Litið um öxl á spádóma, orð og efndir

Hvað gerðist og hvenær? Vorum við vöruð við eða ekki? Hvað sögðu ráðherrar, þingmenn, bankastjórar og aðrir sem þóttust hafa vit á málunum? En erlendir fjölmiðlar? Munum við það? Ég fór í lagerinn og klippti saman umfjöllun í sjónvarpsfréttum um efnahagsmál fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Samantektin einskorðast við það sem ég átti til og þar sem gefið var hressilega í efnahagsumfjöllun í mars, auk þess sem ég átti fleiri fréttatíma úr þeim mánuði, varð ég að klippa mánuðinn í tvennt. Ég einskorða mig við kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðvanna og eins og sjá má átti ég fleiri á lager frá Stöð 2 en RÚV þótt það breytist síðar. Það er svo stutt síðan þetta var - en samt svo óralangt. Og þetta er MJÖG fróðleg upprifjun. Það er með ólíkindum að rifja upp hvað sumir höfðu ofboðslega rangt fyrir sér og aðrir ótrúlega rétt fyrir sér.

Það er ekki víst að ég taki fleiri mánuði, þetta er gríðarleg vinna og tímafrek og því miður hef ég ekki þann tíma sem til þarf, enda eykst umfjöllun um efnahagsmál og fréttatímum á lager fjölgar eftir því sem líður á árið.

Ég læt svo fylgja nokkur aukamyndbönd með syrpu Stöðvar 2 um hvort komin væri kreppa, styttri syrpu um skattamál sem og viðtöl við Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og Eddu Rós Karlsdóttur, en vísað er í viðtölin í fréttatímunum. Góða skemmtun!

Fréttir af efnahagsmálum í janúar 2008

Fréttir af efnahagsmálum í febrúar 2008

Fréttir af efnahagsmálum í mars 2008 - fyrri hluti

Fréttir af efnahagsmálum í mars 2008 - seinni hluti

Umfjöllun Stöðvar 2 um kreppu eða ekki kreppu 5. til 9. mars 2008

Umfjöllun Stöðvar 2 um skattamál 12., 13. og 16. mars 2008

Hádegisviðtal Stöðvar 2 við Árna Mathiesen 29. febrúar 2008

Hádegisviðtal Stöðvar 2 við Björgvin G. Sigurðsson 18. mars 2008

Ísland í dag 18. mars 2008 - Árni Mathiesen

Ísland í dag 18. mars 2008 - Edda Rós Karlsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæl Lára Hanna; Dáist að dugnaði þínum og eljusemi við að safna öllum þessum gögnum saman.  Ertu búin að lesa viðtalið við Björgvin Guðmundsson í sunnudagsblaði Mbl.?

Ekki hef ég nú neitt á móti þeim ágæta manni, nema síður sé.  En eftir að hafa séð hneykslun hans á óskaplegu kaupæði "okkar" (hverra ?) Íslendinga, "vegna þess að við gátum útvegað peningana" bíð ég bara eftir drottningarviðtali við Franklin Steiner þar sem hann skammar dópistana fyrir ofneyslu...

Svo er það enn önnur saga að þetta endalausa tal um kaup okkar allra á jeppum, sumarhúsum, hjólhýsum og flatskjám er hreinlega sögufölsun.  Það var aldrei nema lítill hluti þjóðarinnar sem lagðist í kaupæði.  Flestir áttu alveg nóg með að sjá fyrir sér og sínum -og eiga enn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 05:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála henni Hildi Helgu.

En ég fæ ekki hljóð á klippin, arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 07:11

3 identicon

Þetta er svipað og að skoða gammlar fermingar myndir maður skammast sín pínulítið.,,,en ég gat ekki opnað alla fælana,,en sá samt nóg,,,,,,,,......

Res (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Neo

Frábært framtak Lára Hanna.

Hljóðið virkar ekki hjá mér í Firefox en það virkar í Ineternet Explorer 7.

Neo, 26.10.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær samantekt Lára Hanna og hafðu bestu þakkir fyrir. 

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var eitthvað að Moggaservernum í morgun og líklega þess vegna var ekki hægt að horfa og hlusta á öll myndböndin. Nú er ég búin að prófa þau öll bak og fyrir, bæði í IE og Firefox, og öll virka þau ágætlega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er frábær leiðsögn hjá þér.  Tek undir það að svona samantektir eiga fullt erindi í sjónvarp landsmanna, kastljós til dæmis.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 12:16

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þakka þér fyri Lára Hanna, skemmtileg upprifjun eða þannig. það er ekki séns fyrir mig að fá hljóðið til að virka í Firefox en allt í sóma í IE

Víðir Benediktsson, 26.10.2008 kl. 13:20

9 identicon

Maður á varla orð yfir þessu öllu og svo tók steininn alveg úr í morgun, þegar fréttist að þriðji hver kosningabær maður ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þrátt fyrir stórfelld og glæpsamleg mistök og spillingu. Þrátt fyrir að fjöldi landsmanna hafi misst sparifé sitt. Þrátt fyrir að fjöldi landsmanna missi heimili sín. Þrátt fyrir skerðingu lífeyris til framtíðar. Og þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtækja, heimila og atvinnuleysi. Ég spyr bara, hvar er réttlætiskennd okkar Íslendinga? Er siðferðisþrek okkar á svona lágu stigi?

Karl Pálsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:24

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góðar, réttmætar og þarfar spurningar, Karl.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skoðanakönnunin núna sannar að sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfuður....takk fyrir eljuna

Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 14:29

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fjölmiðlarnir hafa líka staðið sig í að telja fólki trú um að þetta hafi gerst en að enginn hafi gert það. Almenningur þarf að vakna og læra að standa með sjálfum sér. Raddir þeirra sem skilja spillinguna þurfa að ná til almennings ekki bara þeirra sem eru krítískir fyrir. Ég hef velt mikið fyrir mér hvernig hægt er að ná betur til fólks sem ekki bloggar.

Lýsi eftir hugmyndum!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þýðir ekkert að gefast upp.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:09

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta er fín færsla og góðar spurningar sem eru nauðsynlegar ef "við" eigum að læra af mistökunum.

Benedikt Halldórsson, 26.10.2008 kl. 15:58

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stórkostlegt að fá þetta svona svart á hvítu. Það var meðvitund á meðal fólksins um að ekki væri allt með felldu og spurningar féttamanna endurspegla það.  Það er verið að spyrja um akkúrat það sem orsakaði hrunið.  Stjórnmálamenn keppast hinsvegar hver um annan þveran að segja fólkinu að óttinn sé ástæðulaus.  Hverju átti fólk að treysta.

Árni matt er gersamlega clueless um hvað er í uppsiglingu og hagar sér eins og manneskja í afneitun á járnbrautalest, sem stefnir á fullri ferð á hana. "Nei þetta er ekki stór lest sem er langt í burtu, heldur er þetta lítil lest sem er mjög nærri. Sjáðu, hún er ekki stærri en þumallinn á mér."

Það virðist sem allur umheimurinn hafi séð hvað stefndi í nema þessir menn. Prófessorar höfðu hrópað þetta af tindum en voru bara reknir.  Stofnun, sem heimtaði meira aðhald var lögð af.  Menn voru ófrægðir, sem voguðu sér að efast um að íslenska undrið væri annað en speglasalur pólitískra blekkinga, kostaður af elítunni.

Svo dirfast þessir menn að klína þessu á fólkið!  80% þjóðarinnar lét ekki glepjast og fékk aldrei kost á því. Flatskjáir og jeppar tilheyrðu þröngum hópi, sem vildi drekka í dag og deyja á morgun af því að allt var gefið í skyn um að það væri í fínasta lagi. 

Ég á 8 ára gamlan bíl og hús upp á 4 milljónir úti á landi og með laun yfir meðaltalinu, en mátti hafa mig allan við til að láta enda ná saman. Ég sá aldrei almennt ríkidæmi og sukk hér. Að halda slíku fram eins og Björgvin gerir er að hrækja framan í meirihluta þjóðarinnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 16:35

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björgvin gleymir því líka að bróðurpartur skuldanna er vegna innistæðna útlendinga í hollandi og bretlandi. Skuldir, sem þeir ætla líklegast að láta okkur borga, ef túlka má síðustu fréttir rétt, en þar segir að Breska stjórnin hafi ákveðið að bæta innistæður á Icesave innan 10 daga.  Hvað þýðir það? Algera kúvendingu í afstöðu breta??

Nei það þýðir líklegast að Geir ætili að ganga að afarkostum IMF, sem gengur erinda Breta hér, og taka þessu breska láni til að bæta skaðann.  Þar með er heil kynslóð dæmd í örbirgð og landið tæknilega gjaldþrota. Geir skellir þessu á okkur, þegar þessa sjálfgefna 10 daga þagnarbindi hans lýkur, eða á sama tím og Bretar byrja að borga.

Ég vona að fréttamenn átti sig á þessu og hafi einhvern snefil af fréttarýni.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 16:46

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Varðandi ábyrgð á Icesave er mjög athyglisvert hvað Björgólfur Thor er að upplýsa að bretarnir hafi verið búnir að fallast á skyndiafgreiðslu á að taka yfir Icesave (rétt fyrir hrun) gegn 200 milljón punda ábyrgð Seðlabanka, Landsbankinn lagt fram 5 falt veð með þýskum ríkisskuldabréfum og viðlíka öruggum bréfum - en á mánudegi hefi þeir beðið eftir endanlegum svörum Seðlabanka en loks fengið afsvar - neyðarlögin voru sett þann sama mánudag Darling talaði við Árna Matt daginn eftir þriðjudag og byrjar í samtalinu að spyrja um 200 millurnar (sem skýrir þá það atriði) á miðvikudegi setja svo Bretar bann á bankana. - Það er skiljanlegra nú hve reiður Darling var, þeir voru að bjóðast til að taka ábyrgð á Icesave gegn langt inna við 10% tryggingu (og engan frekari aðgang að eignum Landsbanka) en Seðlabanki Íslands hafnaði því.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.10.2008 kl. 20:00

18 identicon

Ég á varla orð yfir eljusemi þína og snilld, heppin erum við að hafa svona starfsmann, ólaunaðan í þokkabót.  Bestu þakkir enn og aftur. Er búin að horfa á hluta af þessu safni, sló mig hvað Edda Rós segir en á varlegan hátt, það vantar gjaldeyrisforða........

Solveig (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:20

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nú er það aðalmálið að leysa vandamálið. Horfa til framtíðar, eflaust hefur einhver gert eitthvað rangt og ekki vitað hvað hún var að segja.
Mikilvægt er að vera jákvæður. neikvæði vinstrimanna virkar ekki - vg ráðherrann verður að fara frá og fara verður í framkvæmdir á fullum krafti.
Hennar fáránlega ákvörðun ætti að vera meira en nóg til að hún axli ábyrgð og segi af sér.

Undirritaður er stóriðju og náttúrusinni.

Óðinn Þórisson, 27.10.2008 kl. 11:04

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér kærlega fyrir þetta Lára Hanna, við ættum eiginlega að safna saman í sjóð fyrir þig, til að helga þig þessari rannsóknarvinnu, því ekki gera blaðamenn svoleiðis.  Þú átt heiður skilinn fyrir alla vinnuna sem þú hefur lagt í þetta.  Ég segi bara takk fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband