1.11.2008
Mætum á útifundinn á Austurvelli í dag
Fyrir hálfum mánuði skrifaði ég þetta: "Svo horfum við á fréttir í sjónvarpinu og göpum yfir myndum sem sýna fjöldamótmæli í útlöndum þar sem þau þykja sjálfsögð. Myndum sem sýna tugþúsundir borgara þramma um götur og torg með spjöld hrópandi skoðanir sínar og vilja til að beita yfirvöld lýðræðislegum þrýstingi. Við erum ýmist full aðdáunar eða fyrirlitningar en rumskum og rísum upp við dogg þegar í ljós kemur að mótmælin í útlöndum báru árangur. Spyrjum: Af hverju gerum við aldrei neitt svona? Já, af hverju? Af hverju eru Íslendingar svona frábitnir mótmælum en fagna samt þegar einhver gerir eitthvað eins og flutningabílstjórar fyrr á árinu? Ísland á að heita frjálst þjóðfélag þar sem við megum segja skoðun okkar og mótmæla ef á okkur er brotið - en við gerum það ekki. Við kunnum ekki að meta frelsið til að mótmæla en vorkennum þeim þjóðum sem hafa það ekki."
Í dag las ég þessa frétt á Eyjunni. Þetta fólk kann ekki að skammast sín. Á meðan þúsundir eru að missa vinnuna fær forsætisráðherrafrúin, sem áreiðanlega lepur ekki dauðann úr skel og var auk þess formaður nefndar um byggingu "hátæknisjúkrahúss" síðast þegar ég vissi, þessa fínu og virðulegu stöðu. Hvaða laun ætli hún fái fyrir djobbið? Buðust engir betri eða er bara verið að hampa sér og sínum? Þetta er ósvífni. Taktleysi af verstu sort og blaut tuska framan í blæðandi þjóð. En þeim er sama, þau þurfa hvort sem er ekki að axla neina ábyrgð á gjörðum sínum og þessir þjónar þjóðarinnar eru ósnertanlegir og ráða því sjálfir hvort þeir verða reknir eður ei.
Fyrir hálfum mánuði skrifaði ég líka: "Á morgun, laugardag klukkan 15, er boðað til mótmæla á Austurvelli. Fólk er hvatt til að vera þátttakendur, ekki þolendur. Þetta eru ekki flokkspólitísk mótmæli, ekki skotgrafahernaður, ekki kommúnistar, múgur, skríll eða hyski heldur ofurvenjulegt fólk, almenningur á Íslandi að láta skoðun sína í ljós með því að mæta. Að krefjast þess að gert verði hreint í skúmaskotum rotinna innviða stjórnsýslunnar. Að krefjast þess að hagur þjóðarinnar verði tekinn fram yfir flokkshagsmuni og hagsmuni örfárra, útvalinna einstaklinga sem hafa plantað sér í dúnmjúk, vellaunuð hásæti og neita að standa upp. Að krefjast réttlætis í stað ranglætis."
Og í kvöld sá ég þetta á RÚV og Mbl.
Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að við trúum og treystum fólki sem hagar sér eins og það þurfi aldrei að standa þjóðinni skil á gjörðum sínum, segir ýmist ósatt eða ekki neitt og talar í kross eins og lesa má hér á Eyjunni? Lesið þennan stórfína pistil Marinós G. Njálssonar þar sem hann segir betra lýðræði í Austur-Evrópu en á Íslandi. Sláandi lestur.
Fyrir hálfum mánuði mættu um 2.000 manns til að mótmæla á Austurvelli og svipaður fjöldi á tvo fundi fyrir viku. Þetta er fáheyrð mæting á mótmæli á Íslandi. En lögreglan kann ekki að telja og sá bara 500 og fjölmiðlar höfðu það eftir þrátt fyrir fjölda mynda og myndbanda sem sýndu annað. Í dag, laugardag, verður aftur útifundur á Austurvelli klukkan 15. Á undan fundinum, kl. 14, stendur hópur fólks fyrir mótmælagöngu frá Hlemmi sem endar á fundinum á Austurvelli. Ræðumenn á fundinum verða Pétur Tyrfingsson og Lárus Páll Birgisson. Ávörp flytja Óskar Ástþórsson, Díana Ósk og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir.
Ég hvet fólk til að mæta annað hvort í gönguna eða á fundinn - eða bæði í gönguna og á fundinn. Ekki láta andúð ykkar á einhverjum einstaklingum sem hafa haft sig í frammi hindra ykkur í að tjá skoðun ykkar með því að mæta. Það er allt of mikið í húfi til þess. Hörður Torfason, sem stendur fyrir fundinum, er friðarins maður og hvetur til samstöðu. Aldrei er hægt að gera öllum til hæfis eða hindra að einhverjir séu með athafnir sem fólki mislíkar. En það er auðvelt að leiða slíkt hjá sér og sýna samstöðu með því að mæta.
Hér er myndband sem Hjálmtýr V. Heiðdal, kvikmyndagerðarmaður, setti saman eftir mótmælin fyrir hálfum mánuði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:10 | Facebook
Athugasemdir
ógleðin eykst stöðugt
Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 02:00
Ég ætla að mæta á fundinn klukkan 15.00 á morgun
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.11.2008 kl. 02:09
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skylja hvernig tengingar eru í höfðinu á ráðamönnum. Þetta eru eins og vélmenni....fyrir mig...oní mig...fyrir okkur...ekki fyrir hina...o.s.frv.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 02:44
átti að vera "skilja"
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 02:45
Þögn er sama og samþykki. Látum ekki fara svona með okkur!
Sigurður Hrellir, 1.11.2008 kl. 05:27
Ég finn það á mér að það verður alveg svakalega góð mæting í dag. Ég verð með ykkur í anda og syng. Allir saman nú, einn tveir þrír!
Kristín í París (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 07:17
Látið ekki hina spilltu leiðtoga þjóðarinnar drepa ykkur án þess að mótmæla!
Munið eftir að skrifa undir.
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html
Grýla er komin í þrot!
Það er kominn tími til að sópa út ruslinu fyrir jólin.
Sjá: http://kjosa.is/
RagnarA (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:56
Auglýsingin um staðan sem forætisráðherrafrúin fékk, hefur farið framhjá mér. Hún er heppin að fá svona gott starf á þessum krepputímum.
Við mætum á fundinn!!!
Heidi Strand, 1.11.2008 kl. 09:31
Lára Hanna ég er orðin svo langbrjáluð að ég veit ekki hvað skal segja.
Er aldrei komið nóg?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 09:38
Ingu Jónu veitir ekki af nokkrum krónum í kreppunni. Við erum með svo afgerandi klárt fólk í ríkisstjórninni að það veit alltaf hvaða einstaklingar eru hæfastir. Við hérna fyrir norðan fengum sendan súper dómara sem einhverjir hálærðir reynsluboltar mátu einu skrefi frá því að teljast óhæfan en ráðherrar létu ekki blekkjast. Það er ekki fallega gert að efast um gjörnings framkvæmdavaldsins.
Víðir Benediktsson, 1.11.2008 kl. 11:07
Er ráðning Ingu Jónu, fyrrv. FL grúppíu, atburðir liðinna vikna, þar sem svokallaðir ráðamenn þjóðarinnar opinbera getuleysi sitt algjörlega, meðvitaðir? Er þetta fólk að ögra íslenskri þjóð? Það hvarflar að manni og ef svo er, þá fer að koma tími á „Rauðar herdeildir“.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.11.2008 kl. 11:39
<--- mér líður svona í dag !! Ég er kominn með ógeð á íslenskum stjórnvöldum .. og er sú ógleði að færast yfir á samfylkinguna líka því mér finnst hún ekki gera neitt af röggsemi í þessu samstarfi við Sjálftektina..
Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 12:01
Hver er tilgangurinn með þessum mótmælum? Hverju er verið að reyna að ná fram? Á stjórnin öll sem ein af fara frá störfum og ef svo er hver á þá að taka við?
Hver er ykkar tilllaga, hvað eru þið að leggja til að verði gert?
Meðan þið hafið ekki skýr markmið verða þessi mótmæli jafn tilgangslaus og mótmæli síðustu daga, það vilja flestir ekki fá kosningar strax.
Frekar hefði ég farið fram á að Geir og Davíð færu frá völdum og þá Þorgerður Katrín tæki við og einhver hæfur yrði ráðin í seðlabankann.
Ég hefði krafist þess að við myndum hefja aðildarviðræður við ESB þá myndi fjöldin allur að fólki mæta.
Það sem þið viljið að gerast er engu skárra en það sem er í gangi núna? Ert þú ekki á móti ESB Lára Hanna?
Kreppa Alkadóttir., 1.11.2008 kl. 12:58
3,5 milljónir sóttu mótmælafund í Róm um daginn. Ítalir eru 60 miljónir, þannig að þarna voru 5,8% þjóðarinar. til að jafna það þurfum við um 18 þúsund
Brjánn Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 14:25
Ég mætti í dag.
Einar Indriðason, 1.11.2008 kl. 17:58
Ég mætti líka í dag. Lárus Páll var snilld og Pétur líka. Hvað varð af konunum sem áttu að taka til máls? Þarna voru bara karlar sem töluðu.
Lára Hanna, ég vil fá þig þarna upp á svið!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:35
Hildigunnur! Ég held að það yrði enginn svikinn af því ef Lára Hanna verður við því
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.