5.11.2009
"Geta ekki hætt að ljúga og stela"
Mér varð bumbult þegar ég sá þetta. Nú þyrfti að grafa upp sundurliðun á kostnaðarliðnum "sérfræðiráðgjöf" hjá bönkunum. "Þessir sömu menn sitja enn við kjötkatlana í bönkunum og virðast ekki geta hætt að ljúga og stela". Svo er spurning hver græðir á laxveiðileyfunum.
Fréttir Stöðvar 2 - 5. nóvember 2009
Þetta var í Tíufréttum RÚV áðan og mér fannst það kallast hressilega á við hina fréttina. Hvað ætli laxveiðiferðir sumarsins hefðu fætt margar fjölskyldur og hve lengi? Viljum við svona þjóðfélag?
Tíufréttir RÚV 5. nóvember 2009
Bloggar | Breytt 8.11.2009 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)