17.12.2007
Háð getur verið hárbeitt gagnrýni
Vefsíðan www.hengill.nu var sett upp 30. október sl. til að vekja athygli á fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á Hengilssvæðinu og hvetja fólk til að senda inn athugasemdir við þær. Það tókst svo vel að Skipulagsstofnun bárust um 700 athugasemdir sem var Íslandsmet. Í framhaldi af Hengilssíðunni opnaði ég þessa bloggsíðu til að hnykkja enn frekar á málefninu og ýmsu því tengdu.
Fjöldi manns hefur einnig haft samband við okkur persónulega, ýmist hringt eða sent tölvupóst. Sumir til að sýna stuðning, aðrir til að veita upplýsingar. Sumir óska nafnleyndar, aðrir ekki.
Eins og greinilega hefur komið fram mjög víða er sveitarstjóri Ölfuss ábyrgur fyrir ýmsu sem þykir vægast sagt gagnrýnisvert og eru virkjanamálin aðeins einn angi af því öllu saman. Nýlega var mér bent á grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 2. desember 2006. Hún er eftir Jóhann Davíðsson og fjallar í háðskum tón um afrekaskrá sveitarstjórans í Ölfusi og hvernig hann hefur æ ofan í æ klúðrað málefnum Þorlákshafnar- og Ölfusbúa. Það er ofar mínum skilningi hvers vegna íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss eru ekki löngu búnir að taka sig saman og stöðva sveitarstjórann. Skyldi það eitthvað hafa með hræðsluna og nafnleyndina að gera sem fjallað er um í færslunni hér á undan? Það kæmi mér alls ekkert á óvart.
Jóhann Davíðsson veitti mér leyfi til að endurbirta greinina sína. Háðið getur verið hárbeitt vopn eins og hér má sjá:
Laugardaginn 2. desember, 2006
Til hamingju, Þorlákshafnarbúar
Jóhann Davíðsson fjallar um málefni sveitarfélagsins í Þorlákshöfn
ÍBÚAR Þorlákshafnar hafa verið svo lánsamir að njóta forystu Ólafs Áka Ragnarssonar bæjarstjóra í eitt kjörtímabil og eru að upplifa annað með þessum framtakssama manni.
Hann er röskur, selur 1544 hektara jörð, Hlíðarenda, sem nota átti sem útivistarsvæði, m.a. til skógræktar og breytir í iðnaðarsvæði. Eiginlega er ekki hægt að kalla þetta sölu, heldur svona góðra vina gjöf, en það gerðu oft höfðingjar til forna, gáfu vinum sínum ríkulega og nískulaust.
Bæjarstjórinn bar hag eigenda vel fyrir brjósti, þ.e. íbúa sveitarfélagsins, og setti enga óþarfa fyrirvara eða kvaðir í kaupsamninginn, t.d. hvað um jörðina verður ef ekki kemur til reksturs vatnsverksmiðju. Hefur kaupandinn fimm ár til að hugsa það án fjárútláta og vonandi verða stjórnendur fyrirtækisins ekki andvaka vegna vaxtanna.
Kaupandinn þarf ekki að greiða krónu fyrir vatnið en annars átti vatnsfélagið að greiða bæjarfélaginu fyrir vatnsnotkun. Þetta sýnir hve útsjónarsamur bæjarstjórinn er í rekstri sveitarfélagsins og skýrir væntanlega hækkun meirihlutans á launum hans.
Þá var hann ekkert að bíða eftir formlegum leyfum, enda er það tafsamt fyrir duglegan bæjarstjóra heldur gaf mönnum góðfúslega leyfi til að atast í vatnslindinni og fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn með stórvirkum tækjum áður en hann seldi jörðina enda vissi hann sem var að fáir höfðu skoðað þetta og enn færri hugmynd um, hvað jörðin hefur að geyma. Þar hlífði hann mörgum íbúum við að sjá hverju þeir voru að missa af. Sú tillitssemi hans er virðingarverð.
Þetta var fjárhagslega hagkvæmt enda kostar skógrækt og annað stúss við svona útivistarsvæði ómælt fjármagn. Þá losar hann Þorlákshafnarbúa við fjárútlát vegna um 100 ára gamals húss á bæjarstæðinu, en einhver sérvitringurinn gæti látið sér það til hugar koma að gera upp húsið, þar sem það tengist mjög náið sjávarútvegi og sögu Þorlákshafnar og er elsta húsið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn er séður, nefnir ekki húsið einu orði í sölusamningnum.
Það er gott hjá honum að hafa ekki látið minnast á sölu stórs hluta af upplandinu, m.a. þeirra fjalla sem blasa við frá Þorlákshöfn, á fréttavef bæjarfélagsins, Ölfus.is. Einhverjir gætu orðið sárir vegna sölunnar en Ólafur Áki er friðsemdarmaður og vill hlífa mönnum við óþægilegum fréttum. Betra að fólk lesi þar um nýjan slökkvibíl og bangsadaga í bókasafninu.
Ólafur Áki er hamhleypa til verka. Búinn að ákveða að selja land undir álverksmiðju í Þorlákshöfn. Til að milda skap þeirra íbúa sem finnst nóg komið af slíkum í landinu, og kæra sig ekkert um eina við bæjardyrnar, bendir bæjarstjórinn réttilega á að þetta er ekki álverksmiðja heldur svona smá álverksmiðja.
Sveitarfélagið hefur selt land undir golfvöll og land úti á Bergi.
Stefnir í að bæjarstjórinn verði búinn að losa sig við allt land sveitarfélagsins fyrir næstu jól og er það rösklega gert þar sem bærinn var með þeim landmestu á landinu.
Þessi forystusauður hefur lýst áhuga sínum á að íbúar höfuðborgarsvæðisins losni við úrgang sinn í Þorlákshafnarlandið. Á það eflaust eftir að efla jákvæða ímynd bæjarfélagsins.
Hópur fólks kom til Þorlákshafnar s.l. vor. Mætti honum mikill fnykur og þegar spurt var hvað annað væri í boði var sagt að í bænum væru þrjár hraðahindranir. Þarna tel ég að bæjarstjórinn hafi sýnt hyggjuvit til að laða að ferðamenn, sparað auglýsingakostnað og vitað sem var að betra er illt umtal en ekkert.
Í framtíðinni geta svo ferðamenn skoðað, væntanlega fyrir sanngjarnt gjald, hvernig skemma má án nokkurra leyfa gróna fjallshlíð, barið augum iðnaðarhús á útivistarsvæði, séð lítið og sætt álver og notið ilmsins af sorphaugi. Allt í anda "metnaðarfullrar stefnu í umhverfismálum", með "áherslu á að gengið verði um landið og auðlindir þess af varfærni og virðingu" og þess að náttúran og íbúarnir hafa lengi og vel notið "vafans áður en ákvörðun er tekin" eins og segir á vef Sjálfstæðisfélagsins Ægis.
Íbúar Árborgar hljóta að vera ánægðir með skreytinguna á Ingólfsfjalli enda er hún gerð með metnaðarfullri varfærni og virðingu.
Nýyrðasmíði bæjarstjórans er uppspretta peninga. Þannig fann hann upp nýyrðið "Bráðabirgða framkvæmdaleyfi" og lét Orkuveitu Reykjavíkur greiða 500 milljónir fyrir. Sannast þar hið fornkveðna: "Dýrt er drottins orðið".
Einnig virðist hann hafa breytt merkingu orðsins "íbúalýðræði" sem var talið þýða að haft væri samráð við íbúana um málefnin, í: "Bæjarstjórinn ræður".
Þótt hann hafi örlítið hagrætt geislabaugnum fyrir kosningar og verið með orðhengilshátt við gamla Hafnarbúa, má ekki dæma hann hart. Hann var að safna atkvæðum og þar helgaði tilgangurinn meðalið.
Enda er gaman að stjórna og fá að tylla, þótt væri ekki nema annarri rasskinninni í bæjarstjórastólinn, um stund.
Hvar eru teiknibólurnar?
Enn og aftur, til hamingju.
Höfundur er lögreglumaður, bjó á B-götu 9 Þorlákshöfn og er félagi í Græna bindinu.
Fjöldi manns hefur einnig haft samband við okkur persónulega, ýmist hringt eða sent tölvupóst. Sumir til að sýna stuðning, aðrir til að veita upplýsingar. Sumir óska nafnleyndar, aðrir ekki.
Eins og greinilega hefur komið fram mjög víða er sveitarstjóri Ölfuss ábyrgur fyrir ýmsu sem þykir vægast sagt gagnrýnisvert og eru virkjanamálin aðeins einn angi af því öllu saman. Nýlega var mér bent á grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 2. desember 2006. Hún er eftir Jóhann Davíðsson og fjallar í háðskum tón um afrekaskrá sveitarstjórans í Ölfusi og hvernig hann hefur æ ofan í æ klúðrað málefnum Þorlákshafnar- og Ölfusbúa. Það er ofar mínum skilningi hvers vegna íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss eru ekki löngu búnir að taka sig saman og stöðva sveitarstjórann. Skyldi það eitthvað hafa með hræðsluna og nafnleyndina að gera sem fjallað er um í færslunni hér á undan? Það kæmi mér alls ekkert á óvart.
Jóhann Davíðsson veitti mér leyfi til að endurbirta greinina sína. Háðið getur verið hárbeitt vopn eins og hér má sjá:
Laugardaginn 2. desember, 2006
Til hamingju, Þorlákshafnarbúar
Jóhann Davíðsson fjallar um málefni sveitarfélagsins í Þorlákshöfn

Hann er röskur, selur 1544 hektara jörð, Hlíðarenda, sem nota átti sem útivistarsvæði, m.a. til skógræktar og breytir í iðnaðarsvæði. Eiginlega er ekki hægt að kalla þetta sölu, heldur svona góðra vina gjöf, en það gerðu oft höfðingjar til forna, gáfu vinum sínum ríkulega og nískulaust.
Bæjarstjórinn bar hag eigenda vel fyrir brjósti, þ.e. íbúa sveitarfélagsins, og setti enga óþarfa fyrirvara eða kvaðir í kaupsamninginn, t.d. hvað um jörðina verður ef ekki kemur til reksturs vatnsverksmiðju. Hefur kaupandinn fimm ár til að hugsa það án fjárútláta og vonandi verða stjórnendur fyrirtækisins ekki andvaka vegna vaxtanna.
Kaupandinn þarf ekki að greiða krónu fyrir vatnið en annars átti vatnsfélagið að greiða bæjarfélaginu fyrir vatnsnotkun. Þetta sýnir hve útsjónarsamur bæjarstjórinn er í rekstri sveitarfélagsins og skýrir væntanlega hækkun meirihlutans á launum hans.
Þá var hann ekkert að bíða eftir formlegum leyfum, enda er það tafsamt fyrir duglegan bæjarstjóra heldur gaf mönnum góðfúslega leyfi til að atast í vatnslindinni og fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn með stórvirkum tækjum áður en hann seldi jörðina enda vissi hann sem var að fáir höfðu skoðað þetta og enn færri hugmynd um, hvað jörðin hefur að geyma. Þar hlífði hann mörgum íbúum við að sjá hverju þeir voru að missa af. Sú tillitssemi hans er virðingarverð.
Þetta var fjárhagslega hagkvæmt enda kostar skógrækt og annað stúss við svona útivistarsvæði ómælt fjármagn. Þá losar hann Þorlákshafnarbúa við fjárútlát vegna um 100 ára gamals húss á bæjarstæðinu, en einhver sérvitringurinn gæti látið sér það til hugar koma að gera upp húsið, þar sem það tengist mjög náið sjávarútvegi og sögu Þorlákshafnar og er elsta húsið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn er séður, nefnir ekki húsið einu orði í sölusamningnum.
Það er gott hjá honum að hafa ekki látið minnast á sölu stórs hluta af upplandinu, m.a. þeirra fjalla sem blasa við frá Þorlákshöfn, á fréttavef bæjarfélagsins, Ölfus.is. Einhverjir gætu orðið sárir vegna sölunnar en Ólafur Áki er friðsemdarmaður og vill hlífa mönnum við óþægilegum fréttum. Betra að fólk lesi þar um nýjan slökkvibíl og bangsadaga í bókasafninu.
Ólafur Áki er hamhleypa til verka. Búinn að ákveða að selja land undir álverksmiðju í Þorlákshöfn. Til að milda skap þeirra íbúa sem finnst nóg komið af slíkum í landinu, og kæra sig ekkert um eina við bæjardyrnar, bendir bæjarstjórinn réttilega á að þetta er ekki álverksmiðja heldur svona smá álverksmiðja.
Sveitarfélagið hefur selt land undir golfvöll og land úti á Bergi.
Stefnir í að bæjarstjórinn verði búinn að losa sig við allt land sveitarfélagsins fyrir næstu jól og er það rösklega gert þar sem bærinn var með þeim landmestu á landinu.
Þessi forystusauður hefur lýst áhuga sínum á að íbúar höfuðborgarsvæðisins losni við úrgang sinn í Þorlákshafnarlandið. Á það eflaust eftir að efla jákvæða ímynd bæjarfélagsins.
Hópur fólks kom til Þorlákshafnar s.l. vor. Mætti honum mikill fnykur og þegar spurt var hvað annað væri í boði var sagt að í bænum væru þrjár hraðahindranir. Þarna tel ég að bæjarstjórinn hafi sýnt hyggjuvit til að laða að ferðamenn, sparað auglýsingakostnað og vitað sem var að betra er illt umtal en ekkert.
Í framtíðinni geta svo ferðamenn skoðað, væntanlega fyrir sanngjarnt gjald, hvernig skemma má án nokkurra leyfa gróna fjallshlíð, barið augum iðnaðarhús á útivistarsvæði, séð lítið og sætt álver og notið ilmsins af sorphaugi. Allt í anda "metnaðarfullrar stefnu í umhverfismálum", með "áherslu á að gengið verði um landið og auðlindir þess af varfærni og virðingu" og þess að náttúran og íbúarnir hafa lengi og vel notið "vafans áður en ákvörðun er tekin" eins og segir á vef Sjálfstæðisfélagsins Ægis.
Íbúar Árborgar hljóta að vera ánægðir með skreytinguna á Ingólfsfjalli enda er hún gerð með metnaðarfullri varfærni og virðingu.
Nýyrðasmíði bæjarstjórans er uppspretta peninga. Þannig fann hann upp nýyrðið "Bráðabirgða framkvæmdaleyfi" og lét Orkuveitu Reykjavíkur greiða 500 milljónir fyrir. Sannast þar hið fornkveðna: "Dýrt er drottins orðið".
Einnig virðist hann hafa breytt merkingu orðsins "íbúalýðræði" sem var talið þýða að haft væri samráð við íbúana um málefnin, í: "Bæjarstjórinn ræður".
Þótt hann hafi örlítið hagrætt geislabaugnum fyrir kosningar og verið með orðhengilshátt við gamla Hafnarbúa, má ekki dæma hann hart. Hann var að safna atkvæðum og þar helgaði tilgangurinn meðalið.
Enda er gaman að stjórna og fá að tylla, þótt væri ekki nema annarri rasskinninni í bæjarstjórastólinn, um stund.
Hvar eru teiknibólurnar?
Enn og aftur, til hamingju.
Höfundur er lögreglumaður, bjó á B-götu 9 Þorlákshöfn og er félagi í Græna bindinu.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að birta þessa ágætu grein Jóhanns. Ég man þegar ég las fréttirnar um söluna á Hlíðarenda þá hugsaði ég með mér að Jón Ólafsson hlyti að vera viðskiptaséní að ná svona góðum samningi um þessi jarðarkaup. Það er hann eflaust líka en það hjálpar vissulega til að hafa mann eins og Ólaf Áka hinum megin við samningaborðið. Í ljósi samningsins sem gerður var við OR vakna reyndar spurningar um hvaða spil Jón hafði ekki uppi á borðinu þegar samningurinn var gerður. Einnig velti ég því fyrir mér hvernig í ósköpunum geti staðið á því að sveitarfélagið Ölfus og hinn framtakssami bæjarstjóri ráði yfir svo miklu landflæmi sem að vísu fer minnkandi.
Það verður allavega ærlegt verkefni fyrir bloggvininn Steingrím Helgason að bera í bætifláka fyrir vin sinn Ólaf Áka.
Sigurður Hrellir, 17.12.2007 kl. 19:35
Eitthvað leit þetta undarlega út hjá mér. Hér kemur þetta aftur:
Takk fyrir að birta þessa ágætu grein Jóhanns. Ég man þegar ég las fréttirnar um söluna á Hlíðarenda þá hugsaði ég með mér að Jón Ólafsson hlyti að vera viðskiptaséní að ná svona góðum samningi um þessi jarðarkaup. Það er hann eflaust líka en það hjálpar vissulega til að hafa mann eins og Ólaf Áka hinum megin við samningaborðið. Í ljósi samningsins sem gerður var við OR í fyrravor vakna reyndar spurningar um hvaða spil Jón hafði ekki uppi á borðinu þegar samningurinn var gerður. Einnig velti ég því fyrir mér hvernig í ósköpunum geti staðið á því að sveitarfélagið Ölfus og hinn framtakssami bæjarstjóri ráði yfir svo miklu landflæmi sem að vísu fer minnkandi.
Það verður allavega ærlegt verkefni fyrir bloggvininn Steingrím Helgason að bera í bætifláka fyrir vin sinn Ólaf Áka.
Sigurður Hrellir, 17.12.2007 kl. 20:23
Kæri Sigurður Hr. Sigurðarson
Í athugasemd minni benti ég einfaldlega að mér fannst hart að persónunni honum vegið. Þekki hann að mörgu öðru betur en því sem að aðdróttanir í hans garð gáfu til kynna um hann sem persónu, tók því upp hanskann fyrir hann að því leitinu til. Hans pólitík er ekki mín, ég þarf því ekkert að bera í einhvern bætifláka fyrir hana, en finnst létt verkefni & löðurmannlegt að votta frá mínu brjósti drenginn góðann & heiðarlegann í af því sem að ég hann best þekki.
Mér var meira í mun, það sem að ég oftlega suða um sjálfur á mínu auma moggeríiisploggeríi, að benda á það að einhverjar álitsgerðir sjálfskipaðara dómara um nafngreindar persónur, væru oftlega dáldið varasamar.
Um málefnið sjálft erum við líklega nær en þig grunar...
Steingrímur Helgason, 17.12.2007 kl. 23:58
Hér er verið að fjalla um gjörðir sveitarstjórans, ekki persónuna þótt stundum reynist erfitt að skilja þar á milli þegar svo mikið er í húfi. Ekkert af því sem hér er fjallað um, hvort sem fólk er nafngreint eður ei, er persónuníð heldur er verið að deila á framkvæmdir sem viðkomandi eru í forsvari fyrir og þeir sem eru í opinberum embættum verða að taka slíku eins og hverju öðru hundsbiti, enda ábyrgir gjörða sinna.
Málefnið sjálft er svo mikilvægt að um það verður að ræða og engu má sópa þar undir teppi og láta sem ekkert sé.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:25
Þarna finnst mér nú samt eitthvað offari farið um viðkomandi, því að persónan er dregin fram í sviðsljósið sem slík, & látið að því ligga undir rós, að eitthvað gruggugt sé í gangi hjá henni & þeim samníngum sem að bæjarfélagið stendur fyrir, frekar en þeim sem að réðu hann til starfa.
Bæjarstjórinn er starfsmaður sveitarfélagsins, framkvæmdastjóri þess, sem hvers annars fyrirtækis, ráðinn í það starf af rétt kjörnum meirihluta, sem að kjöri náði samkvæmt lýðræðislegri kosníngu. Hann leiddi sem sveitarstjórnmálamaður sinn lista til sigurs í þeim kosnínum, myndaði eftir það virkandi meirihluta, sem að er núna, ráðandi afl í bæjarfélagi ykkar.
Ef málflutníngurinn sneri um pólitík, væri þá ekki nær að tala um bæjarstjórnina í heild, sem að hefur það pólitíkska vald til að ráða eða reka viðkomandi persónu úr starfi sem framkvæmdastjóra & er endanlega valdstjórnin, heldur en að persónugera hann fyrir öllum vondum hlutum einann & sér ?
Í endann, er ég mikið sammála pólitíkst umræðunni hjá ykkur, nema af þessu leiti.
Steingrímur Helgason, 18.12.2007 kl. 01:07
Nú get ég ekki farið nánar út í þetta á opinberum vettvangi. Ég myndi senda þér póst, hefði ég netfangið þitt, Steingrímur...
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 02:13
Þrátt fyrir allt geri ég líka nokkurn greinarmun á prívat persónum og stjórnmálamönnum. Ég efast ekki um að Ólafur Áki sé traustur maður þeim sem hann þekkja. Það eru hins vegar gjörðir hans sem sveitastjóri sem eru hér til umfjöllunar og það sem eftir honum er haft sem slíkur.
Það var líklega óviðeigandi af mér að draga nafn Steingríms inn í þessa umræðu og bið ég hann velvirðingar á því. Ég fagna því að sama skapi að heyra að við séum á svipuðum slóðum hvað málefnið varðar.
Sigurður Hrellir, 18.12.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.