Þið getið það!

Hreiðar Már var í Kastljósi - í bullandi vörn og að því er virtist í litlum tengslum við raunveruleikann og ábyrgð sína á ástandinu. Ég fékk myndband í tölvupósti rétt áður en Kastljósið byrjaði. Innanhússmyndband Kaupþings frá gróðærisárunum þar sem starfsmenn eru hvattir til dáða. Ekki verður annað sagt en að myndbandið hafi haft mikil áhrif - og skelfilegar afleiðingar.

 
Hreiðar Már í Kastljósi 19. ágúst 2009
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiginlega get ég ekki trúað því að þetta sé ófalsað. En ef þetta er í rauninni ekta, þá er þetta skuggalegasta dæmi um stórmennskubrjálæði sem ég hef nokkurn tímann séð. Er ég þó þokkalega lesinn í mannkynssögunni ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fannst hann sleppa vel, en tek því öllu með fleiri fyrirvörum en Icesave frumvarpið hefur.

Brjánn Guðjónsson, 19.8.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að þeir tóku sprooce goose sem dæmi.. risaflugvél sem bara rétt lyfti sér yfir hafflötin og flaug svo aldrei meir.. hún er í dag minnisvarði um geðbilun hönnuðarins.

Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 20:24

4 identicon

„beyond normal thinking“

- orð að sönnu!

AB (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:24

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hlynur Þór... sendandi myndbandsins segist hafa fengið það hjá gömlum Kaupþings-starfsmanni. Þetta var "innanhússkjal" hjá Kaupþingi, ætlað til að hvetja starfsmenn til "dáða". Ófalsað, sem sagt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.8.2009 kl. 20:26

6 identicon

Hann sagði okkur líka fréttir; að gríðarlega vel hefði verið gert við fjármagnseigendur á undanförnum árum. Ó, eg vissi það ekki!    Ég var rosalega svekkt yfir að samtalið skyldi stöðvað þegar hann fór að tala um að nú þyrfti að lagfæra stöðu skuldara, því það væri vel hægt. Þetta er galli hjá Sjónvarpinu, að breyta ekki útaf venjulega forminu, þ.e. að hafa endilega þrjú atriði í hverju Kastljósi. Eflaust hugsað til að þjóna "öllum", en þegar SVONA gestir eru annars vegar, er ekkert að því að leggja eitt stk. Kastljós undir, enda margt hægt að spyrja um t.d. stórþvotta o.s.frv.

Kolla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:30

7 identicon

Thinking beyond... the last thread of moral fiber?

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:59

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var ekki bara verið að hvetja þá til að hlaupa fram af klettunum, ef illa færi, og synda í skattaskjól.....?

Ómar Bjarki Smárason, 19.8.2009 kl. 22:12

9 identicon

Takk fyrir þetta Lára Hanna.

Langt síðan ég hef hlegið jafn hressilega.

What is Kaupthinking?

Múúhahahahahaaaaa.

Í alvöru....stundum verður maður bara að hlægja yfir því sem þessir sniglar voru að bardúsa í gerviveröldinni sinni.  Þó afleiðingarnar hafi verið fjarri því skemmtilegar!

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:30

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og ég tel Hreiðar meðal hinna bullseku í efnahagsfölsun síðustu ára þá slapp hann ótrúlega vel frá Sigmari sem spurði ekki þeirra spurninga sem átti að spyrja.

T.d. hvort hann bæri ekki ábyrgð á því að hafa leitt óhóflegri inndælingu lánsfjár í landið. Einnig því hvort hann hefði enga samvisku af því að breyta þjónustufulltrúum bankanna (sem var alltaf treyst sem heiðarlegum ráðgjöfum) í hreinræktaða gráðuga sölumenn? Fyrir að falsa hlutabréfaverð bankanna með kúlulánum til helstu starfsmanna sinna án ábyrgða. Hvers vegna hann hefði orgað himinhátt á það óréttlæti sem hryðjuverkalögin voru á Kaupþing í Englandi og ótal fleiri spurningar sem hann hefði mátt spyrja.

Hvernig stendur á því að sjónvarpið biður ekki áhorfendur að skila inn spurningum?

Myndbandið mun sannarlega eldast illa

Haukur Nikulásson, 19.8.2009 kl. 22:32

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

"...hefði ekki orgað..." á að standa þarna.

Haukur Nikulásson, 19.8.2009 kl. 22:33

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég held að þessi sem hljóp fram af klettunum hafi verið kúnni hjá Kaupþing, með fasteignalán frá bankanum, sem hefur hækkað um margar milljónir út af hruni krónunnar... og það vantaði bara endinn þegar hún hrapaði til bana...

Vonandi er þetta myndband falsað. Það er of fávitalegt til að vera satt.

Svala Jónsdóttir, 19.8.2009 kl. 22:33

13 identicon

Þetta er alvöru, var notað innanhús á fundum og kynningum fyrir viðskiptavini t.d. Hugsunarháttur þess tíma og eldist ansi hreint illa. Við létum heilaþvo okkur... ekki satt?! :)

Jónas (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:44

14 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ja hérna, svona myndband skilur mann eiginlega eftir álíka orðlausan og þegar Straumsmenn fóru fram á "hóflega" þóknun fyrir störf sín.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.8.2009 kl. 22:48

15 identicon

Haukur.

Ekki það skipti öllu í þessu samhengi, en lögunum (Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001) var ekki beitt gegn KS&F.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:49

16 identicon

Guð minn góður ! Hvers konar heilaþvottur var í gangi þarna?

Þetta er svo hryllilegt að það er ekki hægt að hlægja.

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:53

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Grenjandi hrekkjusvín sem hafa pissað í brækurnar, höfða ekkert sérstaklega vel til mín.

Hámark heilaspunans hjá þessu hrekkjusvíni, var þegar hann snökktandi sagðist hafa tapað "fimmtánhundruðmilljónum" prívat og persónulega. 

Þessar "fimmtánhundruðmilljónir" uppfærði hann sjálfur með "markaðsmisnotkunarstýringu" sinni hjá þessum stóra banka, með því að halda geggjuðum loftbólumarkaði gangandi fram á síðustu sekúndu.

Voru aldrei peningar strákstauli, þetta voru tölur á blaði sinnum veruleikafirrtar væntingar ykkar um áframhaldandi rakettuframtíð.

Heimska, ...... nær ekki einu sinni yfir þennan staula. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 23:10

18 identicon

Þetta er ófalsað. Þetta myndband rokkaði feitt á sínum tíma. :-) Algjör aulahrollur í dag.

Vonandi að allir Íslendingar læri af því og skoða eigið starf, vinnustað og starfshætti þar gagnrýnum augum í framtíðinni?

Daði (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:35

19 identicon

Ég get bara ekki skilið hvaða máli það skiptir hve miklu þetta lið hefur tapað (stóð ekki Kjartan Gunnarsson líka snöktandi í Valhöll eitthvert október-kvöldið og þóttist 'tapsins' vegna vera á sama báti og við hin?) - það skiptir máli hvað maður á;  hvort maður hefur þak yfir höfuðið, í sig og á. Að fólk skuli leyfa sér að tala á þessum nótum sýnir best á hvaða stjörnu það býr - og kannski í hvaða svartholi það má hírast í góða stund þangað til það skammast sín.

Hverju/m var Davíð annars að mótmæla á Austurvelli um daginn? Kjartani og Björgólfi vinum sínum Landsbanka-vefurunum?

Oddný H. (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:46

20 identicon

Hann bað kröfuhafa, viðskiptavini og samstarfsfólk afsökunar, en neitaði að biðja þjóðina afsökunar. Af hverju? Jú þjóðin skiptir ekki máli hjá þessum skíthælum. Hún á bara að borga.

Hann varð sjálfum sér og öðrum stjórnendum bankanna, skilanefndanna, embættismannana og peningapungunum til skammar. Hann sýndi svo ekki verður um vilst, að slíkir haugar hugsa síðast um þjóðina. En, þá vitum við svo ekki verður um vilst, hvar við höfum þessi óhræsi íslensks samfélags.

Hreggviður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:19

21 Smámynd: jórunn

Þetta er ótrúlegt, ég hló mig máttlausa í annað skiptið sem ég horfði á þetta og hafði áttað mig á hvað þetta er! Hefur annars einhver séð 'Better off Ted'? Maður bíður bara eftir "...Veridian Dynamics. Beyond Normal Thinking."

Btw, takk Lára Hanna, fyrir frábært blogg!

jórunn, 20.8.2009 kl. 00:24

22 identicon

„Auðjöfrar dagsins í dag eru allt annarrar tegundar. Þeir eru alþýðlegir menn sem setja sig ekki á háan hest -- leggja rækt við að sýna að þeir deili smekk almennings. Þeir láta fólkið hafa það sem það vill -- það sem áður var haldið frá því. Á því græða þeir auðvitað líka heil býsn. Það hefur risið ný kynslóð auðmanna sem nýtur aðdáunar. Hún þarf ekki að mæta á fundi hjá stjórnmálaflokkum; það er miklu sennilegra að stjórnmálamennirnir bíði í röðum eftir að fá áheyrn hjá þeim. Hún hefur ítök í fjölmiðlum og afþreyingariðnaði nútímans; býður fólki skemmtun, ódýrar flugferðir, meiri neyslu, endalaust úrval -- ótalmargt sem er fallið til vinsælda. Hún er býsna ólík gömlu auðstéttinni sem byggði á útilokun og forréttindahyggju.“

- Egill Helgason á bloggi sínu um auðmenn fólksins Pistill í DV 23. október 2004

Heiðar (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:27

23 identicon

Sammála Kollu um tímasetninguna á því hvenær viðtalið var stöðvað, hefði verið áhugavert að heyra skoðun og jafnvel ráðleggingar Hreiðars á þessu brýnasta samfélagsmáli íslensku þjóðarinnar.

Ég vil ekki taka upp hanskann fyrir einn eða neinn sem stóð að og/eða var valdur að hruni fjármálakerfisins á Íslandi en það að lesa gagnrýnina á þetta myndaband hér að ofan þykir mér farið að verða svolítið "á móti bara til að vera á móti" hugsun.

Ég sé ekkert athugavert við myndbandið sem slíkt, það er verið að "mótivera" starfsfólkið til að leggja sig fram. Svona myndbönd eru notuð á fjölmörgum öðrum stöðum og hjá fullt af annarskonar fyrirtækjum og félagasamtökum. Það kom hvergi fram að starfsfólkið væri hvatt til að lána án veða, ljúga til um hlutdeild í peningamarkaðssjóðum eða framkvæma annan ólöglegan gjörnin.

Það að myndbandið skuli koma frá Kaupþing virðist vera eina ástæðan fyrir því að flestir hér fyllast "viðbjóði" yfir því. Hvað ef þetta væri "mótiverandi" myndband fyrir íslenska kvennalandsliðið fyrir leikinn við Þýskaland (auðvitað án vaxtatalna bankans), væri þetta þá ,,skuggalegasta dæmi um stórmennskubrjálæði sem ég hef nokkurn tímann séð"? Eins og Hlynur Þór Magnússon segir hér að ofan og er hann nú þokkalega lesinn í mannkynssögunni.

Ég vil taka það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta fyrir neinn af bönkunum eða annarra fjálmála og/eða stjórnmálastofnana. Ég í "djúpum skít" eins og svo margir aðrir Íslendingar eftir þetta bankarugl en þykir, eins og ég ritaði hér að ofan, þessi gagnrýni á bankana vera farin að missa marks ef þetta er það eina sem hægt er að skrifa um.

Þórhallur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:35

24 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Þetta myndband er svosem ekkert einsdæmi....hef séð mörg svipuð hjá Bandarískum fyrirtækjum á sínum tíma. Var "lenska" á sínum tíma til að "hvetja" fólk til dáða...:-/ Og ef þú varst ekki"með", þá varstu litinn illu auga....

Snæbjörn Björnsson Birnir, 20.8.2009 kl. 00:43

25 identicon

Þessi Heiðar er að trufla mig.

Hann leggur sig í líma við að ófrægja Egil Helgason með því að taka út lítið brot úr grein Egils frá því 2004. Þessi Heiðar er skítmenni hreint út sagt og ekki þess verður að taka tíma frá öðrum, en samt sem áður, ég bið fólk almennt að sniðganga þennan vitleysing, sem nefnir sig "Heiðar".

Hreggviður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:10

26 identicon

Gat ekki horft á þetta til enda...allt of pínlegt!!! Fæ alveg aulahroll og bara skil ekki hvernig þessi stráklingur fékk þessi völd! Grínlaust það fer bara um mig kjánahrollur við að horfa á drenginn!

Lara (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:22

27 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hver var aftur menntun Hreiðars Más??? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2009 kl. 01:50

29 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... í Þórs, Týs og Freyju bænum ekki dæma alla sem enn bera stoltir menntaheiti, á bekk með þessum fyrrum bankastjóra stærsta hrunbanka Evrópu.

Ég vil ekki leggja nafn Guðs við hégóma!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.8.2009 kl. 02:29

30 identicon

Þetta hvatningarmyndband er vel þekkt og margnotuð sálfræði. Spurningin er hvort viðeigandi er af banka að nota svona aðferð, bankar eru jú stofnanir sem fólk treystir, jafnvel fyrir aleigu sinni. Bankar eru ekki fótboltalið. Segir mér bara að bankinn var kominn út fyrir öll mörk í gróða og stækkunargræðginni.

Það sem einkennir Kastljósviðtalið voru spurningarnar sem ekki voru spurðar, t.d gengisfall krónunnar fyrir lok hvers ársfjórðungs, sýndarviðskipti Tchengiz í lok september. Það hefði mátt spyrja hann hvort hann hefði keypt íbúð í London fyrir 100 milljónir sem bankinn hans var svo vinsamlegur að kaupa af honum fyrir 700, o.m.fl.

1500 milljóna tapið er brandari, hann hefði eins getað tapað þessu í tölvuleik. Hann hefði frekar átt að tala um launin sín. Times online águst_2007 : "but the highest earner this year was apparently Hreidar Mar Sigurdsson, chief executive of Kaupthing Bank, who made more than $1 million a month." Og ekki cent á aflandseyjum! Vil einhvar veðja?

Þjóðin/ríkið tapaði engu á Kaupþingi? Það var ekki að frumkvæði spyrilsins sem lán SÍ til Kþ barst í tal. Reyndar voru lánin tvö, samtals 573 millj evrur eða um 104 milljarðar. Lang dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun, kostaði 133 en allar upphæðir veraða að smáaurum samanborið við icesave.

sigurvin (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 05:17

31 identicon

..skrifaði óvart Tchengiz í staðinn fyrir furstann Khalifa...báðir jafn skítugir..

sigurvin (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 05:53

32 identicon

Viðtalið við Hreiðar var um margt fróðlegt en allt of stutt.
Maður fékk í raun bara sýnishorn af framandi hugarheimi.
Hvet Egill Helgason eða aðra sem stjórna löngum spjallþáttum til að bjóða honum annað viðtal
eins fljótt og auðið verður.
Ólíkt óvelkomnu og tilgangslitlu blaðri t.d. Kjartans Gunnarssonar þá getur Hreiðar hjálpað okkur að
skilja betur hvað ber að varast í framtíðinni.
Það á að leyfa Hreiðari að tala, leysa frá skjóðunni, og það á að hvetja hann til dáða í þeim efnum.
Það sem væri áhugavert að fá upplýsingar um er m.a:
Hvert ætluðu stjórnendur með Kaupþing, átti hann að verða stærsti banki í heimi ?
Hver var tilgangurinn með þessu öllu? 
Hver var útfærslan á undanskotum fjármagns, hlutverk aflandseyja og umfang?
Hverjir voru helstu áhrifavaldar í ákvörðunum, stjórn bankans, eigendur, stjórnmálamenn?
Reyndi bankinn að hafa áhrif á stjórnmálamenn og þá hvernig?
Af hverju dugðu ekki lægstu skattar á fjármagnstekjur til að halda fjármagni á Íslandi.
Hvernig ætluðu menn að greiða upp lán ef það kæmi kreppa?
Hvernig hefðu stjórnvöld átt að bregðast öðruvísi við hruninu?
Hvað olli hruninu?

Sjálfsagt mætti spyrja um margt margt fleira, hef bara ekki hugmyndaflug í meira.
Okkur kemur hins vegar lítið við hvað Hreiðar var með í laun eða hverjar
persónulegar aðstæður hans eru.
Hreiðar er lykilvitni og það má ekki gerast að hann hrekist út í horn og þegi.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 08:35

33 identicon

Þeir þarna hjá Kastljósinu þurfa að taka sér tak. Hvað eftir annað gerist það, og það ekki hvað síst hjá Sigmari, að þeir verða svo uppteknir af því að "negla" viðmælandann að þeir hætta að hlusta á hann og ná fyrir vikið ekki að spyrja eðlilegra spurninga í framhaldi af því sem hann hefur að segja. Sömuleiðis grípa þeir hvað eftir annað fram í og það jafnvel þó viðmælandinn sé í þann mund að upplýsa um eitthvað sem athyglisvert má teljast. T.d. hefði verið áhugavert að heyra hvað Hreiðar Már hefði að segja um mistök Seðlabankans í aðdraganda hrunsins. Kastljósmenn hefðu gott af því að kynna sér hvernig erlendir spyrlar koma fram við viðmælendur sína og temja sér að sýna meiri virðingu en þeir gera og koma fram af auðmýkt. Kastljósið má ekki llíta á sig sem framlengingu af dómstóli götunnar. Orðaskak, sem einungis er ætlað að stilla viðmælandanum upp við vegg, hefur ekki verið að skila neinu í þessum þáttum.

Grútur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 08:55

34 identicon

Fram kom myndbrot af kínverskum mótmælenda fyrir framan skriðdreka á Torgi  hins himneska friðar í hinu veruleikafirrta myndbandi Kaupþings banka. Fótspor hans má eflaust líkja við fótspor hins almenna viðskiptavinar Kaupþings sem tók lán fyrir fyrstu fasteigninni sinni. Afleiðingar eru ekki svo fjarri sambærilegar, öll vitum við hvernig fór fyrir blessuðum mótmælandanum, hann endaði sem fórnarlamb.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:11

35 identicon

Aftur mætir Sigmar illa indirbúinn í svona viðtal, maður skyldi ætla að hann hefði lært af Davíðsviðtalinu sbr.bindiskylduna.

Það er algjör krafa að þeir sem taka svona viðtöl á RÚV séu vel að sér um allt sem snýr að efninu svo þeir verði ekki teknir í bull-bóndabeygju. Sigmar reyndi að vera harður en stóð bara ekki nægilega föstum fótum í staðreyndum.

Myndbandið er náttúrulega alveg brilliant og sýnir vel firringuna innan Kaupþings. Firringin sýndi sig á margan annan hátt, m.a: Borguðu John Cleese stórfé fyrir að bulla í auglýsingum. Keyptu laxveiðileyfi fyrir 200 milljónir á ári en flottast var svo að mæta ekki í þessar ferðir og fara í golf í staðinn. Ég held nefnilega að markmið 1 hafi verið að verða ríkur en markmið 2 hafi verið að hegða sér eins og fífl þ.e. vera "player" og toppurinn var að mæta á einkaþotu til Monte Carlo og kíkja á Formúluna í forbífarten. Drekka svo eins og svampar og sniffa kók eins og Hoover ryksugur.

Þess vegna er það alveg valid að segja að strákapör vitleysinga, með aðstoð Bakkusar, hafi sett landið á hliðina.

Elli (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:11

36 identicon

Er enginn hérna sem finnst myndbandið sniðugt?

Er enginn hér sem þótti Heiðar Már komast vel frá þessu viðtali? 

Er enginn hér sem tók eftir að honum var ekki "leyft" að svara sumum spurningum? Sérstaklega þegar hann vildi útskýra að það væri hægt að hjálpa "litla manninum"? Síðasta ár virðist allt hafa farið í að bjarga mankafólkinu.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:26

37 identicon

mankafólkinu -> bankafólkinu :)

... maður getur ekki lengur skrifa banki villulaust.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:27

38 identicon

Þetta myndband sýnir nú þá veruleikafirringu sem átti sér stað. Það jaðraði við að mér hefði fundist þeir vera að leika Guð almáttugan, slíkt er mikilmennskubrjálæðið. Við höfum nokkrar í vinnunni verið að velta fyrir okkur viðtalinu við Hreiðar Má í Kastljósinu í gærkvöldi og sumar okkar horft á það aftur til að vera vissar. En málið snýst um þessa  "afsökunarbeiðni" hans. Fjölmiðlar hafa túlkað og fleiri að hann hafi beðið samstarfsmenn afsökunar ásamt fleiri sem í hlut áttu. Bíðum við, hann segir ítrekarð "mér bera að biðja...... afsökunar". Hann segir aldrei "ég bið ........ afsökunar...". Hann hefur í raun ekki beðið nokkurn afsökunar enn sem komið er, heldur yfirlýsingu um það hvern hann beri að biðjast afsökunar og hverja ekki!!!

Sigurlaug Gröndal (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:51

39 identicon

Eitt hefur mig alltaf langað til að fá að vita er að ef bankamaður fær lán til hlutabréfakaupa t.d. 100 millur, en síðan eykst virði bréfanna segjum þrefalt, er þá þessum starfsmanni heimilt að fá þessar 200 millur (virðisaukninguna) "að láni"!!! (óbreytt veð) til einkaneyslu?

Árni S. (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:24

40 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=-Y_bfL6WRa8

 skemtilega líkar auglýsingar :)

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:46

41 identicon

Gaman að horfa á þáttin í sjónvarpinu seinna um kvöldið. Þar var þetta úskýrt á einfaldan hátt. "Við lánum nokkrum vitleysingum pening og gerum þá ríku ríkari því þeir hafa völdin og setjum svo allt á hausinn". hahah "Látum svo fella gengið á gjaldmiðlinum og hirðum allt á brunaútsölu".

Er þetta það sem koma skal...?

Olegsky (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:54

42 identicon

Nú veit maður amk. hverjir voru að kaupa allar Secret sjálfshjálparbækurnar sem tröllriðu öllum metsölulistum árið 2007!  Það voru s.s. hinir hámenntuðu bankamenn þessarar þjóðar - If you think you can - you can.  Þeir eru augljóslega fastir í sama farinu þ.e.  ef þú heldur að þú sérst saklaus af hruni heillar þjóðar - þá ertu það!  Sjaldan hef ég skammast mín  jafn mikið fyrir þjóðernið.

Drollarinn (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:55

43 identicon

Beyond normal thinking  - nákvæmlega málið.

Guðrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:18

44 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kíkið á bloggið mitt. Nýjasta færslan nefnist Guð græðginnar og segir frá listaverki hollensks listamanns sem greypti hugmynd sína í danskan sand á vesturströnd Jótlands. Myndin af listaverkinu fylgir færslunni en því miður kann eg ekki nóg í þessum bloggfræðum til að koma myndinni fyrir í færslunni sjálfri.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.8.2009 kl. 18:38

45 identicon

Árni S #39: Athyglisverð spurning. Finn ekert í augnablikinu til að vísa í en samkvæmt mínum heimildum var þetta akkúrat svona. Það þótti engin ástæða til að eiga hlutabréf sem ekki voru veðsett a.m.k. 100%. Þannig gat skuld einstakra (ónefndra)starfsmanna hækkað á nokkrum árum í rúml 900 milljónir.

Btw kom nokkuð fram í viðtalinu hvort 1500m eign/tap HMS var veðsett?

sigurvin (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:52

46 identicon

Áttu nokkuð viðtalið fræga við Davíð Oddson í Kastljósinu, væri til í að sjá það í dag... (við borgum ekki skuldir óreiðumanna)

jon (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:55

47 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jón...  viðtalið við Davíð í Kastljósi 7. október 2008 er hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.8.2009 kl. 23:05

48 identicon

Ekki veit ég hvernig þú ferð að þessu Lára Hanna, en þú virðist hafa allt sjónvarpsefni sem máli skiptir á takteinum. Kærar þakkir fyrir það. Datt í hug að þú gætir kannski sýnt okkur á vettvangi bloggsins orðaskakið sem varð í framhaldi af ræðu háttvirts þingmanns Sigmundar Ernis á Alþingi undir lok þingfundar í kvöld. Svör hans við andsvörum annarra þingmanna sýndu úttaugaðan og aðframkominn þingmann, sem ekki vissi lengur sitt rjúkandi ráð. Sá þetta ekki sjálfur nema að hluta en forvitnilegt væri að sjá þetta frá upphafi. Þetta var reyndar svo átakanlegt á að horfa, að kannski væri best að þetta félli í gleymskunnar dá. Samt er þetta athyglisvert í ljósi þess, að um er að ræða mann, sem situr á hinu háa Alþingi okkar Íslendinga og hefur verið gefið umboð til að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd og það í mikilvægum og flóknum málum.

Grútur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 01:35

49 identicon

Þetta video er alvöru. Hér er sannleikurinn á bak við það og hvers vegna það var ekki sýnt opinberlega.

http://icelandtalks.net/?p=662

Svenni (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 02:51

50 identicon

Það má samt virða það við Hreiðar að hafa þorað að mæta í Kastljós. Það er meira en margir aðrir í hans stöðu hafa gert. Burt séð frá því hvað hann saggði.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:11

51 identicon

Mér fannst Hreiðar koma vel fram í þessu viðtali, ég er hins vegar orðinn hundleiður á því að horfa uppá sjónvarpsmenn stilla fyrrverandi stjórum bankana upp við vegg og reyna negla þá niður. Alltaf í þann mund sem Hreiðar ætlaði að fara koma með einhver borðliggjandi rök fyrir einhverju þá greip hann alltaf fram í fyrir honum og reyndi að niðurlægja ( ef rétt er að orði komið ) hann. Í stað þess að hlusta á hann og reyna fá einhverja nýja mynd á þessu öllu saman. Mér fannst Hreiðar skíra vel frá sínu máli og hefði hann haft aðeins meiri tíma til að svara sumum spurningum Sigmars þá hefði örugglega margt komið í ljós sem ekki hefur áður. Ég er ekki að segja að ég standi með fyrrverandi bankastjórum eða svo kölluðum "útrásarvíkingum" heldur bara að reyna fá sanngjarna mynd, og sjá virkilega hvernig þessi starfsemi ætti að geta verið réttlætanleg.

Unnar (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 15:18

52 identicon

Gaman líka að síðustu línunni sem Bono nær að syngja yfir vitleysunni: I want to take shelter from the poison rain... mig grunar að flesta sem komust í tæri við þessa Kaup-þenkjandi jólasveina langi einmitt að gera það núna.

Herdis Schopka (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:19

53 identicon

ItuE tenglabloggið VINSLÆLA þakkar ykkur innilega ef þið mynduð Smella á TENGILLINN sem fylgir með athugasemdinni.

www.veftv.blog.is

Sigþór Constantin Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:52

54 identicon

Ég legg hér inn nokkrar vísur eftir Svein frá Elivogum, með kveðju til Hreiðars Más. Þetta á allt saman vel við a.m.k. þangað til annað kemur í ljós. Það er einu orði breytt í fyrstu vísunni, nafn Heiðars sett þar inn í stað þess sem upphaflega var ort um. Annars er það merkilegt hvað þessar vísur eiga vel við í dag, þó höfundur hafi dáið 1945.

Versta bull um æviár.

Óðar sullu kokkur.

Hrokafullur, happasmár

Hreiðar drullusokkur.

Mælir refur staðlaus stef

stælir þrefar flækir.

Þvælir vefur allt við ef.

Ælir, slefar, krækir.

Landsins grófa lygahrip

líkur bófum verstum.

Hefur þjófa seirðan svip

sem við ógnar flestum.

Margan blekkti mannsins skraf.

Miðlaði róg í eyra.

Drengskap þekkti hann afspurn af

ekki heldur meira.

Íllir vefa íllan þráð.

Ílla að skrefum hyggja.

Ílla gefast íllra ráð.

Íllt er refi að tryggja.

Hábölvaði hundurinn

hafðu það í minni.

Á þig hlaðist óhöppin

og þér skaða vinni.

Lifðu aldrei ljúfa stund.

Löngum kvalinn sértu.

Fram í kaldan bana blund

bölvun haldinn vertu.

Jón P. Líndal. (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:00

55 identicon

Ég legg hér inn nokkrar vísur eftir Svein frá Elivogum, með kveðju til Hreiðars Más. Þetta á allt saman vel við a.m.k. þangað til annað kemur í ljós. Það er einu orði breytt í fyrstu vísunni, nafn Heiðars sett þar inn í stað þess sem upphaflega var ort um. Annars er það merkilegt hvað þessar vísur eiga vel við í dag, þó höfundur hafi dáið 1945.

Versta bull um æviár.

Óðar sullu kokkur.

Hrokafullur, happasmár

Hreiðar drullusokkur.

Mælir refur staðlaus stef

stælir þrefar flækir.

Þvælir vefur allt við ef.

Ælir, slefar, krækir.

Landsins grófa lygahrip

líkur bófum verstum.

Hefur þjófa seirðan svip

sem við ógnar flestum.

Margan blekkti mannsins skraf.

Miðlaði róg í eyra.

Drengskap þekkti hann afspurn af

ekki heldur meira.

Íllir vefa íllan þráð.

Ílla að skrefum hyggja.

Ílla gefast íllra ráð.

Íllt er refi að tryggja.

Hábölvaði hundurinn

hafðu það í minni.

Á þig hlaðist óhöppin

og þér skaða vinni.

Lifðu aldrei ljúfa stund.

Löngum kvalinn sértu.

Fram í kaldan bana blund

bölvun haldinn vertu.

Jón P. Líndal. (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:06

56 identicon

Þetta er eitt fáránlegasta myndband sem ég hef séð...

By the páva of Numbskull fílingur í þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:21

57 Smámynd: Halla Rut

Á Hreiðar Kaupþing í Lúxemborg?

Eru þeir er keyptu aðeins leppar fyrir hann?

Af hverju flytja 10 fyrrverandi starfsmenn hans í innsta hring einnig til Lúx? Eins og nýir erlendir kaupendur vildu eitthvað með íslenskt teymi að gera.

Hreiðar hinn EKKI auðmaður flutti alla ofurbílana sína út í síðasta mánuði og raðaði þeim upp í götunni þar sem hann býr, allir á Íslenskum númerum. Fólki sem býr í götunni ofbauð algjörlega eins og von var á.

Ótrúlegt að maðurinn skuli ekki hafa rænu á að mæta ekki viðtal en siðblindan er víst algjör. Og bíddu við, þetta var allt Seðlabankanum að kenna en ekki honum eða hans líkum. Þessum mönnum er ekki viðbjargandi.

Halla Rut , 22.8.2009 kl. 20:48

58 identicon

Er ég einn um að finnast Kaupþing hafa gefið landanum löngutöng þegar þeir fengu John Cleese til að auglýsa þá? Sjá nánar hér, á Youtube.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:20

59 Smámynd: Loopman

Þetta er tekið af netinu, póstað fyrir nokkrum dögum.

Eftir að hafa séð fréttirnar í morgun þá virðist mér Belingske Tidende hafa fengið sína upplýsingar fá þessum stað.

http://icelandtalks.net/?p=662

"I have it confirmed from reliable sources that this is indeed a real Kaupthing video.

It is not a fake as some have suggested. It looks a bit amateurish, but it is certainly for real.

It was first shown in October 2005 in the French city of Nice, at a meeting of the senior management team. The video has not been changed or edited from that meeting.

After the meeting in France the video was shown often at many internal meetings and events held by Kaupthing. This was not shown openly or aired on TV because Kaupthing had not paid any royalties, or had in fact any permission to use the music or the video footage and images that are shown. The bank took extra care not let this video leak out for this reason."

Loopman, 23.8.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband