Töff Tortólatýpur

Ég fékk tvær sendingar í tölvupósti áðan og má til með að setja þær hér inn. Þær eru ólíkar - en báðar góðar. Veit ekki hvort sendendur vilja láta nafns síns getið svo ég sleppi því a.m.k. að sinni.

Þetta er ansi vel gerð mynd af þeim Kaupþingsfélögum, Sigga og Hreiðari, og týpurnar smellpassa Siggi og Hreiðar - Gög og Gokke - Laurel og Hardy

Hér er svo myndband um hvað yfirvöld eru vond við strákana í FL Group


Hvenær þrýtur þolinmæði þjóðarinnar?

Ég er orðin úrvinda af þreytu. Ekki bara eftir að standa vaktina nánast allan sólarhringinn 7 daga í viku undanfarið ár í sjálfboðavinnu. Það sem gerir mig endanlega kúguppgefna er að fá aldrei frið fyrir reiðinni, vonleysinu, örvæntingunni og óréttlætinu. Sjá aldrei einu sinni glitta í réttlæti og vonarglætu. Dag eftir dag, viku eftir viku þurfum við að horfa upp á subbulegar eiginhagsmunaklíkur valdakerfisins undirbúa sölu þjóðarauðlinda til einkaaðila - erlendra ef því er að skipta - og hygla sér og vinum sínum á kostnað okkar hinna. Maður er með æluna uppi í hálsi á hverjum einasta degi og reiðin þenur hverja taug. Er ekki kominn tími á alvörubyltingu?

DV í dag, 18. ágúst 2009 - Takið eftir að auðjöfurinn fær að halda kvótanum sínum!

Tugmilljarðaskuldir Magnúsar afskrifaðar - DV 18.8.09

Árni Páll Árnason, frjálshyggjustrumpurinn í Félagsmálaráðuneytinu 4. ágúst 2009

 

Ég skora á alla Íslendinga sem vettlingi geta valdið að fara niður í Austurstræti 16 - Apótekshornið (gamla Reykjavíkur Apótek þar sem Óli blaðasali stóð alltaf) þar sem skilanefnd Landsbankans er til húsa. Stoppa alla umferð á horninu. Félagsmálaráðuneytið er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Hvað segið þið um hádegið á morgun, miðvikudag? Láta heyra í sér - hringja í ráðherra og þingmenn, senda tölvupósta - MÓTMÆLA SVONA RUGLI!

Viðbót:  DV 18. ágúst 2009 kl. 15:49

Neitar ekki að hluti skulda Magnúsar verið afskrifaður - DV 18.8.09


Fjöregginu fórnað

Ég er að undiMagma Energyrbúa pistil um auðlindasöluna sem nú stendur yfir. Það er ljótur leikur og ég skil ekki andvara- og sinnuleysið sem ríkir vegna málsins, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Finnst fólki þetta virkilega í lagi? Áttar sig enginn á hvað er að gerast? Er ekki alltaf verið að tala um að framtíð Íslendinga sé ekki jafnsvört og margir vilja vera láta vegna þess að við eigum auðlindir? Hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að ríki og sveitarfélög eru að einkavæða þær og selja útlendingum - og það á brunaútsölu?

Í júlí skrifaði ég nokkra pistla um viðskipti Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy við Magma Energy. Magma er nú 15 mánaða gamalt fyrirtæki, byggt á auði jarðfræðings sem varð ríkur á námagreftri einhvers konar í Suður-Ameríku og víðar. Hefur einhver kannað hvernig fyrirtæki hans gengu um auðlindirnar og á hvaða hátt maðurinn auðgaðist á auðlindum annarra þjóða? Ljóst er að menn með slíkan þankagang kaupa sig ekki inn í fyrirtæki nema hægt sé að græða á því - og það gera þeir. Selja svo hlut sinn hverjum sem kaupa vill þegar þeir hafa blóðmjólkað auðlindirnar.

Eða eru kannski íslensku auðmennirnir að koma inn bakdyrameThe Big Selloutgin með fjármagnið sem þeir stálu frá þjóðinni? Strax í haust var spáð að það myndi gerast. Að þeir myndu sæta lagi þegar eignir þjóðarinnar færu á brunaútsölu og nota féð sem þeir földu á Tortólum heimsins til að leggja undir sig hinn gróðavænlega orkuiðnað sem þá hefur dreymt um að eignast í mörg ár. Þeir geta hæglega dulist á bak við erlend skúffufyrirtækjanöfn og læst krumlunum í enn meiri þjóðarauð. Þeir hafa ekki séð neitt athugavert við gjörðir sínar hingað til og eins og Guðmundur Helgi sagði í grein sinni er gróðafíknin öflug.

Í hugleiðingum um einkavæðingu 7. júlí birti ég hina mögnuðu mynd The Big Sellout - eða Einkavæðing og afleiðingar hennar. Klippti auk þess saman viðtölin úr henni við Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 2001 og fyrrverandi aðalhagfræðing Alþjóðabankans. Nú tek ég á það ráð, til að reyna að vekja enn meiri athygli á orðum Stiglitz, að skrifa niður íslenska textann í viðtalinu til að auðvelda samhengið. Munið, að Stiglitz er þungavigtarmaður í efnahagsmálum heimsins og með mikla og víðtæka reynslu. Stiglitz segir - og þýðandi er Hilmar Ramos - feitletrun frá mér komin:

"Ég bar einu sinni saman hvernig efnahagsstefnu er framfylgt og hvernig nútímastríð er háð. Stríð nútímans reynir að draga úr mennskunni og leyfir enga meðaumkun. Sprengjum er varpað úr mikilli hæð og enginn veit hvar þær lenda, maður sér ekki tjónið þar sem maður flýgur um háloftin og það minnir á tölvuleik. Í nútímastríðsrekstri er talað um fjölda látinna. Þetta er ómannlegt. Það sama á við um hagfræði. Þar er þulin upp tölfræði en enginn hugsar út í fólkið á bak við tölurnar.

Washington-sáttmálinn var sáttmáli bandaríska fjármálaráðuneytisins, AGS og Alþjóðabankans, þriggja stofnana í Washington, um bestu leiðirnar í efnahagsþróun heimsins. Samkvæmt sáttmálanum var besta leiðin til að stuðla að vexti ríkja að veita aukið frelsi, draga úr viðskiptahömlum og einkavæða. Í gegnum tíðina hafa AGS, Alþjóðabankinn og fjármálaráðuneyti BNA allir þvingað þessu einkavæðingarguðspjalli upp á þróunarríkin.

Joseph StiglitzAGS og Alþjóðabankinn veittu mörg lán á níunda áratugnum sem voru nefnd uppbyggingar-aðlögunarlán. Kenningin var að hagkerfin þyrftu ákveðinn stuðning meðan þau lagfærðu stoðirnar til að veita frelsi og einkavæða. En gallinn á lánunum var að þeim fylgdu ströng skilyrði. Ríkjum var sagt að til að fá þessa peninga þyrftu þau að skera niður framlög til menntamála, heilbrigðismála eða annan mikilvægan kostnað. Þetta reyndist mörgum þróunarríkjum dýrkeypt.

Að mínu mati var ástæðan fyrst og fremst hugmyndafræðileg. Auk þess voru að sjálfsögðu ákveðnir hagsmunir í húfi; það var hægt að græða á einkavæðingunni. Til dæmis voru víða gefin út einkaleyfi á vatnsveitum og vatnsveiturnar höfðu einokunarstöðu á markaði. Voru sem sé eina fyrirtæki viðkomandi lands sem seldi vatn. Við einkavæðingu er stundum hægt að hækka verðið og búa þannig til geysimikinn hagnað. Nokkur fyrirtæki sáu þessa hagnaðarvon og lögðu hart að AGS og Alþjóðabankanum í leit að stuðningi við einkavæðingarframtakið.

Nútímahagfræði hefur leitt í ljós að á fjölmörgum sviðum gengur markaðshagkerfi ekki upp. Sú gamla skoðun að markaðir leiði sjálfkrafa til skilvirkni hefur verið afsönnuð. Stundum er ástæða þess að hin ósýnilega hönd, eins og Adam Smith orðaði það - að markaðurinn sé ósýnileg hönd sem stuðlar að hagsæld - ástæða þess að ósýnilega höndin virðist ósýnileg er sú að hún er hreinlega ekki til staðar. AGS hefur tekið þessa hugmyndafræði upp á sína arma að hluta til vegna þess að sjóðurinn er samvaxinn ákveðnum hluta stjórnmálaflórunnar, samvaxinn sérhagsmunum, og hefur sjónarmið sem endurspeglar ekki nútímahagvísindi. En því miður reynir sjóðurinn að selja þessa speki sem hagfræði."

Joseph Stiglitz í The Big Sellout

 

Í græðgisvæðingunni brugðust íslensk stjórnvöld - og stjórnsýslan - þjóðinni með hörmulegum afleiðingum sem við og afkomendur okkar munum súpa seyðið af um ókomin ár og áratugi. Stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi og við stóðum hjá, trúgjörn og andvaralaus og uggðum ekki að okkur. Fjölmiðlarnir, upplýsingaveitan okkar, brugðust. Enginn hlustaði á varnaðarorð innlendra sem erlendra sérfræðinga, raddir þeirra voru kæfðar. Við vitum nú að þeir höfðu lög að mæla - en það er um seinan.

Ætla núverandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og almenningur á Íslandi að stefna aftur á feigðarósinn og láta óátalda þá auðlindasölu sem felst í afsali nýtingarréttar orkunnar, hvort sem er þegar hann er seldur erlendum (eða innlendum) auðmönnum eða ráðstafað í orkufrek álver? Gleymum ekki að rafmagn og heitt vatn eru meðal grunnstoða samfélagsins. Án rafmagnsins og heita vatnsins getum við ekki lifað af hér á Íslandi. Munum við vakna upp við vondan draum fyrr en varir og átta okkur á arðráninu? ÉG MÓTMÆLI og krefst þess að stjórnvöld hindri slíka gjörninga nú þegar!

Nýlegir pistlar um málið:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum
Blaðaumfjöllun um HS Orku - nýtt efni ókomið inn


Bloggfærslur 18. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband