25.10.2008
Fréttaannáll 2007
Ég er í endurliti þessa stundina og rakst á Fréttaannál Stöðvar 2 fyrir árið 2007 á myndbandalagernum mínum. Ég reyndi að klippa hann til þannig að aðeins íslenska efnið yrði eftir en það sleit í sundur samfelluna í þættinum svo ég set hann allan hér inn. Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hvað maður er fljótur að gleyma og hvað tímaskynið er undarlegt.
Takið sérstaklega eftir að auðmaðurinn á einkaþyrlunni sem sést í annálnum er sá sem ég nefndi hér og hafði þetta eftir: "Efnahagsumhverfið er þannig að maður er á mörkum þess að geta lifað lífinu..." Fólk gerir mismiklar kröfur, það er ljóst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Svo agnúast Davíð þarna útí leikfangakaup og dótabúðir þjóðarinnar en hafði ekki allt árið opinberlega orð um útgerðamanninn í Vestmanneyjum sem notuð einkaþyrlur í stað Herjólfs og til að skutlast í sumarbústaðinn og keypti Toyotaumboðið í Danmörku og hér - fyrir gjafakvótann eða hvað?
Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 22:52
langar að koma einu að sem snertir ekki endilega myndskeiðið hér að ofan.
Ég tel að þjóðin eigi rétt á því að fá að vita hvað fór fram á lokuðum fundum helgina sem Glitnir var þjóðnýttur. Mér hefur alltaf fundist skrýtið, að þarna var verið að fara yfir peningastöðu og forystumenn banka og stjórnamenn ræddu um að hugmyndir seðlabankastjórnar og síðar ríkisstjórnar gætu haft dominóáhrif; eitthvað í þeim dúr hjá þeim : "Að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera" Hvernig er hægt að kortleggja eða fá allar upplýsingar um stöðu eins banka, hvað þá annarra banka, innanlands og utan, þegar bankar eru flestir lokaðir? Voru menn viðkomandi íslensku bönkunum erlendis allri ræstir út og beðnir um svör og upplýsingar á nó tíme? Hef ekki skilið þenna hraða og hvers vegna lá svona mikið á og mig grunar að þarna hafi verið einhver fljótfærni á ferðinni sem hefði ekki þurft að vera , en ætlunin hafi bara verið þessi. Af því að allt átti að vera klárt fyrir mánudagsmorgun og ekki átti að skipta sér af fallandi lánum Glitnir eftir áramót , eins og þau kæmu okkur ekkert við. Þess vegna hlýtur hin blæðandi íslenska þjóð að eiga heimtingu á hvað kjörnir og skipaðir fulltrúar hennar voru að bauka í raun og veru þessa helgi í skjóli nætur, af hverju þessi hraði, hvar eru bókanirnar, samþykktirnar, minnispunktar umræðna o.s.rv.?
Ég tel að við eigum ekki að þurfa að bíða í 30-50 ár eftir að fá að vita þetta, því það verður orðið alltof seint. Einnig mótmæli ég því hvernig fréttum er miðlað til landsmanna, að við þurfum að lesa erlend blöð til að fá eitthvað að vita um gang mála, satt eða logið, þá er það umfjöllun. Fjölmiðlamenn hér þyrftu að vera enn aggressivari en þeir eru, ef þeir eru það ekki, hvers vegna? Eru þeir hræddir um að missa vinnuna sína? Eru stjórnvöld hrædd um að almenningur fái móðursýkiskast eins og hann væri fáfróður almúgi. Byssueign landsmanna er engin (fyrir utan nokkrar gæsa-og rjúpnabyssur), svo ekki er hægt að óttast blóðbað þó komið sé betur fram við okkur , þ.e. af virðingu, eins og við værum viti borið fólk sem þarf á upplýsingum að halda til að geta aðlagað okkur betur að því sem koma skal, en fáum það ekki eins og kalda vatnsgusu framan í okkur , loks þegar ljóst verður hverjir skilmálarnir verða hjá Alþj.gjaldeyrissjóðnum. Og auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verður lagður niður.
Nína S (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:39
Gott innleg hjá þér Nína nema ég tek ekki afstöðu til þess hvort Framsóknarflokkurinn eigi að lifa eða deyja... Hingað til hefur mér fundist að hann hafi margt frambærilegt og vel meinandi fólk innan sinna raða. Það sem hann skortir hins vegar er skýr stefna!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.