Hver kann ekki að telja?

Mótmæli á Austurvelli - Ljósm.: Helgi Jóhann HaukssonMótmælafundurinn á Austurvelli á laugardag var mjög fjölmennur miðað við mótmælafundi almennt á Íslandi. Ég var þarna og sá með eigin augum. Í ljósi tregðu Íslendinga við að taka þátt í mótmælum sem ég skrifaði um hér var mætingin undraverð. Í sama pistli talaði ég um þann stimpil sem fólk hefur fengið á sig í gegnum tíðina taki það þátt í fjöldamótmælum. Í ljósi þeirra ummæla hefur verið fróðlegt að lesa skrif og athugasemdir á ýmsum bloggum og bloggsetrum. Ég fékk grun minn rækilega staðfestan auk þess sem ég furða mig á hvernig fólk snýr útúr hlutunum og skortir getu til að skoða þá í samhengi og tengja.

En mesta furðu mína vekja íslenskir fjölmiðlar. Þeir löptu upp tölu lögreglunnar um að 500 manns hefðu verið á fundinum. Það er fjarri lagi og þar sem fulltrúar margra fjölmiðla voru á staðnum hefðu þeir átt að vita betur. Vísir sagði "nokkur hundruð manns"; í pínulítilli frétt í Fréttablaðinu á sunnudag er talað um "fjölda fólks". Í vefútgáfu Moggans á laugardag var haft eftir lögreglunni að "á fimmta hundrað manns" væri á Austurvelli en það er sama hvað ég leita - ég finn ekki orð um mótmælin í Sunnudagsmogganum. Þar er ekki minnst einu orði á þessi fjölmennu mótmæli, en aftur á móti er þar frétt um mótmæli gegn Vísindakirkjunni einhvers staðar í Ameríku.

Það er alkunn staðreynd að þegar um einhvers konar mótmæli er að ræða Mótmæli á Austurvellii - Ljósm.: Jóhann Þröstur Pálmasonsem yfirvöldum eru ekki þóknanleg dregur lögreglan verulega úr þeim fjölda sem tekur þátt í þeim. Að sama skapi er bætt við ef viðkomandi samkunda er yfirvöldum þóknanleg, s.s. 17. júní og Menningarnótt.

Björn Bjarnason er æðsti yfirmaður lögreglunnar, einn af dyggustu bandamönnum Davíðs Oddssonar. Allir vita á hvaða forsendum ríkislögreglustjóri fékk sitt embætti og það mun vera altalað að lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sé hlynntur Flokknum þótt ég hafi ekki vitað það fyrr en ég fór að leita upplýsinga. Mér var líka sagt frá flokkshollustu ýmissa annarra hátt settra í lögreglunni sem ég nefni ekki hér.

Hvernig dettur fjölmiðlafólki í hug að tölur lögreglunnar séu réttar? Af hverju nota fréttamenn ekki eigin heilbrigða skynsemi til að áætla tölurnar sjálfir. Það mátti öllum vera ljóst sem voru á staðnum eða sáu myndir af mannfjöldanum að þetta voru margfalt fleiri en tölur lögreglunnar gáfu til kynna. Er verið að stýra umræðunni? Hæðast að almenningi - þeim sem mættu - og ljúga að þeim sem ekki mættu? Ef svo er þykir mér það ótrúlega bíræfið í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingurÍ janúar skrifaði ég pistil um mótmælin í ráðhúsinu og vitnaði þar í ummæli Einars Mar Þórðarsonar, stjórnmálafræðings, í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Þáttarstjórnandi spurði Einar: "Var þetta vanvirða við lýðræðið?" og Einar Mar svaraði á þessa leið: "Nei, veistu ég held ekki. Ég er nú svolítið hrifinn af svona mótmælum og þegar almenningur lætur til sín taka. Við köllum þetta "óhefðbundna stjórnmálaþátttöku"... (innsk.: borgaralega óhlýðni) ...eða "borgaralega óhlýðni" í stjórnmálafræðinni. Íslendingar eru alveg rosalega latir að láta til sín taka og alveg ómögulegir í þessari borgaralegu óhlýðni. Þannig að ég eiginlega bara dáist að fólki þegar það mætir svona og lætur í sér heyra. Mér finnst það bara hið besta mál." Ég er innilega sammála.

Ég bendi á myndir hjá Helga Jóhanni og Jóhanni Þresti sem báðir voru á staðnum og ljósmynduðu. Fyrr í kvöld heimsótti ég bloggið hennar Kristjönu, bloggvinkonu minnar, og sá að hún hafði sett inn slóð að Reuters-frétt sem hafði farið fram hjá mér. Þar kom fram að á Austurvelli voru um 2.000 manns. Það er miklu nær þeirri tölu sem við Kristjana, og fleiri sem voru þarna, hefðum giskað á.

Ég klippti saman fréttir RÚV, Stöðvar 2 og Reuters til samanburðar. Meti svo hver sem vill hvor talan er réttari - 500 eða 2.000.

 

Ég set líka hér inn myndband sem ég klippti saman eftir RÚV fréttirnar í kvöld. Mér blöskraði svo að sjá viðbrögð Árna Mathiesen við spurningum fjölmiðla að ég gat ekki orða bundist. Þótt Árni sé dýralæknir að mennt á að heita að hann gegni starfi fjármálaráðherra þjóðarinnar. Hann fær í það minnsta borgað fyrir það. Um þessar mundir er þjóðin skelfingu lostin og ævareið. Hún er á barmi gjaldþrots eftir gríðarlegar hremmingar í efnahagsmálum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvernig vogar maðurinn sér að koma svona fram, snúa baki við okkur, sérstaklega undir þessum kringumstæðum? Er hægt að lítilsvirða þjóðina öllu meira?



Viðbót: Einhver ágætur maður eða kona benti á þetta myndband á YouTube í athugasemd við pistilinn.


Svona hljóðar ein athugasemdin við myndbandið:
 
"That protest looks very civilised and gentle. If the political placards weren't there, I would have confused it with a folk music event! Considering what's happened to Iceland's financial system and what will inevitably happen to its economy, I'm surprised the citizens aren't much more angry with the governors of their central bank."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég bloggaði um það að Íslendingar kunna ekki að telja. Ég var frekar ósátt við að mótmælin beindust gegn einum manni.   Sem sannarlega á að víkja.  Reyndar tel ég víst að það verði tilkynnt í þessari viku að það verði skipt um stjórn SÍ.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Merkikerti, að virða fréttamenn ekki viðlits. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 01:50

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og ég reikna ekki með öðruvísi framkomu af hálfu dýralæknisins

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heyrðu, ég horfði á þetta, ráðherrar Samfylkingarinnar voru ekkert betri, það virtust allir hafa farið í fússi af þessum fundi, skelltu nánast bílhurðum á fréttamennina, virtust vera í uppnámi - ætli stjórnin sé að springa?

Geir tók að sér að svara spurningum fréttamanna, einn manna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 02:15

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er ekki rétt að gæta sanngirni í þessu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 02:16

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

Mjög gott framtakfrabær pistillog þarfur.

ég er ánægður að þu og hluti þjóðarinnar séu að vakkna og sjá gegnum belkkingar sjálfstæðismanna. það er bara heiður að þú linkir á mig og notir mynd eftir mig það er öllum frjálst.

allt fyrir málstaðinnog sannleikan

Aldrei Aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 02:19

7 identicon

Takk, takk. Við höfum einnig verið gagnrýnd fyrir það að beina spjótum okkar að einum manni. En ég segi "first things first". Eins og Jón Baldvin talaði í silfrinu er það frekar áríðandi að maðurinn víki svo ekki sé meira sagt.

Birgir Þórarinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 02:29

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að öðru leyti góður pistill.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 03:17

9 identicon

Takk fyrir Hanna Lára. Ég var á fundinum á laugardag og trúi hærri tölunni.

Ef eitthvað hjálpar íslensku þjóðinni að komast útúr þessum hremmingum á annan hátt en að skuldsetja okkur og börnin okkar enn frekar þá eru það góðir bloggarar.

Aðrir fjölmiðlar eru  ótrúlega slappir og sést best í þessum aðstæðum núna hvað búið er að skemma íslenska blaða- og fréttamenn! Þeir mega bara þóknast sínum yfirmönnum. Er þetta ekki sorglegt? Fyrir þá og fyrir okkur! Við erum á skrælingjastiginu í samfélagi þjóðanna. Sem betur fer þá er heimspressan búin að átta sig á þessu og sendir hingað sína eigin menn og er að koma sér upp kontöktum á landinu. 

Svo nú þurfum við að lesa um ástandið hér í heimspressunni!

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 06:36

10 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk Lára fyrir að taka þetta upp, þú ert að verða mikilvægur fjölmiðill í þeirri fjölmiðlakreppu sem ríkir.  Að íslenskir fjölmiðlar kunni ekki að telja nema upp að 500 er áhyggjuefni. Það hversu margir mættu skiptir nefnilega verulegu máli, í því liggur fréttaefnið. Hvort það voru 500 eða 2000 skiptir öllu.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.10.2008 kl. 07:21

11 identicon

Ein af ástæðum þess að fólk veigrar sér við að mæta á mótmælafundi er sú, að greiningardeild Ríkislögreglustjóra myndar alla svona hópa og skráir hvern einstakling sem hættulegan. Flestir eru fremur kjarklitlir í þessu samhengi og forðast að komast á þessar skrár.

Karlinn í tunglinu (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 07:25

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikill munur á umfjöllun Reuters og íslensku fjölmiðlanna. Það verður spennandi að sjá hvernig mótmælin verða næsta laugardag......og ekki grunar mig hvað eigi þá eftir að vera búið að gerast í þjóðmálunum í vikunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:20

13 identicon

Fáránlegur fundur gegn einum manni, Davíð Oddssyni, þegar mjög svo alvarlegir hlutir eru að gerast á heimsvísu.  Heldur fólk virkilega að kreppan sé Davíð að kenna?

Af hverju var ekki mótmælt við sendiráð Breta og þeirri svívirðilegu framkomu við okkur við að setja á okkur hryðjuverkalög.  Við eigum að heita vinaþjóð þeirra.  Þessi lög voru ekki ætluð okkur sem vinaþjóð þeirra, heldur Al Qaida og öfgasinnuðum múslímskum hryðjuverkamönnum, og etv. löndum eins og Norður-Kóreu, Sýrlandi eða Íran.  Fáránlegt að beita svona lögum gegn einu minnsta þjóðríki í heimi. 

Skammist ykkar fyrir þessi mótmæli!  Það er verið að mótmæla sendiboðanum, ekki smiðnum.

Það er augljóst að fótgönguliðar Samfylkingarinnar hafa verið hér að verki og staðið fyrir þessum mótmælum, enda lítur Samfylkingin svo á að ein helsta hindrunin fyrir því að Ísland gangi í ESB, sé Davíð Oddsson.

Hermann Ú. Þórarinnsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:41

14 identicon

Takk Lára Hanna!!

Þetta er bara algjör vitleysa, hvernig voga ráðamenn þjóðarinnar að láta svona!  Og nú á að gefa náttúru okkar... Náttúran fríkeypis og helst gefum við hana bara ef það eru eitthver stór mengandi fyrirtæki sem vilja skemma náttúru annara landa og við halda þrælahaldi....

Nú er lag að við stöndum saman og látum ekki virkja hvern einasta krók og kima hverja einustu sprænu!  Við getum vel komist í gegnum þetta án þess að byggja risa verksmiðjur...

Lára Hanna þú er HETJA!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:00

15 identicon

Gullkorn frá Bláskjá: "Fallegt haustveðrið líklega haft áhrif á fundarsóknina" :)

Fjöldinn var nær því að vera 2000 en 500. Giskaði sjálfur á 18 til 19 hundruð. Og það er rétt að nú var mætt fólk sem maður hefur ekki séð áður standa í mótmælum, rígfullorðið fólk.

Þeir sem eru með Davið Oddsson á heilanum verða að átta sig að því, að krafan er sú að formaður bankastjórnar Seðlabankans fari frá, jafnvel þótt hann heiti Davíð Oddsson. Ástæðan er sú að formaður bankastjórnarinnar - og reyndar bankastjórnin eins og hún leggur sig - er rúinn trausti.

"[...] ríkisstjórnin og seðlabankinn virðist ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hiki við að lána þeim peninga. Svarið sé einfalt þótt það hljómi ekki vel. Það beri enginn traust til núverandi ríkisstjórnar og seðlabanka; það treysti þeim enginn til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán."

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/20/stjornvold_skilningslaus/

Rómverji (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:24

16 Smámynd: Vilberg Helgason

hvar eru spunameistarar ríkisstjórnarinnar í útlöndum núna, þá allavega til að leiðrétta frétt BBC að 1% þjóðarinnar hafi komið á þennan fund ef það voru einungis 0,16% þjóðarinnar sem eiga að hafa mætt.

Það er nú varla til að auka tiltrú útlendinga á ríkisstjórninni og seðlabankanum okkur ef þeir telja að næstum 1% þjóðarinnar hafi mætt að mótmæla þeim.

En ekkert heyrist frá litla Íslandi til að fegra okkur fyrir heiminum. Allt er steingelt bæði innávið og útávið.

Vilberg Helgason, 20.10.2008 kl. 11:26

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það eru hópar fólks að skipuleggja sig í Bretlandi með herferð til að tala máli Íslands. Þetta kom fram í Silfri Egils í gær.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 11:38

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Spunamaskínan greinilega í gangi.

Allir ráðherrar ríkisstjórnarinna komu sér undan svörum, líka Samfylkingarfólk, því miður.

Rut Sumarliðadóttir, 20.10.2008 kl. 11:50

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Rut, ég held að þeir hafi einfaldlega ekki haft nein svör, vegna þess að engin niðurstaða kom út úr fundinum, þvert á móti sigldi allt í strand. Síðan spann Geir upp svar handa fréttamönnum fyrir hönd fundarmanna til að hafa þá góða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 11:55

20 Smámynd: Heidi Strand

Geitakiðlingurinn kunni að telja upp að tíu. Löggan í Reykjavik upp að 500
Flott samantekt hjá þér. Reutersfréttinn var hlutlaus og miklu betra.

Ég treysti ekki dyralækninum. Ég mundi ekki einu sinni treysta honum fyrir einn naggris.
Fréttamenn verður að skilja að þessi mál sem spurt var um komi okkur ekki við.
Árni minnti mig á glæpamann sem  var á leið inn í dómshúsinu og vildi ekki segja eða að sýna á sér andlitið.
Mér sýndist hann vera klæddur sauðagæru.

Heidi Strand, 20.10.2008 kl. 12:48

21 identicon

Þrátt fyrir að ég sé sammála því að þarna hafi varlega farið með tölur þá fannst mér hópurinn gera minnst úr sjálfum sér með því að bera uppi dónaleg spjöld og slagorð... "Burtu Auli" o.s.frv.  Þetta yrði svo sannarlega ekki liðið í barnaskóla og afhverju ætti þetta að vera liðið á svona stað?  En þetta segir mér meira um fólkið sem þetta sótti en það sem farið var fram á.  Davíð á vissulega að víkja en sama gildir um hina tvo bankastjórana og ekki síst stjórn bankans... hún gleymist alltaf!  Réttara væri að fara fram á hluti en kasta ekki steinum.  Ég þori að efast um að menn sem þarna voru staddir séu nokkru betri persónur en þeir sem sótt er að.  Ríkið má skammast sín en dónarnir á Austurvelli skulu svo sannarlega líka skammast sín!

Funi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:16

22 identicon

Þú ert frábær Lára Hanna. Ekki gefast upp!

GD (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:33

23 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég vil líka minna á þann fjölda sem kom og fór sem ekki stóð í kuldanum allann timan eg er að tala um gegnumstreimið. Hvernig er hægt að telja það ?

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 13:35

24 identicon

Ég komst í háttinn eftir vinnu klukkan Hálf ellefu og lanagaði á austurvöll en þurfti að fara á fætur klukkan hálf eitt, til að hjálpa mági mínum við búferlaflutninga. Mig svo dauðlangar til að taka þátt í svona mótmælum en er alltaf svo upptekinn í vinnunni.

Þetta sýnir að þeir sem sýna sig á Á austurvelli eru svo sannarlega ekki allir sem hafa skoðanir á hlutunum. Já þeir eru svo sannarlega fleiri.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:51

25 Smámynd: halkatla

Árni er fimur í að skjótast undan eðlilegum fyrirspurnum fjölmiðla, af sinni alkunnu firringu og dónaskap í garð þjóðarinnar ;)

halkatla, 20.10.2008 kl. 14:07

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst samt ekki rétt að pikka Árna svona út úr akkúrat núna. Ef þið horfið á fréttina sjáið þið að enginn ráðherranna vildi svara neinu, Þorgerður vísaði til Geirs, sem svaraði fyrir fundarmenn. Ekki þar fyrir að ég er ekki hrifin af að hafa dýralækninn sem fjármálaráðherra, en mér finnst við ekki mega fabúlera svona og taka menn fyrir vegna svona atriða, við höfum annað og þarfara að gera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:11

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst satt að segja það draga annars ágæta umræðu hér niður á lágt plan að vera að hnýta í einstaka menn vegna þess hvernig þeir komi fram við fjölmiðla.

Það eru mikilvægari sakir sem hægt er að bera þessum mönnum á brýn en þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:13

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Greta Björg...  ég sá auðvitað hina ráðherrana líka. En Árni er FJÁRMÁLAráðherra þjóðar í efnahagsvanda og ætti að sjá sóma sinn í því að tala við okkur. Hann hefur ekkert sagt síðan hann kom af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sáralítið hefur heyrst í honum yfir höfuð. Geir, Björgvin, Össur, Þorgerður Katrín og fleiri hafa talað við þjóðina og meira að segja Ingibjörg Sólrún af sjúkrabeði frá New York.

En sjálfur fjármálaráðherrann er þögull sem gröfin og snýr við okkur baki. Þetta sýnir fullkomið vanhæfi í starfi sem hann fær heilmikið borgað fyrir úr vösum almennings.

Þess vegna pikkaði ég Árna út akkúrat núna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:17

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ókey, Lára Hanna, þú hefur mikið til þíns máls. Ég skil þig núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:21

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En voru blessaðir ráðherrarnir ekki bara dauðþreyttir og lá á að komast heim og drífa sig í bólið, eins og einn þeirra sagði þá liggur við að nú sé fundað dag og nótt? Nærri má geta að þetta hefur örugglega líka verið mikill átakafundur.

Þeir eru náttúrlega bara mannlegir eins og við og hafa sín líkamlegu takmörk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:25

31 identicon

Ég var á fundinum á laugardag og var einmitt vonsvikin yfir umfjöllun, eða réttara sagt umfjöllunarleysi fjölmiðla. Þá hef ég enga trú að fjöldinn hafi verið aðeins 500, frekar nær 2000.

Í ljósi þessa er enn mikilvægara að mæta á næstu fjöldafundi og blogga og taka myndir enda ekkert á fjölmiðlum að marka.

Niður með Davíð... og rest.

Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:14

32 identicon

Efnahagsástandið er allt mér að kenna.

Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu landi hef verið sofandi á verðinum gegn spillingu og sjálftöku úr ríkiskassa mínum.

En nú er komið nóg.

Ég hvet alla að hafa samband við alla til þess að sýna ráðamönnum þessarar þjóðar fyrir hverja þeir vinna.

Við getum ekki sofið lengur og hugsað þetta reddast, aðgerða er þörf núna.

Við öll erum þjóðin ,við öll berum ábyrgð á íslandi sínum ábyrgð og mætum öll á Austurvöll

Laugardaginn 25 Oktober KL15:00

Sýnum styrk okkar og samstöðu, komum út úr holunum og mótmælum öll

Æsir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:29

33 Smámynd: H G

Þakka þér samantektina, Lára Hanna!   Merkileg hegðun hjá fjármálaráðherra og bendir til að starfið henti honum illa!  

Æ fleiri skilja nú nauðsyn þess að hreinsa til í Seðlabanka Íslands og víðar í stjórnkerfinu. Það dugir ekki að deila með 3-5 í fjölda þeirra sem mættu á Austurvelli sl. laugardag til kröfugerðar. Sú brella er orðin lúin og undarlegt að löggan stundi slíkt enn - jafnvel þótt hún voni á kjarabætur hjá Bj.Bj.  Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða - þó öðru sé stundum haldið fram.  Margir eru feimnir við mótmælaaðgerðir -  enda var "Moggast" grimmt gegn slíku þá mörgu áratugi sem landið var í vasa FLOKKSINS EINA! - svo ekki sé minnst á að nöfn mótmælendu voru gjarna skráð og afhent 'varnar'-liðinu! -  fer ekki lengra útí í þá sálma. 

H G, 20.10.2008 kl. 16:44

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ertu Lára Hanna, og þakka þér fyrir þennan pistil, og klippurnar.  Mikill rosalegur dóni er fjármálaráðherrann okkar, og reyndar allir stjórnarmeðlimirnir, þeir virða okkur ekki viðlits. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:07

35 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hæ, ég var þarna, ég heyrði einhvern nefna töluna 4000. Mótmælendum mun fjölga á næstu misserum, eins mótmælastöðum af þessu tagi. Fólki virðist ekki alveg nóg boðið ennþá! En það er stutt í það! Heimskupör íslenskra embættismanna eru orðin að alþjóðlegum bröndurum.

Sorglegt en staðreynd, við eigum ekki einn einasta stjórmálamann, sem þorir að taka afstöðu með eigin sannfæringu lengur! Kannske hafa þessir einstaklingagr aldrei haft snefil af hugsjón eða sannfæringu. Þetta eru allt saman undirlægjur, með brostið siðferðisþrek!

Hvar var stjórnarandstaðan þegar við mótmæltum, hví komu þeir ekki til okkar? Hvar  voru verkalýðsforkólfarnir? Hvar er táknræn samúð þessara manna? Hví gera þeir sér ekki mat úr þessu tækifæri? Það vissu jú örugglega allir að mótmælin voru til höfuðs óstjórninni í landinu!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 20.10.2008 kl. 17:22

36 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið er ég ánægð með þig Lára Hanna! Þú tekur svo skynsamlega og málefnalega á mörgum þeirra efna sem mér finnst skipta mestu þessa dagana. Það er t.d. full ástæða til að velta fyrir sér hvernig var fjallað um mótmælin sl. laugardag í fjölmiðlum. Ég tek undir það að fréttamaðurinn á Reuters var starfi sínu best vaxinn. Undarlegt að hann var sá eini sem setti mótmælin í almennilegt samhengi við það hversu alvarlega er komið fyrir efnahag landsins.

Það er líka merkilegt hvernig þessi mótmæli eru einhvern vegin hundsuð. Var það ekki síðast í gær sem Geir H. Haarde ítrekaði það að hann bæri enn fullt traust til Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóra? Það var ekki vikið orði að því hvaða augum hann liti kröfur mótmælenda um að hann segði af sér og hvort honum fyndist ekki ástæða til að taka tillit til þeirra.

Árni Matthíssen er þumbi. Hann er auðvitað mannlegur og allt það. Það getur þess vegna legið misvel eða -illa á honum en hann gegnir ákveðnu embætti fyrir hönd þjóðarinnar sem hann verður að axla ef hann ætlast til að mark sé á honum tekið. Hann hagar sér eins og fréttamennirnir hafi ætlast til að hann svaraði einhverju sem varðaði hann persónulega.

Það var alls ekki raunin og þess vegna ber honum hreinlega skylda til þess að koma fram sem fjármálaráðherra þjóðarinnar og svara spurningum varðandi það alvarlega efnahagsástand sem blasir við okkur núna. Hann hefur e.t.v. engin svör og þá tjáir hann sig um það en ekki með þessum hætti. Mér finnst það reyndar ekki ástættanlegt að fjármálaráðherra hafi engin svör en ...

Með þessum þumbaragangi eykur hann á óöryggi þjóðarinnar. Maður fær það nefnilega alls ekki á tilfinninguna að fjármál þjóðarinnar séu í góðum höndum hjá manni sem segir með framkomu sinni: „Látið mig í friði vegna þess að ykkur kemur það sem ég er að gera nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut við!“

Að lokum langar mig til að taka það fram hvað ég er glöð að það eigi að efna til annars mótmælafundar n.k. laugardag Það veitir greinilega ekkert af því að minna stjórnvöld á að við, almenningur í landinu, erum að fylgjast með og okkur er alls ekki sama. M.ö.o. okkur líst alls ekki á það sem við sjáum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.10.2008 kl. 18:07

37 Smámynd: Óðinn Þórisson

það hlýtur að hafa valdið þeim  sem stóðu fyrir þessu einelti miklum vonbrygðum hvað fáir nenntu að mæta
davíð nýtur fulls trausts geirs  

Óðinn Þórisson, 20.10.2008 kl. 19:30

38 Smámynd: H G

Ágæti Óðinn!  Hvar hefur þú alið manninn síðastliðin tæp 20 ár? D.O. hefur Geir og fleiri úr FLOKKNUM enn í vasanum.  Sjálfur er hann gömul eineltis-bulla - sem bolaði alltaf burt fólki sem ekki var sammála honum - sbr. sögulegar fjöldauppsagnir í forsætisráðuneytinu er hann tók við því í DENN!  Hvað fullt traust Geirs áhrærir, veist ÞÚ ekkert um það. 

H G, 20.10.2008 kl. 21:11

39 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=3aDrDGUe9Jk

sýnist vera eitthvað fleiri en 500 samkv. þessu videói á youtube

var ekki á fundinum (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:23

40 Smámynd: Heidi Strand

Varstu þarna Óðinn? Ég var þarna og var mjög ánægð með hvað við vorum mörg.
Manstu þegar Davíð rak skúringarkonuna? Var það einelti?
Hvers vegna heldur þú að Davíð nýtur fulls trausts Geirs? Ekki skil ég það.

Við verðum að horfast í augu við vandann til þess að komast út úr honum, annars er okkur ekki bjargandi.

Heidi Strand, 20.10.2008 kl. 21:38

41 identicon

Skil ekki af hverju þú og fleiri sem eruð fylgjandi þessum mótmælum hafið svona miklar áhyggjur af talningunni? Ef þið eruð ánægð með mætinguna þá er það fínt. Ef ykkur finnst þið hafa verið 4000 er það ennþá betra. Eruð þið ekki að verða svolítið obsessed af smámunum?

Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:52

42 Smámynd: Heidi Strand

Ef við höfum áhyggjur, er það vegna þess að fjölmiðlar fara rangt með og er það ekki traustvekjandi.
Soffía, mér finnst þetta ekki vera smámuni.
Kannski er ástandið í þjóðfélaginu líka smámunir í augu marga sem dásama stjórnin, sem fær falleinkunn af erlendum sérfræðingum.

Heidi Strand, 20.10.2008 kl. 22:32

43 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég taldi 1897 manns á austurvelli á meðan fundurinn var.. svo nennti ég ekki að telja meira og fór á Thorvaldsensbar til að pissa.. og fékk mér heitt kakó og koniakk...        mér varð svo kalt :S

Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 22:39

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins gott að ég var heima...annars hefði ég náttúrlega getað fengið mér kakó með Óskari...

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:06

45 Smámynd: Heidi Strand

Eigum við að hittast á Thorvalsens bar kl 14 á laugaedaginn kemur? Ég verð þar.: )

Heidi Strand, 20.10.2008 kl. 23:22

46 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gæti verið að það séu blýantsnagararnir í Seðlabankanum sem hafa talið, eitthvað hafa tölur vafist fyrir þeim undanfarið. Lára fórstu að öllum reglum varðandi höfundarrétt þegar þú samdir myndbandið? Hver á lagið?

Víðir Benediktsson, 20.10.2008 kl. 23:33

47 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég mæti!

Já, ætli það ekki, Víðir, mjög sennilegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:35

48 Smámynd: halkatla

Það er dáldið geggjað að enn sé til fólk sem telur sig vera vel upplýst en sem er samt ekki farið að fatta að það eru komnir margir margir dagar af algjörri ignorun og vanvirðingu í garð þjóðarinnar í þessum RISAmáli, það er fámennur og útvalinn hópur með mikla fortíð á bakinu sem sér um öll vandamálin sem eru þessa dagana rædd í "skúmaskotum", og almennir þingmenn fá ekki einu sinni mikið meiri upplýsingar en þjóðin! Þetta er hneyksli, það er óafsakanlegt að horfast ekki í augu við þetta og það er fullkomlega eðlilegt að taka eftir því að Árni er mest áberandi dóninn, Geir bullar þó eitthvað framan í myndavélarnar en hin hlaupa burt einsog hræddir hundar, sennilega undir skipunum eða leiðbeiningum um að segja sem minnst. Staða Árna er lang mest vandræðaleg og einsog er þá getur ekkert gott komið útúr því að verja hann sérstaklega fyrir eðlilegri gagnrýni

Þetta er pirrandi en það er hinsvegar hlægilegt að einhverjir séu ennþá til sem finnst þessi mótmæli skapa vanda það er óborganlega hræðilegt.

halkatla, 21.10.2008 kl. 01:44

49 Smámynd: Ásta

flott grein hjá þér.

Ásta, 21.10.2008 kl. 15:09

50 Smámynd: Sævar Einarsson

Here is what i demand ! if you feel the same, feel free to copy/paste this all over

I am Icelandic and I am proud of my nationality. I do not let anyone tell me where I should sit or stand and I will not be forced to go against my better judgement. Therefore I am free.
 
I now watch the so called friendly allies shun my nation with insults and to top it off the Icelandic government seems to be stunned! Now is the time for Icelanders to stand up and fight back and send a message to the international community and our fake friendly "friends" by termination all diplomatic avenues with our fake allies. Let's start with the United States of America, which deliberately excluded Iceland, when they made deals to help the other Scandinavian nations and a few European neighbours with substantial currency influx.

Then United Kingdom followed by declaring and using a terrorist provision in their laws against Landsbankinn, after, mind you, that the Icelandic Financial Supervisory Authority had taken over the business of running the bank. Gordon Brown´s actions have had far reaching repercussion's on the international level. It will take the Icelandic nation years to regain it´s trust and business reputation. Business relationships that we have nurtured and built over the years are in ruins due to these actions. No one can truly fully comprehend the damage, that caused a chain reaction that all but destroyed the only remaining solvent bank "Kaupthing".

Now it is time for the Icelandic government to show some national pride and stop allowing it´s nation, it´s people to be trampled under the heals of our fake "friends", that have done little but insult the nation and our integrity. I would like Iceland to declare it´s independence from the NATO alliance no later than now! That NATO let us down is an understatement, they just sit around discussing the situation, and scratching their heads, while our international funds and assets are turning to dust.

It is my believe that we should apply for alliance with PfP (Partnership for Peace). NATO, is ruled by two nations, the United States and the United Kingdom — the same two countries that now attempt to destroy an independent sovereign nation. These two are behaving like dictators, behaving like they rule the world. The arrogance is shameful to watch. But the fact that we as a nation are under their dictate (NATO) shames us. We would be better set as members of the PfP, in fact we have better friends in those ranks, friends such as, Ireland, Finland and Sweden who are members of the PfP. (click here for more information)

The governments of the UK and the USA humiliated Iceland during a pivotal and critical moment, and that is unacceptable by any standards. What if, instead of Iceland, it would have been Finland or Sweden who would be in our circumstances, would Gordon Brown have used the same tactics on them? No! He would not have dared! The PfP would have taken extreme action against the UK for such a deed, in fact the UK would have been sued for economic war against a sovereign nation and a member of the UN and NATO. ??Gordon Brown did in fact attack a defenceless nation, a nation within the same international alliance as the UK, in the process as mentioned before, causing more damage to Iceland, while at the same time buying himself the temporary adulation of the British public. According the UK media, the current atmosphere in Britain is the one of pride in Gordon Brown for his attack on a small unarmed nation with a population of 320 thousand. Indeed the UK media does a fine job of continuing humiliating our small country, it does the British proud, as it would any bully.

My fellow Icelanders! Our engine is running on fumes! I demand an immediate resignations from the NATO alliance. Furthermore the United Kingdom must be sued for perpetrating what can not be called anything other than an "economic act of war" against a sovereign nation, demand that they will be made to answer to higher court and pay billions of pounds in damages for said aggression.

If you take a good look at PfP (click here), you will be able to read for your self how NATO is slowly, but surely, making it´s way into the Russian backyard by allowing membership to former Soviet countries into the NATO alliance. Don´t be fooled into thinking that NATO is a friendly alliance to Iceland, look at the result of this so called friendship — the friendship is a fake.

The new NATO members are: Poland, member since 1999, along with the Ukraine. In 2004 Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Roumania, Slovakia and Slovenia became the new members of NATO. Whom do you think this will best serve strategically? The United States perhaps? You would be right if you thought that. Look at what they are currently doing in Poland. This is the beginning of the "New World Order" planned and executed by the United States! I, myself, refuse to be enslaved by this alliance, what about you?

Sævar Einarsson, 21.10.2008 kl. 19:25

51 Smámynd: Sævar Einarsson

Vegna þess Anna að ég vill að þetta fari sem víða og vekji aðrar þjóðir upp sem skilja ensku, til umhugsunar hvað NATO er í raun.

Sævar Einarsson, 21.10.2008 kl. 21:12

52 identicon

Látið ekki hina spilltu leiðtoga þjóðarinnar drepa ykkur án þess að mótmæla.

Munið eftir að skrifa undir
Síðasti sjéns áður en Seðlabankinn fer í glaldþrot!
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html

Burt með skítapakkið!
Með illu skal illt út reka

RagnarA (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:40

53 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er íslenskur ríkisborgari og ég er stoltur af því. Ég hugsa sjálfstætt og læt ekki aðra stjórna því hvort ég standi eða sitji. Ég læt ekki neyða mig til að gera eitthvað sem mér er á móti skapi. Með öðrum orðum; Ég er frjáls! Ég horfi á „vinaþjóðir“ okkar smána þjóðerni mitt og ríkisstjórn Íslands gera lítið sem ekki neitt í því. Þá er kominn tími til að standa beinn í baki og senda þessum „vinaþjóðum“ sem brugðust okkur á ögurstund kaldar kveðjur og slíta vináttuböndin við þessi ríki. Þá á ég við USA sem skildi okkur útundan þegar þeir gerðu gjaldeyrisskiptasamninga við ýmis ríki Evrópu og þar á meðal Norðurlönd nema Ísland. Þá á ég ekki síður við UK sem gekk lengra gegn Íslandi með því að beita fyrir sig hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum eftir að FME tók yfir rekstur hans. Orða og athafnir Gordon Brown hafa svo víðtæk áhrif á erlendri grundu að það tekur Íslendinga áratugi að endurheimta það traust sem við höfðum. Viðskiptasambönd við erlend fyrirtæki til áratuga eru í uppnámi vegna aðgerða þeirra og hefur skemmt meira en nokkurn getur grunað. Keðjuverkandi áhrif leiddu svo falls Kaupþings banka.

Núna vil ég að íslensk stjórnvöld sýni að það sé vottur af þjóðarstoltinu eftir og hætti með því sama að vera undir hælnum á „vinaþjóðum“ sem gera lítið annað en að smána okkur þessa dagana. Ég vil að Ísland segi sig úr NATO og það strax. NATO brást okkur og það eru gríðarleg vonbrigði. Á meðan þeir þrasa þá fuðra upp eigur Íslands erlendis. Við ættum frekar að óska eftir inngöngu í PfP (Partnership for Peace). NATO er stjórnað af 2 ríkjum, USA og UK, þeim hinum sömu og nú svíða íslenskan svörð. Þessi ríki haga sér eins og alheimsvald og frekja þeirra og yfirgangur er þeim til skammar. Enn meiri er skömm okkar af því að fylgja þeim að málum. Við erum að ég tel mun betur sett í PfP. Þar eigum við raunbetri vini að ég tel. Meðal ríkja í PfP eru Finnland, Svíþjóð og Írland. Sjá nánar á http://en.wikipedia.org/wiki/Partnership_for_Peace

Stjórnvöld Breta og Bandaríkjanna smánuðu Ísland á ögurstundu og það er með öllu óásættanlegt. Hvað ef Finnar eða Svíar hefðu lent í þessu erfiðleikum? Hefði Gordon Brown beitt þessum lögum á þá? Nei, það er útilokað! PFP hefði strax gripið til aðgerða og hraunað yfir hann strax og kært fyrir efnahagsárásir. Gordon Brown réðist á herlaust land, bandamann í NATO og jók tjón Íslands til þess eins að vinna sér inn skammtímahylli meðal almennings. Bretar ráðast á vinveitt smáríki og eru stoltir af því samkvæmt því sem maður les í fjölmiðlum á Bretlandi. Þar er farið hamförum gegn Íslandi til að auka við smán smáríkisins Íslands.

Góðir Íslendingar! Fyrir mína parta er mælirinn fullur. Ég heimta úrsögn úr NATO og að Bretland verði lögsótt fyrir efnahagsárás á landið og þeir fái að svara til saka og borgi skaðabætur sem hlaupa á milljörðum punda.

Ef einhver kíkir á http://en.wikipedia.org/wiki/Partnership_for_Peace þá sést hvernig NATO er hægt og rólega að lauma sér inní bakgarðinn hjá Rússum og laða til sín nágrannalönd þeirra til að sauma að þeim. Ekki halda það að þetta sé eitthvert vinabandalag fyrir Ísland. Það leynir sér ekki hvernig þessar þjóðir fóru með Ísland. Sem dæmi þá gekk Pólland í NATO 1999 ásamt Ungverjalandi og Tékklandi og árið 2004 urðu Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Romania, Slovakia og Slovenia meðlimir í NATO. Hvaða landi ætli það þjóni mestum hagsmunum og hernaðarlegum tilgangi? Jú, mikið rétt – USA! Hvað eru þeir svo að gera í Póllandi núna? Þetta er bara byrjunin á heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna. Ég einfaldlega neita að selja sálu mína til þess að þjóna þeim! En þú?

Sævar Einarsson, 22.10.2008 kl. 07:20

54 identicon

Fullkomlega sammála Sævarnum. Ef við skoðum söguna, þá voru það Bandaríkin sem hófu kalda stríðið. Þeir gripu tækifærið þegar Evrópa var lömuð eftir seinna stríð og fóru að byggja herstöðvar út um allan heim og voru búnir að vera að því í tvö eða þrjú ár áður en Sovétríkin tóku við sér. Samt tókst að heilaþvo meirihluta vesturlandabúa og fá þá til að trúa að hervæðing Bandaríkjanna hafi verið til þess að bregðast við ógn frá Sovétríkjunum. NATO í Evrópu, ANZUS, á suðurhvelinu (eyjaálfu) og svo eitthvað hernaðarbandalag í Asíu (man ekki hvað heitir). Skjalasöfn í Moskvu eru aðgengileg og jafnvel þekktir íslenskir heimdellingar hafa fengið að gramsa þar og það hefur ekki fundist stafkrókur um á Sovétríkin hafi haft einhvern áhuga á að ná völdum á Íslandi, hvað þá að ógna því með hervaldi. Eða finnst fólki eitthvað sennilegt að kaldastríðssinnaðir heimdellingar myndu þegja yfir slíku ef þeir hefðu fundið?

Það ætti hver hugsandi maður að geta séð að það eru þeir sem græða á hernaði sem ráða ferðinni. Slíkir fjársterkir aðilar, sem leggja stórfé í sjóði stjórnmálaflokka. Það er lika ein af ástæðum fyrir að ekki má opna bókhald flokkanna. NATO hefur sem sagt ekkert með frið og öryggi að gera, miklu nær því að vera hið gagnstæða. Þetta snýst allt um peninga. Losum okkur nú undan þeirri niðurlægingu að hafa tekið þátt í þessari NATO-vitleysu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:16

55 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ísland úr Nató!

Göngum í PfP.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:33

56 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Annars sýnist mér PfP vera einhvers konar hliðardeild við Nató fyrir ríki sem síðan æskja inngöngu í það. Hvað ættum við að vilja í slík samtök?

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:40

57 identicon

Takk fyrir árvekni þína og umfjöllun Lára Hanna.

Hulda (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:08

58 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Bullið hjá sævarnum er ekki svaravert.

Húnbogi, það er nú svo langt í frá að Bandaríkjamenn hafi einhliða stofnað til kaldastríðsins! Ef þú vilt horfa til sögunnar þá var WWII frekar hliðarskref í vaxandi baráttu BNA og USSR um yfirráð yfir Evrópu. Stalín var enginn friðarins maður og gerði hvað hann gat til að spilla fyrir lýðræðisþróun í Evrópu, reyndar með þeirri óvæntu afleiðingu að fasisma óx fiskur um hrygg.

Eftir WWII þá sátu Sovétmenn á hálfri Evrópu og neituðu að skila. Er það ekki ágætis innlegg í kalt stríð? Með herkjum tókst að ná Austurríki undan Sovétmönnum gegn skilyrðum um hlutleysi, það var það eina sem þeir skiluðu. Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, hálft Þýskaland. Hersetið af Rússum sem neituðu að fara.

Innrásin í Normandí var öðrum þræði gerð til að stöðva framrás Sovétmanna, koma í veg fyrir að þeir næðu allri álfunni. Kapphlaup hófst um hver yrði fyrstur til Berlínar og unnu Sovétmenn það, enda var þar talsverður vinningur að hafa: Stærsta forðabúr hreinsað úraníums sem til var á þeim tíma utan BNA, auk vísindamanna sem höfðu unnið að gerð kjarnorkusprengju.

NATO var í fyrstu ekki það hernaðarbandalag sem það síðar varð og gæti það auðvitað skýrt þá sérstöðu sem Ísland var í, að vera neytt út í tvíhliða hernaðarbandalag við BNA enda vissu þeir sem var að þeir urðu að halda landinu, sama hvað. Eftir að skýrðist með tímanum að Sovétmenn ætluðu ekki að skila herteknum svæðum, sem og fyrsti virkilega heiti blossi kalda stríðsins (Kóreustríðið), þar sem var barist við Kínverja sem enn voru miklir bandamenn Sóvétmanna, þá jókst hernaðarhlutverk NATO og tók yfir að vissu leyti hina tvíhliða samninga við Ísland og V-Þýskaland.

Hvað Ísland varðar þá snérist vera okkar í Nató aldrei um það hvort BNA eða USSR hefði gagn af landinu sem slíku. Þetta snerist eingöngu um staðsetningu - án herstöðvar okkar hér gátu Sovétmenn komið með kjarnorkuvopnakafbáta upp að Austurströnd BNA og tekið út allt stjórnkerfi þess lands á uþb. 5 mínútum. BNA hafði enga sambærilega aðstöðu, allar árásir á Sovétríkin tækju hálftíma hið minnsta.

Ísland lokaði hliðinu úr Íshafinu inn í Atlantshafið og allt starf kanans hér snerist um að fylgjast með kafbátum og koma í veg fyrir að þeir færu í gegn. Nokkrar tilraunir enduðu næstum því í hernaðarátökum, BNA hefði aldrei viljandi hleypt sovéskum kafbáti hér í gegn (myndin um Red October er ágætis lýsing á einu slíku tilfelli).

Fyrst BNA var hér þá hefðu Sovétmenn aldrei reynt að ráðast á landið með hefðbundnum hætti - enda var enginn hernaðarviðbúnaður hér til að verjast innrás! Í öllum æfingum þá tókst "óvininum" (norskum sérsveitarmönnum) alltaf að sigra og ná stjórn á Keflavíkurvelli - enda snerist málið aldrei um það. Sovétmenn miðuðu nokkrum fjölda kjarnorkuflugskeyta á SV hornið og Stokksnes og einnig voru sprengjuflugvélar í viðbragðsstöðu, loks kjarnorkukafbátar undan ströndinni. Í upphafi Evrópustríðs hefðu Sovétmenn sprengt Keflavík og Stokksnes í frumeindir (kannski með hefðbundnum sprengjum til að byrja með) til að opna sér leið inn í Atlantshaf. BNA hefði hins vegar svarað slíkri árás með kjarnorkuárás á Sovétmenn - um það snérist kalda stríðið, "Assured Mutual Destruction". Eina "vörn" BNA við meintum yfirburðum Sovétmanna í hefðbundnum hernaði var að hóta kjarnorkuárás sem fyrstu viðbrögð. En Sovéskur kjarnorkukafbátur undan A-Strönd Bandaríkjanna hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir slík fyrstu viðbrögð - og það gátu BNA aldrei leyft.

Ég hef ávallt verið herstöðvaandstæðingur og á móti veru Íslands í NATO. En það þýðir ekki að maður þurfi að brengla söguna eða neita að horfast í augu við staðreyndir.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.10.2008 kl. 18:25

59 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aðeins ein leiðrétting: BNA var auðvitað ekki inni í evrópskri pólítík fyrir WWII, það voru Sovétmenn sem ógnuðu álfunni með beinum eða óbeinum hætti og fasisminn (þ.m.t. nasisminn) var á vissan hátt svar valdakerfisins í Evrópu við ógninni sem stafaði af Sovét-studdum kommúnisma.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.10.2008 kl. 18:29

60 Smámynd: Sævar Einarsson

Bullið hjá Brynjólfi er svaravert (næstum því) ég spyr þig og ég vill fá svar. Ef Pólland hefði ekki gengið í NATO 1999, væri herstöðin í Keflavík farin ?

Sævar Einarsson, 24.10.2008 kl. 00:23

61 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Auðvitað. Herstöðin í Keflavík missti hlutverk sitt með falli Sovétríkjanna og það var ljóst nánast um leið að Bandaríkjamenn vildu leggja stöðina niður. Innganga Póllands í Nato hafði ekkert með það að gera.

Nato - ríkin stofnuðu fyrirbæri sem kallaðist Partnership for Peace og var hugsað sem viðbragð við fall Sovétríkjanna, lönd sem ekki voru í Nato var boðið að ganga í þennan "samning" ásamt Nato til að koma í veg fyrir hugsanlega upplausn í álfunni.

Síðan þá hafa þau ríki sem vildu (eða gátu) gengið í Nato, afgangurinn eru, auk nokkurra hlutlausra (þ.e. ekki-Nato) ríkja í Vestur-Evrópu, fyrst og fremst fyrrum Sovétríkin og fyrrum Júgóslavía. En PfP er bara svona nokkurs konar auka-aðild að Nato, leið fyrir ekki-Nato ríki til að fylgjast með því sem Nato er að gera. PfP hefur ekkert annað hlutverk.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2008 kl. 08:41

62 identicon

Mér hefur alltaf fundist hlægileg þessi kenning um GIUK hliðið. Að herstöðin í Keflavík hafi komið í veg fyrir að kafbátar kæmust milli Grænlands og Noregs. Á sama tíma og þeir léku sér að því að komast óséðir gegnum 100 metra breið og aðeins 30 metra djúp sund í Svíþjóð. Þær ferðir virðast ekki hafa haft neinn hernaðarlegann tilgang, aðeins verið æfinga og skemmtiferðir, til til þess að reyna að sína einhverja þörf eða notagildi fyrir "draslið" þvi að Sovéski herinn og síðar Rússneski er ríkisbákn sem vill stækka endalaust því að topparnir sem þar stjórna eru að hugsa um eigin rass og hagnað sinna einkavina. Nákvæmlega það sama og með Bandaríska herinn og Nato herina. Því, eins og ég hef áður sagt og ekki hefur verið hrakið, þeir sem græða á þessu, styrkja stjórnmálaflokka og hafa þar af leiðandi mikil völd bak við tjöldin og ráða þess vegna ferðinni. Þetta er í rauninni alþjóðlegt vandamál. Hér á landi höfum við slíkt bákn sem beitir öllum brögðum til að fá að stækka endalaust. Það er Landsvirkjun.

Ekki get ég séð að hernaðarbandalög Bandaríkjamanna í Eyjaálfu og Asíu hafi verið til að bregðast við ógn eða yfirgangi Sovétríkjanna.

Að herstöðin í Keflavík hafi tryggt það að Sovéskir kafbátar kæmust ekki að austurströnd Bandaríkjanna og notuðu meðal annars hlustunarduflin, (Íslendingar gerðu sig að fíflum með því að kalla þessi dufl, í fjölmiðlum: Rússnesk hlustunardufl og gera enn) hvað þá með Atlantshafið sunnan Íslands? Ef svæðið í kringum Ísland var svona mikilvægt, af hverju sýndu þá Sovétríkin aldrei neinn áhuga á Jan Mayen?

Sovétríkin vildu hafa löndin, næst sér, innan áhrifasvæðis til að halda Bandaríkjaher lengra í burtu. Að þau hafi verið treg til að "skila" þessum löndum..... Er þá ekki eins hægt að segja að Bandaríkin hafi ekki viljað "skila" Íslandi fyrr en 2006?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:40

63 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Athyglisverð nálgun hjá þér Húnbogi.

Óskar Þorkelsson, 24.10.2008 kl. 11:54

64 Smámynd: Fríða Eyland

http://www.cbseyemobile.com/users/manisl/channel/item/31718

Þarna vorum við talin nokkur hundruð næstum því 1000 

Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband