24.8.2009
Óður til Hannesar Hólmsteins
Ó, þú mikli trúarleiðtogi sem leiddir þjóðina á vit hinnar helgu græðgi í gervi ofurkapítalisma og frjálshyggju. Þinn var mátturinn og þín var dýrðin. Þú gjörðir ei rangt enda handhafi hins eina Sannleika. Þú og vinir þínir eruð saklausir dæmdir og þráið það eitt að komast aftur að hljóðnemum valdsins til að geta klárað hið heilaga ætlunarverk ykkar. Ykkur sárnar að þjóðin sé hætt að hlusta, en slík eru ævinlega örlög hinna misskildu snillinga. Þið vitið sem er, að ÞIÐ gerðuð ekkert rangt, bara allir hinir. Verstir eru þeir sem nú rembast í sjálfumgleði sinni við að hreinsa kúkinn ykkar úr lauginni. Þeir fatta ekki að þetta er heilagur kúkur! Þeir kunna heldur ekki að græða á daginn og grilla á kvöldin. Mammon veri sál þeirra miskunnsamur. Fólk er fífl. Amen.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)