Ég hef fengið ótrúlega mikil viðbrögð við færslunum hér að neðan um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrir utan athugasemdir hef ég fengið tölvupóst og símtöl, auk þess sem aðrir bloggarar hafa ýmist tengt á færslurnar mínar eða afritað í heild sinni eins og bloggvenzli mín, Bryndís og Einar.
Í framhaldi af þessu rifjaði ég upp lögmál Murphys sem hljóðar þannig samandregið: "Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar". Hér má lesa meira um Murphy þennan og lögmál hans. Samkvæmt þessu þurfum við ekkert að fara í grafgötur með það, að ef olíuhreinsistöð verður reist á Íslandi þá verður slys - fyrr eða síðar - og þá er græðgin orðin enn dýrara verði keypt en áður.
Myndina hér að neðan fékk ég senda í tölvupósti. Hún er af olíuhreinsistöð í Texas sem brennur þessa dagana. Sjá meira um eldsvoðann hér og hér. Myndbandið af Youtube sá ég hér hjá Níels A. Ársælssyni, Arnfirðingi sem er annt um umhverfið og fjörðinn sinn. Það sýnir slys sem varð í olíuhreinsistöð BP í Texas fyrir þremur árum. Í því slysi létust 15 manns og 170 slösuðust. Lesa má meira um það hér og hér.
Hugsið málið - í fúlustu alvöru!
2008 2005
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2008 kl. 13:40 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Lára Hanna að halda þessum hlutum til haga. Það yrði stórslys ef byggð yrði olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Það má ekki gerast. Stjórnvöld eiga að setja það í forgang að efla atvinnulíf fyrir vestan en ekki láta allt reka á reiðanum og drepa jafnvel niður frumkvæði fólks. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.2.2008 kl. 00:56
Það er ekki flókið að hugsa um þetta, náttúran í forgang!!
Maddý (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:10
Frábært að fá raunveruleikann svona beint í æð af myndbandi. Vonandi vakna einhverjir skammsýnir við þetta.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.2.2008 kl. 09:56
olíuhreinsistöð á íslandi er svona álíka og svínasláturhús í arabíu.
Óskar Þorkelsson, 20.2.2008 kl. 10:23
Lára Hanna, ég bætti við smá pistli hjá mér. Þarna kemur (vonandi) fram sjónarmið Vestfirðings, og vonandi get ég komið þessu rétt frá mér.
Einar Indriðason, 20.2.2008 kl. 17:27
Það þarf að stefna fólki saman til að berjast gegn þessum fjanda þannig að hann fari ekki einu sinni á teikniborðið hjá Vestfirðingum hvað þá meir. Ég er til.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:54
Blessuð og sæl!
Kom bara inn til að óska þér til lukku með að hafa haft betur í getraunaleiknum við gaspraran mig, 2-1!
En ei líst mér sem fleirum hér á olíubröltið!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 23:22
Takk fyrir að vekja okkur af værum blundi.
Kristjana Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.