Þessi færsla er gagngert birt til að vekja athygli á öðru bloggi - grafalvarlegu hneykslismáli sem Jón Steinar Ragnarsson skrifar um og vekur athygli á. Pistill Jóns Steinars er ítarlegur, vandaður og vel rökstuddur. Þótt ég birti pistilinn hans í heild sinni hér að neðan hvet ég fólk til að fara á bloggið hans og setja inn athugasemdir sínar þar. Ég hvet líka aðra bloggara sem hafa áhuga á - kannski ekki bara málefnum áfengissjúkra, heldur eru líka andsnúnir svona blygðunarlausri spillingu og einkavinavæðingu - að afrita pistil Jóns Steinars og linka í hann til að vekja enn meiri athygli á þessu máli og öðrum svipuðum. Ekki tauta og tuða úti í horni eða á kaffistofunni, heldur láta yfirvöld vita að fylgst sé með þeim og að svona málatilbúnaður sé fordæmdur og lendi ekki í gleymskuskjóðunni fyrir næstu kosningar.
Ég hef enga persónulega reynslu af SÁÁ, hef verið heppin í lífinu. En ég þekki fjölmarga sem annaðhvort eiga þeim sjálfir líf sitt að launa eða einhverjir þeim nákomnir. Í lok pistils síns hvetur Jón Steinar fólk til að horfa á heimildarmynd Michaels Moore, SICKO, sem fjallar um spillingu og skelfilega meðferð á sjúklingum í einkareknu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Ég horfði á myndina í ársbyrjun og mér varð illt, ég varð miður mín. Viljum við slíkt kerfi hér á Íslandi? Ætlum við að líða að heilbrigðiskerfið, sem foreldrar okkar, afar, ömmur, langafar og langömmur börðust fyrir með blóði, svita og tárum verði einka(vina)vætt í laumi á bak við tjöldin?
En hér er pistill Jóns Steinars. Lesið til enda - þetta er sláandi úttekt.
Falin einkavæðing á heilbrigðiskerfinu
og opinber spilling

Nýlega féll úrskurður í máli SÁÁ vegna umkvartanna um úthlutun þjónustusamninga Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til einkahlutafélagsins Heilsuverndarstöðvarinnar / Alhjúkrun, sem áður hét Inpro (sem vert er að hafa í huga hér síðar). Umsóknaraðilar voru fjórir, SÁÁ, Samhjálp, Heilsuverndarstöðin / Alhjúkrun og Ekron.

Þjónusta þessi laut að sólarhringsvistun, stuðningi og framhaldsúrræðum fyrir áfengis og vímuefnaneytendur að lokinni meðferð. Þetta hefur reynst einn af grundvallarþáttum í endurhæfingu þessara sjúklinga og oft nauðsynlegur áfangi í að sjúklingar nái að verða fullgildir þegnar samfélagsins að nýju.
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og velferðarráðsmaður sendi erindi til innri endurskoðanda fyrir hönd Reykvíkinga vegna málsins þegar úthlutunin var tilkynnt á sínum tíma, enda er þarna um ráðstöfun almannafjár með óeðlilegum hætti að hans mati.


Niðurstöður innra eftirlits og Velferðarsviðs voru engu að síður á sama veg eftir endurskoðun: Heilsuverndarstöðin /Alhjúkrun (áður Inpro) þótti vænni kostur þrátt fyrir allt og engin merki um spillingu að sjá að mati eftirlitsins.
Skoðum málið nánar.


Með undanþágu var þessi úthlutun velferðarráðs ekki háð reglum um opinber útboð og var vísað til Evrópulaga þess efnis, sem kveða á um að slíka undanþágu megi gefa í tilfellum, þar sem um viðkvæma málaflokka er að ræða, svo að tryggt yrði að sérhæfni réði um niðurstöður, en ekki lægsta tilboð. Þessi undanþága var hinsvegar nýtt til þess að velja ekki þann aðila sem mesta aðstöðu og þekkingu hafði, heldur einvörðungu til að sneiða hjá kvöðum um lægsta tilboð.
SÁÁ er óumdeilanlega hæfasti aðilinn bæði hvað varðar sérþekkingu, reynslu, samhæfingu úrræða og aðstöðu. Kröfur í auglýsingu voru þessar:
- Þekking til að veita hlutaðeigandi einstaklingum félagslega heimaþjónustu með virkni og þátttökuhugmyndafræði að leiðarljósi.
- Aðgangur að faglegum stuðningi eftir þörfum.
- Þekking á fíknivanda.

Annar liðurinn vísar til þess starfs, sem þegar er innan SÁÁ, þ.e. nýtingu þjónustu í samvinnu við opinbera heilbrigðis og félagsþjónustu, auk þess að benda á og nýta kosti í menntakerfi og atvinnumiðlun m.a.

SÁÁ rekur afvötnun, eftirmeðferð, göngudeild og eftirfylgni, áfangaheimili, námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur, ráðgjöf um úrræði í starfsþjálfun, atvinnuleit, fjármálum, sálfræðihjálp og margt fleira, sem er í boði að hluta hjá þeim og á vegum hins opinbera og óháðra félagasamtaka. 150 sérfræðingar og sérfróðir starfa hjá SÁÁ í þessum efnum auk þess sem kröftugt félagslíf er rekið innan veggja samtakanna. Það ætti að uppfylla kröfur 3. liðsins og vel það. Aðhaldið er algert allt meðferðarferlið, hvort sem það tekur vikur eða ár.
- Það sem Velferðarsviði þótti þó álitlegra hjá Heilsuverndarstöðinni / Alhjúkrun er þetta:


Takið eftir hvað ræður úrslitum hér. Hér er talað um "sérfræðinga, sem hafa reynslu af starfsendurhæfingu." Starfsendurhæfing er í grunninn iðjuþjálfun , sem beinist helst að þjálfun slasaðra eða fólks með skerta andlega eða líkamlega getu. Þetta hefur ekki verið lykil-þjónustuþáttur við endurhæfingu alkóhólista, nema að þeir hafi slíka andlegar eða líkamlegar hömlur. Í slíkum tilfellum hefur SÁÁ vísað slíku til sérfræðinga um þau efni, enda eru sérhæfðar stofnanir fyrir slíkt.
Starfsþjálfunarvinna SÁÁ hefur miðast að endurheimt líkamsstyrks, hvatningar og leiðbeininga um betra mataræði, ögun og þjálfun huga og þreks. Einnig hefur SÁÁ leiðbeint um opinber sérúrræði í endurmenntun og námsbrautum auk námskeiðshalda innan eigin veggja. Úrræði SÁÁ eru algerlega á hreinu, en fátt, ef nokkuð, er sagt um hvað felist nákvæmlega í þessu hjá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun.
- Annað og eitt það undarlegasta í rökum innra eftirlits á málinu er þessi klásúla:
Þetta er undarleg öfugmælavísa og þarf sterka þvermóðsku til að voga sér að setja slíkt fram. Ég skal þýða þetta: Það þykir kostur að velja aðila, sem ekki rekur meðferðarúrræði eða hefur sérþekkingu á því sviði, svo að sá aðili, sem fyrir vali verður, geti nýtt sér úræði þeirra, sem reka meðferðarúrræði og hafa sérþekkingu til!

Það er vert að nefna að þetta úrræði er að hlut tilkomið til að fylla

- Að lokum er enn ein klásúlan í rökstuðningi velferðarráðs, sem gagnrýnd hefur verið. Hún hljóðar svona:

Starf SÁÁ hefur verið notað sem fyrirmynd á norðurlöndunum og víðar og er stöðugur straumur til þeirra af erlendum sérfræðingum og starfsmönnum sem vilja kynna sér þetta undur á Íslandi.
SÁÁ hefur hlotið styrki til rannsókna frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og fr


Jórunn Frímanns, Sjálfstæðisflokki og formaður velferðarr


Það er algerlega ótækt að framkvæmdavaldið hafi innan vébanda sinna fólk, sem leikur tveimur skjöldum og hefur bein hagsmuna, persónu og áhrifatengsl, í þeim fyrirtækjum, sem ríki og borg skipta við. Einhver

Ég hef sjálfur reynslu af meðferðum og kröftugu starfi SÁÁ og veit hvað ég er að segja varðandi þjónustuna. Ég dvaldi um langt skeið á áfangaheimili þeirra og réði það úrslitum um líf mitt og framtíð. Ég hef einnig bitra reynslu af öðrum úrræðum eins og úrræðum landspítalans, se

Þögn stjórnvalda um þetta, sem önnur hitamál, er óskiljanleg og hef ég aldrei upplifað stjórn sem er jafn aflimuð frá þjóðinni og þessi. Var það kannski það sem átt var við með heitstrengingum um gagnsæi? Var það sagt í merkingunni ósýnilegur? Annað getur maður ekki lesið út úr þessu, ef litið er til yfirhylminga og yfirklórs í nefndu máli. Ekkert er aðhafst þegar himinhrópandi líkur benda til spillingar innan stjórnkerfisins, en utan þess eru slík mál sótt af fullri hörku.
Hér er á ferðinni einkavinavæðing, sem virðist þykja sjálfsagt, eftir viðbrögðum að dæma. . Skýrslur innra eftirlits og velferðaráðs eru þóttalegur útúrsnúningur og dæmi þess hvernig opinber spilling hossar sínum. Þær stofnanir, sem liggja undir ákúrum, eru sjálfar látnar meta og skera úr um réttmæti gagnrýninnar. Engin raka velferðaráðs standast skoðun.

Hagnaðarvon kjörinna leiðtoga, eða venslamanna þeirra, eru forgangsatriði en ekki hagur sjúklinga. Þetta mál má ekki þegja í hel eins og sviðuð mál hafa gert undanfarið. Þá verður þetta regla fremur en undantekning og það veitir á illt í komandi framtíð. Kynni menn sér afleiðingar í einkavæðingar heilbrigðismála í USA, þá munu menn skynja hvað okkar bíður. Vert er að fara út á videoleigu og kíkja t.d. á mynd Michael Moore "SICKO" í því samhengi.
P.S. (Ég hef undir höndum bæði matskýrslu innra eftirlits og rök velferðarsviðs í málinu, sem of langt mál hefði verið að gera ítarlegri skil hér, en mun glaður skella þeim inn í athugasemdarkerfið, ef það hvarflaði að einhverjum að ég sé að taka eitthvað úr samhengi hér. Meginrökin eru sett fram í greininni og eru ekki burðugri en þetta, hvort sem menn trúa því eður ei.)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Athugasemdir
Ég svaraði hjá honum Jóni Steinari, þetta er svakaleg spilling og er Sjálftektarflokkurinn þar fremstur í flokki... eins og vanalega.
Við getum bara refsað fyrir svona óforskammaða spillingu í kosningum því yfirvöld eru sofandi...
Óskar Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 19:13
Flott í fréttunum á stöð 2! Ánægð með þig
Þessi færsla hér er líka alger snilld. Að sækja fjármagn til ríki og borgar til að reka sjálfsagða þjónustu við fólk sem á þarf að halda er eins og að kreista blóð úr steini. Svo kíkir maður á ýmsan rekstur og verkefni sem eru að fá þvílíkar fjárhæðir....
Þessi gullfiskatjörn er ansi gruggug oft á tíðum.
Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:25
Flott áðan stelpa.
Var búin að sjá þetta. Flott grein og ég segi bara; það verður að stöðva þessa konu sem ætlar að einkavæða Droplaugarstaði líka.
Íhaldið í borginni ætlar engu að eira.
Og ég persónulega á SÁÁ líf mitt að launa eins og þúsundir annarra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 19:31
...er búin að fara inn hjá Jóni Steinari og kommenta...
Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:40
Jórunn hefur svarað hjá jóni Steinari.. en ég trúi ekki hennar málflutningi.
Óskar Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 19:50
Droplaugarstaðir hafa verið í svelti svo lengi að það liggur við að maður fagni einkavæðingu....en þú varst góð á skjánum
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 19:52
Það skiptir engu máli hvað sjálfgræðgisflokksliðið gengur langt í spillingu og þjófnaði frá almenningi því þessi sami almenningur nýtur þess að láta taka sig í þurrt ra......... og mun glaður kjósa þennan glæpalýð yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur og........
corvus corax, 25.6.2008 kl. 20:00
Ég setti þakkir á síðu Jóns Steinars. Takk fyrir að benda mér á þessa frábæru grein.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:14
Bloggið er frábær miðill, án þess hefði þetta farið fram hjá mér. Takk fyrir.
Kristjana Bjarnadóttir, 25.6.2008 kl. 22:48
Ég hef verið að fylgjast með þessu máli sem Jón Steinar ræðir um, þ.e.a.s. því sem fram hefur komið í blöðum. Ég get ekki betur séð heldur en að hér sé verið að misnota illilega pólitískt vald. Svo er sagt að það sé svo lítil spilling á Íslandi! Ég held að það verði að fara að koma upp einhverju óháðu rannsóknarbatteríi sem hefur vald til að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn geti farið svona með vald.
En að öðru: Ég vissi ekki að þú hefðir verið í sjónvarpinu fyrr en ég las kommentin. Ég var náttúrulega fjarri góðu gamni, að horfa á leik en ekki Stöð 2 en skoðaði áðan á VefTV. Þú varst alveg svakalega flott (eins og þín er von og vísa)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 00:50
Það er eins gott að einhverjir eru vakandi yfir spillingunni á Íslandi. Tek undir komment Önnu 'Olafsdóttur um að það þyrfti að vera óháð rannsóknarbatterý sem fylgist með svona málum. Mér finnst samkeppnisstofnun til að mynda hafa staðið sig nokkuð vel og þeirra afskipti skipt máli. Það er bara verst að dómskerfi okkar er svo mistækt og allt of lítið um refsingar þar sem þær eiga við.
Það allavega hjálpar að fleiri séu meðvitaðir um alla þá spillingu sem er í kerfinu. Mér hefur fundist að þættir eins og Kastljós og aðrir slíkir taki oft á svona þörfum málaflokkum og er það vel.
Sólveig Klara Káradóttir, 27.6.2008 kl. 01:31
Ég hvet fólk sem hingað kemur og les þetta að fara inn á pistilinn á bloggsíðu Jóns Steinars og fylgjast með umræðunni þar. Þegar þetta er skrifað eru komnar 47 athugasemdir hjá honum og fróðlegt að lesa þær - og ekki síst frekari málflutning Jóns Steinars í athugasemdakerfinu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.