Draugar og uppvakningar

Í sumar skrifaði ég þennan pistil - Ábyrgð fjölmiðla á umbrotatímum. Einn af mörgum sem ég hef skrifað um fjölmiðla og hlutverk þeirra. Í dag var einn fjölmiðill dæmdur úr leik í heiðarlegri, opinni og hlutlausri umræðu þótt enn séu eflaust fantagóðir blaðamenn eftir á Mogganum. En það er borin von að blaðið geti nokkurn tíma talist trúverðugt í ritstjórn Davíðs. Til þess fortíð hans allt of svört. Í landsfundarpistli í mars tileinkaði ég Davíð þessa gömlu vísu og mér finnst upplagt að bjóða hann velkominn til starfa með henni:

Mín að telja afrek öll
ekki' er nokkur vegur!
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.

Mér finnst auk þess argasta siðleysi að segja upp mönnum á sjötugsaldri sem hafa alið nánast allan sinn starfsaldur á blaðinu og þjónað því dyggilega. Þeir eiga örfá ár í eftirlaun þegar þeim er sparkað út á guð og gaddinn. Það á að banna slíkt og þvílíkt framferði. Svona gera menn ekki!

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 24. september 2009

 

Óskar Magnússon í Kastljósi 26. febrúar 2009
Þetta sagði hann þá

 

Óskar Magnússon í Kastljósi 24. september 2009
Þetta segir hann nú

 

 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir í Kastljósi 24. september 2009

 

Gísli málbein var með vísu dagsins eftir snillinginn K.N.

Góður, betri, bestur,
burtu voru reknir.
Illur, verri, verstur,
aftur voru teknir.

"Þá mun ég snúa aftur," hótaði Davíð 4. desember 2008. Hann stóð við hótunina.

Þá mun ég snúa aftur - Davíð Oddsson - 4.12.08


Dulinn vandi og hjálpartraust

Hér eru tvær góðar greinar með svipuðum skilaboðum: Ekkert hefur breyst. Og það sem verra er - það lítur ekki út fyrir að neitt muni breytast. Hvorki réttlæti né bætt siðferði í augsýn sem er kannski einmitt það sem almenningur á Íslandi þráir hvað heitast. Mér finnst einna sárast við þetta að enn skuli fólk hafa geð í sér til að koma svona fram við samborgara sína. Hvað er hægt að gera?

Þorvaldur Gylfason - Hjálpartraust - Fréttablaðið 24.9.09

Jóhann Hauksson - Dulinn vandi ríkisstjórnarinnar - DV 23.9.09


Bloggfærslur 24. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband