Til stuðnings ljósmæðrum

Flest þekkjum við ljósmæður og störf þeirra. Þegar von er á barni vill enginn vera án þeirra. Þegar barnið fæðist eru návist þeirra og sérþekking nauðsynleg. Þegar nýbakaðir foreldrar taka fyrstu skrefin með litla barninu sínu er eftirlit og ráðgjöf þeirra ómetanlegur stuðningur. Mér heyrist að allir í samfélaginu séu sammála því að leiðrétta þurfi kjör ljósmæðra - nema ríkisstjórnin. Fólk úr öllu litrófi stjórnmálanna styður kröfur þeirra. Fagfólk í heilbrigðisstéttum, samstarfsfólkið, styður ljósmæður. Þjóðin stendur með þeim.

Ég setti saman lítið myndband til stuðnings ljósmæðrum og hér fyrir neðan eru tvær góðar greinar sem birtust í Morgunblaðinu í morgun. Ég setti myndbandið líka inn á Youtube - slóðin er hér. Öllum sem vilja styðja ljósmæður er heimilt að setja það inn hjá sér ef þeir vilja.

 

 

Mbl. 4.9.08 - Steinunn Blöndal

 

Mbl. 4.9.08 - Gunnar Skúli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna, villtu senda mér linkinn á myndbandið.  Kann ekki að "stela" þessu af síðunni þinni.

Heyr, heyr og áfram ljósmæður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Búin að skoða myndbandið hjá Jenný, það er svolítið höktandi en kemur sínu til skil. Eins og kemur fram í greininni að ofan; allir standa með ljósmæðrum. Áfram ljósmæður.

Rut Sumarliðadóttir, 4.9.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Við hvetjum alla til að sækja sér að minnsta kosti einn og hengja í gluggann hjá sér, við skrifborðið, í bílinn eða búðarborðið, og sýna þannig samstöðu með okkar kæru ljósmæðrum.

www.draumafaeding.net/flyer

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir linkinn á mína síðu og takk fyrir þessar Moggagreinar

Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Heyrði í fjármálaráðherra í sjónvarpinu í gær. Hann taldi lítið svigrúm til leiðréttinga í þessu efnahagsástandi. Merkilegt að hann skildi ekki nota góðærið til að redda þessu!

Held svo að óhætt sé að taka undir með Gunnari hér að ofan varðandi dýralækninn og fjármálaráðherrann ÁM. Það er eins og hann skilji ekki málið. Úr því sem komið er getur hann nefnilega aðeins tapað á þvermóðskunni, bæði til lengri og skemmri tíma. 

Ömurlegust er þó framganga samfylkingarinnar, þarna hefðu þau getað náð sér í prik (og veitir nú ekki af) með því að þrýsta þessu réttlætismáli í gegn, en í staðin halda þau áfram að svíkja sín stærstu kosningaloforð.

Ótrúlegt!

Haraldur Rafn Ingvason, 4.9.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Lára Hanna þú ert bara frábær! Þú ert snillingur í að setja saman myndbönd.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 4.9.2008 kl. 16:44

7 identicon

Takk fyrir þetta myndband og aðganginn að greinunum Lára Hanna, Hverju orði sannara! Það yrði stórslys fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi ef þessar frábæru konur hyrfu til annarra starfa. Konur koma til með að muna þetta þegar kemur að kosningum! Sjálf á ég 4 daga gamalt barn sem, eins og allir nýir Íslendingar, eiga rétt á toppþjónustu. Eru það ekki þeir sem koma til með að borga óráðssíulánið, eða ætlar Haarde að borga það með eftirlaununum sínum?

Dagný Reykjalín (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:55

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekkert annað en að skera neðan af launatöflunni þeirra eða að setja þær í sambætilega launaflokka og háskólamenntaða starfsmenn með sambærilega menntun. Svo er starfsmat líka leið sem fær er framhjá launaskriði til annarra stétta. Það er bara að finna rétt nafn á launaleiðréttinguna sem ljósmæður eiga inni og málið er leyst. Ég hef ekki trú á að háskólamenntaðir launþegar rísi upp og krefjist þess sama. ÞESSI LAUN VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.9.2008 kl. 17:20

9 Smámynd: Halla Rut

Mjög vel gert hjá þér Lára.

Halla Rut , 4.9.2008 kl. 17:33

10 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Guðlaugur... nei, það má ekki mennta fólk betur.  Þá vill það síður vinna í næstu álbræðslu, eða olíuhreinsistöð!

Einar Indriðason, 4.9.2008 kl. 20:28

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Frábær og sönn grein hjá Steinunni - Þessir vesælu og aumu stjórnmálamenn okkar með Geir og Ingibjörgu í faraarbroddi eru með sínu aðgerðar- og dugleysi endanlega að „kötta“ á þann naflastreng, er haldið hefur í þeim pólitískri líftórunni. Málefnasamningar virðast innantóm plögg.

Ég lýsi vantrausti á þessa ríkisstjórn og heimta kosningar sem allra, allra fyrst!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.9.2008 kl. 20:29

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er snilld hjá þér eins og annað sem þú hefur haft fram að færa. - Takk fyrir linkinn 

Haraldur Bjarnason, 5.9.2008 kl. 00:48

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr....heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 01:01

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Heyr! Áfram ljósmæður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.9.2008 kl. 09:49

15 identicon

Mjög vel gert hjá þér Lára.

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband