Harmleikur í Ráðhúsinu

Tragíkómedía í ótal þáttum.
Varúð! Ekki fyrir stjórnmálamenn eða viðkvæmar sálir.
Aðgangur ókeypis fyrir landsbyggðarfólk
en innifalinn í útsvari Reykvíkinga.

Kynningarmyndband (Trailer) - stutt útgáfa

 

 Kynningarmyndband fyrir lengra komna, fréttafíkla og fullorðna - löng útgáfa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já það er bara gaman að þessu en þegar ég skrifa þetta er staðan 12-10 fyrir S-Kóeru og ég hef áhyggjur af því. Það getur þó lagast en ég held að borgarstjórnarfarsinn haldi áfram.

Víðir Benediktsson, 14.8.2008 kl. 06:52

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.8.2008 kl. 07:29

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 07:31

4 Smámynd: Dystópía

Þetta er frábært dæmi um hvernig pólitíkusar geta gefið algjöran skít í lýðræðið sökum valdgræðgi.

Það er R-lista hugsun í borginni!! segir Guðni þegar hann er spurður út í 2% fylgið sem framsókn hefur í borginni.  Er þá bara allt í lagi að framsókn komi inn í meirihlutann.  Hvernig getur maður verið partur af meirihlutanum með 2% kjósenda á bak við sig!? Þetta er ekki lýðræði.

Hvernig getur Ólafur verið borgarstjóri? Fjöldi ættingja hans í Rvk sem eru yfir kosningaraldri er álíka mikill og fjöldi þeirra sem myndu kjósa hann í dag!! - Ok, kannski ekki alveg en það nálgast :)

Geir Haarde segist sannfærður um að sjálfstæðisflokkurinn nái að rífa upp fylgið! Hvað með hug kjósenda í dag? Það getur vel verið að einhvern tímann í framtíðinni nái flokkurinn að bæta sig en líklega ekki á þessu kjörtímabili.  Er ekki komið nóg??

Dystópía, 14.8.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Valdagleði Sjálfstæðisflokksins er þeim ekki til framdráttar. Borgarfulltrúar þeirra eru reynslulitlir og sá sem lengsta reynsluna hefur er furðu oft úti á þekju. Á bloggi mínu núna rétt áðan er rifjuð upp tvenn slagorð: Annars vegar frá Sjálfstæðisflokknum sem græddi lengi vel á togstreytu andstæðinga hans en er nú að snúast upp á hann sjálfan. Hins vegar n.k. vörumerki frá þekktum kaupmönnum í Reykjavík sem náðu mjög góðum árangri í störfum sínum um miðja öldina uns aðrir kaupmenn náðu að gera betur. 

Þá finnst Mosa kostuleg yfirlýsing frá Gísla Marteini sem nú hyggst ku fara til Brewtlands til að læra að verða borgarstjóri í Reykjavík. Í framangreindum pistli er einnig vikið að því og þeim raunverulegu ástæðum sem eru að baki þeim vandkvæðum sem nú tröllríða Ráðhúsinu í Reykjavík.

Um þetta má lesa nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/614575

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2008 kl. 09:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant og ég linkaði á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta er ólíðandi ástand, hreint út sagt. Setti sjálf inn þessa færslu um málið í gær. Hún er efnislega samhljóða þinni - bara ekki eins myndræn.

Hvernig líður annars Kötlu litlu - er eitthvað komið út úr þessu með framfæturna á henni? Skutull biður að heilsa.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2008 kl. 09:38

8 Smámynd: Sævar Helgason

Bitruvirkju og Helguvík- er það ekki segullinn mikli sem dregur saman með Framsókn og Sjálfstæðismönnum í Borginni- Núna ?   Fjármálaöflin eru í miklu svelti  - allt lokað á þau erlendis frá - erlent fjármagn um virkjanir og álver- opnar leiðir...

Sævar Helgason, 14.8.2008 kl. 10:03

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er bæði skemmtilegt og sorglegt. Takk fyrir þessa frábæru samantekt.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:04

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott myndbönd og samantkt hjá þér Hanna.

Fyrir lengra komna má kannski geta þess að sömu aðilar og fjárfest hafa í gömlum húsum í miðbænum, sem ekki hefur verið haldið við, eiga öfluga fjölmiðla (24+ mbl) og styrkja aðra (ruv).  

Nýustu fréttir: 

1. Ólafur F vill gefa eftir borgastjórastólinn strax en halda í málefnasamninginn.

2. Fundur boðaður hjá Framsóknarfélögunum í Rvk í kvöld.  (Allir vitað að þetta þýðir að samningarnir liggja fyrir) 

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það kemur berlega í ljós núna að í raun er þessum valdagráðugu pólitíkusum skítsama um kjósendur.....ömurlegt ástand og niðurlægjandi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:42

12 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Reykvíkingar eiga bara að gera byltingu og heimta nýja kosningu. Sitja bara fyrir hjá ráðhúsinu og mótmæla. Þetta pólitíska ástand í borginni er algjört skandall! Til hvers eru íbúar að kjósa? Þetta sem á sér stað núna er ekki það sem fólkið kaus.

Úrsúla Jünemann, 14.8.2008 kl. 12:24

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bara dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 12:32

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég lýsi yfir ÓGLEÐI minni á þessum farsa öllum. Það er ljóst, að þetta fólk er ekki að vinna vinnuna sína.

Þeir, sem ekki vinna vinnuna sína, þeir eiga einfaldlega að taka pokann sinn og yfirgefa sviðið.

Svo finnst mér tími til kominn, að halda pólitíkusum frá borgar- og sveitastjórnarmálum og þess vegna landsmálunum.

Íslendinga þurfa að fara "grow up" og taka ábyrgð á sér og sínum til framtíðar.

Stjórnmálamenn eru ekki að gera það fyrir okkur.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.8.2008 kl. 12:34

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Bíð spenntur eftir næsta þætti, en þetta lítur ekki vel út. Er bara farinn að kunna ágætlega við Ólaf F. jafnvel þó hann sé eins og hann er … eða var það árans Kjóann?

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2008 kl. 12:37

16 Smámynd: baula

Þú ert aldeilis frábær.

baula, 14.8.2008 kl. 13:40

17 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Samkvæmt heimildum DV.is, þá munu Sjálfstæðismenn tilkynna um slit á meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra á næstu mínútum.

Málið hefur verið á borði valdamanna innan Sjálfstæðisflokksins, sem hafa samkvæmt þessu komist að niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist er niðurstaðan meirihlutasamstarf með Framsóknarmanninum Óskari Bergssyni, væntanlega undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Mætti segja mér að hér sé eitt skýrasta dæmið um það hversu sterkir peningalegir hagsmunir fá að ráða miklu í íslenskri pólitík.

Mætti segja mér að það sé búið að ná samkomulagi við Alfreð um "stóru málin" eins og Bitruvirkjun :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.8.2008 kl. 13:51

18 Smámynd: Brattur

... getur verið að Framsóknarmenn séu svo vitlausir að fara í stjórn í borginni með Sjálfsstæðisflokknum... já líklega bara...

Brattur, 14.8.2008 kl. 13:57

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er algjörlega frábært hjá þér,  ég ætla að linka á þig ef ég get.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:03

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka þér fyrir Lárra Hanna mín, að matreiða þessar mikilvægu fréttir á svo smekklegan hátt. Þú hefur lagt þig mikið fram um að koma hringavitleysunni í Borgarmálunum til skila, svo ekki ætti að fara fram hjá neinum.

Ég útnefni þig Fréttastjóra Bloggsins 2008. Kærar þakkir

Eva Benjamínsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:21

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju öll með "nýjan" meirihluta og hinn skrökvandi Óskar Bergson.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 14:24

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kæra vinkona Hanna Lára

Þetta er mikill gleðidagur en eins og allir vita styður Óskar Bergsson Bitruvirkjun.

Ég vil óska öllum Reykvíngum innilega til hamingju með þenna nýja meirihluta sem er að fæðast og Hanna Birna Kristjánsdóttir á eftir að verða frábær borgarstjóri.

Ég held ég fái mér kók úr áldós.

Óðinn Þórisson, 14.8.2008 kl. 15:01

23 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvernig er það, á ekki að efna til mótmæla? Ætlar fólk að sporðrenna þessu eins og fúlu eggi? Hefur einhver reiknað það út hvað þetta kostar Reykvíkinga í millónum talið, burtséð frá öllum töfunum? Ég skora á fólk að láta þetta ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust!!!

Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 15:33

24 Smámynd: Sigurður Hrellir

Leiðrétting: milljónum eða milljörðum talið.

Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 15:34

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað er ókeypis við þetta alltsaman? Erum við ekki að borga fyrir að láta taka okkur ósmurt í ....gatið?

Áiiii.....

Haraldur Davíðsson, 14.8.2008 kl. 17:13

26 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég spái því að í maí 2010 verði menn ekki búnir að gleyma þessu. Ég spái því að í maí 2010 muni menn draga háleit loforð meira í efa en hingað til. Ég spái því að þá dragi til tíðinda.

Berglind Steinsdóttir, 14.8.2008 kl. 20:51

27 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Flott Lára Hanna ítreka áður skrifað álit um að þú sért snillingur í heimildamyndagerð. Það sem þú setur þarna inn í gær er orðið að söguskýringum í dag. Kannski verður allt annað uppi á teningnum í Reykjavíkurhreppi á morgun enda hreppsnefndarmenn þar til alls vísir og ekki síst Framsóknarmenn. Líklega getur Óskar tekið við fleiri hnífum í bakið en Bingi gerði

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 21:05

28 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já súr er sopin fjarann í Tjöruborginni.

Frábær vinna & elja hjá þér alltaf, þú ferð að flokkazt undir ómizzandi.

Steingrímur Helgason, 15.8.2008 kl. 00:46

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hér skrifar Haraldur Bjarnason að þú sért "snillingur í heimildamyndagerð".  Það sem hann meinar er er það að þú Lára, hefur af snilld klippt saman fréttabrot úr ljósvakamiðlum. Staðreyndin er sú að ýmislegt hefur gerst í ráðhúsinu undanfarna daga sem ekki hefur ratað í fjölmiðla og annað hefur verið afflutt.  Til að átta sig á því þyrfti að skyggnast baksviðs framhjá fortjaldi fjölmiðla í eigu hagsmunaaðila málsins. Kannski verður gerð heimildarmynd um þetta þegar pólitísk moldviðri gengur niður?

Sigurður Þórðarson, 15.8.2008 kl. 08:42

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð samantekt hjá þér Lára Hanna að vanda.
þetta er búið að vera algjör skrípaleikur frá upphafi og ansi er ég hrædd um að hann sé ekki búin, en svo merkilegt sem það er þá trúa ætíð kjósendur er að kosningum kemur, öllu sem frambjóðendur troða í þá og eru fljótir að gleyma hvað gerðist á kjörtímabilinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2008 kl. 09:52

31 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt hjá þér Sigurður, en ég lít svo á að fréttabrotin séu heimildir, þær verða sögulegar heimildir á einum degi.

Haraldur Bjarnason, 15.8.2008 kl. 10:04

32 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Íslendingar geta skipulagt leiðtogafund á tíu dögum en geta ekki athugað breytingar á kosningalögum í lýðræðisátt í áraraðir. Við verðum bara að sætta okkur við fólkið sem við kusum ekki yfir okkur.

Ég trúi ekki öðru en að þessu verði breytt á þann hátt að menn geti ekki misnotað aðstöðu sína með valdaráni. -  Að fólkið geti tekið þátt í lýðræðislegri kosningu um framhaldið. Tveir Borgarstjórar á kjörtímabilinu er meir en nóg. En að hafa fjóra Borgarstjóra á launum í eitt kjörtímabil, er út í hött.

Eva Benjamínsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:54

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Haraldur þú tjáir þig eins og bloggið sé skjalavarsla eða einhverskonar þjóðskjalasafn ljósvakamiðlanna.

Ég er ekki sammála því að fréttabrotin séu góðar heimildir. Dæmi: Í Mbl. og Ríkissjónvarpinu var margendurtekin frétt um að Ólafur F. hefði lagt fram tilboð um að hann myndi víkja fyrir Margréti Sverris til að efna til nýs Tjarnarkvartetts. Allir sem eitthvað þekkja til vita að Tjarnarkvartettinn hafði allt aðrar áherslur en Ólafur varðandi, Miðbæinn, flugvöllinn, græn svæði og Bitruvirkjun svo dæmi séu tekin. Þar fyrir utan talast þau ekki við Margrét og Ólafur.  Fjölmiðlarnir birtu þetta  samt hver á eftir öðrum.  Ólafur og Hanna sátu daglangt á fundum á miðvikudag og fimmtudag nokkru eftir að samið hafði verið um núverandi stjórnarsamstarf. Enginn fjölmiðill hefur enn greint frá þeim viðræðum né tilboði Ólafs til  Hönnu.

Sigurður Þórðarson, 15.8.2008 kl. 12:04

34 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlits kvitt og góða helgi, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:17

35 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Afar góður "harmleikur", takk fyrir þessa samantekt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband