9.7.2008
Forsætisráðherra ráðið heilt
Ég ætla að vera hógvær og ekkert að eigna mér neinn heiður af þessari umfjöllun, enda hafa fleiri fjallað um málið. Ég ætla ekki einu sinni að vísa í þennan pistil með myndbandinu og ekki þennan heldur. Seiseinei. En mér var nokkuð skemmt yfir frétt Stöðvar 2 í kvöld þar sem Ólafur Hauksson, almannatengill og flokksbróðir forsætisráðherra, ráðleggur honum að breyta framkomu sinni við fjölmiðla.
Ólafur er sammála mér og segir Geir annálað prúðmenni - það er hann líka. Þess vegna kemur þessi framkoma hans mjög á óvart. Ólafur segir ekki gott fyrir stjórnmálamann, hvað þá forsætisráherra, að vera svona hvumpinn. Ég tek undir það.
Fyrir nokkrum árum, kannski svona 6 eða 7, var haft eftir fréttamanni einum að Geir væri einn af tveimur eða þremur uppáhalds stjórnmálamönnunum hans - sem fréttamanns. Ástæðan var sú að það var auðvelt að ná í hann og hann svaraði alltaf spurningum fréttamanna, skýrt og án málalenginga. Ekkert þvaður og blaður út í loftið. Mig minnir að Geir hafi verið fjármálaráðherra þá.
Vonandi hlustar forsætisráherra á Ólaf og hverfur aftur til sinnar eðlislægu framkomu sem öllum fellur svo vel í geð - og það kemur skoðunum hans, flokknum og pólitík ekkert við. Það er bara þroskaðra, kurteisara og prúðmannlegra auk þess sem framkoma hans undanfarið veldur því að bæði fólki og fréttamönnum finnst hann tala niður til sín. Það er ekki vænlegt til árangurs.
Athugasemdir
það er heldur dapurt að þurfa að siða forsætisráðherra
Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 22:43
Ég brosti með sjálfri mér þegar ég sá þessa frétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 23:30
Já, Hólmdís... það er mjög dapurt, en nauðsynlegt stundum. Ég vildi að sá síðasti hefði verið siðaður til.
Ég líka, Jenný... nei, ég hló með sjálfri mér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.7.2008 kl. 23:54
Er kallinn ekki bara að tileinka sér stíl Davíðs?
Víðir Benediktsson, 9.7.2008 kl. 23:59
Jú, Víðir... það er einmitt það sem ég hef haft áhyggjur af. Ef svo er verður það honum líkast til að falli.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.7.2008 kl. 00:23
Geir er annálað prúðmenni og góðmenni, það þekkja flestir. Framkoma og ágengd fjölmiðlafólks er hinsvegar oft á tíðum fyrir neðan allar hellur, og þá er ég ekki endilega að tala um Íslenst fjölmiðlafólk. Ég bendi á að ég var sjálfur vitni að því þegar Lára Ómarsdóttir sótti að ráðherra og mér og fleirrum sem voru á staðnum ofbauð framkoma hennar. Enda reyndist Lára flagð undir fögru skinni eins og sumir hér hafa líst sjálfum sér( ég gef mér að fólk tali frá eigin brjósti), og varð að taka pokann sinn fyrir ómerkilegheit
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.