Mér ofbýður og réttlætiskennd minni er stórlega misboðið. Af hverju eru kálfar og lömb meira metin en börnin okkar?
ÁFRAM STELPUR!
Hlustið á Samfélagið í nærmynd á Rás 1 í morgun, föstudag. Ég setti það líka í tónspilarann ofarlega til vinstri.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa samantekt. Ég er fjúkandi ill. Þetta sprengir stjórnina.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 02:28
Hann ætlar væntanlega að þvinga ljósmæðurnar til vinnu gegn vilja þeirra með dómsúrskurði. Ætli hann hafi hugsað til enda, hvaða eftirmála svona arfavitlaus leikur hefur. Ég legg til að ljósmæður verði allveg rólegar og láti þetta ganga sinn ver allveg þar til ráðherra fer að fangelsa þær eða fara með þær í hlekkjum í vinnuna.
Ég hafði satt að segja meiri trú á maninum en þetta. Ég er á hinn bóginn ekki endilega sammála kröfum ljósmæðra. Þær eru þokkalega launaðar. Eins og staðan er í samfélaginu, þá er tímasetningin á þessu algerlega út í hött. Ef þær ná fram kröfum sínum, (sem er grundvallarbreyting á mati starfsgreinarinnar og gríðarleg launahækkun) þá er það afar slæmt fordæmi og mun koma af stað launaskriði á versta tíma, sem eingöngu munu rýra kjör yfir alla línuna til lengri tíma litið. Því miður. Ég skil vel að hið opinbera er fast fyrir, en viðbrögðin eru borderline mannréttindabrot.
Hér er bráðræðið og hugsunarleysið á báða bóga.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2008 kl. 02:33
Launin eru 275.000 - 315.000 fyrir dagvinnuna og er þá ekki talað um mikla yfirvinnu og vaktaálög, sem bætast við. Þetta eru betri laun en gengur og gerist hjá hinu opinbera og eru þær farnar að miða sig við sérfræðilaun, sem gengur ekki fyrir svo breiðan hóp. Öll störf hafa sérhæfingu í för með sér og rök ljósmæðra gilda hreinlega ekki í samhenginu. Menntun hefur aldrei verið ávísun á há og trygg laun. Ég verð bara að vera hreinskilinn með það að hér er sú staðreynd að um konur er að ræða helsta fótakeflið. Við viljum launajöfnuð, en ekki misrétti, er það ekki. Hér er verið að fara fram á misrétti´að mínu mati eða að gefa fordæmi á gríðarlegt launaskrið og verðbólgu á þeim forsendum að allar greinar, sem bera í sér háskólamenntun verði reiknuð sem sérfræðilaun.
Bið fólk að hugleiða þessi mál og hvet ljósmæður til að fallast á tilboð það sem þær fengu og blása til sóknar þegar betur árar og blikurnar bjartari. Annars skjóta þær ekki bara sjálfar sig í lappirnar, heldur alla hina líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2008 kl. 02:42
Hólmdís: Þetta sprengir ekki stjórnina. Hún er algerlega samtaka í að sporna gegn verðbólgu, sem þeir eru ekki að ná að hemja í dag. Sama hvað stjórnarandstöðuþingmenn blaðra til að mæra sjálfa sig og sveipa sig dýrðlingsljóma, þá er nokkuð víst að þeir myndu gera hið sama ef þeir væru við stjórn. Fólk ætti að skoða hinar ísköldu staðreyndir í efnahagslegu tilliti en ekki hleypa þessu út í tilfinningarlega móðursýki. Stjórnin er ekki föst fyrir af einskærri mannvonsku eða kvenhatri. Þið verðið að treysta því að þetta fólk hafi gildar forsendur til að fara varlega í sakirnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2008 kl. 02:48
Fín samantekt en það er engin hæatta á að þetta sprengi stjórnina. Árni hefði ekki lagt í Þessa Bjarmalandsför nema með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Víðir Benediktsson, 12.9.2008 kl. 06:46
Þú ert alveg ótrúleg, þú ert snillingur í að klippa þessi myndbönd til :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 06:53
Takk fyrir þetta. Það er að verða æ augljósara hvers vegna nefnd SÞ finnur að slæmri stöðu kvenna á Íslandi.
Takk fyrir mig.
Spurning hvort við getum ekki farið að gera eitthvað. Þetta er orðið ólíðandi ástand.
Er kannski kominn tími á nýjan Kvennafrídag?
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 08:04
Flott samantekt, takk fyrir !
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:47
Frábær samantekt, takk fyrir Lára Hanna. Svona ættu fréttastöðvar að vinna sínar fréttir.
Ég vil taka það fram eftir lestur á kommenti hálfsveitunga míns Jóns Steinars að ljósmæður eru með sérfræðimenntun þ.e. að ljósmæðranámið er tveggja ára sérnám, eftir að 4ra ára háskólanámi í hjúkrun hefur verið lokið.
Það er aldrei rétti tíminn eða rétta árferðið þegar "leiðrétta" á laun hefðbundinna kvennastétta, aldrei.
Stjórnvöld ættu bara að skammast sín og forgangsraða betur í sinni útgjaldastefnu, hætta hefði átt við þátttöku í "Norður víkingi" og steinhætta við umsókn um setu í Öryggisráðið.
Nú er nóg komið, gerum eitthvað!
Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:08
Góð samantekt hjá Láru og athugasemdir Jóns Steinars eru fræðandi. Þetta er erfitt mál. En um Árna. Hann getur sennilega fátt gert rétt. Hann er að kosta ríkið milljón á dag í dráttarvexti vegna þess að hann skilur ekki hvernig starfsmannaleigur virka. Milljón á dag.
Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 09:19
Sammála Sigrúnu. Jón Steinar það sem ljísmæður fara fram á kostar ríkissjóð 10 milljónir á mánuði. Og er einfaldlega réttlætismál að leiðrétta þeirra kjör. En tíminn er aldrei réttur þegar á að semja við kvennastéttir.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 09:30
Tær snilld hjá þér Lára Hanna. Takk fyrir.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.9.2008 kl. 10:22
Takk fyrir þetta LH.
Þröstur Unnar, 12.9.2008 kl. 10:47
Takk Lára Hanna. Ekki vanþörf á. Tek undir það sem Hólmdís segir að það er aldrei réttur tími til að semja við kvennastéttir.
Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 12:11
Frábær eins og venjulega!
Heiða B. Heiðars, 12.9.2008 kl. 12:52
Jón Steinar, þú gleymir einu veiga miklu máli í umfjöllun þinni. Það er fullt af stéttum/stéttarfélögum sem gert hafa kjarasamninga við ríkið (og þeir eru allir meira og minna eins) sem raðast hærra í töflu en ljósmæður, þrátt fyrir minni sérhæfingu í námi. Það má ekki líta á dýralækna (svo dæmi sé tekið) sem sérfræðistétt út frá því einu að þeir fara í fámennari skóla eða eru fámennari stétt. Eða líta á lögfræðinga hjá ríkinu sem sérfræðinga vegna þess að störf þeirra dreifast meira, þannig að fáir lögfræðingar eru að sinna tilteknu starfi. Staðreyndin er sú, að það er hluti af launastefnu ríkisins að menntun og ábyrgð eigi að endurspeglast í kjörum fólks. Ljósmæður eru ekki að biðja um neitt annað. Málið er að með því eru þær að troðast fram fyrir einhverja karla innan Stjórnarráðsins (kæmi mér ekki á óvart að það væri bara samninganefndin sjálf) og það er ekki liðið.
Nú af því að ég nefndi dýralækna. Af hverju eru dýralæknar með 100.000 kr. hærri grunnlaun en ljósmæður, þegar nám þeirra er árinu skemur og ábyrgð þeirra líklega minni (sbr. fyrirsögn Láru). Vissulega eigum við ekki að gera upp á milli lífs, en við gerum það samt.
Marinó G. Njálsson, 12.9.2008 kl. 12:58
Flott og vel gert hjá þér Lára Hanna.
Jens Sigurjónsson, 12.9.2008 kl. 13:07
Jájá, Lára elskan er frábær og snillingur og ég veit ekki hvað, ekki á bætandi, hún orðin svo sæl og rjóð af öllu hólinu, að líklega þarf hún að fara að kaupa sér andlistsblæju til að fela eldroðan!?
En Árni blessaður hefur nú eiginlega verið lemstraður allt frá því sá snjalli drengur í Kastljósi, Kristján Kristjánsson, (sem sárt er saknað þar) tók hann eftirminnilega í bakaríið vegna dómsrimmu ráðherrans og Magnúsar Þórs um árið!
VArðandi ljósmæðurnar, þá hef ég nú örlítið líka velt þeim fyrir mér og ekki vorkennt ÁRna og samninganefndinni í deilunum við þær, en samt eins og JS hérna séð að ekki er málið svo einfalt að hækka bara eða leiðrétta kjör þeirra.Aðrir hópar kæmu þá líklegast já á eftir auk þess sem staðan nú er þannig,(og það hefur gerst með aðra samninga) að verðbólgan éti upp kjarabæturnar jafnharðan.Ný þjóðarsátt, ef og þegar hún yrði gerð (vangaveltur um það komu fljotlega upp eftir að ég setti mínar vangaveltur fyrst á blað) myndi líka vafalaust þýða, að ef samið yrði nú við ljosmæðurnar um 25% hækkun,´yrði hún að ganga að stórum hluta allavega til baka, því þá tækju flestir eða allir á sig einhverjar byrgðar.
Semsagt ekki einfalt mál nei,en sem þó lítill kvótamaður, þá get ég nú ekki stillt mig um að stríða JS aðeins og segja, að það mætti alveg setja kvóta á vaðalinn í honum, segir hlutina í allt of löngu máli svo jaðrar við hálft kvíkmyndahandrit eftir hann!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 13:21
Flott hjá þér Lára Hanna. Geir er jú að ég held viljalaust vopn í höndum "hinna". Við höfum jú mismikið STOLT.
Okkur konum hefur alls ekki gengið betur, þar sem konur hafa komist til valda samanber Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu og Þórunni. Við höfum greinilega valið "vitlausar" stelpur í störfin.
Ég tek undir tillögu Jennýar, nú er tími til að við gerum eitthvað allar sem ein.
Hvernig væri að við fengjum allar að setja myndband Láru Hönnu á okkar heimasíðu, gæti verið byrjun á samstöðu. Bara tillaga.
Eitt er víst, ég er tilbúin í samstarf stelpur. ÁFRAM STELPUR, okkur miðar lítið áfram jafnvel erum við að fara afturábak.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.9.2008 kl. 13:30
Guðrún Þóra. Lára Hanna sendi mér myndbandið eldsnemma í morgun og ég er karlkyns.
Annars fín hugmynd hjá þér, en eigum við ekki bara að taka öll á því, bæði karlar og konur.
Þröstur Unnar, 12.9.2008 kl. 13:48
Góður Þröstur, þú berst þá með okkur stelpunum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.9.2008 kl. 13:51
kálfar og lömb, eða einhverjir andsk..... bindisskreyttir baunateljarar, meira metnir en eitt mikilvægasta starf sem til er!!
Brjánn Guðjónsson, 12.9.2008 kl. 14:10
ARGH nákvæmlega. Og það skiptir ekki máli hvað við erum að tala um, ef starfið snertir börnin okkar þá er það sko einskis metið. S.b. grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, talmeinafræðingar, ljósmæður, leikskólakennarar... you name it. Þessi störf eru, má segja, grunnurinn að framtíð landsins, forvarnarmál if you will...
ég held að það sé ekkert í hausnum á þessum liði þarna á alþingi.
Myndbandið auðvitað snilld eins og alltaf
Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2008 kl. 16:08
Þetta er ekkert einkamál kvenna. Þegar krílið var á leiðinni voru ljósmæðurnar hérna yndislegar. Velflestar allavega. Þær eiga "mann"sæmandi laun skilin. Tala nú ekki um fyrst að pakkin sem þær vilja kostar þriðjung af dráttarvöxtunum sem Impreglio hefur af okkur.
Villi Asgeirsson, 12.9.2008 kl. 16:11
Frábær samantekt hjá þér Lára. Samfylkingin sem heild verður að fara að átta sig á því að hún er ekki í einhverri annarri ríkisstjórn. Hún ber jafna ábyrgð á vitleysunni í íhaldsráðherrum og þau sjálf. Árni hefur ekki í þessum hótunum nema með samþykki allrar ríkisstjórnarinnar, líka Ingibjargar, Björgvins, Jóhönnu. Þau starfa á ábyrgð alls þingflokksins , líka Steinunnar Valdísar. Með öðrum orðum það eru ekki tvær ríkisstjórnir í þessu landi.
Ég hef skilið málið þannig að ljósmæður hafa barist fyrir viðurkenningu á námi sínu í meira en áratug. Það er fáránlegt að þær lækka í launum við þessa viðbótarmenntun ofan á hjúkrunarfræðinginn. Slíka mismunun á að vera auðvelt að lagfæra án þess að ríkiskassinn fari á hausinn. Björgvin talar um myndarlegt tilboð, það væri gaman að vita hvað felst í þessu tilboði.
Starfsheitið ljósmóðir er fallegasta starfsheitið á íslensku. Það er líka lýsandi fyrir þeirra störf. Þær eiga skilið að á þær sé hlustað.
Valgeir Bjarnason, 12.9.2008 kl. 17:46
Marinó: Það sem þú nefnir með launastefnu ríkisisns í samhengi menntunar er viljayfirlýsing - þumalfingursregla og góð sem slík, en ekki lög. Þú berð ekki saman ljósmæður og dýralækna, það gengur ekki upp. Menntun mælist ekki í árum á skólabekk óháð fagi.
Ég held að það yrði sprenging í samfélaginu ef ljósmæður fengju á fimmta hundarð Þúsund fyrir dagvinnuna sína. Það er það sem ég er að benda á, ef allt færi hér í háaloft í verkföllum með gríðarlegu launakröfum, eins og staðan er í dag, tímar þar sem sjálfur Björgúlfur riðar til falls. Slíkt myndi vera náðarskotið á efnahagslífið og þegar að innfrastrúktúr hrynuur í samfélagi, þá er ekkert eftir. Ég er ekki að tala um að ljósmæður einar yllu þeirri skekkju, en eftirgjöf við þær á þessum tímapunkti myndi geta leitt af sér slíkan dómínóeffekt.
Það skiptir engu hvort starf þeirra er göfugt og starfsheitið fallegt. Þetta er ekki spurning um tilfinningar hér, heldur afkomu. Þesi hækkun yrði ekki tekin úr tóminu einu heldur myndi þýða niðurskurð annarstaðar og þá í heilbrigðiskerfinu. Finnst einhverjum á það bætandi? Hvenig væri að halda áfram að þrýsta á sæmandi framfærslu fyrir gamla fólkið, sem byggði upp þetta gnægtarsamfélag?
Ég hef ekkert á móti launahækkunum eða ljósmæðrum. Ég er bara að benda á að þær lepja ekki dauðann úr skel í dag, eins og margar stéttir, sem hafa miklu ríkari grunn til verkfalla og þær verða að bíða með kröfur sínar, þar til betur árar. Nú er ekki tíminn. Sama hvað þær ólmast. Það verður ekki látið eftir þeim. Vitið til. Fólk verður að þekkja sinn vitjunartíma. Það er algert lágmark.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2008 kl. 19:16
Þetta er frábært framtak hjá þér og flott. Ég ætla að fá að vísa í þetta af minni síðu
kv. sædís
Sædís Ósk Harðardóttir, 12.9.2008 kl. 19:47
Þetta er frábært framtak hjá þér og flott.
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:28
Ég verð alltaf jafn gáttaður þegar ég lít hérna inn, Dugnaðurinn í þér er alveg einstakur!
Ég er ósammála Jóni S. varðandi hvað mundi gerast við leiðréttingu launa ljósmæðra. Aðrir hópar mundu EKKI heimta sambærilegar hækkanir. Það er vegna þess að almennt er litið á starf ljósmæðra sem einstakt og það beri að meta að verðleikum.
Varðandi tímasetninguna á umræddri leiðréttingu, þá var ekki hægt að nýta góðærið til þessara hluta - það hefði skapað "óstöðugleika". Núna er eins góður tími og hver annar.
Ég er sammála Jóni S. í því að ekki sé hægt að bera saman starf ljósmæðra og dýralækna. Ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingarhjálp og fjöldamörgu öðru sem viðkemur lífi og heilsu mæðra og barna. Hvað er dýrmætara? Starf dýralækna kemst þar hvergi nærri í mikilvægi.
Síðan er þetta hrein og klár fjárfesting til framtíðar. Fjárfesting í hæfu starsfólki sem er tilbúið að leggja á sig þessa vinnu sem allir vita að getur verið gríðarlega erfið á köflum - bæði andlega og líkamlega. Það er nefnilega þannig að við núverandi aðstæður stefnir í fækkun í ljósmæðrastétt á næstu árum - raunverulega fækkun en ekki bara hlutfallslega. Ef það gerist þá munu þau vandkvæði sem nú eru uppi í verkföllunum verða hið daglega ástand.
Haraldur Rafn Ingvason, 12.9.2008 kl. 22:49
Takk fyrir þessa samantekt Lára Hanna, eins og allar hinar.
Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 10:13
Kálfar og lömb eru meira metin en börn af því að það má selja þau! Margt fólk sinnir einnig hundunum betur en börnunum af því að þeir kostuðu peningar. Við erum orðin svo skelfilega mikið peningaþjóðfélag þar sem fólk fær miklu hærra kaup fyrir að passa peningar en börn.
Úrsúla Jünemann, 13.9.2008 kl. 12:30
Jón Steinar, ætli það sé þá flugumferðastjórum (með 2ja ára nám eftir stúdent) að kenna að hér virðist allt vera að fara fjandans til?
Af hverju ætti launahækkun til ljósmæðra að þýða niðurskurð annar staðar í heilbrigðiskerfinu? Er ekki hægt að spara á einhverjum öðrum stöðum í ríkisbúskapnum, t.d. utanríkisþjónustunni? Selja Sendiráðsbústaði o.sv.frv.??
"Nú er ekki rétti tíminn" segir þú. Hvenær er þessi rétti tími að þínu mati?
Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2008 kl. 12:50
Ég á bara ekki orð yfir þessari vitleysu, en kvitta þó hérmeð fyrir innlitið.
Heimir Eyvindarson, 13.9.2008 kl. 14:18
Flott samantekt hjá þér Lára Hanna .....eins og allt sem kemur frá þér. Ég stend með ljósmæðrum og þú átt medalíu skilið fyrir þitt innlegg á þetta mál.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 19:35
Lára Hanna er örugglega einn alfremsti bloggari landsins. Hreint frábær.
Marinó G. Njálsson leiðrétti snöfurmannlega misskilning Jóns Steinars. En ekki fordómana. Sló á einkennin en ekki sjúkdóminn.
Aðeins kvennastétt þarf að heyra það í kjarabaráttu að menntun hennar sér óþarflega mikil, sbr. Egil Helgason um daginn.
Rómverji (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:27
Hvaða 1/2VITI leggur í 6ára háskólanám fyrir 315.000 fyrir dagvinnuna ?????bara idjótar gera svoleiðis mistök!!!þá fyrst þegar að konur gefa skít í láglaunastörfin breytast hlutirnir alls ekki fyrr....
kagglinn (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:47
Árni Mathiesen er Hafnfirðingur og laumuframsóknarmaður í kaupbæti. Þetta ætti að vera næg útskýring á því af hverju hann lætur svona.
Sigurður Sigurðsson, 14.9.2008 kl. 11:00
Sigrún: Þú og aðrir eruð vísvitandi að snúa út úr orðum mínum. Vissulega er hægt að spara víða í kerfinu, en það er ekki uppi á borðinu núna og algerlega óvíst um hvort svigrúm sé til þess. Allar vangaveltur um annað eru getgátur og geðþótti. Ég er ekki að segja heldur að þessi hækkun til ljósmæðra einna og sér, setji ríkið á hausinn. Útúrsnúningur. Ég er að tala um launaskrið og verkföll, sem óhjákvæmilega koma í kjölfarið. Ef þið getið nefnt eitt atvik, þar sem það hefur ekki orðið, þegar ein stétt fær hækkun launa og það hleypu ekki út í verðlag og veki upp kröfur víðar, þá bið ég ykkur að nefna það.
Þau rök að þetta skrið verði ekki á þeim grunni að allir meti og virði störf húsmæðra, eru þau hlægilegustu sem ég hef heyrt í þessari umræðu. Þar er tilfinningasemin og óskhyggjan ein á ferð. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni. Þannig hafa þau aldrei gerst. Það væri algert einsdæmi ef slíkt gerðist nú og þið virðist algerlega viljug til að taka þá áhættu.
Hvenær er betri tími?? Líttu í kringum þig, lestu blöðin. Ef einhverntíman á s.l. 20 árum hefur ekki verið taktískt rétt að fara út í svona aðgerðir, þá er það núna í frjálsu falli efnahagslífs í landinu og fjöldagjaldþrotum. Þetta er eins og að rökræða við ofsatrúarfólk hérna. Ég er bara að benda á í öllu raunsæi að það verður EKKI gengið að kröfum ljósmæðra. Í ljósi stöðunnar er það ekki hægt, hver sem óskhyggjan og tilfinningamærðin er.
Það er svo merkilegt að þessi umræða skuli algerlega vera að snúast upp í persónulegt skítkast út í Árna Matthísen, eins og að hans geðþótti ráði för og að hann sé sekur um kvenhatur og heimsku. Hvaða vægi hefur slíkt tal annað en að sýna fram á málefnaþurrð? Árni er vissulega umdeild persóna, en það kemur þessu máli ekki rassgat við. Látið svo af slíkum dónaskap og mannfyrirlitningu. Það vinnur málefninu ekki stuðning eða mýkir afstöðu Árna í málinu. Þið sýnið af ykkur algert þroskaleysi með þesskonar hjali.
Látum svo gott heita og sjáum hvað setur.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2008 kl. 12:08
Árni Matt ætti að segja af sér og reyndar ríkisstjórnin öll.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.