Láttu ekki vín breyta þér í svín!

Við erum fljót að gagnrýna það sem okkur finnst aðfinnsluvert, en ekki eins fljót að hrósa því sem vel er gert - jafnvel því sem snertir okkur djúpt. Meðvituð hugarfarsbreyting getur breytt þessu - öllum er nauðsynlegt að fá klapp á bakið og hrós fyrir vel unnin störf, góðar hugmyndir og árangur í leik eða starfi. Hrósum oftar því sem vel er gert.

Ég held að ansi margir hafi í gegnum tíðina bölvað ÁTVR - eða Vínbúðinni - fyrir ýmislegt sem þeim finnst að betur mætti fara á þeim bæ. Sjálfsagt hef ég gert það líka, en nú ætla ég að hrósa þeim og það í hástert.

Vínbúðin hefur látið gera sjónvarpsauglýsingu sem snertir örugglega ýmsar taugar og fær fólk til að hugsa sig tvisvar um - ef ekki oftar. Þessi auglýsing er frábært framtak opinbers fyrirtækis og löngu tímabær. Við hér á þessu heimili eigum örlítinn, ósýnilegan þátt í henni og erum stolt af því.

Hér er auglýsingin - hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið vín breyta ykkur í svín.
 


 

Tónlistin í auglýsingunni er lagið Mad World eftir Gary Jules og hér flutt af honum.

All around me are familiar faces
Worn out places, worn out faces
Bright and early for their daily races
Going nowhere, going nowhere
Their tears are filling up their glasses
No expression, no expression
Hide my head I want to drown my sorrow
No tomorrow, no tomorrow

And I find it kinda funny
I find it kinda sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very… mad world… mad world

Children waiting for the day they feel good
Happy Birthday, Happy Birthday
Made to feel the way that every child should
Sit and listen, sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me, no one knew me
Hello teacher tell me what's my lesson
Look right through me, look right through me

And I find it kinda funny
I find it kinda sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very… mad world... mad world...
Enlarge your world
Mad world


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Já, mér finnst þetta góð auglýsing og þörf.

Þröstur Unnar, 17.5.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætli þeir hafi greitt Gary Jules fyrir afnotin?

skál í boðinu

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, Brjánn - öll leyfi klár, það veit ég með vissu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta eru með betri auglýsingum sem hafa komið í íslensku sjónvarpi.

Óskar Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það væri forvitnilegt að vita Lára hvaða örlitla þátt þið eigið í þessari ágætu auglýsingu. Ég hef reyndar efasemdir um að þetta sé rétta ímyndarsköpunin fyrir Vínbúðina. Verður hún kannski svínbúðin í huga fólks hér eftir? Lagið með Gary Jules er eitt af mínum uppáhalds og var notað eftirminnilega í myndinni Donnie Darko http://www.youtube.com/watch?v=5MyMOi4LEr4&feature=related

Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott auglýsing og flott lag ... ætti að fá fólk til að hugsa sig aðeins um áður en það drekkur vín við þorsta eða græðgi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Alveg glæsileg auglýsing sem vonandi kemur skilaboðunum til skila. Kem líka með smá innlitskvitt með þessu commenti því ég les síðuna þína af og til

Valgerður Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:11

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Besta ráðið til að láta vín ekki breyta sér í svín er að neyta þess ekki. Þegar vínbúðir, hverra hagur er að selja sem mest af víni, sem vel að merkja er vanabindandi vímuefni, eru með svona trix þá er það bara til þess að auka söluna og ekki hægt að taka það alvarlega sem varnaðarorð gegn of mikilli vínneyslu einstaklinga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 14:13

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hugarfarsbreytingin sem gæti gert gagn er sú að þjóðin fari að viðurkenna staðreyndir: að áfengi er skaðvænlegasta vímiefnið í landinu. Öll umfjöllun um það ætti að miðaðst við það. Skilaboðin ættu að vera sú að það sé ekki fínna að' drekka en að reykja. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 14:18

10 Smámynd: Sema Erla Serdar

Þetta er rosalega flott auglýsing.. við erum búin að bíða nokkur eftir henni enda tókum við heilan dag í að leika í henni og svo sést nú ekki nema uþb 2 sekúndur frá okkar atriði sem tók marga klukkutíma að taka upp hahah en ansi skemmtileg auglýsing

Sema Erla Serdar, 17.5.2008 kl. 16:35

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Óskar...  sammála.

Emil...  sambýlingur sér um leyfi fyrir tónlist fyrir ýmsa (gerir hana jafnvel sjálfur ef því er að skipta) og ég syng bakraddir, þ.e. hjálpa til ef með þarf.    Einhverjir eiga sjálfsagt eftir að gantast með svínbúðina, en ég held að ímyndin "farið gætilega" sé jákvæð. Fletti Donnie Darko upp og held að ég leggi ekki í hana.

Gurrí... einmitt!

Valgerður... vertu ævinlega velkomin hingað - sem oftast.

Siggi...  það er auðvitað rétt að besta ráðið er að neyta ekki víns. En ég tek ekki undir að þeir séu bara að auka söluna með þessari auglýsingu. Áfengi getur verið skaðvænlegt þeim sem ekki geta með það farið - en skaðvænlegast? Mér detta ýmis önnur efni í hug sem gætu vel talist hættulegri.

Já, Sema... þetta ferli er rosalega langt og svo er skærunum beitt grimmt - enda þarf að koma margra daga tökum niður í ca. 40 sekúndur eða svo. En þið hafið örugglega skemmt ykkur vel við tökurnar, ekki satt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:09

12 Smámynd: Sema Erla Serdar

Jújú þetta var voða fínt alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt

Sema Erla Serdar, 17.5.2008 kl. 19:01

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta brilljant auglýsing.  Það er nákvæmlega þessi upplifun sem ég fæ af fólki sem drekkur of mikið.  Þar með talin er ég sjálf þegar ég stundaði þá iðju.

Laugardagskveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 21:16

14 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sammála að þetta er góð auglýsing, sjálf kveið ég alltaf helgum. En ég spyr hvers eiga svínin að gjald ? þau eru alveg yndislegar skepnur

Þóra Guðmundsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:30

15 identicon

Já, mér finnst þetta góð auglýsing og þörf.

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:50

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Aulýsingin er fín en því miður þurfa svínin ekki alltað að vera drukkin til að beita ofbeldi.

Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 08:27

17 Smámynd: Stefán Gíslason

Mér finnst þetta líka góð auglýsing. ÁTVR er fyrirtæki, hver sem eigandinn er. Og mér finnst virðingarvert að fyrirtæki bendi á áhættur sem fylgja eigin söluvöru, þó að það sé í sjálfu sér til þess fallið að draga úr sölunni. Ég held að einhver önnur fyrirtæki gætu lært af þessu.

Stefán Gíslason, 18.5.2008 kl. 13:36

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fín auglýsing.

Svín eru fín

ei drekk ég vín

þó í mér hvín

Lára mín...

Annars er þetta ekkert vandamál hjá mér, hef aldrei drukkið og ekki hugsað mér að fara að byrja á þeim ósið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.5.2008 kl. 23:36

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alveg tek ég hjartanlega undir þetta með þér. Það er algerlega til fyrirmyndar og góð ímyndarvinna hjá vínbúðinni að gera fólki grein fyrir skaðanum af misnotkun vörunnar. Kannski mættu fleir fara að ráðum þeirr.  Ég hefði annars hnykkt betur á þessu með að segja: "Drekktu eins og manneskja, eða láttu það vera."

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 00:47

20 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þetta er vel heppnað framtak hjá ÁTVR.

Heimir Eyvindarson, 19.5.2008 kl. 02:12

21 Smámynd: Markús Már Efraím

Bara smá ábending: Lagið er eftir Roland Orzabal úr hljómsveitinni Tears for Fears, sem gaf það út '82. Það var svo tæpum 20 árum seinna að Gary Jules flutti ábreiðuútgáfu af því í kvikmyndinni Donnie Darko. Rétt skal vera rétt.

Markús Már Efraím, 19.5.2008 kl. 14:34

22 Smámynd: Markús Már Efraím

PS áðurnefndur Orzabal "pródúseraði" einmitt plötu Emiliönu Torrini, "Love in the Time of Science"

Markús Már Efraím, 19.5.2008 kl. 14:36

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt er það hjá Markúsi. Ég birti einhverntíman báðar útgáfurnar á mínu bloggi.  Hér er hin.

Annars er hér myndband af því hvernig hentugast er að neyta áfengis

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 15:01

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kærar þakkir fyrir að leiðrétta þetta, Markús! Auðvitað á rétt að vera rétt. Þegar ég gúglaði textann fór ég inn á nokkrar textasíður og þar var Gary Jules alls staðar skrifaður fyrir textanum. Ég hlustaði og horfði líka á Tears for Fears útsetninguna en fannst Gary Jules áhrifameiri og fallegri - og hans útsetning og flutningur notaður í auglýsingunni.

En skilaboðin eru skýr: Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér. Þau vísdómsorð hefur náunginn í myndbandinu sem Jón Steinar tengir á líkast til aldrei heyrt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:38

25 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég sé fyrst og fremst misnotkun á góðu lagi til að selja fólki áfengi. 

Undir sömu formerkjum mætti auglýsa alls konar dóp, t.d. að höfða einkum til landsins sprautufíkla og hvetja þá til að hætta alls ekki að dópa, bara dópa eins og manneskjur.

Gísli Ásgeirsson, 19.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband