17.10.2008
Deilt og drottnað í Seðlabankanum
Hinn ágæti Árni Gunnarsson, sem stundum lítur inn hjá mér og lætur í sér heyra, var að setja inn svo fína athugasemd við síðustu færslu mína að ég ætla að birta hana hér - að Árna forspurðum! Ég veit að hann fyrirgefur mér.
_________________________________________
Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að stjórnvöld okkar eru svo ölvuð af upphöfnu eigin ágæti sem raun ber vitni?
Þetta fólk er óhæft til að takast á við vandann sem það sjálft stefndi þjóðinni í með opin augun þrátt fyrir að hafa fengið strangar aðvaranir eins og fram kemur í grein Þorvaldar Gylfasonar. Þetta er að nokkru leyti sama fólkið og sama forystan sem setið hefur við völdin í áratugi á Íslandi og gert hvert axarskaftið öðru verra án þess að fylgi flokksins hafi hreyfst að ráði. Þarna er um að ræða stjórnmálaflokk sem er keyrður gegn um hverjar kosningar eftir aðrar með ótakmörkuðum fjármunum sem allir telja sig vita hvaðan séu komnir. Bókhaldið er lokað eins og Frímúrarareglan enda glögg tengslin á milli. Pólitíkusar úr þessari stjórnmálahreyfingu eru ósnertanlegri en Páfinn enda allar eftirlitsstofnanir sem máli skipta vanaðar með skipuðum fulltrúum þessa flokks. Forseti Alþingis situr rólegur og ósnertanlegur þó lögreglan brjótist inn á skrifstofu olíufyrirtækis sem maki forseta er stjórnarformaður í og einn af aðaleigendum. Þetta er lögreglurannsókn vegna gruns um refsivert fjármálasvindl. Einn ógætinn alþingismaður vekur máls á þessu í sölum Alþingis og forsætisráðherra setur ofan í við hann fyrir ósmekklegar aðdróttanir sem felist í athugasemdinni. Málið er dautt! Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem koma upp í hugann og langt frá það versta.
Pólitíkusar sem komast upp með svona háttsemi sem hér er bent á, skilja það fljótt að um þá gilda engin þau lög sem óbreyttir þegnar verða að lúta að viðlagðri ábyrgð að lögum.
Og að þrem árum liðnum verða þessi dæmalausu vinnubrögð stjórnvalda flestum gleymd. Og þá munu kosningasjóðir Flokksins verða orðnir bólgnir að nýju af framlögum kvótagreifanna sem búnir eru að sölsa undir sig dýrmætustu auðlegð þessara þjóðar með tilstuðlan sinna launuðu fulltrúa á Alþingi.
Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri eru komnir með lífverði í fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar!
Hvernig væri nú að hætta þessu tuði gott fólk. Við sitjum uppi með nákvæmlega þau stjórnvöld sem við eigum skilið og þau starfa í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar.
Sláum nú saman og kaupum blómakörfu handa konunni hans Davíðs sem þakklætisvott fyrir að hafa lánað okkur hann á þessum erfiðu tímum.
______________________________________
Að lokum tvær fréttir af Stöð 2 þar sem fram kemur svo ekki verður um villst hver stjórnar landinu um þessar mundir. Situr í stól sínum í Svörtuloftum og deilir og drottnar. Var hann kosinn til þess? Eða er hann bara símadama á ofurlaunum? Og ein frétt um hlutabréfasölu ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins - mánuði áður en bankinn sem hann átti hlutabréf í var yfirtekinn. Sýnt hefur verið fram á að stjórnvöld vissu hvað verða vildi fyrir löngu en drógu lappirnar - gerðu ekkert þótt æpt væri á viðbrögð alls staðar að út þjóðfélaginu. Af hverju? Var verið að gefa vildarvinum tækifæri til að hylja slóðir og bjarga sér og sínum á þurrt fyrst? Spyr sú sem ekki veit en grunar sitt af hverju.
Skoðið þetta. Ég vil gjarnan eiga stefnumót við sem flesta landsmenn á Austurvelli klukkan 15 á laugardaginn. Sýnum samstöðu, látum skoðun okkar í ljós með því að mæta!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:26 | Facebook
Athugasemdir
Flott Hanna Lára
eigum við að gefa þeim einhvern frið við pappírstætarana,??? Nei við getum alveg sýnt umheiminum að við séum þess megnug að standa í lappirnar og mótmæla þessari spillingu sem grasserar hér,svona áður enn okkur fer virkilega að blæða höfum engu að tapa, sterkt PR - MÆTUM ÖLL Á AUSTURVÖLL n.k. laugardag - erlenda pressan er ennþá á landinu
Alla (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:21
Davíð er bara byrjunin, bankabygg...
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:27
Það er ágætt að byrja á Davíð og ganga síðan á röðina. Annars segi ég mig úr lögum við þetta land og fer að vinna svart, greiði bara sjálfir mér skatta í stað þess að setja þá í skuldahit. Þetta fólk er búið að brjóta niður allt réttlæti. Margt af því sem nú hefur verið að gerast má rekja til þess sem Davíð hefur staðið fyrir. Svo vekur aðgerðaleysi og leynd tortryggni hjá fólki. Ekki það sem við þurfum núna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:33
Ætli Davíð sofi með kórónu?
Sporðdrekinn, 17.10.2008 kl. 02:42
Ég er mikið til sammála honum Hlyn Hafberg, þetta er ekkert bara einum manni um að kenna hvernig staðan er í dag. En það er alltaf gott að geta fundið blóraböggul og skellt allri skuldinni á hann. En hvað með ALLA hina???? Ég bara spyr... En þetta er mín skoðun.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 02:46
Bendi á færslu ungrar konu á Deiglunni, sem segir að "Glamúrlífi OKKAR Íslendinga sé lokið". En frjálshyggjunni svo sannarlega ekki. Legg ekki meira út af þessarri djúpu færslu, en bendi samt öllum glamúrgellum og -gæjum landsins á að lesa hana. Enda við öll í sama bát núna, ekki satt ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 05:10
Ástríður Thorarensen er væn kona. Hún á alveg skilið að fá blómakörfu frá þjóðinni.
En ekki vegna Davíðs.
Segi ekki meir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 05:28
Það verður að stokka peningakerfið upp. Burt með verðtryggingu.
Almenningur þarf að vita að verðtrygging er ekki náttúrulögmál, heldur er ástæðan vanhæfni í peningamálastjórn. Og almennur lántakandi (sem er neyddur til að kaupa sér íbúð) greiðir okurvexti alla ævi. Þetta er ein af höfuð-ástæðunum fyrir því að greifarnir fengu svona mikið lánstraust erlendis: Þeir eignuðust bankana - bankarnir eiga fólkið vegna veðsetninga íslenskra fjölskyldna. Og til að geta staðið undir greiðslum þarf 2 einstaklinga í hverri fjölskyldu til að vinna, og vinna mikið.
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:10
Já mætum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 08:11
Auglýst eftir reynslusögum hér
http://okurvextir.blogspot.com
Verið er að hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum sínum um næstu mánaðamót.
skuldari (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:15
En sko... þið vitið að spilling er "ekki til" á Íslandi... Það segja amk opinberar tölur.... Engin spilling og engin blá hendi sem misnotar málfrelsi þingræðustóls alþingis.... Nei, alls ekki. Bara ekki um það að ræða að hér þrífist spilling. Ekki til í dæminu.
Einar Indriðason, 17.10.2008 kl. 08:30
Árni hefur greinilega meira en þriggja ára mynni en gefum Ástríði blómvönd fyrir eitthvað annað.
Magnús Sigurðsson, 17.10.2008 kl. 08:37
Hvað meinarðu eiginlega Hildur Helga, erum við öll á sama báti?
Síðan hvenær?
Soffía Valdimarsdóttir, 17.10.2008 kl. 09:25
Ég vil frekar sjá landsmenn leggja niður vinnu nk. mánudag og fjölmenna á strætum bæja og borgar til að sýna ráðamönnum framá alvöru málsins. Eftir viku gætu þetta orðið tveir dagar, fer eftir viðbrögðum Geirs & Co.
Og Árni Gunnarsson veit hvað hann syngur.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.10.2008 kl. 10:05
Já, það er kominn tími til að við rísum upp og breytum þessu. Ef við gerum það ekki breytist ekkert.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:38
Það er örugglega ekki vitlaust að byrja á Davíð. En svo verður áframhald að finna allt þetta siðlausa pakk sem átti þátt í því hvernnig fór. Mér líst vel á tillöguna þína, Ásgeir að leggja niður vinnu einn dag og láta okkar álit í ljós. Við eigum engu að tapa. Koma þetta svo feitt í erlenda fréttir og sýna að venjulegt fólk hér á landi er ekki í glæpagenginu sem stal milljörðum.
Úrsúla Jünemann, 17.10.2008 kl. 11:27
Það er einnig meira en lítið skrautlegt að Samfylkingin sem gaf sig út fyrir að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn er kominn í eina sæng með flokknum.
Í framhaldi af umræðu um olíusamráðsmálin hér að ofan og yfirlýsingum Samfylkingarinnar um að það eigi að taka á neytenda og samkeppnismálum, þá sætir mikilli furðu að Björgvin G Sigurðsson ráði sér til aðstoðarmann sem skrifað rit til varnar olíufélögunum í samráðssvikamálum þeirra.
Inntak þeirrar skýrslu minnir mig sem Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður ráðherra neytendamála setti saman var að tjón almennings og þeirra sem svindlað var á væri óverulegur. Skýrslan var öll hin "fræðilegasta" og nýttist sérþekking vist mjög vel.
Ég hef nokkrum sinnum velt vöngum yfir vali Björgvins G. Sigurðssonar á aðstoðarmanni í ljósi þess að Björgin segist ætla að leggja áherslu á neytendavernd.
Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 12:04
En hvað það er týpískt að röfla um hvernig skuli mótmælt og hverju þegar talað er um að sýna samstöðu...."Ég kem ekki ef það verður bara eitthvað lopahúfulið að mótmæla..ble ble ble" Það er bara nokkuð augljóst að við þurfum að æfa okkur í að standa vör um réttindi okkar sem þjóð og láta ekki vaða yfir okkur endalaust.
Byrjum á að mótmæla setu Davíðs í Seðlabankanum og sjáum hvernig gengur og gerum svo betur í næstu mótmælum. Bara ekki gera ekki neitt eins og segir í auglýsingunni!!!!!! Þá erum við algerir eymingjar og eigum skilið þá meðferð sem við fáum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 13:16
Ég tek undir með Sigurjóni. Það er engin hugmyndafræði að baki stefnu stjórnvalda. Þetta er sett fram af því að það hljómar vel og gengur í almenning en stendur á sandi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.10.2008 kl. 14:35
Komiði sæl öll sömul,
Ég vil bara vona að Lára Hanna geymi backup af þessu bloggi sínu. Þetta eru svo gargandi góðar heimildir sem vitnað er í, bæði frá hýsli og iglum.
Lára Hanna ætti e.t.v. að ræða við Kötu í Lýsi til að skoða hverning er hægt að koma fagfólki á Þing, að stofna flokk með fagfólki sem hefur hagsmuni fyrirtækisins (landsins) að leiðarljósi?
Úkoman yrði aldrei verri en sú sem kemur reglulega eftir áreiðanlegt klúður heimskingja, með mismunandi dýptum þó.
Af hverju í ósköpunum ættu einungis "flokkar" að taka þátt í stjórnun landsins? Ekki er Davíð flokkur! (einungis einráðandi).
nicejerk (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:37
Ég er búin að vera að bíða eftir nýjum flokki lengi.
(Tek það fram að sjálf er ég af ýmsum ástæðum engin manneskja til að stofna nýjan flokk!)
"Nýi bloggaraflokkurinn" ?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:50
Ég get ekki lengur setið á mér og verð að láta eftirfarandi flakka.
Davíð Oddson lagði niður Þjóðhagsstofnun meðan hann var að planleggja að Seðlabankastjórastöðu sína. DO hefur aldrei getað tekið gagnrýni og hatrammlega heggur til baka til andstæðinga sinna. Hefndin er það gróf að það jaðrar við einhvers konar geðveiki. Ég man vel hvernig Þorsteinn sonur hans lét í gamla daga, og á þeim tíma var yfirgangurinn manni mjög svo misbjóðandi.
Núverandi Seðlabankastjóri hefur ekki hugmynd um hvað starf hans snýst. Með skottlausan apakött sem fjármálaherra hafa þessar fígúrur náð að hryðja einhverjar mestu hamfarir yfir þjóðina sem um getur í sögu Íslands. Og núna útbýtir Seðlabankastjóri gjaldeyri til fyrirtækja eins og sá einvaldur sem DO stefndi að sem einvaldur Seðlabankastjóri (án Þjóðhagsstofnunar).
Mér er svo hrikalega misboðið, en það virðist enginn hafa áhuga né getu (og væntanlega engin lög til) til að takast á við svona þjóðþrifnaðarvandamál.
Ég held að fólk ætti að ýta á mikilsverðar lagabreytingar áður en ný stjórn tekur við. Nú er akkúrat tími fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, eitthvað sem Alþingismenn eru skíthræddir við í augnablikinu.
Lára og Kata, ég hvet ykkur að láta heyra í ykkur!
nicejerk (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:40
Nicejerk, þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað, nánar til tekið?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:46
C/P
"Hefndin er það gróf að það jaðrar við einhvers konar geðveiki. "
nicejerk: Það eru til margar geðveilur, svo án þess að vilja byrja neina Gróu sögu þar sem að ég hef engar heimildir fyrir næstu orðum, en getur ekki bara verið að maðurinn sé haldinn einhverri þeirra?
Sporðdrekinn, 18.10.2008 kl. 02:56
Það hefur vantað smáatriði í skrifrildi mín að undanförnu (eins og alltaf), en ég er að leggja til hugmyndir hvernig betur mætti fara í okkar íslenska samfélagi. Meðan við tölum/skrifum á þessum nótum gerist ekkert. Það vantar lög og hefðir til að framfarir geti átt sér stað. Ef ekkert verður gert (.....zzzzzz) verður þá illt verra?
Það er til að mynda er ljóst, að ef Davíð Oddsson segir ekki af sér af sjálfdáðum, þá þarf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um setu hans. Sérstaklega séð í ljósi þess að hann er ekki menntaður til starfsins, heldur er hann (sjálf-)skipaður pólitískt í starfið. Það sér ekki fyrir endann á þeim skaða sem maðurinn er að valda Íslandi og Íslendingum. Hann gerði gott í öðru starfi en er óhæfur í núverandi. Það ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort núverandi pólitískar stöðuveitingar eins og Seðlabankastjórastöðu og ráðherrastöður eigi að að veita samkvæmt hæfi umsækjenda eða verði áfram pólitískt. Stjórnmálamenn munu ekki breyta núverandi formi þó meirihluti landsmanna æski þess. Það eru óteljandi mörg atriði sem mættu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu til að tryggja að Íslandi sé stjórnað á ábyrgan hátt í framtíðinni, og við vitum að stjórnmálamenn munu ekki vera leiðandi í þeim breytingum. Dæmi: Lög um birtingu á launagreiðslum til opinberra starfsmanna (bankastjóra t.d.), eignaraðild stjónmálamanna í fyrirtækjum yrði gerð gegnsæ, breytingu á lögum um framboð til Alþingis þar sem einstaklingar geti boðið sig fram án þess að vera flokksbundnir en hafa til dæmis a.m.k. 1.000-2.000 atkvæði á bak við sig. Þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að fara fram a.m.k. einu sinni á miðju kjörtímabili hverrar sitjandi ríkisstjórnar o.s.frv. Það koma alltaf fram málefni sem eiga að fara undir þjóðaratkvæðagreiðslu, en því miður er engin hefð fyrir því á Íslandi og nú er kærkomið tækifæri til þess að breyta því og koma slíkri hefð á. Það hefur sýnt sig að það framkvæma hluti og tjá sig er alveg jafn mikilvægt og það sem ekki er framkvæmt sbr. DO.Almenningur er þegar farinn að hallast að aðild að ESB. Ég tel stærstu ástæðuna fyrir því vera að lýðræðið virkar ekki á Íslandi (grasið grænna hinum megin). Almenningur hefur misst traust sitt á pólitíkusum (fyrir löngu síðan, reyndar) og telur hag sínum betur borgið undir alræði ESB. Þetta er hrikaleg falleinkun fyrir núverandi stjórnarherra. Innganga Íslands í ESB væri sjálfu sér skammtímalausn Með inngöngu Íslands í ESB verður endanlega gengið frá sjálfstæði þjóðarinnar og málin flækt ennþá meira með skriffinnskulegu ESB-bákni og -tilskipunum , sem mun kæfa einkennandi þrótt og kraft íslensku þjóðarinnar. ESB hefur ekki þann þrótt og ákafa sem Íslendingar hafa, og skilja hann þar af leiðandi ekki. Það mun valda enn meiri vandamálum í framtíðinni innan ESB.
Nú bregast örugglega margir við (að heyra sannleikann) og hlaupa DO til varnar, en það er engin vörn til. Það verður að horfast í augu við þær staðreyndir, að DO gerði kraftaverk sem pólitíkus á sínum tíma og gerði Íslandi mikið gagn sem ekki hefði getað gerst án einbeitni hans og klækinda, en tími hans sem Seðlabankastjóra kom aldrei.
nicejerk (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:28
Ætli nicejerk eigi ekki við geðveiki af þeim toga sem hrjáði t.d. Stalín og Idi Amin, og kölluð hefur verið valdasýki?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:53
Er valdasýki, alvöru sjúkdómur?
Ég ákvað að googla spurninguna áður en að ég sendi þetta frá mér og þá fann ég þetta. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en þar kemur nafn Davíðs O. fram
Sporðdrekinn, 18.10.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.