Efnahagsumræða í Silfri Egils - uppfærsla

Í pistlinum hér á undan sagðist ég setja hér inn viðtal Egils við Þorvald Gylfason í Silfri dagsins. Hér er það. Á eftir kom ekki síður áhugavert viðtal við Jónínu Benediktsdóttur og ég var ákveðin í að skella því inn líka. En eins og gjarnan gerist í beinum útsendingum RÚV var klippt á útsendinguna svo endirinn á viðtalinu við Jónínu var ekki sendur út á netinu. Þetta gerist allt of oft þegar síst skyldi, er venjulega lagað en oftast ekki fyrr en daginn eftir - eða á mánudeginum ef útsending er um helgi.

Hér er Þorvaldur Gylfason í Silfrinu áðan. Jónínu set ég inn um leið og RÚV hefur lagað þáttinn og sett inn halann sem klipptist af í útsendingu.

Þorvaldur Gylfason - Silfur Egils 5. október 2008


Eitt af því sem Þorvaldur talar um er að skipta þurfi um áhöfn í  Seðlabankanum nú þegar. Það er því ekki úr vegi að skoða hvernig forysta þeirrar áhafnar er samsett nú um stundir:

Bankastjórn 
Davíð Oddsson, formaður
Eiríkur Guðnason
Ingimundur Friðriksson

Bankaráð, kjörið af Alþingi, 13. júní 2007:
Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands til fyrsta þings eftir næstu almennu alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 26. gr. laga nr. 36, 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum.

Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður   (Sjálfstæðisflokkur)
Jón Sigurðsson, varaformaður   (Samfylking)
Erna Gísladóttir   (Sjálfstæðisflokkur)
Ragnar Arnalds   (Vinstri - Grænir)
Hannes Hólmsteinn Gissurarson   (Sjálfstæðisflokkur)
Jónas Hallgrímsson   (Framsóknarflokkur)
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir    (Samfylking)

Aðra stjórnendur og varamenn má sjá hér.

Viðbót: Þegar þetta er skrifað, á mánudagskvöldi 6. október, er ekki ennþá búið að setja inn endinn á Silfrinu með Jónínu Benediktsdóttur. Forrit hjá RÚV munu víst vera biluð. En ég set hér inn það sem er inni samkvæmt beiðni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

getum við sett Þorvald í Seðlabankann

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú ansi hrædd um að sunnudagssteikin hafi hrokkið ofan í suma við að hlusta á Jónínu.

Hún er búin að vera að benda á þessa hluti í nokkur ár og alltaf afgreidd sem vitlaus kerling í hefndarhug.

Ég er ansi hrædd um að hún hafi að þó nokkru leyti haft rétt fyrir sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það virðast allir halda að þetta sé einhver áráns óheppni.  Bara í fyrsta lagi þá er Davíð handritshöfundur af þessu leikriti ásamt ESB.  En bæði Davíð og ESB hafa séð til þess að "strákarnir okkar" gátu leikið sér með fé annara á góðum kjörum.  Engar girðingar eða bremsur til að tryggja t.d. lausafé.  Í öðru lagi var fengin hér vösk sveit samviskulausra framapotara með Bjarna Ármansson fremstan í flokki til að leika aðalhlutverkið í þessu mikla leikriti sem við getum kallað á Köldum klaka.  En þetta er ekkert venjulegt leikrit heldur er verið að leika sér með peninga almennings og komandi kynslóða.  Davíð kemur síðan á síðustu stundu og lætur almenning gangast í ábyrgðir fyrir öllum skuldum þessara bankabræðra og ekki nóg með það heldur þurfa lífeyrissjóðir landsmanna líka að blæða. 

Björn Heiðdal, 5.10.2008 kl. 16:17

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mér líst vel á Þorvald. Hann veit hvað hann segir.

Úrsúla Jünemann, 5.10.2008 kl. 18:36

5 identicon

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband