Maður er nefndur Jeff Randall og hann er með viðskiptaþátt á sjónvarpsstöðinni Sky. Í gær spjallaði hann við Tony Shearer, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander sem Kaupþing keypti á sínum tíma. Shearer fór yfir ýmislegt sem læra mætti af reynslunni og nefndi hina alræmdu lánabók Kaupþings. "Þeir brutu allar reglur." Lítum á spjallið.
Fjallað var um Tony Shearer í byrjun febrúar þegar hann kom fyrir rannsóknarnefnd breska þingsins og bar Kaupþingsmönnum ekki góða söguna. Ég skrifaði um málið á sínum tíma og birti umfjöllun Channel 4 um væntanlega yfirheyrslu nefndarinnar og um Kaupþing - Singer & Friedlander frá 2. febrúar 2009.
Hér er yfirheyrslan í þingnefndinni 3. febrúar 2009 og annar pistill hér.
Hér er svo fréttaumfjöllun um yfirheyrsluna á Stöð 2 - 3. febrúar 2009.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)