Brotasilfur

Ætli Silfur Egils hafi nokkurn tíma fengið jafnmikla athygli og áhorf og í gær, ég efast um það. En þátturinn er að mörgu leyti á afleitum tíma dags þegar fólk er ekki í "sjónvarpsstellingum". Yfirleitt horfi ég á þáttinn á netinu síðdegis eða undir kvöld - nema núna sem betur fer - því vefur RÚV bilaði og er ekki kominn inn enn þegar þetta er skrifað.

En hvað um það - ég klippti tvö myndbönd úr Silfrinu og reyndi stytta eins og ég gat. Það var úr vöndu að velja. En til þess að brotasilfrið yrði ekki of langt gerði ég sérúrklippu með áhugaverðum gesti, Kristjáni L. Guðlaugssyni. Egill kannaðist greinilega við hann frá fyrri tíð. Ég man ekkert eftir honum en fannst innlegg hans í þáttinn mjög gott og gerði honum ítarlegri skil en öðrum. Jónínu Ben set ég svo inn þegar vefur RÚV verður kominn í lag. Bendi að lokum á fínan pistil Péturs Tyrfingssonar.

Brotasilfrið

 Kristján L. Guðlaugsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.  Horfði á Silfrið í svona Brotasilfri í gær á netinu.

Finnst svo fínt að geta stoppað þegar það hentar mér og haldið síðan áfram og haft þetta eftir mínum hentugleikum.

Mér fannst mjög athyglivert að Pétur Blöndal og Stefán Ágúst sífruðu sífellt um jeppafólkið, eins og allur almenningur sé á rándýrum bílalánum með lúxusskudir.

Get a reality check.

Góðan daginn.  Set inn msn-ið mitt í dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Pétur Tyrfings rokkar!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 12:46

3 identicon

Geturðu sett inn viðtalið við Jónínu?

Rósa (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband