Eða kannski frekar "Leyndarmál og lygar í pólitík"? Búið er að segja og skrifa svo margt um tragíkómedíuna í Ráðhúsinu að ekki er á bætandi og ef til vill ekki á færi nema örgustu hörkutóla að meðtaka allt sem hér kemur fram. Ég hef engan séð mæla skrípaleiknum bót. Flestir eru reiðir, sárir, undrandi og fjölmargir hreinlega æfir. Stór orð fjúka og margt er látið flakka. Skiljanlega, því sjaldan hefur okkur kjósendum birst óheiðarleikinn, valdafíknin og tækifærismennskan eins grímulaus og nú.
Mitt innlegg - í bili - eru þessi myndbönd. Ég fann í fórum mínum upptöku af Kastljósi frá 22. janúar sl. þegar síðasta valdarán var framið í Reykjavík. Eða á ég að segja þarsíðasta? Ég klippti saman viðtölin við fráfarandi og verðandi borgarstjóra þá og nú til að fólk geti borið saman það sem okkar ástsælu, sannleikselskandi, traustvekjandi og heiðarlegu stjórnmálamenn segja. Skýringar þeirra, afsakanir, réttlætingar og annað kjaftæði.
Við skulum byrja á fráfarandi borgarstjórum þá og nú.
Síðan eru það verðandi borgarstjórar þá og nú. Athygli vekur að það var Vilhjálmur en ekki Ólafur sem kom í Kastljósið 22. janúar.
Báða Kastljósþætti má sjá í upprunalegri útgáfu ef tvísmellt er á eitthvert myndbandið hér vinstra megin undir fyrirsögninni "Nýjustu myndböndin". Þá birtist listi yfir öll myndbönd sem ég hef hlaðið inn og tekið skal fram að ég hef ekki sett nema brot af þeim í pistla. Fjöldi myndbanda nálgast nú óðum hundraðið. Munum þetta allt saman fyrir næstu kosningar. Tími gullfiskaminnis kjósenda er liðinn.
Síðan er hér samanklippt umfjöllun Kastljóss um skýrslu starfshóps um REI-málið frá 6. og 7. febrúar sl. Nú eru einmitt sömu flokkar við völd í borginni og voru þá. Ég bendi sérstaklega á þennan pistil og myndband í þessu sambandi auk athyglisverðra athugasemda. Verður þetta verklag tekið upp aftur núna þegar virkjana- og stóriðjuflokkarnir tveir eru aftur við völd? Er þetta það sem borgarbúar vilja?
Að lokum minni ég á úrslit i Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum og nýjustu skoðanakönnunina um fylgi flokkanna. Flestum er sjálfsagt í fersku minni talan 6.527 - nóg var tönnlast á henni á sínum tíma og hún þótti fáránlega lág. En man einhver eftir tölunni 4.056? Hún er miklu lægri! Reikni nú hver sem reikna vill atkvæðafjölda og styrk nýja meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur miðað við kosningar og skoðanakönnun.
Úrslit í Reykjavíkurborg 2006
B - Framsóknarflokkurinn
4.056 atkvæði (1 fulltrúi)
D - Sjálfstæðisflokkurinn
27.823 atkvæði (7 fulltrúar)
F - Frjálslyndir og óháðir
6.527 atkvæði (1 fulltrúi)
S - Samfylkingin
17.750 atkvæði (4 fulltrúar)
8.739 atkvæði (2 fulltrúar)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:43 | Facebook
Athugasemdir
Harmleiknum í Reykjavíkurhreppi er líklega ekki lokið og þessi meirihluti í hreppsnefnd er enn veikari en sá fyrri. Vorkenni ykkur hreppsbúum að þurfa að búa við þetta.
Haraldur Bjarnason, 16.8.2008 kl. 08:41
Þetta er skelfilegt á að horfa. Rotið og siðspillt inn að beini.
Takk fyrir samantektina.
Svei ef mér er ekki óglatt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 09:02
Þetta eru ótrúlegir skíthælar, en það verður gaman að sjá hvort kjósendur refsa þeim í kosningum eða....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.8.2008 kl. 12:30
Það er langt til kosninga mai 2010. Allir vita um áhuga Óskars á Bitruvikjun. BIH vekur athygli á sama mynstri í landsmálunum og í Reykjavík með Frjálslyndum. Allir vita hvar Valgerður o.co eru í virkjunarmálum. Væri ekki rétt að skoða þennan möguleika
Ég styð þennan nýja meirihluta enda höfum við Kópavogsbúar mjög góða reynslu af samstarfi þessara flokka.
Óðinn Þórisson, 16.8.2008 kl. 12:48
Þetta lið hefur komið illu orði á pólitík ekki það að hún hafi notið mikillar virðingar fyrir en lengi getur vont versnað. Orðið pólitíkus fer að verða skammaryrði....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.8.2008 kl. 13:45
Samkvæmt skoðanakönnun er þessi nýi meirihluti studdur af innan við 30 % borgarbúa. Fulltrúi Framsóknar er með um 2,1 % stuðning....
Sævar Helgason, 16.8.2008 kl. 13:56
Þá hefur maður það, í fínni samantekt þinni Lára Hanna og hér skal það geymt en ekki gleymt.
Takk fyrir mig
Eva Benjamínsdóttir, 16.8.2008 kl. 17:48
Lára Hanna mín, hvað er þetta með þig & þá vini mína sem heita nafninu Ólafur, einn með & annar á móti Bitruvirkjun ? Ég fer að vara alla þá Óla sem ég þekki, fyrirfram, við snarpbeittum filmupenna þínum.
Steingrímur Helgason, 16.8.2008 kl. 18:28
Afsakið: Ég þarf að æla!
Himmalingur, 16.8.2008 kl. 22:33
hanna mín, þú ert engill - gott að halda þessu til haga!
alla (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:58
Ég hef alltaf haldið að „Fagra Ísland“ gengið væru bjargvættar Helguvíkur. Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau hafa allavega haft sig mest frammi og umhverfisráðherra skrifað upp á pakkann athugasemdalaust. Reyndi svo að fá syndaaflausn veð því að hrekkja Húsvíkinga en það er í lagi, þetta eru bara landsbyggðabjálfar.
Víðir Benediktsson, 18.8.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.