24.10.2008
Árni Darling og Björgvin G.
Enn og aftur stöndum við frammi fyrir spurningunni: Hver segir satt og hver lýgur? Það var fróðlegt að heyra þetta margumrædda ráðherraspjall. Darling áhyggjufullur og ekki gat ég heyrt að svör Árna róuðu hann. Nú þyrfti einhver blaðamaður að rekja garnirnar úr Björgvin og annar (breskur?) úr Darling og bera síðan saman frásagnir af fundinum í september sem Darling vísar í. Hvað sagði Björgvin? Hverju lofaði hann og hverju lofaði hann ekki? Eða lofaði hann kannski engu?
Hér er umfjöllun Kastljóss um símtal Árna og Darling. Textann má líka lesa á Eyjunni.
Fjallað var um málið í tíufréttum RÚV í kvöld.
En mér fannst ekki síður áhugavert viðtalið við Jón Daníelsson sem kom á eftir. Hann pakkar áliti sínu ekki inn í bómull, hvað svo sem fólki finnst um skoðanir hans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Enski boltinn, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Athugasemdir
Seint hélt ég að ég myndi verja dýralækninn. Ég get ekki séð neitt athugavert við það sem Árni sagði. Ef hann hefði svarað öðruvísi hefði hann farið með rangt mál, það hefði verið enn verra. Báðir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins og niðurstaða símtalsins var að komast þyrfti að samkomulagi á siðaðan hátt. Upplifun Árna eins og hann lýsir því í viðtali sem sýnt var á undan er því alveg í takt við samtalið.
Kristjana Bjarnadóttir, 24.10.2008 kl. 00:35
Mér fannst mjög áhugavert að hlusta á Jón Daníelsson. Árni sagði ekkert í viðtalinu sem réttlætir hryðjuverkalög á Íslendinga......hann á nú nóg samt.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 00:37
Sammála ykkur báðum. Árni var helst til loðinn í svörum ern það gæti skýrst af óljósri stöðu mála.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 00:42
Fjármálaeftirlitið er skúrkurinn í þessu máli samkvæmt orðum Jóns Damíelssonar. Af hverju er það þá í forsvari fyrir enduruppbyggingu bankanna? Hvað er í gangi hérna?
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 00:46
Æ, hef verið að velta þessu fyrir mér og hve ofboðslega mannlegt þetta er allt saman. Íslensku stjórnmálamennirnir virðast fara eftir diplómatískum leiðum eins og þeir hafi allan tímann fyrir sér, eru að spá og spekúlera. En fatta svo ekki að viðskiptamenn, þ.e. þeir sem eru dagsdaglega í hörðum bisness hafa allt aðra tímamælistiku. Það sem við ætlum að gera , í róleheitunum, leysa málin á okkar hátt, - í rólegheitum, passar bara ekki lengur í hröðu, alþjóðlegu samfélagi. Hraðinn í peningaflóðinu erlendis, svör strax, hvað á að gera stax, núna, helst í gær, hvað segirðu NÚNA , er miklu hraðara tempó en íslensk stjórnvöld eiga að venjast. Það er þetta í þjóðasálinni sem þarf að breytast þegar átt er við samskipti sem byggja á hraða og skjót svör, fyrirsagnir. Sorrý, en því miður hugsa íslensk stjórnvöld á öðru tempói og það kemur þeim í koll. jamm. en gott er að vita að bloggið hennar Láru Hönnu er orðið vinsælast. Frábært. Til hamingju, Lára Hanna. Og auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. Bestu kveðjur. Og gangi "almannatengslafulltrúanum" vel að skýra út fyrir ráðamönnum "hraða /fyrirsagnahraða" í útlöndum sem passar ekki við rólegheitin hér heima.!!
NínaS (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:47
Sýn Financial Times á málið
Kristjana Bjarnadóttir, 24.10.2008 kl. 01:00
FT er þá sammála okkur
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 01:04
Það er ofar mínum skilningi hvernig orð bankamálaráðherra löngu fyrir hrunið (byrjun sept.?) mikla geta verið rót hryðjuverkalaganna. Hvernig í ósköpunum getur það passað? Hverju ætti sá ráðherra að hafa lofað, löngu fyrir hrunið - að standa við allar skuldbindingar? Þegar allt var óhrunið?
Útskýrðu þetta fyrir mig...Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 01:42
Get ekki útskýrt það, Friðrik Þór - því er nú andskotans ver og miður. Ég sé ekkert í máli Árna sem gæti verið rót hryðjuverkalaganna og að fara aftur til fundar í september er langsótt með afbrigðum.
Hvað vissu þeir mikið og hvenær? Hver sagði hvað við hvern? Þetta er algjör flækja.
Árni talaði við Darling á þriðjudagsmorgni, Davíð var í Kastljósi á þriðjudagskvöldi. Var það ekki þarna á milli sem Darling sagði að yfirvöld á Íslandi segðust ekki ætla að borga? Talaði hann við einhvern annan en Árna í millitíðinni?
Ég er farin að hallast að réttarhöldum þar sem þetta kæmi allt upp á borð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 01:52
Orð Davíðs í Kastljósinu að kveldi 7. okt koma málinu ekki við nema þá mjög óbeint. Fyrr þann dag talaði Darling við Árna í síma og daginn eftir 8. okt brugðust Darling og Brown við brjálaðir og Darling sagði: "They told us" - sem sagt vitnaði í viðtal/samtal sitt (en ekki eintal Davíðs í Kastljósi).
Ég satt að segja skil ekki hvað Björgvin getur hafa sagt í byrjun september sem skiptir höfuðmáli. Ég er ekki að verja hann, heldur vísa til gjörbreyttrar stöðu. Í millitíðinni kom nefnilega hrunið mikla!
Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 02:05
Spurning hvað þeir vissu mikið og í hvað stefndi fyrir hrunið mikla...
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 02:11
Tek undir með Friðriki.
Það er ekkert sem réttlætir hryðjuverkalögin. Ekkert. Hvorki loðin né óskýr svör stjórnvalda.
Darling og Brown eru bara ofbeldisbullur sem misnotuðu lög um hryðjuverk til einkanota.
Það er alvarlegur glæpur.
Það kemur mér á óvart hversu margir Íslendingar eru tilbúnir til að kenna fórnarlambinu um glæpinn. Það er ekki ósvipað og þegar konu sem er nauðgað er kennt um nauðgunina:Hvað sagði hún? Gaf hún eitthvað í skyn? Ef hún hefði hagað sér sómasamlega hefði nauðgarinn ekki misst stjórn á sér!
Benedikt Halldórsson, 24.10.2008 kl. 02:22
Ég tek heilshugar undir að ekkert réttlætti það að beita hryðjuverkalögunum. Nákvæmlega ekki neitt - hver svo sem sagði hvað við hvern og hvenær.
Ég get líka alveg ímyndað mér að Darling hafi verið að ljúga - að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið, hvað sem hver segði, og að í orðum Darling við Árna hafi falist dulin hótun eins og Kristín bendir á hér. Nógu oft sagði hann að orðspor Íslands myndi bíða mikla hnekki.
En það er með þetta eins og svo margt annað sem gerst hefur undanfarnar vikur - maður VEIT ekki fyrir víst hvað var og er í gangi og hvað býr á bak við. Og það er ekkert víst að við fáum nokkurn tíma að vita sannleikann í þessu máli. Það finnst mér vond tilhugsun.
Hvaða hag hafa Bretar - eða aðrar þjóðir - af því að eyðileggja Ísland? Getur nokkur stjórnmálamaður, sama hve ósvífinn hann er, tekið slíka ákvörðun og framkvæmt hana eingöngu til að fá meira fylgi í skoðanakönnunum heima fyrir? Það hlýtur að vera eitthvað annað og meira á bak við þetta.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 02:34
Hægt er að horfa á málið frá hinum ýmsu hliðum, m.a. þessari:
Landsb mokar inn innlánum í UK (með leyfi hvers?). Bretar hafa áhyggjur af því hvort íslendingar uppfylli skilyrði um ábyrgðir (ekki að ástæðulausu). Fundur í byrjun sept þar sem íslenski viðsiptaráðherrann fullyrðir að bankinn standi vel og ekkert þurfi að óttast (reynist ósatt), en þó sé best að stofna dótturfélag svo ábyrgðin færist yfir á breta(!?).
Neyðarlög eru sett 6. okt. FME tekur yfir Landsbankann. Fjármálaráðherra breta hringir í íslenskan kollega: "Skil ég það rétt að þið tryggið innistæður íslenskra sparifjáreigenda?" "Já" "En ekki í útibúum utan íslands?" "Nei"
Hér er ljóst að kominn er upp verulegur lögfræðilegur ágreiningur þar sem þetta er skýlaust brot á EES.
Um kvöldið staðfestir seðlabankastjóri í sjónvarpi að íslendingar ætli "ekki að borga". Fréttir berast af miklum fjármagnsflutningum frá Landsb. í Englandi til Íslands. Bretar beyta þeim lögum sem tiltæk eru til að stöðva þessa flutninga strax, þar sem þeir telja augljóst að innistæður breskra sparifjáreigenda eigi að nota til að bæta þeim íslensku sitt tap (eða á annan hátt).
Þetta er eitt sjónarhorn, og þau eru mörg...
sigurvin (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 03:51
Vissu þeir þetta í marga mánuði?
Ég hélt að vandinn hefði ekki komið í ljós fyrr en í lok september! Atvinnulygarar á launum samfélagsins! Burtu með þetta skítapakk!
[stolið af bloggi Ólafs Skorrdal]
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:02
Friðrik og Lára Hanna.
Þetta er allt rétt sem þið ræðið hér enda augljóst að símtal Darling við Árna er engin rök fyrir notkun hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Ég les einfaldlega út úr þessu að Darling hafi þarna áttað sig á því endanlega að hann væri í verulega vondum málum.
Afhverju?
Jú, það hefur verið staðfest að breska fjármálaráðuneytið (FMA) var búið að vera í viðræðum við Landsbanka og íslenska fjármálaráðuneytið oft og frekar snemma á þessu ári varðandi Icesave. Fundur Björgvins í september var bara einn af mörgum um málið.
Þeir vissu því betur en brugðust ekki nógu hratt við. Darling sem fjármálaráðherra ber sennilega einna mesta ábyrgð í stjórnkerfi Bretlands og ætli Brown sé ekki líka þar hátt skrifaður.
En eitt er ljóst. Íslenska þjóðin ber enga ábyrgð og ríkissjóður Íslands á eingöngu að bera þá ábyrgð sem á honum hvílir skv. alþjóðalögum og lögum um EES. Nú þýðir ekkert annað en að setja hnefann í borðið og segja við Bretana, hingað og ekki lengra.
Egill Jóhannsson, 24.10.2008 kl. 08:28
Björgvin G. er þessa stundina að „laga“ heimasíðu sína!!! Ekki í góðum málum drengurinn sá...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.10.2008 kl. 10:06
Darling gefur ítrekað í skyn að viðskiptaráðherra hefi verið búinn að segja sér ósatt. Það engan veginn hægt í dag að sjá hver lýgur og hver ekki. Hafi Björvin verið búinn að segja að allt hafi verið í himna lagi heima á íslandi er það ekki gott. Ætla bara að vona að hann hafi ekki verið svo grænn.
Víðir Benediktsson, 24.10.2008 kl. 12:23
Afhverju eru menn alltaf að gera lítið úr dýralæknismenntun fjármálaráðherra, eins og gert er í fyrstu athugasemdinni? Það eru út af fyrir sig engin rök gegn því að hann geti ekki verið sæmilegur stjórnmálamaður. Enginn myndi nota þetta gegn honum ef hann væri venjulegur læknir. Hér og víða annars staðar vaða fordómar uppi.
Úlfur, 24.10.2008 kl. 12:43
Landsbankamenn gáfu loforð, sem þeir gátu ekki staðið við.
Landsbankinn var einkafyrirtæki í aðaleigu Björgólfsfeðga.
Loforð frá slíkum mönnum koma ríkisstjórn Íslands ekkert við.
Þetta er ekki flókið !
Darling sagði:
„I take it therefore that the promise Landsbanki gave to us that it was going to get 200 million pounds of liquidity back into it has gone as well.“
Í kjölfarið hótar Darling landsmönnum öllum þegar hann segir við Árna:
„You have to understand that the reputation of your country is going to be terrible.“
Þetta er hótun, sem Brown og Darling hafa sannarlega staðið við.
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 12:59
Ég hef verið að reyna að átta mig á þessu og finna út í hverju misskilningurinn er fólginn. Það virðist hafa verið gert eitthvert samkomulag við Breta um að flytja 200 milljónir punda inn á reikninga Landbankans í London. Árni M. segir að það hafi brugðist. Það er í andstöðu við yfirlýsingu frá Landsbankanum. Kannski er það málið hjá Bretum, að það er þeirra skilningur að þessar 200 milljónir hafi ekki borist og túlkað það þannig að þeir peningar muni ekki koma. Ég veit ekki og finnst þetta ekki nóg til að grípa til þeirra aðgerða sem var gripið.
Fyrir utan þetta atriði er ekkert, sem Árni segir eða komið hefur frá ríkisstjórninni og bendir til annars en að ætlunin hafi verið að standa við skuldbindingar Landsbankans vegna Icesave. Málið er að Bretar eru búnir að skemma svo mikið og rýra eignir Landsbankans, að óvíst er að eignir bankans standi undir við þessum skuldbindingum. Vegna þess finnst mér óeðlilegt að íslenskir skattgreiðendur borgi krónu til breskra innlánseigenda. Bresk stjórnvöld geta ekki bæði selt eignir á brunaútsölu og ætlast til að borgað sé upp í topp. Ekki það, að maður hefur heyrt að slíkt sé venja þegar eignir eru seldar fyrir lúkningu skulda. Þá eru eignirnar fyrst boðnar upp og ef ekki næst upp í skuldina (t.d. vegna þess að lágt verð fékkst fyrir eignina), þá þurfa menn að standa skil á restinni.
Annars var Geir góður áðan, þegar hann furðaði sig á því að plaggið með samtali AD og ÁMM væri komið til fjölmiðla. Það sást greinilega á blöðunum, sem Þórhallur var með í kastljósi, að um trúnaðarmál var að ræða.
Marinó G. Njálsson, 24.10.2008 kl. 17:58
Einhvern veginn held ég að við verðum að sjá/heyra orgínalinn af þessu samtali á ensku, ekki þýdda (og jafnvel staðfærða) útgáfu sem einhver hefur talið rétt að leka.
En auðvitað afsakar ekkert þennan ruddaskap breskra yfirvalda að frysta eignir Landsbankans en tala um "Icelandic authorities" í fjölmiðlum.
Ár & síð, 24.10.2008 kl. 22:20
Handritið á ensku á slóð Timesonline.
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 00:43
Sammála því að orð Jóns Daníelssonar eru afar áhugaverð í öllu þessu samhengi!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.