Afsökunarbeiðni efnahagsböðuls

Ég vek athygli á mynd sem sýnd verður strax á eftir Tíufréttum á RÚV í kvöld - Apology of an Economic Hit Man eða Afsökunarbeiðni efnahagsböðuls upp á ylhýra. Þarna er um að ræða kunningja okkar Íslendinga, John Perkins, sem var í viðtali í Silfrinu í byrjun apríl og kom einnig fram í Draumalandi Andra Snæs Magnasonar með afar eftirminnilegum hætti. Sumum finnst Perkins trúverðugur - öðrum ekki.

Apology of an Economic Hit Man - RÚV 16.9.09

Það verður athyglisvert að sjá myndina við getum rifjað upp sitthvað sem John Perkins hefur sagt undanfarið - byrjum á Silfrinu.

Silfur Egils 5. apríl 2009

 Ísland í dag 7. apríl 2009

 

 Draumalandið - kynningarmyndband

Fyrirlestur Johns Perkins í Háskóla Íslands 6. apríl 2009
Fyrri hluti

 

Seinni hluti

 

 John Perkins - How to destabilize countries legally

 

John Perkins er sannfærður um að Ísland hafi orðið fyrir árás efnahagsböðla. Það er Michael Hudson, hagfræðingur, líka. Bendi í því sambandi á tvær greinar eftir Hudson sem birtust í Fréttablaðinu í byrjun apríl: Alheimsstríð lánadrottna og Stríðið gegn Íslandi. Hefur eitthvað komið í ljós sem bendir til að við ættum EKKI að trúa þessum mönnum?


Bloggfærslur 16. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband