlutverk sitt. Það er dýrmætt fyrir þjóðina að eiga fólk sem getur hugsað út fyrir rammann.

Gunnar Th;  Gerirðu þér grein fyrir hvað þú mokar yfir sjálfan þig með því að afgreiða Andra Snæ sem öfundsjúkan rómantíkus. Kapitalísk rörsýn þín takmarkar möguleika þína. Prófaðu að fá þér T-rör, þægilegra að halda á því og gerir sama gagn fyrir þig.

Kolla (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 13:16

6 identicon

Gunnar Th,Gunnarsson 10.4.2009 kl. 07:13

Washington Post er ritskoðað drasl eins og 90% nútíma fjölmiðlar !

HG (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gunnar Th leggur þarft til umræðunnar og á ekki að þagga hann. Hugsun hans um hinn frelsandi kapítalisma ( einsog það sé einhver stærð sem er þekkt og alger ) er spegilmynd unga fólksins á vinstri kantinum uppúr 1971 þegar kmmúnisminn var hið algera og sannleikur og marxisminn vísindi sem mátti beita á allt frá efnahagsumræðu til listsköpunar. Kína var dæmi um þvílíkar efnahagsumbætur í þágu fólksins ( stórvirkjanir á áður óþekktum skala fóru í gang þar eystra ). Þetta var tími dólgamarxismans.

Vissulega munu viðskipti aftur taka sig upp á einhverju formi en að kalla það allt saman kapítalisma er ofur einföldun. En mikið er það gott að Gunnar Th sér bjarta tíma framundan fyrir sig og sína "órómantísku" heimsynd sem hann kallar kapítalisma.

Kjarni gagnrýni Andra einsog hún birtist mér er að hann saknaði fjölbreytninnar og sköpunargleðinnar í samfélaginu og benti á að þessi "dólgakapítalismi" stórvirkjana og skuldsetningar ætti illa við framtíðarsýn hins venjulega manns og væri lífshlaupi hans ónauðsynlegt nú og til framtíðar. Mér finnst hann bara hafa talað skýrt og hugsað á mjög öfgalausan hátt um málefni líðandi stundar. Gunnar mætti alveg vanda sig betur.

Gísli Ingvarsson, 10.4.2009 kl. 15:38

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Niður með katitalismann... Taxi!!!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.4.2009 kl. 17:29

9 identicon

Gunnar Th.

Að þínu mati má ekki gagnrýna eitt né neitt hér á landi.  Já kannski er Andri Snær abbó, en ég er 22 ára og ég get sagt þér það að það fólk sem er í kringum mig eru allflest svo glöð að þetta tímabil sé búið. Loksins er þessi sýndarmennska þetta rugl og þessi endalausa neysla loksins búin.  

Það er ekki skrýtið að allir sem mótmæla á Íslandi séu litnir hornauga. Það er vegna þess að ef KERFIÐ er gagnrýnt þá er bara eitthvað að manni.  Maður má ekki hafa aðrar skoðanir og maður má ekki taka þátt í að reyna að koma eitthverju nýju í gang.

En ég veit að það þýðir ekkert að vera að rökræða við þig hér á netinu, í eitthverjum kommentum, þú hefur þínar skoðanir og munt líklegast alltaf styðja það sem hefur gengið á.  Það ert þú og því fær enginn breytt.

Ég vona hinsvegar að þú sért ánægður með þitt fólk sem tekur á móti 55milljónum frá fyrirtækjum og vita varla af því.  Ég vona að þú sért ánægður með framsóknina sem enn sem komið er kemur ekki einu einasta manni inn á þing í Reykjavík, enda sjá allir í gegnum þeirra sýndarleik hér.  Við vitum þó allavega öll hvar þú stendur og það er bara ágætt, það verður eitthver að styðja taparana.

Mig langar líka bara að minna þig á að eitt ástkærasta skáld Íslendinga og maðurinn sem barðist fyrir sjálfstæði okkar var rómantískur, hann dreymdi um fallega náttúru, fólkið og að við gætum öll unnið saman.  En Andri Snær er bara eitthver rómantíkus og á bara að halda því fyrir sig, ekki satt?

Hættu svo að reyna að espa fólk upp hérna, ég veit þér þykir það gaman en reyndu að finna þér eitthvað gagnlegra að gera, er ekki nóg af vinnu þarna fyrir Austan?

Kveðja

Unnsteinn Jóhannsson Krútt 

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:19

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir að benda á þetta viðtal, það er mjög gott og þarft innlegg í umræðuna.

Eins og Hildur Eir bendir á þá þarf hver og einn þarf að mynda sér sína eigin sjálfstæðu skoðun á málunum og afstöðu til þeirra. Gunnar Th. hefur rétt á því að eiga sína skoðun eins og allir aðrir. Andri Snær hefur mjög sterka skoðanir á hlutunum og hann hefur sett þær fram á mjög afgerandi hátt. Framsetning hans verður þannig til þess að hans skoðanir verða leiðbeinandi fyrir aðra. Það á líka við um bloggið þitt Lára Hanna og sjálfsagt á það sama við um mitt blogg. Við veljum síðan hvað við lesum.

Eigðu góða Páskahelgi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband