Einar Már leggur sitt af mörkum

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, hefur heldur betur látið frá sér heyra um ástandið í þjóðfélaginu, aðdraganda þess og afleiðingar, og er beinskeyttur með afbrigðum. Hér er grein eftir hann frá 16. október og viðtal við hann í Silfri Egils 19. október. Einar Már flutti ræðu á mótmælafundinum á Austurvelli sl. laugardag kl. 15 og hann var einn ræðumanna á borgarafundinum í Iðnó í gærkvöldi. Svo birtist mögnuð grein eftir hann í Morgunblaðinu í dag. Ég lýsi eftir fleiri kraftmiklum málsvörum almennings af kalíberi Einars Más.

Einar Már á borgarafundinum í Iðnó 27. október 2008 - Mbl Sjónvarp

 Frá borgarafundinum - hádegisfréttir Stöðvar 2
Pétur Blöndal er ekki í góðu sambandi við þjóðina ef hann heldur að við teljum nóg að aðeins EINN maður segi af sér!

Grein Einars Más í Morgunblaðinu 28. október 2008
(smellið þar til hún stækkar í læsilega stærð)

Moggi 28.10.08 - Einar Már Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hanna Lara Einarsdottir.

Flott ad fa akvednakonu a bloggid sem birtir sannleikann otveginn. Fylgist med blogginu fra Chang Mai i Thailandi.

Kvedja til tin. Gudrun Magnea

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.10.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einar Már er bara frábær og flutti ræðuna sína á mganaðan hátt í gærkvöldi og eins voru aðrir frummælendur flottir.

Eitt var samt ekki flott en mjög lýsandi svo sem fyrir hvernig stjórnmálamenn koma fram við fólk og skilja það eftir ruglað í  rýminu eftir framsögu þeirra eða tal.  

Á fundinum í gær steig Pétur Blöndal í pontu og horfði framan í lýðinn og sagði hátt og skýrt að hann hefði verið sá eini sem lagðist gegn eftirlaunafrumvarpinu...svo steig í pontu Ögmundur Jónasson og sagði hátt og skýrt meðan hann horfðist í augu við mannskapinn...Pétur Blöndal greiddi eftirlaunafrumvarpinu atkvæði rétt eins og við hin gerðum.

Þetta er nákvæmlega málið í hnotskurn,....það er hreinlega logið upp í opið gegðið á almenningi um hvað er hvað. Og við svo skilin eftir í lausu lofti með að finna sannleikann út. Hér eiga auðvitað fjölmiðlar að grípa þetta á lofti og rannsaka málið og færa okkur svo staðreyndir. Hver er sá sem lýgur??

Og getum vð í alvöru treyst fólki sem vílar ekki fyrir sér að segja ósatt svona beint framan í okkur??  Er m0nnum ekkert heilagt lengur..eða hefur þeim aldrei verið neitt heilagt. Þetta er bara spuninn sem fram er borinn fyrir okkur almúgann aftur og aftur og aftur...engum ber saman og menn ganga á bak orða sinna án þess að roðna eða blána.

En eitt er víst..ég ætla ekki óspriklandi niður með þjóðarskútunni sem óreiðumenn og konur hafa með handafli og litlum vitsmunum tekið botninn úr ....og því síður ætla ég að lefa því að gerast að börnin mín og barnabörn verði framtíðarþrælar á þessari bullgaleiðu.

Það er bara komið nóg af bulli og tímabært að við almenningur stígum ölduna í þessum ólgusjó og róum saman að landi. Íslandi sem byggir á allt öðrum gildum en hér hafa ráðið ferðinni. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Neddi

Þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá þér, Katrín, varðandi það sem að Pétur sagði um eftirlaunafrumvarpið. Það sem að hann sagði var að hann hafi lagt fram frumvarp, ári eftir að eftirlaunaósóminn var samþykktur (eða var það fyrir ári), til breytingar á eftirlaunalögunum þannig að þau væru meira í ætt við eftirlaun almennings í landinu. Hann lét það svo fylgja með að hann hefði eftirvill átt að ýta betur á eftir þessu frumvarpi sínu en ekki láta það týnast.

En orð Péturs í sambandi við það að fólk telji nóg að Davíð Oddson víkji úr embætti lýsir ágætlega því hvað margir á þinginu eru úr takti við almenning í landinu. Það hefur nefninlega margoft komið fram að Davíð sé ekki sá eini sem að fjöldinn vill að víkji. Hann væri hins vegar ágætis byrjun.

Annað gott dæmi um það sambandsleysi sem er á milli þingmanna og almennings voru orð Illuga um fjölmiðlafrumvarpið alræmda sem að var stoppað af hér um árið. Langflestir þeirra sem að ég ræddi við um það frumvarp voru ekki á móti því að setja lög um fjölmiðla. Hins vegar voru allir á móti þessu tiltekna frumvarpi því það gekk mun lengra heldur en fjölmiðlalög í nágrannalöndum okkar. Og á þessum sama tíma voru sum nágrannalanda okkar að tala um að rýmka reglurnar. Illugi kýs hins vegar að lýta þannig á að allir sem að voru á móti þessum óskapnaði sem að fjölmiðlalög Davíðs voru hafi verið alfarið á móti fjölmiðlalögum. Hann eins og svo margir aðrir virðist líta svo á að heimurinn sé bara í sauðalitunum, svartur og hvítur, þú ert annað hvort með eða á móti. Millivegurinn er enginn

Neddi, 28.10.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einar Már er æðislegur.

Takk fyrir að birta þetta á blogginu, Lára Hanna, ég var nefnilega nýbúin að segja upp Mogganum þegar ósköpin dundu yfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir leiðréttinguna Neddi...það var svo margt sagt á stuttum tíma að þetta hefur eitthvað skolast til hjá mér..en rétt skal vera rétt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 14:44

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Var að lesa ræðuna hjá Don. Frábær strákurinn (maðurinn) að vanda.

Rut Sumarliðadóttir, 28.10.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Heidi Strand

Vona bara að allir landsmenn nær og fjár les þessi grein. Hún er svo frábær!
Listamenn eins og Einar Már og halldór gefi manni bjartsýni. Góðir listamenn eru bestu vopnin.

Heidi Strand, 28.10.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson söng í Síðdegisútvarpinu í gær, mánudag, hjá honum Frey Eyjólfssyni texta sem finna má á blogginu hans Ómars undir færslunni "Vargöld", Lára mín Hanna. Þó má vel vera að mig hafi dreymt þetta, þannig að ég skrifa þetta hér án allrar ábyrgðar.

Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 15:51

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Einar Már er góður eins og við öll úr þessum árgangi Vogaskóla.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:48

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konfektgrein hjá einum Einari ...

Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 19:53

11 identicon

Merkilegt að þeir sem sem tala af mestu viti þessa dagana skuli vera listamenn og framtakssamir einstaklingar úti í bæ eins og Lára Hanna.

Eru ekki bankastjórarnir og aðrir fjármálamennn bara spilafíklar? Mér finnst allavega að þessi kaup og sölur á fyrirtækjum, sitt á hvað á milli manna mynna töluvert á leiki spilafíklanna. Munurinn bara sá að þessir kallar fengu að hafa aðra höndina í vasa þriðja aðila, semsagt almennings.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:20

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafþór: Lastu greinina? Hver er að kalla sjálfstæðisflokkinn hálvita? Ertu 15 ára SUS drengur? Þarf Einar að þvo hendur sínar? Átti hann kannski bara að þegja af því að hann er skáld og því allt sem frá honum skáldskapur? Segir sig sjáft væntanlega? Fólkið sem kaus þessa menn, setti traust sitt á þá og trúði þeim fyrir hag sínum og þeir brugðust því.  Fólkið á enga sök, en fólkið mun borga brúsann. Nú er hinsvegar staðan sú að Ísland verðut tæplega sjálfstæð þjóð innan fárra ára.  Það kallast föðurlandssvik og landráð. Það er það sem menn vilja undirbúa núna. Gapastokkinn. Fallöxina. Þannig er þjóðinni innanbrjóst og nú er mælirinn orðinn gersamlega fullur.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2008 kl. 00:25

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fróðleg lesning, greinin hans Einars Más. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 00:50

14 identicon

Hafþór.  Ef eitthvað er skáldskapur í þessari umræðu, eru það þá helst fréttir fjölmiðla af mótmælum undanfarnar vikur. Það vitum við sem vorum á staðnum og lásum síðan fréttir af því sem við sáum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband