Þetta er myndpistill - án orða til tilbreytingar.
Frestur til að skila inn athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Ölfuss rennur út á morgun, þriðjudaginn 13. maí.
Ennþá er því unnt að leggja sitt af mörkum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Náttúra og umhverfi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2008 kl. 20:56 | Facebook
Athugasemdir
Æi Lára.....ég hneygi mig í duftið fyrir þér! Frábært þegar fólk lætur verkin tala í stað þess að kvarta og kveina yfir kaffibolla! Ég er alveg á mörkunum að skella mér í skó og hlaupa vestur í bæ til að skrifa undir!
Heiða B. Heiðars, 12.5.2008 kl. 20:54
Komdu bara, Heiða... og vertu ævinlega velkomin!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:00
Það var allavega flott kaffikanna á borðinu, sá ég.
700 athugasemdir, það verður gaman að fylgjast með, hvaða áhrif það hefur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.5.2008 kl. 21:05
Flott að sjá að barátta ykkar er farin að vekja athygli. Ég er búinn að senda mitt bréf sem og fleiri frá mínum vinnustað, og nú er bara vona það besta.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.5.2008 kl. 21:15
Og Prins Pólo. Hræðilegt að missa af þessu.
Þröstur Unnar, 12.5.2008 kl. 21:15
Nokkuð ljóst, að orð eru til alls fyrst og undir þinni leiðsögn hefur og verður þetta ferðalag þjóðinni til heilla...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.5.2008 kl. 21:44
Við vorum að ganga frá þessum undirskriftum til að senda.
Við eigum góðar minningar um gönguferðir í Reykjadal og að fara í óvænt bað þar úti í guðsgrænni náttúrunni þegar á 9. áratugnum! Stundum með gesti frá Þýskalandi. Þeir gætu aldrei fyrirgefið okkur bráðlætið að eyðileggja þessa náttúruparadís í virkilegum draumadal sem fáir þekktu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.5.2008 kl. 21:52
Og Heiða kom... gott hjá henni!
Þú hefur rekið augun í MU-krúsina mína, Högni... Það voru um 700 athugasemdir í nóvember - við matið á umhverfisáhrifum. Núna verða þær vonandi fleiri svo Íslandsmetið frá því þá verði slegið.
Það var Elitesse, Þröstur Unnar. Þú misstir af miklu OG góðum félagsskap.
Orð eru til alls fyrst, já... en þeim verða að fylgja framkvæmdir. Maður getur talað sig bláan í framan án þess að nokkuð gerist. Enn er von, Ásgeir...
Gott að þið eruð með, Mosi... þá er bara að finna póstafgreiðslu á morgun. Aðeins 11 eftir á öllu höfuðborgarsvæðinu!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 22:02
Frábært hjá þér og frábært að stöð 2 mætti á svæðið til að vekja enn meiri athygli á þessu!! Hrikalegt að þessar fjórar manneskjur vilji þetta og fái að ráða þessu, ég efast um að þessar 495 manneskjur vilji þetta, sem standa á bak við þetta fólk. Hvað er að gerast eiginlega á þessu skeri hérna, eru allir orðnir hringlandi vitlausir að vilja bara virkja og virkja, ég trúi því bara ekki að þetta sé það sem fólk virkilega vill. Þetta svæði er eitt fallegasta svæðið á landinu og margur Íslendingurinn og útlenski ferðalangurinn yfir svekktur og sár ef þetta svæði færi undir virkjun, það væri landafræðilegt morð!
alva (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:34
Sá þig í sjónvarpinu LH. Þú ert aldeilis sérstök mín kæra. Stolt af því að vera bloggvinkona þín.
Á ekki heimangengt í dag en við sjáum til.
Takk kærlega fyrir að halda áfram í baráttunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 22:44
Ég rak líka augun í MU krúsina og sá að það var einhver kona önnur en þú að drekka úr henni svo hún hefur greinilega heillað. Sakna þess að ónefndur Reyðfirðingur skuli ekki vera búinn að blanda sér í umræðuna hér þó ekki nema væri til að saka þig um brot á höfundarétti þar sem þú birtir efni Stöðvar 2 á síðu þinni pottþétt í leyfisleysi.
Víðir Benediktsson, 12.5.2008 kl. 23:14
Jebb...ég kom og sé ekki eftir því! Það var bara eins og það væri ekkert eðlilegra en að ókunnug manneskja ryddist blaðskellandi inn...móttökurnar höfðinglegar og ég sé sko ekki eftir þvi að hafa nýtt mér tækifærið til að hitta baráttukonu Íslands :)
Heiða B. Heiðars, 12.5.2008 kl. 23:36
Lára Hanna, þú ert kvenskörungur. Mín athugasemd er farin. Þakka þér fyrir alla vinnuna sem þú hefur lagt á þig varðandi þetta mikilvæga mál. Þakka þér líka fyrir upplýsingarnar sem þú gafst mér, ég á ekki von á öðru en að þetta mál fari í kvikmyndina, sem verður sýnd um allan heim. Vonum það besta. Baráttukveðjur, eva
Eva Benjamínsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:29
Heil og sæl; Lára Hanna, sem aðrir skrifarar !
Ármann Ægir bankaði upp á; hjá okkur, um kvöldmatarleytið, og ekki að orðlengja,, við skrifuðum bæði, ég og mín ektakvinna, upp á skjalið. Okkur er sæmd mikil, að baráttuþreki þínu, sem einurð allri.
Sé Gunnar Th. Gunnarsson; hinn Austfirzki, Sjálfstæðismaður, af frjálshyggju deild, þá skalt þú mega vita; Lára Hanna, sem aðrir skrifarar og lesendur, að öll hans orðræða, þér til hnjóðs, skal ómark vera, sem allt það annað, sem frá hlandforar hreyfingu Sjálfstæðismanna kemur.
Með beztu kveðjum; úr Efra- Ölvesi (Hveragerði), Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 01:37
Ég geri mér alveg grein fyrir því Óskar Helgi, að staðreyndir skipta suma náttúruverndarsinna engu máli, það síjast ekkert inn af þeim, frekar en vatn bleytir gæs. Þess vegna kemur mér ekki á óvart að orð mín séu tekin sem ómark frá þeirra sjónarhóli séð. Hins vegar eru aðrir og vel meinandi einstaklingar, sem gætu vaknað og tekið rörið frá kíkisauganu. Og þó þeir taki mín orð með fyrirvara, þá gætu þau samt orðið til þess að þeir skoði málið í víðara sjónarhorni.
Guðjón Jensson, þú getur örugglega baðað þig áfram í volgrunum í Reykjadal eftir að virkjunin hefur tekið til starfa. Þú munt ekki sjá hana frá þessum stöðum og sennilega ekki heyra í henni heldur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 02:24
Takk, Lára Hanna og þið öll á hengill.nu fyrir ómetanlegt framtak. Það þarf sterkar taugar mikið baráttuþrek til að standa í svona löguðu. Ég trúi því að náttúruvernd á Íslandi muni eflast þróttur eftir þessa hrinu.
Baráttukveðjur,
Sigurður Hrellir, 13.5.2008 kl. 07:17
halda áfram í baráttunni.
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:50
Sæl kæra vinkona, ég kemst ekki spönn frá rassi, fékk í bakið og skrönglast áfram með staf í hendi. Stend við bak þitt og styrki þótt ókeikur sé í augnablikinu. haltu áfram þinni góðu vinnu. Með beztu kveðju.
Bumba, 13.5.2008 kl. 10:58
Frábært fóstra,
ég var þarna síðast á laugardaginn með ferðamenn og þessu þurfum við að fá að halda.
Steinar
Steinar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:31
Árni, þarna vanmetur þú þekkingu mína og kannski ofmetur þína eigin. Það er reiknað með að áhrif Bitruvirkjunar á hverasvæðin í kring verði óveruleg og ef einhver verður, þá til aukningar virknininnar. Í Laugardalnum var heita vatnið tekið, vestan við Ölkelduháls er um gufu að ræða, sótta af miklu dýpi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 11:38
Óvissa ríkir um þetta og minni líkur en meiri að svo verði ekki. Nesjavallavirkjun er talin endurnýjanleg orkulind t.d.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 13:04
Og reyndar fleiri, Krafla, Svartsengi..
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 13:05
Það er örugglega rétt hjá þér Árni
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.