21.9.2009
Hvatt til dáða í gróðærinu
Egill sýndi þetta í Silfrinu í gær. Samanklippt pepp og auglýsingar frá gróðærinu. Við verðum að halda þessu öllu til haga og líta á þetta sem víti til varnaðar. Læra af reynslunni. Okkar eigin reynslu.
Fyrsta myndbandið er gert af Samtökum atvinnulífsins og hefur gengið manna á milli á netinu um skeið. Eflaust muna flestir eftir Kaupþingsauglýsingunum sem keyrðar voru gengdarlaust í sjónvarpinu ásamt auðvitað auglýsingum hinna bankanna. Ég hafði ekki séð kynningarmyndaröðina frá Háskólanum í Reykjavík anno 2007. Okkar tími kom - og fór snarlega. Spurning hvort verið sé að kenna unga fólkinu þetta ennþá. Ég setti saman myndirnar í ræmu hér fyrir neðan til glöggvunar. Kaupthinking-myndbandið vakti gríðarlega athygli þegar það komst í umferð um daginn - enda magnað.
Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvort fólkið sem tók þátt í þessu hafi vitað hvað það var að gera og hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir íslensku þjóðina. Svarið er yfirleitt það sama: Eflaust ýmsir - en langt í frá allir.
Áróðursmyndbönd í Silfri Egils 20. september 2009
Myndaröðin frá Háskólanum í Reykjavík. Smellið ef þið viljið stækka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)