7.11.2007
Íslandsmetið slegið!
Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með Íslandsmetið, þetta er allt í áttina.
Þeir eru nú ekkert að hampa þessari frétt hjá Mogganum, setja hana inn klukkan 5:30 í morgun svo hún sé örugglega horfin í fréttagímaldið mikla þegar fólk vaknar að morgni og kíkir á vefinn. Vonandi bæta þeir um betur og hafa umfjöllun ásamt beittum fréttaskýringum í prentuðu útgáfunni á morgun. Ég hef trú á því.
Hins vegar var fréttastofa Ríkissjónvarpsins með beina útsendingu frá fundinum í Orkuveituhúsinu í kvöldfréttum sínum í gær og fær mikið hrós fyrir það.
Enn eru þrír dagar til stefnu til að senda inn athugasemdir.
Kynnið ykkur málið á www.hengill.nu og takið afstöðu.
Þeir eru nú ekkert að hampa þessari frétt hjá Mogganum, setja hana inn klukkan 5:30 í morgun svo hún sé örugglega horfin í fréttagímaldið mikla þegar fólk vaknar að morgni og kíkir á vefinn. Vonandi bæta þeir um betur og hafa umfjöllun ásamt beittum fréttaskýringum í prentuðu útgáfunni á morgun. Ég hef trú á því.
Hins vegar var fréttastofa Ríkissjónvarpsins með beina útsendingu frá fundinum í Orkuveituhúsinu í kvöldfréttum sínum í gær og fær mikið hrós fyrir það.
Enn eru þrír dagar til stefnu til að senda inn athugasemdir.
Kynnið ykkur málið á www.hengill.nu og takið afstöðu.
Metfjöldi athugasemda vegna Bitruvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.