Hvað þarf til að ofbjóða þjóðinni?

Mig langar að biðja þá sem líta hingað inn að lesa textann hér fyrir neðan, horfa síðan á bæði myndböndin frá upphafi til enda og spyrja sig svo: Er þetta það sem ég vil? Er þetta það stjórnarfar sem þjóðinni er fyrir bestu? Vil ég að hagsmunir stjórnmálaflokka, fámennrar klíku og nokkurra einstaklinga séu alltaf látnir ganga fyrir mínum hagsmunum og mikils meirihluta þjóðarinnar?

Víðsjá á Rás 1 - lógó

Víðsjá heitir frábær útvarpsþáttur á Rás 1 sem er á dagskrá kl. 17 alla virka daga. Þar eru oft beittustu pistlar sem ég heyri þessa dagana. Beittari og kjarnyrtari en nokkuð annað efni í útvarpi mér vitanlega. Ég ætla að vitna í hluta úr pistli sem fluttur var í Víðsjá 23. október sl.:

Þyrla"En mikið djöfull sem þetta er farið að fara illa í mann, ágætu hlustendur. Myndirnar af sumarhúsunum, vínkjallararnir, snekkjurnar, þyrlurnar... þrjúhundruð milljónir fyrir það eitt að fara á fætur. Eitt er víst. Allir eru búnir að fá nóg af upplýsingum um laun íslensku bankastjóranna, hinar siðlausu upphæðir sem ná upp í rjáfur og ríflega það - og menn þáðu vegna þess að þeir báru ábyrgð. Nú hefur komið upp úr dúrnum að þeir báru aldrei ábyrgð á öðru en rassgatinu á sjálfum sér. En við... við getum ekkert sagt við þessa menn. Þetta voru frjálsir menn á frjálsum markaði.

Annað gegnir um stjórnmálamennina. Við kusum þá, við hleyptum þeim til valda... En við stjórnmálamennina - við hljótum að geta sagt eitthvað við þá. Við ættum að minnsta kosti að geta hvatt til þess að stjórnmálaflokkar sem nú eru með öllu gjaldþrota og draghaltir, að þeir séu nú studdir út af sviðinu. Sannarlega án blóðsúthellinga en samt nokkuð rösklega.

Það snjóar og Ísland er ömurlegt klíkusamfélag. Ég held að Jón Baldvin MörgæsirHannibalsson hafi talað um það í sjónvarpinu sl. sunnudag. Ísland er Rótarýklúbbur frá helvíti. Gamlir menntskælingar halda hér hópinn betur en mörgæsir. Árás á eina þeirra jafngildir árás á þær allar. Klíkukarlarnir hittast í rúmgóðum einbýlishúsum á kvöldin og grípa í spil. Þeir kunna yfirlitin frá bönkunum utanbókar. Þeir fara fram nafni skynsemi, þeir trúa á heilann, þeir eiga Ísland og hús á nokkrum hæðum...

Þeir töldu okkur trú um að rétt væri að virkja, rétt væri að selja bankana, þeir allra hörðustu vildu selja Ríkisútvarpið. Í seinni tíð hafa þeir lesið söguna um Bjart í Sumarhúsum en lítið af henni lært. "Hvað er heimur? Þetta er heimurinn. Heimurinn, hann er hér. Sumarhús, jörðin mín, það er heimurinn. Og þó þú ætlir þér að gleypa sólina í einhverri augabragðsvitfirringu, af því þú sérð bláa peninga frá Amríku sem auðvitað eru falsaðir eins og allir miklir peningar sem berast upp í hendur einstaklingnum án hans atgerða, þá skaltu sanna það fyrr eða síðar að Sumarhús, það er heimurinn og þá veit ég að þú hugsar til minna orða."

MörgæsirNú eru gæsirnar bara óvart búnar að setja okkur á hausinn. En bara óbeint því það voru ekki beinlínis þær sem settu okkur á hausinn heldur grínistarnir. Og nú er hlegið að Íslendingum út um allan heim. Það er búið að gefa út yfirlýsingu á alþjóðavettvangi að gæsirnar séu hálfgerð flón sem skilja ekki nútíma hagkerfi. Við hefðum allt eins getað látið hunda stjórna landinu, geitur eða seli. En hvað gera Íslendingar? Já, hvað ætlið þið að gera, Íslendingar? Ætlið þið að bíða og sjá? Athuga hvort innistæðan tekur ekki við sér? Athuga hvort ekki leynist enn örlítið líf í sjóði númer 9? Athuga hvort þetta hafi ekki allt verið örugglega bara nettur gustur að utan - jafnvel bara pínulítið hressandi gustur.

Andri Snær Magnason, rithöfundur, skrifaði fræga bók með undirtitlinum "Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð". Andri hitti naglann á höfuðið og hann er einn af þeim sem á lof skilið fyrir sitt tal á undanförnum árum. Íslendingar eru logandi hræddir. En við hvað eru þeir hræddir? Jú, þeir eru hræddir við mörgæsir. Þeir óttast ekkert meira en þennan kjólfataklædda og sjóðmilda söfnuð sem stendur svo vel saman og af sér alla hríðarbylji. Þeir eru hræddir við mörgæsir.

Ísland er Rótarýklúbbur dauðans og honum er stjórnað af mörgæsum sem Mörgæsirhalda hópinn og létu sig dreyma um þægilega setustofu með leðursófasetti, koníaksglögg í glasi, málverk af Þingvöllum og stutt í næsta spilastokk og hesthús þar sem hægt er að moka skít. En hvað fengu þær? Þær fengu katastrófu. Þessar gæsir mega alveg halda áfram að standa saman mín vegna ef þær bara standa  ekki í stafni á sama tíma..."

Svo mælti Eiríkur Guðmundsson í Víðsjá í einum af sínum kjarnyrtu og beinskeyttu pistlum.

Hvað þarf til að ofbjóða þjóðinni? Hversu langt geta stjórnvöld gengið í hroka sínum og yfirlæti án þess að eitthvað bresti einhvers staðar? "Það er ekki þar með sagt að þetta sé vilji þjóðarinnar," sagði Geir eftir að 90% hennar hafði hafnað Seðlabankastjóra. Hvað er það ANNAÐ en vilji þjóðarinnar? Geir sagði líka: "Mér finnst óviðeigandi að persónugera þann vanda sem við er að fást í þeim einstaklingum sem sitja í stjórn Seðlabankans." Það má ekki kenna neinum um. Það má ekki benda á augljós mistök manna, endalaust klúður og fullkomlega óhæfa stjórnendur - hvað þá að krefjast þess að þeir taki pokann sinn og aðrir hæfari taki við. Hvað má gera? Bíða og sjá til eins og Eiríkur nefnir í pistlinum sínum? Þegja og lúta höfði í þýlyndu þakklæti eins og ég sagði í einhverjum pistli? Hvers konar framkoma er þetta eiginlega hjá þessum klíkubræðrum sem telja sig eiga Ísland með manni og mús og geta ráðskast með okkur að vild? Og þeim finnst það auk þess alveg sjálfsagt!

Ef þið hafið ekki horft á myndbandið í færslunni hér á undan skuluð þið gera það núna - áður en lengra er haldið. En horfið svo á þessi tvö hér fyrir neðan, frá upphafi til enda, og spyrjið ykkur hvort þetta sé það stjórnarfar sem þið viljið og tengið við lýðræði. Lesið svo pistlana hans Péturs Tyrfingssonar. Alla bara, það er öruggast.

Úr fréttum Stöðvar 2 - 29. október 2008

 

Úr Silfri Egils 9. mars 2008 og Tíufréttum RÚV 10. september 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já maður spyr sig hvað lengi fólk ætlar að hengja haus og nöldra í sófanum heima, í stað þess að skerpa á samtakamætti sínum.

Það skeður ekkert fyr en við verðum sýnileg. Mótmæla, koma saman. Helst fleiri en 1000 án þess að vera klofin í 2 hópa

hilmar jónsson, 30.10.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Verða þær staðreyndir sem þú framsetur í piztlinum & tilvitnunum þeim sem þar eru framsettar & höfundarbókfærðar, eitthvað merkilegri & skiljanlegri ef maður skoðar vídeóið ?

Fyrir fólk sem horfir á fréttir & les blöð, hlutar á útvarp, þá virkar þetta stundum eins & ein rétt klippt & skorin hraðniðuruða fyrir 'dummíz'.  Ég er nú bara ein geit á haugum sem finnst enn bókin betri en filman.

'Video did not kill the radio star', er nú eiginlega inntakið.

En, já ég glápi & dáizt af þér & eljunni þinni, þú veit það & við erum að verða ósammála um fátt annað en 'hagnýta nýtingu þjóðarauðlindanna'.

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bókin er yfirleitt alltaf betri en filman, Steingrímur - með örfáum undantekningum. Og viðurkenndu það bara - þú ert að verða ansi sammála mér um nýtingu auðlindanna.

En ég klippi til og set hér inn myndbönd vegna þess að a) Það horfa ekki alltaf allir á allt, fréttir geta stundum farið fram hjá fólki og stundum getur verið ansi flókið að tengja - einkum ef langt er á milli tengdra frétta og b) Ég lít á þetta sem eins konar heimildasöfnun upp á framtíðina. Fréttatímar dagsins í dag, ferill og framvinda mála verða ekki aðgengilegir eftir einhverjar vikur eða mánuði. Þá getur verið gott að eiga lagerinn og fara í hann til að leita heimilda í stað þess að þurfa að stóla á að fréttastofurnar geri það.

Skiljúmí? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að þetta sé komið til umræðu á alþingi. Þ.e. það þingbundna einræði sem þeir sem hafa leitt stjórnarsamstarfið undanfarin 30 ár hafa verið að koma á með leyndum og ljósum hætti. Það er hins vegar nokkuð víst að þeir hrósa happi í dag og telja sig örugga innan þeirrar girðingar sem þeir hafa reist til verndar sjálfum sér. Mér sýnist að þjóðin eigi því miður allt undir því að Samfylkingin rjúfi stjórnarsamstarfið... en hvað svo?? Eru þeir sem hafa hlustað á hræðsluáróður Sjálfstæðisflokksins um það að engum flokki öðrum sé treystandi fyrir efnahagslífi þjóðarinnar búin að læra sína lexíu? Ég vona það. En það blasir hins vegar við að það tekur meira en eitt kjörtímabil að laga til í óreiðunni sem þeir skilja eftir sig á öllum vígstöðum... Ég er kannski komin út fyrir efnið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:19

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það á að leysa upp þingið, senda þingmenn heim og auðvita ráðherra líka,,, síðan á að koma á Þjóðstjórn,,,  stokka upp öll ráðuneyti,,,  senda alla heim í Seðlabankanum..... Ég á kunningjakonu sem er hagfræðingur og starfar í einu af ráðuneytunum, hún segir að hún sé búin að bíða í mánuð eftir að fá verkefni frá alþingi (ríkisstjórn) en ekkert gerist, hún var en að bíða í gær !!!???  þeir ráða einfaldlega ekki við þetta ástand.

Sigurveig Eysteins, 30.10.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvernig væri að stofna síðu þar sem fólk sem borgar þessum stjórnarherrum launin reki þá?  Þeir eru á launum hjá okkur sem borgum skattana.  Ef nógu margir reka DO eða Geirharð, gæti það virkað að þeir sæju að sér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:30

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mér er ofboðið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.10.2008 kl. 02:05

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég kaus ekki þá flokka sem skipa þessa ríkisstjórn og get því ekki rekið þá. Ég styð hinsvegar heilshugar að ríkisstjórnin drullist frá völdum, ásamt gæludýrinu sínu í seðlabankanum, Davíði Oddssyni. Forsetinn fari sömu leið.

Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 02:17

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ath: Það er bannað að tala um Davíð Oddsson. Forsætisráðherra hefur sagt að ekki megi persónu gera hlutina.  Með öðrum orðum. Það er bannað að tala um þá sem bera ábyrgð. Þetta ákváðu sökudólgarnir sjálfir. Eina skjaldborgin sem þeir hafa myndað enn sem komið er, er umhverfis manninn sem ekki má tala um. Gleymum því samt ekki að hann situr í umboði ríkisstjórnarinnar og í þeirri stjórn eru tveir flokkar. Má ekki segja hvaða flokkar það eru. Það er of persónulegt.

Víðir Benediktsson, 30.10.2008 kl. 07:22

10 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég seigi nei ég vil ekki svona stjórnarfar ég vil lýðræði til fólksins ég vil að við breytum kerfinu og byrjum með að gera statement sem væri að krefjast nyrra kosninga og minna stjórnmálamenn á að það er ekki sjálfsagt að þeir eru á alþngi ef þeir standa ekki við orð sín. Nytt line upp í flokkana það asamt þjóðarsatt um vexti og verðtryggingu og réttingu lánana væri goð byrjun á langri göngu til hreinsunar kerfisins

Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 09:21

11 Smámynd: Sævar Helgason

Er þetta nokkuð annað en lýsing á okkar eigin aumingjaskap- að láta þetta lið komast upp með þetta ?  Fólk veigrar sér við að fara á mótmælafundi- fáeinar hræður mæta- Seðlabankastjóri gerir grín að fámenninu og tjáir sig með aulabröndurum...á okkar kostnað. Við erum fífl að hans mati.

Hvernig væri að fólk færi nú útúr húsi á laugardaginn og safnaðist í hóp á Austurvelli  og sýndi mannfjölda sem væri mark á tekið--Ómar og frú Vigdís náðu saman 15 þúsund manns varðandi mótmæli gegn Kárahnjúkum-. Nú er meira í húfi.

 Ef vi gerum ekkert - breytist ekkert...

Sævar Helgason, 30.10.2008 kl. 10:01

12 identicon

ahhh þetta er að verða hrikalegt, við verðum að fara að gera eitthvað, hvað getur við gert...mér líður eitthvað svo þannig að við séum vanmáttug gegn þessu öllu.

alva (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:57

13 identicon

Ég styð það að þú setir myndböndin inn. Það geta ekki allir horft á fréttirnar eða fylgst með af kostgæfni. Sérstaklega við sem búum erlendis. Svo er líka merkilegt að sjá hvað fólk var að segja áður.

Sonja (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:07

14 identicon

Það er gott að vita til þess að einhver heldur þessu bulli til haga. Þessu bulli sem búið er að bjóða okkur uppá svo lengi. Stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk. BURT

Rósa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:22

15 identicon

Hvernig getum við sýnt samstöðu? Hvar getum við hist? Eigum við að taka á leigu tómt iðnaðarhúsnæði, setja upp nokkrar kaffikönnur, borð og stóla, míkrófón og látið ganga söfnunarkörfu?

Magga (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:48

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Við vorum ekki vanmáttug Í: þorskastríðinu. Í Gúttóslaganum 1932 eða í stéttabaráttu verkalýðsfélaganna allt til 1980. Eftir það er eins og einsog svefnhöfgi hafi lagst yfir þjóðina

Mótmæli fóru að verða hallærisleg og Amerískar tv sápuóperur fóru að ráða yfir frítíma fólks með öllum þeim félagslega deyfandi áhrifum sem þeim fylgir.

Hver og einn fór að lifa í eigin heimi, samkendin og stéttarvitundin havrf. Í þessum doða var helst að fólk sýndi lífsmark ef nágraninn var komin á nýjan bíl eða með nýja frystikistu. Því varð að svara með því að toppa en betur.

Ég held að fólk í dag sé smátt og smátt að átta sig á því að það er ekki nóg að kjósa. Það þarf líka að fylgja eftir þeim kröfum sem kosið er um

hilmar jónsson, 30.10.2008 kl. 11:54

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Löngu síðan komin með upp í kok.  Takk fyrir þessa heimildasöfnun svo það sé klárt að þetta lendi ekki í glatkistunni.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 13:11

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Yfirdrátturinn gerir það að bankarnir eiga okkur með húð og hári - og hafa nú gefið okkur úr landi.

Það er aðalástæða þess að verkalýðshreyfingin er algerlega tannlaus nú á dögum.

Mætum öll klukkan 14 á laugardaginn, á Hlemm, á sameinuð mótmæli, göngum niður í bæ. Látum heyra í okkur!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:21

19 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Lýðveldið er ég...Lýðveldið er þú.......banka þetta og banka hitt og banka svo næst á himnanna dyr.....ég er allavega ekki að deyja...og ég mun aldrei gefast upp....þó ég tapi einni orustu...mun ég sigra styrjöldina...það eina sem þarf er hugur, vilji og verk

Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Máni Ragnar Svansson, 30.10.2008 kl. 13:39

20 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég ætla að vera ókurteis og líma hingað inn af öðrum fjölmiðli Eyjunni.

Innlent - fimmtudagur, 30. október, 2008 - 10:43

Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007

icesave5.jpgDómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara,  starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.

Vefritið T24 rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.

Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.

Kíkið á nöfnin sem eru þarna að flaðra upp um útrásarvíkingana og þora ekki að gera pp á milli þeirra.

Thor öðrumegin

Jón Ásgeir  hinumegin.

Brjóstumkennanlegt lið allt saman.

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 13:57

21 identicon

Manni verður bara hreint og beint óglatt!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:30

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Næ nú ekki upp í hver punkturinn á að vera hjá Hr. Bk nema að hann sé að reyna að draga athuglina frá ábyrgð D flokksins, sem mér skilst að hann styðji!? Og kannski líka að verja ákveðin bankastjóra?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 14:45

23 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Magnús minn.

Punkturinn er þessi.

Sama liðið og mé niður af hrifningu yfir snilli þessara tilteknu ofurhetja útrásarinnar, eru nú með allt blautt í buxunum yfir hvað ESB yrði mikið til þrautarvarar og hve flott okkar líf væri innan ESB.

Spádómshæfni þeirra er VARHUGAVERT að treysta.

Í það minnsta treysti ég þeim ekki einusinni að segja mér satt um hvað klukkan sé.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 14:52

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En nokkuð langt er nú seilst þykir mér þó hjá gamla sægarpnum VB, að halda því fram að DO bankastjóri sitji í umboði núverandi stjórnarflokka. Hann var skipaður í tíð síðustu stjórnar D og B til ákveðins tíma, fimm ára minnir mig. S ber því ekki ábyrgð á því né starfi hann í umboði þess flokks. Hins vegar gæti sá flokkur kannski borið ábyrgð á að hann verði settur af með beinum eða óbeinum hætti.Að öðru leiti er ég sammála VB og BK á eftir honum virðist skipa sér í meinta skjaldborg.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 15:01

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er bankahrunið nú og afleiðingar þess semsagt sönnun þess að við ættum ekki að íhuga aðild að Evrópusambandinu, skoða kosti þess og galla að vera þar innanborðs!?

Er samhengi beinlínis á milli þess að bankar ´voru hér allir einkavæddir með umdeildum hætti og þeim svo nánast laus taumur gefin í starfsemi sinni í nafni frelsis og hvort við viljum eða ætlum að ganga í þetta samband?

Og voru þeir auð- og athafnamenn sem tóku þátt í dansinum kringum gullkálfin, útrásaralgleyminu, þar með að breiða út fagnaðarerindi um ESB?

Nei, eftir höfðinu dönsuðu þessir útrásarlimir einfaldlega, lögmálum nýfrjálshyggjunnar sem D flokkurinn á fyrst og síðast heiðurin af og fæddi af sér þessa ævintýramennsku og græðgi. (með fullþingi B auðvitað!)

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 16:00

26 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Ólafur Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 16:53

27 identicon

Hana! Skráið ykkur á kjosa.is og hættum þessu nöldri. Staðreyndirnar tala sínu. Nú er að taka sig saman í andlitinu og reka ríkisstjórnina. Ekkert minna. Skaðinn eykst hratt með degi hverjum og hver mínúta telur.

Núverandi aðstæður á Íslandi gætu hvergi annars staðar komið upp í heiminum (nema svo óheppilega vildi til að davíð væri þar). Til að endurvinna traust alþjóða almennings og viðskiptalífs, þá er málið einfalt: Það þarf að koma Seðlabnkastjórn frá og sýna bæði landsmönnum og heimsbyggðinni að ábyrgt lýðræði sé til. Að þessu leyti myndi það bera með sér sóknarfæri lýðræðisins og landinn gæti fengið örlitla uppreisn æru.

Talandi um óhæfi Seðlabankastjóra, þá er ekki hughreystandi, ef það er rétt sem heyrist á youtube myndbandi hér á blogginu, að lögfræðingurinn hafi einnig fallið í stærðfræði. Hvað er hann að gera í Seðlabankanum? Að læra 2+2?

Um ástandið sagði davíð í fyrradag: „Það er eitt það alvarlegasta sem þjóðfélag getur lent í og þá verður að grípa til þeirra ráða sem menn hafa,“. Fattar maðurinn bara akkúrat ekkert? Með sínu algleymis aðgerðarleysi er hann húðflúraður sem einn af aðal höfundum að ástandinu og kom okkur í þetta. Þetta er ekkert sem við “lentum í”, heldur var davíð upptekinn að syngja Útrásarsönginn með Björgvin, Árna  M. og Geir H. og þeir sungu svo hátt að þeir heyrðu í engum öðrum. Mikill svanasöngur þar á bæ. Svo ætla þeir að “redda” hlutunum með sínu algeru óhæfi. Hvað getur Seðlabankastjóri svo sem gert? Jú með því að sitja áfram, í forhertri þrákelkni, þá tekst honum væntanlega að sökkva Íslandi, bókstaflega. Maðurinn er til athlægis erlendis, enginnn vill skipta við hann, því hann þykir vanhæfur með öllu og hann dregur allt annað með sér í hyldýpi eigin þótta.

Hrokinn og hræsnin magnast stjórnarmegin með hverjum deginum:  

davíð sagði á fundi í vikunni að “honum þætti leitt að hafa ekki mætt á mótmæli gegn sjálfum sér”. Manngarmurinn heldur áfram að drita yfir samlanda sína og þegna. Lítilsvirðingin er alger. Húmor er oft góður, en ekki þegar hann er kominn út í geðbilun þar sem einungis trylltur hlátur er eftir.

Annars staðar sagði hann um hækkun stýrivaxta um 50%, þegar hann var spurður hvort hækkunin kæmi sér ekki illa við samfélagið: „Það má vel vera. Það sér nú ekki á svörtu í augnablikinu. Þannig að við tökum því bara vel,“ Tekur því vel? Það sjást ekki óhreinindi á skit? Hverjum heilvita maður treystir þessari ókind?

davíð sver af sér einnig að hann hafi nokkuð í hyggju að segja af sér. Hefur davíð oddson eitthvað að segja um það hvort hann haldi starfinu eður ei? Það væri gaman að einhver gæti svarað því. Mér sýnist í dag að Ingibjörg Sólrún sé að reyna að senda honum uppsagnarbréfið í dag með orðunum “Menn verði að viðurkenna að perningamálastefnan hafi gengið sér til húðar. Ný stefna eigi að byggja á stöðugum gjaldmiðli og faglegri yfirstjórn Seðlabankans.” (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/30/vill_endurskoda_esb_og_sedlabanka/ ).  Ath. FAGLEGRI segir I.S. En það er eins með hana og aðra, það stekkur allt af henni eins og vatn af gæs. En samseka Ingibjörg heldur að það sé einhver lausn að henda sér í skuð annarra (Evrópusambandsliða). Eru þetta allt saman gegnumsýrðir aular? Kann enginn að leysa vandamál? Þarf allaf að finna “einhvern annan” til leysa vandamálin á Alþingi. Það væri nær að vinna verkin sjálf og vinna með aðilum sem hafa farið í gegnum reidda svipu IMU og LÆRA og kynna sér hvað hefur verið gert til að bæta innviði fjárstoðanna. Hún kannski heldur einnig að málin leysist af sjálfu sér með ESB. Hvílík firra.

N.B.

 Robert Z. Aliber, professor emeritus við háskólann í Chicago, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að ríkisstjórn Íslands og seðlabanki séu engu hæfari sem stjórnendur nútíma hagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn.

„Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun – lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld," segir Aliber.

 Hann segir einnig, að ríkisstjórnin og seðlabankinn virðist ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hiki við að lána þeim peninga. Svarið sé einfalt þótt það hljómi ekki vel. Það beri enginn traust til núverandi ríkisstjórnar og seðlabanka; það treysti þeim enginn til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán.

 Það sem ég vil segja:

 Ísland er ekki lýðræði í dag. davíð oddsson, Geir  H. Haarde og Árni M. Mathiesen hafa sannað það undanfarna mánuði, þar sem þeir virðast taka ákvarðanir eftir eigin höfði en ekki á faglegum nótum og hunsa algerlega allri ráðgjöf, sem nú hefur leitt til að koma landanum á kaldan Klaka. Eftirfarandi eru grófar útlínur á því sem mætti nota til að endurreisa lýðræði á Íslandi. Ísland er fámennt og lýðræði er krefst ábyrgðar á eigin hag í samfélaginu. Því verður landslýðurinn að taka þátt í lýðræðinu, en ekki afsala sér því í hendur sjálfumglaðra eiginhagsmunaseggja. Skortur á ábyrgð og lýðræði undanfarna áratugi þarf að taka á. Lýgin, tvöfeldnin og óheiðarleikinn í íslenskum stjórnmálum undanfarna mánuði má ekki eiga möguleika á að endurtaka sig í framtíðinni. Öll brögð nefndra embættismanna undanfarið, sýnir einnig einstakan skort þeirra á virðingu fyrir samborgurum sínum. Þeir eru óhæfir.

Það virðist bara vera ein leið til að endurreisa lýðræðið á Íslandi: það er að fagfólk bjóði sig fram eða sé útnefnt í nafni “Óháða flokksins” (Kórinn eða hvað sem má nefna svona fyrirbæri). Óháði flokkurinn er ekki flokkur sem slíkur, heldur regnhlífasamtök áhuga-og fagmanna sem "bjóða sig fram" og telja sig geta gert gagn í stjórn Íslands, eða þá aðilar sem hafa verið útnefndir af alþýðunni og þar með skyldaðir að taka þátt í stjórnmálum, Íslandi til góða.

Óháði flokkurinn hefur ekki meðlimaskrá heldur einungis frjálsa félagaskrá (einfalda nafnaskrá) sem inniheldur nöfn manna, sem almennir Íslendingar hafa tilnefnt sem sinn “mann”. “Maðurinn” er persóna sem er a.m.k. 33 (eða 35) ára eða eldri, hefur stundað atvinnulíf í a.m.k. 11 síðustu ár á síðasta 15 ára tímabili. 33 (35) ára aldurstakmark er einunigs til að minnka “framboðshópinn” og tryggir að viðkomandi hafi reynslu af samskiptum við hið opinbera og fyrirtæki atvinnulífsins. Í kosningaferlinu mun ekki vera hægt að kjósa Óháða flokkinn sem slíkan, heldur verður að merkja við persónurnar. Það yrði persónukosning.

 Allir sem uppfylla skilyrðin, fara á lista í forkosningu. Þar sem landsmenn eru flestir með Internetið, þá væri hægt að framkvæma ódýrar online forkosningar, þar sem almenningur gæti jafnvel notað netaðgang bankaútibúa til að taka þátt í slíkri forkosningu. 100 efstu menn á slíkum lista ættu rétt á / skyldaðir til að bjóða sig fram í Alþingiskosningum. Með slíku fyrirkomulagi væri landsmönnum betur tryggður breið flóra hæfra frambjóðenda úr öllum þrepum þjóðfélagsstigans til að velja úr. Það er lýðræði.

 Á sama tíma á að gera lagabreytingar á þann hátt að þeir sem sinna stjórn Íslands í hvert sinn, verði gerðir ábyrgir fyrir stöðu sinni og þungar refsingar lagðar á stjórnbrot. Refsilöggjöfin ætti að vera veruleg til að veita ábyrgðaraðilum aðhald. Það myndi tryggja að allar umræður væru opnari, þar sem flestir myndu koma að ákvarðanatöku á mikilvægum málefnum, jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er áhugavert að sjá að t.d. í Bretlandi þurfa ráðherrar að sitja undir fyrirspurn nefnda á opinberum vettvangi. Þeir eru spurðir í þaula og þurfa að svara með rökum allar hugsanlegar áætlanir og ákvarðanatökur á þeirra vegum. (Ég sæi fyrir mér Árna M. reyna að svara bara einni spurningu á heiðarlegan hátt undir slíkum kringumstæðum, hvað þá Davíð).

 Ráðherrar ættu að koma úr atvinnulífinu og vera ráðnir ópólitískt. Heilbrigðismálaráðherra ætti að koma e.t.v. úr heilbrigðisgeiranum, sjávarútvegsráðherrar úr sjávarútvegsgeiranum o.s.frv. án þess að það væri endilega skilyrði, en reynsla á auðvitað að vega þungt þegar kemur að ábyrgð.

 Málþóf á þingi (vanvirðing við alla landsmenn) og aðrar flokkspólitískar þrætur ættu ekki rétt á sér og því yrði skilvirkni stjórnarinnar með afbrigðum góð. Með metnaði, framkvæmdahyggju og eljusemi, gætu duglegir Íslendingar komið Íslandi í fremstu röð á skömmum tíma. Allt saman undir nafni lýðræðisríkisins Ísland. Kynlegar ákvarðanir, flokkadrættir og nauðganir á íslensku samfélagi heyrði þá sögunni til.

Uppbygging, lýðræði og skynsemi um ábyrga framtíð væri flokkforystan, ekki persónur. Það mundi tryggja áframhaldandi viðhald og uppbyggingu lýðræðisins á Íslandi. Það gæti verið að “leiðbeinendur” kæmu “meðlimum Óháða flokksins” til aðstoðar og verið þeim innan handar og mætti nefna að af mörgum slíkum væri að taka eins og Jón Baldvin, Þorvaldur Gylfason, Ragnar Önundarson og margir aðrir viti bornir menn og konur.

 Það þarf engan sérfræðing til að fara á þing, einungis fólk sem vill og kann að vinna vel.

Lifið heil!

P.S. Trúmálum má ekki blanda saman við stjórnarfar. Bless you!

nicejerk (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:41

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nú er verið að kalla ýmsa af þessum snillingum sem mærðu Icesave sem álitsgjafa í fjölmiðlum. Skildi dómgreind þeirra hafa farið mikið fram á þessu ári? Hver er ekki komin með upp í kok?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:10

29 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta sýnir bara þessa fáránlegu bitlingapólitík sem við búum við. Ef seðlabankastjórarnir hefðu verið ráðnir á eðlilegum forsendum værum við annaðhvort ekki í þeirri stöðu sem við erum eða það væri hreinlega búið að reka þá - og það fyrir löngu. Hvenær hefur einhver málsmetandi maður þorað að hósta á Davíð, hvað þá meira? Aldrei - ekki einu sinni.

Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:25

30 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Sýnir það ekki og sannar að við búum í einu spilltasta lýðræðisríki í heiminum. Það er alveg sama hversu mörg afglöp stjórnmálamenn og háttsettir embættismenn gera þá dettur þeim aldrei til hugar að segja af sér.

Gísli Már Marinósson, 30.10.2008 kl. 21:25

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafðu ekki áhyggjur af auðlindunum okkar.Í þessum er verið að afsala þeim í hendur fjölþjóðafyrirtækja með milligöngu IMF og Glóbalistabankans PJ Morgan Chase. (David Rockefeller, Exxon, you know) Það eru klassísk skilyrði IMF að gera slíkt með blekkingum og krókaleiðum. Svo verður virkjað og landinu breytt í álgúlag með hraði. Engin ber ábyrgð hér, sjálfstæðið og sjálfræðið farið, "IMF sagði okkur að gera það annars hefðum við verra af."

Nei Hanna. Það verður að hætta að eltast vvið sökudólga hér heima, samhengið er stærra og ljótara. Það sem þarf að gera ekki síðar en núna strax er að festa í stjórnarskrá ákvæði, sem staðfestir sameign fólksins á náttúruauðlindum landsins og setja það undir þjóaratkvæi ef ekki vill betur til. Banna að þessum auði verði ráðstafað á þjóðaratkvæðagreiðslu. Banna að skrá þær sem höfuðstól til að nota í áhættuveð.

Ef þetta verður ekki gert núna, þá getum við kysst Ísland bless. Þetta er hornsteinninn, sem allt veltur á núna. Ekki hver stal og sveik. Það er verið að vinna miklu verri verk í bakherbergjum þessa stundina.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 21:26

32 identicon

Ég var að lesa http://www.althingi.is/lagas/135b/1944033.html .

Athyglisverðir punktar í lýðræðislegri stjórnarskrá okkar:

http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   
1)L. 56/1991, 5. gr.

http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi

http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Hvað segir Ólafur Ragnar við þessu? Mér sýnist vanta algerlega vald alþýðunnar inn í þessa stjórnarskrá. Náttúrulega átti enginn von á því að auli eins og DO kæmist til valda, og hvaðþá við völd á þvílíkum tímum.

nicejerk (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:35

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stýrivaxtahækkunin var viðbúin og er standard issue hjá þessari glæpastofnun, sem ætlar sér algerlega að knésetja alla verga galdeyrisframleiðslu, auk skuldara landsins, einstaklinga og fyrirtlæki.  Forsendan er að bremsa af gjaldeyrisútstreymi. Það mun virka, af því að allt stoppar og svo förum við á uppboð. Það sem hefði verið farsælla er náttúrlega að skattleggja tímabundið gjaldeyrishöndlunina.

Þessi aðgerð var hinsvegar svona shock treatment til að breiða yfir alvarleika annarra skilyrða. Skilyrða, sem enginn veit nema handfylli manna. Umræðan snýst um stýrivextina og engin spyr: "Hver eru hin skilyrðin?" "Hversu víðtæk verða völd sjóðsins í lögjafa og framkvæmdavaldi?" Mér sýnist þau verða alger. Davíð sver af sér stýrirvaxtahækkunina og bendir á skilyrði IMF. "Ekki benda á mig."  Þetta er orðið óraunverulegt ástand. Maður þarf að klípa sig reglulega til að athuga hvort maður er ekki bara með martröð. 

Því er ósvarað og fæst sennilega ekki svarað fyrr en gjörningurinn er genginn um garð: "Her eru skilyrðin??"

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 21:45

34 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk fyrir góða samantekt Lára Hanna

Heimir Eyvindarson, 30.10.2008 kl. 22:08

35 Smámynd: Júlíus Valsson

Miðbæjaríhaldið komst að kjarna málsins

Júlíus Valsson, 30.10.2008 kl. 23:14

36 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Lára Hanna. Las einhvers staðar að þú værir mótmælandi númer eitt. Veit ekki hvort það endilega er svo jákvætt. Það sem fer verst með okkur í núverandi ástandi er neikvæðni. Það voru alvarlegir brestir í uppsveiflunni, þar sem við vorum ekki nægjanlega tilbúin til þess að skoða málin gagnrýnum augum. Ef við segjum eitthvað bara af því að einhverjir klappa, þá erum við sannarlega ekki á réttri leið. Það þarf nýja stefnumótun fyrir Ísland. Hún verður að byggja upp á lýðræði. Sagt er að stjórnandi sé snillingur ef hann hefur rúmlega 60% rétt fyrir sér. Þess vegna er að koma fleir aðlila svo mikilvæg. Á síðu þinni er oft sama liðið sem kemur og mærir allt sem þú segir. Það er hættulegt. Það er þá orðið eins konar trúarhópur, sem er þá engu betri en trúarhópurinn sem vill álver í hverju þorpi á Íslandi.

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2008 kl. 05:37

37 identicon

 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   
1)L. 56/1991, 5. gr.

1944 nr. 33 17. júní/ Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.

-- Ef Ólafi Ragnari Grímssyni yrði afhent afrit af söfnun kjosa.is og hann myndi í kjölfarið leysa upp Alþingi, þá sannar hann það að hann vinni í þágu þjóðarinnar.

 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

-- Hérna vantar inn auðlindir Íslands og hægt að afgreiða once and for all með stjórnarskrárbreytingu.

1944 nr. 33 17. júní/ Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr.
 -- Hér þarf að breyta ábyrgð. Þessi klásúla leyfir þingmönnum að steypa, ljúga og afvegaleiða og tilheyrir hvergi í raunverulegu skilvirku lýðræði.

nicejerk (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:34

38 Smámynd: Sævar Einarsson

Góðir pistill að vanda hjá þér, reyndar eru þeir oftast langlokur en það er bara ágætt þegar maður hefur ekkert annað að gera. Hvernig lýst ykkur annars á ummæli nýja bankastjóra Glitnis ? Bankinn gerði mistök, ekki ég

Sævar Einarsson, 31.10.2008 kl. 08:43

39 Smámynd: hvutti

Sælt landsfólk.

Inlegg frá SÞ hér ofan er frekar hræsnislegt við þessar aðstæður, og frekar heimskt þar sem SÞ segir að "eins konar trúarhópur" = bad thing, bara svona almennt.

Veist þú ekki að eðli okkar að TRÚ og að safnast í FLOKK fólks sem deilar okkar trú er það sem hefur þróað okkur. Er til eitthver önnur leið ? :o)

takk fyrir marga góða pistla hér. eins og eitthver sagði ofar, fyrir okkur sem búum erlendis eru ekki stóru fjölmiðlarnir alltaf "lýsandi" í sinni umfjöllun um málin þeas við leitum margra annara skrifta eins og td bloggara. Því miður er mörgum enn það um of að skilja hversu hræðilegt ástandið "heima" virkilega er. En tveir feitir grísar sem ég sé annað slægið í fréttum hér er bara ógeðslegt núna og að þeir ásamt öðrum meira að segja haldi sínum völdum ennþá veldur bara hlátri meðal allra nema okkar íslendinga. Mótmælaganga á fund Forseta 'Islands af ÖLLUM sem vilja sameinast kring það að setja ma þá frá og rjúfa stjórnina umsvifalaust myndi skapa umfjöllun. Líka erlendis. Eða getur sama stjórn núna þrifið eftir sig líka ?

Okkur er allt annað en hlátur í huga núna þegar hugsað er heim.

hvutti, 31.10.2008 kl. 08:59

40 Smámynd: Njáll Harðarson

Komið þin nú öll sæl þarna á gjaldþrotaklakanum,

Ég vil segja til þeirra sem ekki una við stöðuna, farið!

Það er algerlega klárt að þeir sem eiga þjóðararfinn eru ekki að hlusta, munu ekki hlusta og eru eingöngu að hugsa um eigin vasa. Þeir slá ryki í augu og setja allt sem er óþægilegt í nefnd.

Það er alveg sama hvað kosið er, þessu mun aldrei verða breitt.

Til þeirra sem horfa fram á eða eru nú þegar gjaldþrota, þá segi ég, þið verðið einungis gjaldþrota á íslandi, farið annað þar sem landi er stjórnað af fólki með skilning á þörfum almennings. Ég mæli með Danmörku.

Sjálfur flutti ég af landi brott þegar búið var að gera mig gjaldþrota, ár eftir ár, vegna þess að skuldir við ríkið fyrnast aldrei á íslandi, ég meira segja bauð sýslumanni að skrifa uppá mörg gjaldþrot í einu, hann kunni ekki að meta það, gnísti tönnum held ég.

Gjaldþrot einstaklings er til þess að hann hafi færi á að komast á fæturnar aftur, en ekki á íslandi, niður, niður, niður með þig.

Í danmörku þá þurrkar gjaldþrot allar skuldir þar á meðal ríksissins, þú verður að skulda meira en 500,000 danskar og vera ekki með rífandi tekjur.

Hvað með lítil fyrirtæki sem berjast í bökkum á íslandi.

Í danmörku og víðar þá þurfa smá fyrirtæki sem velta minna en ákveðinni upphæð, ekki að rukka vsk. sem gerir þau samkeppnishæf. Ekki á íslandi.

Á íslandi halda þeir sem eiga þjóðararfinn að þeir sem eru til ama, gufi upp, gamlir og veikir og gjaldþrota, niður, niður, niður með þig.

Farið annað, gefist upp, það hjálpar ykkur enginn, ekki einu sinni þeir sem þykjast ganga ykkar mála, þeir gleyma því um leið og það er stóll í augsýn, og  það vita þeir sem eiga þjóðararfinn.

lifið heil

Njáll Harðarson, 31.10.2008 kl. 12:48

41 identicon

Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:29

42 Smámynd: Valdimar Kristjánsson

Nú hljótið þið að vera að grínast.

Erum við öll fórnarlömb stjórnmálamanna?

Árið 1992 voru skuldir heimillanna við bankakerfið 50 milljarðar, í lok árs 2007 voru þær 800 milljarðar!!

Tók enginn eftir þessu?

Það hefur ekkert að segja að standa stanslaust í einhverju þrammi eins og höfuðlaus her (nema mögulega æfingin).

Það þarf að hafa einhver langtíma markmið að baki ef eitthvað á að breytast.

Hvernig hljómar t.d. þetta: Árið 2050 mun enginn íslenskur ríkisborgari borga skatta, þurfa að kaupa mat eða húsaskjól?

Þetta kann að hljóma fáránlega en þetta er hægur vandi fyrir 300.000 manns.

Læt fylgja með mynd af slysstað.


Valdimar Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 23:37

43 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekki sammála þeim sem fullyrða að ástæðan fyrir gífurlegri skuldasöfnun fólks sé eyðslugleði. Málið er að stjórnvöld hafa gefið fjárplógsliðinu í bönkunum veiðileyfi á almenning með hæstu vöxtum í siðmenntuðum heimi (ef hægt er að telja Ísland til hans.)

Samtímis hafa þau fært skattbyrðina af stóreignafólki yfir á herðar lág- og millitekjufólks, með frystingu persónuafsláttar og hækkun á þjónustugjöldum (óbeinum sköttum.)

Það sem gerst hefur er að skuldir ríkisins voru fluttar yfir á almenning í landinu. Sjálfsagt er offjárfesting að einhverju leyti skýringin en alls ekki sú eina.

Ég má síðan til með að vekja athygli á nýjasta pistli Jónasar Kristjánssonar. Hann kallar Geir Haarde brennuvarg og sakar hann um að hafa logið að þjóðinni hvað eftir annað. Hann eigi þess vegna tafarlaust að segja af sér.

Theódór Norðkvist, 1.11.2008 kl. 00:08

44 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Þessi mótmæli í dag verða ekkert öðruvísi en mótmælin síðustu tvo laugardaga, í dag er það sama upp á skaftinu bara verið að mótmæla út í loftið, engar ákveðnar kröfur og alls engar lausnir.

Hvað viljið þið að gerist, eiga stjórnvöld bara að fara frá á morgun og landið að vera stjórnlaust þangað til þið mótmælendur ákveðið hvað skuli vera gert?

Þið verðið að kynna ykkur hvernig á mótmæla með árángri, setja skýra stefnu og skýra lausn á ástandinu...hverja á að kjósa í stað þeirra sem nú eru?

Viljið þið bara allt burt og kjósa alveg nýtt þing?

Kreppa Alkadóttir., 1.11.2008 kl. 12:54

45 Smámynd: nicejerk

Mér hryllir að hugsa til þess að, ef þingi verði ekki slitið og engar kosningar, þá munu sömu himpigimpin einnig fá leyfi til að klúðra lánsfénu frá IMF og öðrum. Váááá.

Nýtt ábyrgt fólk á þing, því af nægu er að taka.

nicejerk, 1.11.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband