Stórfrétt sem féll í skuggann

Þegar mikið er að gerast hér heima og erlendis vill stundum fara svo að fréttir falla í skuggann á þeim sem metnar eru stærri hjá fréttastofum fjölmiðlanna. Það er svosem eðlilegt, tíminn er naumur og mannafli skorinn við nögl. En ég vona að það verði meiri umfjöllun um þessa frétt og ég hvet alla til að hafa augu og eyru opin. Þetta er stórmerkileg frétt... finnst mér.

Sameinuðu þjóðirnarÉg fann umfjöllun um málið í fréttum Stöðvar 2 þann 1. ágúst og svo var nokkuð löng frétt um það í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, 3. ágúst. Getur einhver bent mér á fleira? Útvarpsfréttin er í tónspilaranum - merkt Fréttir - RÚV - Áhyggjur S.þ. af kynjamisrétti, vægum dómum o.fl. - og hana má einnig hlusta á hér. Ég þarf að hlaða inn myndböndum í gegnum YouTube í augnablikinu þar sem ekki er búið að laga þann möguleika hjá Moggabloggi eftir bilunina.

Hér er verið að fjalla um mismunun og ofbeldi gagnvart konum, vægar refsingar í kynferðisbrotamálum, mansal, umtalsverðan launamun kynjanna og fleira. Á Íslandi. Verslunarmannahelgin má ekki stela senunni frá slíkum fréttum svo ég bíð eftir frekari umfjöllun fjölmiðla því fréttin verðskuldar mikla athygli.

Viðbót: Stöð 2 fjallaði aftur um þetta mál í fréttum í kvöld, 4. ágúst. Ég bætti þeirri frétt aftan við hina og uppfærði myndbandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er rosaleg frétt! Heyrði hana í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið, minnir mig, en svo ekkert meira.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heyrði þetta líka. Sennilega minni viðbrögð vegna þess tíma sem hún kom á.  Fólk er á ferðinni út og suður. Það á örugglega eftir að vera mikil umræða um þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég missti reyndar ekki af þessari frétt en þegar ég ætlaði að blogga um hana fann ég hana ekki í prentmiðlunum.

Hvað ætli þeim finnist um stöðu mála þessum sem eyða hellings orku í að sannfæra sjálfa sig og aðra í bloggheimum að hér sé jafnrétti náð?

Og mikið skelfing var ég glöð að heyra að nefndin vill láta rannsaka íslenska dómskerfið.

About fucking time.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 00:33

4 identicon

Mér finnst það undarlegur hugsunarháttur að álykta svo að fjöldi kynferðisbrotamála muni fækka með aukinni dómahörku. Það mun ekki gerast.

Mannskepnan er enn sama skepnan þó svo við víkkum og dýpkum refsirammann.

Þessar hugmyndir - holdgerðar - munu einungis leiða til þess að einhvern dag, þegar Skrímslið stendur hjá svívirtu fórnarlambinu að Skrímslið

hugsar:

"Mér er betur borgið ef ég lóga þér."

 Refsigleði og forvarnir leiða okkur gegnum tvo afar mismunandi frumskóga.

Jóhann (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Bumba

Þetta eru ljótar fréttir þykir mér vinkona. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og konur VERÐA að fara að sjá sóma sinn í því að vinna saman. Ég hef sagt það fyrr oftar en einu sinni kvenkúgun íslenskra kvenna þeirra á meðal er vægast sagt óhugnanleg. Þið verðið að standa saman og slá okkur karlana út. En það hefst aðeins með samvinnu. Hef um tugi ára unnið hin svokölluðu kvennastörf bæði við hjúkrun, nudd og síðast en ekki sízt kennslu. Svo ekki er ég betur launaður en þær. 93 % minna yfirmanna hafa verið konur í gegnum árin, og eru enn og munu verða, þannig vil ég hafa það. Tekst eiginlega alltaf vel að vinna með konum. Hef aldrei þurft að kvarta NEMA þegar þær taka sig til og byrja að nöldra og krítissera. Þá hef ég stundum þurft að öskra, og öskra hátt. Íslenzkar konur, skora á ykkur, farið að vinna saman að ykkar málum, hættið þessari helvítis krítikk á okkur karlana og takið núna völdin í ykkar hendur. Sjáið þá hvernig gengur. Það þarf enginn kona að vera ver launuð en karlmaður við sama starf. Gangið því í öll störf einnig karla, annars er þetta ekki marktækt. Ég óska ykkur góðs gengis og styð ykkur af heilum hug. En vinnið saman í Guðanna bænum. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.8.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Þessi frétt fór algjörlega fram hjá mér. Hún er mjög athygliverð og verður vonandi tekið vel til athugunar. Þurfum við virkilega eitthvert útlenskt batterí til að segja okkur það sem við vitum nú þegar. Ráðamenn taka vonandi meira mark á útlenska batteríinu en okkur almúganum.

Sigrún Óskars, 4.8.2008 kl. 09:46

7 identicon

Ég heyrði fréttina og fannst gott að vita að þeir Íslendingar sem tala um að kynjajafnréttismál séu í svo góðri stöðu hér fái loks að vita hvernig staðan raunverulega er, með samanburði. Málið er að við erum bara alls ekki í góðum málum, eins og þessi frétt staðfestir. Mörg ríki sem við jafnvel köllum vanþróuð eru komin mun lengra en við í mörgum efnum sem snúa að jafnrétti kynjanna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:01

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ástæðan fyrir því að það fór svona lítið fyrir þessari frétt, er að hún hafi þegar birst fyrir nokkrum vikum í kjölfar bráðabirgðaniðurstaðna.  Þá var heilmikið bloggað um þessi mál.

Það sem mér finnst merkilegast við fréttina (eða öllu heldur gagnrýnina) er að spjótunum er að mestu beint að löggjafanum og þeim sem eiga að fylgjast með málunum.  Það er hvergi sagt að málin séu í raun og veru í ólestri, heldur að lagaumhverfið sé ekki nógu gott, vitnaverndin sé ekki til í lögunum, að vændi hafi verið lögleitt (án þess að bent sé á að vændi hafi aukist), að eftirlit með og löggjöf um vanti nektarstaði vanti (án þess að talað sé um að ástandið þar), að konur séu ekki nægilega margar í stjórnunarstöðum, að launamunur kynjanna sé til staðar (án þess að nefna að hann sé hvergi minni á byggðu bóli) og síðan er okkur hrósað fyrir að hvergi séu fleiri konur þátttakendur í pólitík.  Án þess að ætla á nokkurn hátt að gera lítið úr þessum atriðum, þá þættu þau víða í heiminum vera lúxusvandamál.  En það breytir því ekki, að lýðræðisþjóðfélag, eins og Ísland sem stærir sig af einu besta félagslega kerfi í heiminum, á ekki að láta hanka sig á þeim atriðum sem þarna eru talin upp.  Lúxusvandamál eða ekki, það er enginn vandi að hafa hlutina í lagi og er því tími til kominn að stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins taki sig til og kippi þessu í lag.  Þetta eru nefnilega allt meira og minna atriði sem undanfarin ár hafa strandað á hinum frjálslyndu, ungu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.  Vændislögin eru skýrasta dæmið um þetta.

Marinó G. Njálsson, 4.8.2008 kl. 17:03

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sem betur fer er umræðan um þennan málaflokk orðin mun betri en áður var. Samt getum við staðið okkur betur. Þetta er jafnréttismál, og mannréttindamál. Bæði kynin verða að taka virkan þátt í þessarri umræðu. Karlahópur feministafélagsins hefur staðið sig frábærlega og þátttaka þeirra á útihátíðum hefur gjörbreytt umræðunni. Stígamót hafa unnið kraftaverk. Þetta er og verður að vera barátta beggja kynja.

Jafnréttið hefur einnig aðrar myndir. Við þurfum sjónarmið beggja kynja í sveitarstjórnar og landsmálum. Það er og verður mismunur. Þennan mismun verður  að vinna með gagnkvæmri virðingu. Nú í laugardagsblaði Morgunblaðsins skrifar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi grein til Gunnars Birgissonar undir heitinu "Skassið tamið" og í fyrravetur lét hún bóka í bæjarstjórn Kópavogs að Gunnar Birgisson væri "krútt". Þetta þykir sumum fyndið, en ósmekkleg kynjafyndi. Stelpunum mínum finnst þetta dapurt og ég er þeim sammála. Þetta er "jafnrétti" gamla tímans. Áður hefur verið dylgjað að vaxtalagi Gunnars Birgissonar. Væri þetta Gunnar sem ynni á þennan hátt, væri hann réttilega metinn landamæralaus dóni. Guðríður verður síðan að meta hvar hún vill vera í jafnréttisbaráttunni.

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2008 kl. 21:05

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er virkilega stórfrétt og nú eiga konur að fylgja þessu eftir. Ég er þó sem fyrr dálítið hallur undir þá skoðun að ykkur ágætu konur hafi brostið þrek til að fylgja eftir þeim lögum sem hér gilda um þessa hluti. Þið eigið að hafa nefnd sem launuð er af ríkinu, einvörðungu skipuð konum og starfar í nánum tengslum við Félagsmálaráðuneytið. (kannski er þessi nefnd til án þess að mér sé kunnugt um það.) Í þessum grimma heimi efnishyggjunnar fær enginn neitt án þess að berjast fyrir því með kjafti og klóm. Og samtryggingarpólitík embættismanna er kynvís eins og reynslan sýnir.

Og til hamingju með að hafa fengið þetta viðurkennt yfir Atlantsála! 

Árni Gunnarsson, 4.8.2008 kl. 21:50

11 identicon

já, ég rak augun í þetta á textavarpinu og svo ekkert meir...vona að umfjöllunin verði meiri, Kompásfólk gæti gert úr þessu góða umfjöllun t.d.

alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hélt að ég hefði skrifað hér inn athugasemd fyrir 4 dögum síðan. - Ætlaði núna að benda á pistilinn hennar Jennýar Önnu sem hún skrifaði í gær um þetta sama mál. -

Þar sem hún skrifar opið bréf til Björns Bjarnasonar Dómsmálaráðherra. - Ég er búin að reyna að líma tilvísun inn á hennar blogg hjá mér, en mér tekst það ekki, svo þá datt mér snillingurinn þú í hug sem kannt allt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:26

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eins og staðan er núna er púra barrbarismi í réttarkerfinu gagnvart konum. Tek undir allt sem Anna (7) segir, Ísland er vanþróað í þessum málum. Skammist ykkar bara dómarar. Hingað og ekki lengra.

Eva Benjamínsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband