Moggi dagsins er stútfullur af alls konar athyglisverðu efni og byrjar strax á forsíðunni með mynd af einum fallegasta fossi á landinu, Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Kynnt er vikuyfirferð í máli og myndum yfir þau svæði sem talin eru helstu virkjanakostir landsins. Fyrsta umfjöllunin er í dag og það eru 3 heilsíður með fallegum myndum. Það eru þeir Önundur Páll Ragnarsson, blaðamaður, og Ragnar Axelsson, ljósmyndari, sem fjalla um málið. Ég hvet alla til að skoða þessa umfjöllun vandlega. Kannski ég megi birta þetta allt hér, það yrði kannski bara ágæt birtingarviðbót en ég veit ekki hvað Moggamenn segðu við því. Hver ætli ráði þessu?
Ég ætla að minnsta kosti að sýna forsíðuna með von um að hún kveiki áhuga fólks á að sjá það sem eftir er. Um leið vek ég athygli á vefsíðu sem komið var á fót fyrir nokkrum dögum þar sem hægt er að skrá sig á baráttulista fyrir verndun vatnasviðs Skjálfandafljóts. Nú, þegar þetta er skrifað, hafa 775 manns skráð sig á listann og væntanlega fjölgar nöfnum gríðarlega á næstu dögum og vikum. Yfirvöld, bæði ríkis og sveitastjórna, verða að átta sig á að þjóðin vill ekki fórna landinu til að reisa virkjanir og selja orkuna á útsöluverði til erlendrar stóriðju. Smellið tvisvar á greinina til að stækka hana í læsilega stærð.
Fyrir utan virkjanaumfjöllunina eru ótalmargar greinar í blaðinu að venju, bæði skiljanlegar og óskiljanlegar, dagsannar og minna sannar, aðsendar og heimatilbúnar, góðar og slæmar. Þessi fannst mér bera af.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Náttúra og umhverfi | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Skjálfandafljót má aldrei virkja!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 28.9.2008 kl. 15:29
Hér eru allir (tveir) búnir að skrifa.
Aldrei að virkja Skjálfandafljót. Það er svo einfalt.
Verum í bandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 16:37
Frábær greinin hennar Bergþóru...svo satt, svo satt. Ég ætla haska mér í að skrifa á listann. Takk fyrir mig.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:53
Þarf í raun að virkja meira? Hvar sem það er áformað hér á landi? Erum við ekki komin með nóg af virkjunum yfirhöfuð í bili? Má kannski örlítið slaka á að selja hverja einustu mögulegu watt-stund til stóriðju?
Einar Indriðason, 28.9.2008 kl. 17:29
Ágætur pistill hjá Bergþóru og þjóðinni vel lýst.
Ég hitti erlenda vinkonu fyrir helgi og ræddi við hana um ástandið í efnahagsmálunum hér. Hún botnar ekkert í Íslendingum og því að þeir láti svona lagað yfir sig ganga möglunarlaust. Hún spurði af hverju fólk væri ekki hópum saman úti með potta og pönnur að mótmæla. Ekki kunni ég gott svar við því en sjálfum langar mig mest til að mótmæla þessu hástöfum. Því er hér með komið á framfæri ef fleiri hafa áhuga.
Sigurður Hrellir, 28.9.2008 kl. 20:44
Aldeyjarfoss er alveg rosalega fallegur og leitt ef hann fer undir lón, enn ein náttúruperlan hérna á landinu.
Alveg hreint frábær pistill hjá Bergþóru, þar er nútímaíslendingnum vel lýst!!!!!
Bestu kveðjur!
alva (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:17
Það er nú bara geggjun út af fyrir sig að láta sér detta þetta í hug. En sumir eru bara geggjaðir og ekkert við því að segja í sjálfu sér. það má reyna gera þá óvirka.
Víðir Benediktsson, 28.9.2008 kl. 22:39
Tek undir orð Bergþóru í pistlinum. Ætla líka að drífa mig í að skrifa mig á þennan undirskriftarlista.
góðar kveðjur!
Anna Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:11
Frábær grein hjá Bergþóru og svo sönn. Ætla að skoða vefsíðuna sem þú bendir á, takk.
Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:22
Ég skrifaði mig strax sem stuðningskonu þegar ég sá frétt á Eyjunni um síðuna. Frábært framtak og Mogginn ætlar greinilega að vinna vinnuna sína hvað það varðar að upplýsa okkur um stöðu virkjunarmála. Ég er mjög ánægð með það. Bergþóra er flott að vanda.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:48
Pistill Bergþóru er frábær. Skemmtilegur og hittir beint í mark.
Mun kíkja á síðuna og skrifa undir.
Svo er ég að koma, svo það er eins gott að þú hellir upp á, Lára.
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 09:16
Ég er búinn að skrifa undir.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:55
Skráði mig um leið og ég sá listann, mjög flott síða og greinin góð hér að ofan.
Ég vildi að ég geti fengið góða hugmynd um hvernig væri hægt að fá ráðamenn til að staldra aðeins við og endurhugsa þessa þróun, taka styttri skref í einu og hugsa um tæknilega þróun í virkjunarmálum, horfa til framtíðar - hvar eru verðmætin efitr 100 ár (að eiga einstakar náttúruperlur eða....) o.s.frv.
Petra Mazetti (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.