Vanhæfir stjórnendur, gráðugir ráðgjafar, sinnulaust eftirlit

Maður er nefndur Jeff Randall og hann er með viðskiptaþátt á sjónvarpsstöðinni Sky. Í gær spjallaði hann við Tony Shearer, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander sem Kaupþing keypti á sínum tíma. Shearer fór yfir ýmislegt sem læra mætti af reynslunni og nefndi hina alræmdu lánabók Kaupþings. "Þeir brutu allar reglur." Lítum á spjallið.

Fjallað var um Tony Shearer í byrjun febrúar þegar hann kom fyrir rannsóknarnefnd breska þingsins og bar Kaupþingsmönnum ekki góða söguna. Ég skrifaði um málið á sínum tíma og birti umfjöllun Channel 4 um væntanlega yfirheyrslu nefndarinnar og um Kaupþing - Singer & Friedlander frá 2. febrúar 2009.

Hér er yfirheyrslan í þingnefndinni 3. febrúar 2009 og annar pistill hér.

Hér er svo fréttaumfjöllun um yfirheyrsluna á Stöð 2 - 3. febrúar 2009.



Að lokum er hér afar fróðlegur pistill Sigrúnar Davíðsdóttur um Kaupþing og Singer & Friedlander þar sem hún vitnar m.a. í samræður sínar við Tony Shearer um þátt forseta Íslands í að Kaupþingsmenn tengdust hinum gamla, enska banka og geislabauginn yfir Kaupþingi. Og síðan annar pistill Sigrúnar um aðdraganda aðgerðanna í Bretlandi fyrir rúmu ári.
 
Jón Steinar minnir á fréttaskýringu áströlsku stöðvarinnar ABC frá 22. september sl. í athugasemd nr. 2. Ég fann upptökuna af þættinum í sarpinum mínum og bæti hér við til fróðleiks. Þarna er rætt við bæði Íslendinga og útlendinga, þeirra á meðal Gunnar Sigurðsson, Robert Wade og áðurnefndan Tony Shearer. Mjög áhugavert efni.

 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 27. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband