28.4.2008
Takið þátt í að velja um Gjábakkaveg!
Á blaðsíðu 6 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er sagt frá nýstárlegri netkosningu sem Landvernd gengst fyrir í samvinnu við Lýðræðissetrið, Morgunblaðið og mbl.is.
Hér er verið að fjalla um og ráðskast með helgasta stað þjóðarinnar, Þingvelli, svo það liggur beint við að allir taki þátt í netkosningunni. Látum rödd okkar heyrast fyrst okkur er veitt tækifæri til þess.
Kosningin hefst í dag, mánudaginn 28. apríl, og stendur yfir í eina viku. Hægt er að kjósa á sérstökum kosningavef Landverndar og verður tengill á hann settur inn á forsíðu mbl.is undir fyrirsögninni "Nýtt".
Kynnið ykkur málið vandlega. Morgunblaðsgreinin er hér fyrir neðan.
Gjábakkavegsskýrsla Landverndar er hér og greinargerðin hér.
Slóð á kosningavefinn sjálfan og nánari upplýsingar hér.
Slóð á frétt Landverndar er hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Náttúra og umhverfi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:15 | Facebook
Athugasemdir
Þetta mun ég sannarlega kynna mér vel á morgun, mánudag. Enda eru Þingvellir einn af mínum uppáhaldsstöðum á landinu. Ég vil láta mig hlutina varða, enda er mér alls ekki sama um perlur Íslands. Ég er sannarlega sammála þér Lára Hanna, látum rödd okkar heyrast fyrst okkur er hér gefin kostur á því. Takk fyrir mig hérna og eigðu ljúfa viku framundan.
Tiger, 28.4.2008 kl. 02:34
Þingvelleir eru í hjartanu á mér og ég fer í að kynna mér málið.
Mánudagskveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 08:11
búinn að kjósa
Óskar Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 08:32
Þetta er mér hjartans mál þar sem ættaróðalið Hrafnagjá er þarna í nánd.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:33
ahhh, verð ég að fara að lesa?
kannski ágætt að vera bara ignorant
Brjánn Guðjónsson, 28.4.2008 kl. 10:34
Búinn að kjósa. Takk fyrir mig.
Sigurður Hrellir, 28.4.2008 kl. 10:59
Búinn að kjósa en ég klúðraði þessu, var ekki búinn að raða upp valkostunum! Hringdi svo í Landvernd og þeir sögðu mér að ég væri ekki eini klaufinn á landinu, talsvert hefði verið um þetta, menn lesa textann og fara svo beint í kosninguna, án þess að taka eftir litlu flettigluggunum.
En þeir töldu sig geta ógilt kosninguna mína og ég bíð eftir staðfestingu á því svo ég geti gert þetta almennilega.
En þetta er greinilega leynileg kosning, ætlar enginn að láta skoðun sína í ljós?
Bragi Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:12
Ég bara verð að setja inn athugasemd, þar sem ég les bloggið þitt svo oft og er svo oft sammála þér en segi aldrei neitt. Við skulum bara vona að GAAAAAAAAAS maðurinn hafi jákvæð áhrif á samstöðy íslendinga. Það er strax komið lag sem heitir því viðeigandi nafni "Reykjavík Belfast":
http://www.youtube.com/watch?v=2arIei1ycK8
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:36
- takk fyrir að láta vita
Pálmi Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 14:42
Bara fyrir þig Lára.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 15:18
Merkileg þessi kosning þar sem hægt er að kjósa um leiðir sem aldrei hafa verið í umræðunni og því væntanlega ekki í boði eða hvað??????????????
Kristjana Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:17
Bendi bara á bloggið mitt enda ekki sammála þeim sem hér skrifa: http://drifakristjans.blog.is/blog/drifakristjans/
drifakristjans (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:07
Hér hefur enginn sagt neitt sem hægt er að vera ósammála, Drífa. Ekki ennþá að minnsta kosti. Enginn hefur gefið upp skoðun sína á málinu og hvernig þeir kusu eða hyggjast kjósa.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:29
Ég ætla að vera ósammála, uhhh..... Veit ekki alveg hverjum en ég er ósammála.
Kv. Örvar
P.s. Búin að kjósa.
Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:45
Viltu ekki bara vera ósammála sjálfum þér, Örvar? Er það ekki betra en ekkert fyrst þú getur ekki verið ósammála neinum hér...
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:47
Ég er svo hrædd við að gera tóma vitleysu, ætla að lesa þetta vel og vandlega á morgunn, og kjósa svo.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:30
Búinn að kjósa - og líður miklu betur!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.4.2008 kl. 10:13
Þakka þér fyrir, það er svo sannarlega gott að eiga bloggvin, sem stendur umhverfisvaktina. Hitt er annað að við starfsmenn OR höfum okkar skoðun á virkjunum en tjáum okkur ekki um þær á opnum miðli. Ég man ekki eftir þessu vandamáli hjá RR. Í denn áttum við meira segja fulltrúa í stjórn veitustofnanna.
Rúnar Sveinbjörnsson, 3.5.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.