15.9.2008
Athyglisverð umræða í Silfrinu
Einkennilegt hvað hægt er að hengja sig í lagatæknileg formsatriði og regluverkið þegar það hentar. Minnir mig svolítið á skýringar eða afsakanir yfirvalda á brottvísun Ramsesar. Mér fannst forsætisráðherra sleppa ansi billega frá umræðunni en Dögg var mjög góð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Enski boltinn, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Mín kæraPáll ,,Ramses" sagði ósatt um nafn, uppruna ætt og hvaðeina við komuna til landsins svo gerði líka ,,kona" hans.
Allt þetta er hægt að nálgast á vefnum
ðMér finnst furðulegt af hverju menn eru að krefjast þess, að lögbrjótar fái hæli hér vegna einhevers óskilgreinds hlutar en á sama tíma eru SÖMU menn að krefjast minni frávika annarra laga, svo sem laga um embættishæfni
Miðbæjar þú veist
Bjarni Kjartansson, 15.9.2008 kl. 02:35
Bjarni minn, ég er ekki að vísa í það sem Ramses eða konan hans sögðu eða gerðu heldur réttlætingu stjórnvalda á brottvísun hans. Þar var aldrei minnst á annað en ltæknileg atriði og regluverk og ekki einu sinni fjallað efnislega um mál hans. Sá er samanburðurinn hér, enginn annar. Að öðru leyti eru þessi mál svo ólík að ekki er hægt að bera þau saman.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.9.2008 kl. 02:43
Hvað er eðlilegt að konur hafi mikið lægri laun en karlar? Spurning sem Ingibjörg Sólrún neitaði að svara í fréttunum í gær. Var þó búin að gefa út að leiðrétting upp á 25% kæmi ekki til greina. En varðandi uppsögina hélt ég að þetta væri einfalt mál og ekkert hægt að misskilja. Þegar manneskja vill hætta störfum skrifar hún stutt bréf þar af lútandi og segist vilja hætta störfum. Er eitthvað hægt að misskilja þetta eða gildir uppsögnin ekki ef stafsetningavilla finnst. Um hvaða fjandans lagatæknilegu atriði er verið að tala?
Víðir Benediktsson, 15.9.2008 kl. 06:36
Á ekki bara að fara Lýsiströtu-leiðina?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.9.2008 kl. 10:50
Máttlaust eins og pólitíkin er í dag. Allir máttlausir nema Dögg.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 15:30
Þurfa ljósmæður sum sé að sanna að þær séu komnar með augastað á öðru starfi? Hvorugur lögfræðingurinn virtist hafa skilning á lagatæknilega atriðinu, enda virðist það krókur til að hengja smekk sinn á - eða kannski frekar andúð á eðlilegum aðferðum fólks til að ná fram réttlæti.
Berglind Steinsdóttir, 15.9.2008 kl. 18:48
"Lagatæknileg formsatriði" eru það ekki reglur sem eru bundnar í lög,sem Alþingi hefur samþykkt ?
"Regluverkið", eru það ekki reglur sem þar til bær yfirvöld hafa gefið út?
Á ekki að fara að lögum? Mér sýnist af fréttum að ljóst sé að ekki hafi allir hælisleitendur svokallaðir farið að lögum. Það er auðvitað engin hæfa.
Eiður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.