26.11.2009
Einyrkjar og tryggingagjaldið
Ég hef verið svokallaður einyrki, eða "sjálfstætt starfandi einstaklingur" í um 20 ár. Einyrkjar borga tryggingagjald, sem er skattur á launagreiðslur, eins og fyrirtæki. Einyrkjar á Íslandi skipta tugum þúsunda. Þeir eiga engan talsmann eða stéttarfélag. Hvorki Samtök atvinnulífsins né ASÍ gæta hagsmuna þeirra. Hve margir vita í hvað tryggingagjaldið er notað og hvaða réttindi einyrkinn fær í staðinn? Einhver?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)