Eva Joly í norska og sænska sjónvarpinu

Eva Joly var gestur Skavlans í norska og sænska sjónvarpinu í gærkvöldi. Þátturinn mun vera tekinn upp í Noregi en sendur út samtímis í báðum löndum. Mörgum er í fersku minni þegar Geir H. Haarde var gestur Skavlans í september og talaði þessa líka fínu norsku. Í þetta sinn tók ég upp sænska sjónvarpið því þar var texti sem ætti að hjálpa einhverjum - þótt sænskur sé. Eva Joly og Skavlan ræddu saman á móðurmáli beggja, norskunni.

Svt1 - Sænska sjónvarpið - Skavlan og Eva Joly - 6. nóvember 2009

 


Þeir ungu, þeir heimsku, þeir hræddu og þeir gráðugu

Ég rakst á þennan snilldarpistil eftir Jón Orm Halldórsson, dósent við HR. Pistillinn birtist í Fréttablaðinu 29. mars 2006 og heitir Ástin á gömlum skoðunum. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Ástin á gömlum skoðunum - Jón Ormur Halldórsson - Fréttablaðið 29. mars 2006


"Fjör á fjármálamarkaði"

Alltaf er gaman þegar maður rekst fyrir tilviljun á gömul skrif sem beinlínis vísa til ástandsins í dag. Hér skrifar Egill Helgason á Vísi.is og skrifin birtust í DV, að þessu sinni 2. mars 2006.

Fjör á fjármálamarkaði - Egill Helgason - DV 2. mars 2006


Bloggfærslur 7. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband