Þar sem ég er í mikilli tímaþröng læt ég nægja að smella þessari úrklippu inn hér að neðan þar til í kvöld - þá kemur meiri og ítarlegri umfjöllun um málið. Um er að ræða viðbrögð við einu af þeim atriðum sem ég nefndi í síðasta pistli og bera vitni um skrumskælingu lýðræðisins á Íslandi í dag. Skoðið málið nánar á Hengilssíðunni okkar.
Fréttatilkynning var send til allra fjölmiðla fyrr í vikunni en aðeins 24stundir hafa brugðist við ennþá og er þetta þó stórmál fyrir alla þjóðina - þetta einstaka mál fyrir alla 200.000 íbúa suðvesturlands. Ég hef líka reynt að vekja athygli fjölmiðlafólks á málinu með tölvupóstum en ekki fengið nein viðbrögð... ennþá. En ég er ekki blaða- eða fréttakona og ber líklega ekki skynbragð á fréttamat. Lifi samt í voninni um að fjölmiðlarnir hjálpi okkur að vekja athygli á málinu og framtaki okkar.
Veggspjaldið átti að bera í öll hús í Hveragerði, Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss í gær og mér þætti mjög vænt um að fá upplýsingar frá íbúum þessara bæjar/sveitarfélaga um hvort það hafi skilað sér til þeirra - annaðhvort í athugasemd við þessa færslu eða í tölvupósti. Netfangið er: lara@centrum.is.
Hér er úrklippan úr 24stundum, miðvikudaginn 30. apríl sl.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Náttúra og umhverfi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Bíð spennt til kvölds. Þú ert sko að opna fyrir mér nýja veröld. Ég er svo skammarlega lítið inni í umhverfismálum en eftir að þú komst til sögunnar sé ég fram á betri tíma.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 11:36
Hmm, það er nú orðið kvöldsett í mínu pózsnúmeri ?
Steingrímur Helgason, 3.5.2008 kl. 23:31
Þetta er að koma, Zteingrímur minn... er að vinna í næstu færslu... hafðu örlitla biðlund.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:33
Af hverju stendur hér og hér að fresturinn sé til 2. maí en ekki 13 ?
Pétur Þorleifsson , 3.5.2008 kl. 23:41
Pétur... Fyrst birtist auglýsing Ölfuss 19. mars og þá var fresturinn til 2. maí. Vegna einhvers galla sem mér er ekki kunnugt um þurfti að auglýsa aftur. Það var gert 31. mars og því er fresturinn sem í gildi er til 13. maí. Kannski hefur þetta ekki verið leiðrétt alls staðar en ég hef fengið þetta staðfest bæði hjá Sveitarfélaginu Ölfusi og Skipulagsstofnun.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:47
Ég hef alltaf, Lára Hanna, biðlund eftir fínum pistlum þínum.
Steingrímur Helgason, 4.5.2008 kl. 00:11
Ég hef aðra skoðun á þessu svæði Lára, sorry og ég sem var farinn að halda að einhverntímann færum við saman á Old Trafford.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.5.2008 kl. 00:34
sæl,
ég er forvitin að vita hver gallinn var á fyrri auglýsingunni því Landmótun hefur viðbótina : "Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni." sem er nokkuð óvenjulegt. Sjá : http://www.landmotun.is/frettir.asp?Year=2008&Month=3
kveðjur,
Hanna Steinunn
http://www.natturuvaktin.com
Hanna St. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.