4.10.2008
Glitnismyndband - fyrri hluti
Þetta myndband gengur nú manna á milli - eða slóðin að því. Það er augljóslega úr smiðju sömu manna og gerðu myndböndin tvö um FL Group, vinnslan er sú sama og stíllinn eins. Mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður, en kannski ekki alveg allt. Myndbandið er athyglisvert engu að síður. Og örugglega allt dagsatt sem þarna kemur fram. Hvað haldið þið?
Athugasemdir
Sullenberger heldur áfram...........þeir eiga sína sök í kreppunni. Skyldi tími ofurlauna vera liðinn?
Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 00:44
Mikið fjandi er þetta sköruglega fram sett. Væru þessi "sýsl" í öðrum geira, væri löngu búið að fara með þessa menn, flesta, í rannsókn og í framhaldinu á sjúkrahús eða aðra "viðeigandi stofnun".
Vonandi hafi litlu hnoðrarnir (sem ég reyndar kalla yfirleitt græðlinga eða gullrassa) fengið greidda yfirvinnu þegar þeir bisuðust við skoða málin langt fram yfir háttatíma og örugglega orðnir soldið sybbnir. Svo hlýtur þeim að hafa verið sendar samlokur, litlu kútunum.
Af hverju er allur almenningur búinn að krossa sig í bak og fyrir í lengri tíma en þeir sem völd og ráð höfðu... flutu að ósnum góða?
Beturvitringur, 4.10.2008 kl. 01:02
Nú er búið að fjarlægja myndbandið af YouTube. Fregnir af málinu birtust á DV, sjá hér, hér og hér.
Kannski höfundurinn skipti bara um tónlist og setji það aftur inn á netið, hver veit?
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.