Ljós í myrkrinu

Þegar ég renndi yfir Moggann í gær sá ég ljós í myrkrinu - og það var góð tilfinning.

Þessi óskapnaður, nýjar höfuðstöðvar Glitnis, mun að líkindum ekki rísa á Kirkjusandi.

Nýjar höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand

Og þessir hroðalegu kassar, nýr Landsbanki, munu ekki rísa í gamla miðbænum í Reykjavík.  Miðbær - Nýr Landsbanki Landsbankabygging-texti

 Góð ábending frá Emil í athugasemd - glerhöllin World Trade Center milli Hafnarstrætis og tónlistarhúss

WorldTradeCentre-1

WorldTradeCentre-2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… og svona frekar ósennilegt að World Trade Center rísi við hliðina á tónlistarhúsinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2008 kl. 00:26

2 identicon

Ekki falleg sjón þetta, allt of ýkt.

alva (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins gott að ekkert verður af þessu, nóg er samt, - því miður of seint í rassinn gripinn nú þegar búið er að selja landið okkar fyrir tildur og prjál.

Það er að segja bráðum, það er ekki búið að skrifa undir enn, nokkuð víst að svo verður - ekki hverfum við víst aftur til lifnaðarhátta miðalda svo fátt er annað til ráða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er kannski kvikindislegt að segja það, en ég vorkenni ekki arkitektum sem teikna svona ferlíki (monstrosities) þó þeir verði atvinnulausir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:34

5 identicon

Ótrúlegt hvað íslenskir arkitektar hafa tekið miklu ástfóstri við þessi forljótu, láréttu og hallalausu, þök á húsum. Sem mígleka, ekki síst í rigningabælinu hér á sunnanverðu landinu. þó að arkitektar og verkfræðingar beri á móti því en viðurkenna samt að það hafi ekki verið gerð samanburðarkönnun á því hvort lárétt þök leki meira en hallandi þök. Þá vill svo einkennilega til að öll hús sem ég hef komið í og eru með láréttum þökum, þau leka.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 04:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eru þetta ljótar byggingar.

Sjúkkitt eitthvað gleðilegt að gerast eða ekki gerast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 06:36

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lára Hanna stígðu fram    við  þurfum á þér aðhalda .

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 08:43

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Stjórnvöld og Reykjavíkurborg verða nú að setja allt á fullt og klára Tónlistarhús og hefja uppbyggingu á brunarústareitnum í hjarta Rvk. STRAX.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.10.2008 kl. 08:44

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála þér Ásgeir, þá verða þeir aðilar sem að því koma alla vega ekki atvinnulausir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Heidi Strand

Sammála ykkur Ásgeir og Greta.

Annars er Hannes búin að  finna sökudólgnum á hremmingunum. 
Hann gefi bara ekki kost á athugasemdir, og er það sennilega að hann hefur alltaf rétt fyrir sér.

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 11:16

11 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Þetta er svo sannarlega ljós í myrkrinu. Ég vona bara að skrímslið sem á að koma á Laugaveginn verði líka blásið af borðinu!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 16:10

12 identicon

Púff hvað það er satt, sem Frakkarnir segja:

Því oftar sem breytt er

eru hlutirnir eins.

Eða sannleikurinn í orðum Davíðs, svakalega hefur hann stundum rétt fyrir sér!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:26

13 identicon

Svo er það þessi:

Hvað eiga arkítektar í kapítalístísku vestri og kommúnístísku austri sameiginleg?

Wait for it ...

Hugmyndaauðgin!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:31

14 Smámynd: Heidi Strand

Það eru ekki bara arkitektar, en líka stjórnmálamenn. Gott dæmi um er einhæfa mengandi stóriðju.
Einræði þekkist líka bæði i austri og í vestri.

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 17:34

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kassalagið hans Davíðs...

Það var nú sönggrúppan Þokkabót sem söng þetta lag hér í denn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 17:39

16 identicon

Legg til að þessu nýja tónlistarhúsi ( RÚSTIR ) verði breytt í SLÖKKVILIÐSSTÖÐ! 

Eða frystihús þar sem væri góð hugmynd að fullvinna fiskinn hér heima, meira enn gert er.

þetta hús mun aldrei veita fallegar minningar  ( ekki á þessari öld allaveganna ) 

Alla (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:25

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alla vega skárra en að klessa slökkvistöð í Elliðaárdalinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 18:33

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þó falli verkin fjárglæfranna,

fullyrðir nú Magnús Geir.

Ljós í myrkri, Lára Hanna,

líkast til sé öllu meir!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 21:04

19 identicon

Þessar teikningar lýsa einhverri minnimáttarkennd í þjóðarsálinni, "reynum að vera eins og þessir stóru í útlöndum".

Minnir mig á söngvarann sem fór með einhvern óskapnað í Júróvisjon og sagði "þetta er svo intenational" "þetta er svo vinsælt á diskotekunum í London".

Ég hefði sent Gylfa Ægisson - og ekki skammast mín fyrir það.

sigurvin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:32

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að bloggið sé vanmetinn fjölmiðill. Þar eru tækifæri til að uppgötva fólk.

Ég legg til að þú gerist leiðsögumaður þjóðarinnar við að byggja upp nýtt samfélag Lára Hanna. Samfélag nýrra gilda er auðveldast að byggja upp eftir brotlendingu. En ég óttast að nú sé hver dagurinn síðastur í þeim efnum. Ógæfumennirnir eru í afneitun og bíða færis að bjóða til nýrrar svallveislu. 

Árni Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 23:56

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bankaveislu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:14

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni, eina blætið sem ég hef fyrir ágætri bloggvinkonu minni, Láru Hönnu, er að hún trúir enn á ~fagra ísland~ ISG.

Jú, & svo heldur hún með hundónýtu fótboltaliði í enzku.

Annarz myndi ég kippa henni uppí til okkar, & setja hana fremzt næzt.

Steingrímur Helgason, 1.11.2008 kl. 01:11

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fremst?

Fremst hvar, félagi Steingrímur H en ekki J!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 02:41

24 Smámynd: Anna

Mer finnst að Jón Ásgeir og Björgólfur eigi að borga fyrir að byggja þetta höll. Þetta yrði þeirra framlag til þjóðfélagssins. Þetta yrði æðislegur skóli fyrir miðbæinn með leikfimissal, leikhúsi og tónlistarhús allt á sama stað fyrir börnin. 

Anna , 1.11.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband