Hræddir Íslendingar

Grein úr DV frá 6. janúar 2001 eftir Hallgrím Helgason. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Hræddir Íslendingar - Hallgrímur Helgason - DV 6. janúar 2009


Að standa við fögur fyrirheit

Þjóðfundurinn sem haldinn var um síðustu helgi sendi skýr skilaboð. Eftir á að koma í ljós hvernig unnið verður úr þeim og hve mikið mark verður tekið á þeim af stjórnvöldum og almenningi. Gildin og framtíðarsýnin komu a.m.k. mér ekkert á óvart, en einnig á eftir að koma í ljós hvort þjóðfundargestum var alvara og hvort sömu stjórnvöld og almenningur eru tilbúin í þá hugarfarsbreytingu sem þarf til að gera fögur fyrirheit og göfugar hugsjónir að veruleika.

Fyrsti prófsteinninn er fram undan - ákvörðun um eignarhald Haga. Verður stórleikurunum í hruninu, Baugsfeðgum, leyft að halda yfirráðum í fyrirtækinu, 60% eignarhaldi, með því að útvega 5 eða 7 milljarða gegn því að afskrifa 50 milljarða? Hvernig kemur það heim og saman við gildi Þjóðfundarins, s.s. "heiðarleika, réttlæti og ábyrgð"?

Önnur spurning: Hvernig getur almenningur sýnt hug sinn í þessu máli með gildi Þjóðfundarins að leiðarljósi? Svar: Með því að hætta að versla í Bónus og Hagkaup. Erum við tilbúin til þess? Erum við tilbúin til þess að bera ábyrgð á eigin gjörðum með því að beina viðskiptum okkar annað og greiða þannig atkvæði með heiðarleika, réttlæti og ábyrgð? Hugsum málið, hlustum á réttlætiskenndina og breytum samkvæmt eigin samvisku. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Við getum nefnilega haft áhrif.

Baráttan um Baugsveldið

 

 Vinir í banka


Bloggfærslur 22. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband