4.11.2008
Geta skal þess sem vel er gert...
Ég tek ofan fyrir Boga Nilssyni fyrir að draga sig út úr skýrslugerðinni eða rannsókninni. Það á Valtýr að gera líka og það er beinlínis lífsspursmál fyrir þjóðina og framtíðina að fá erlenda sérfræðinga til að rannsaka öll þessi mál - alla bankana, stjórnsýsluna og þátt stjórnmálamanna í efnahagshruninu. Strax. Málið þolir enga bið. Lesa má a.m.k. hluta úr bréfi Boga hjá Agli Helga hér. Mjög athyglisverð lesning.
...og hins sem angar af spillingu.
Þetta var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og þarna er bara verið að fjalla um Kaupþing. Eitt af því sem er nauðsynlegt að gera er að fá lista yfir alla þá sem seldu hlutabréf í öllum bönkunum síðustu mánuðina fyrir hrunið, allar stórar millifærslur eins og þá sem hér um ræðir og rannsaka gaumgæfilega hvort einhverjir vildarvinir hafi fengið að losa fé sitt úr þeim sjóðum sem voru almenningi lokaðir. Því lengur sem þetta dregst því meiri líkur eru á að unnt verði að hylja sporin.
Upphæðir fengnar úr fjölmiðlum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Athugasemdir
Hér á landi rekur menn í rogastans ef embættismaður gerir einu sinni það sem klár siðferðileg skylda býður honum. Honum er fagnað nánast sem sérstakri manntegund. Umhugsunarvert.
Hvað gerir BB nú eða ríkissaksóknarinn hans?
Rómverji (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:11
Sæl Hanna Lára
Langar bara að nota þetta tækifæri og þakka þér kærlega fyrir þitt framlag þessa dagana, mikils metið. Takk fyrir mig (og þjóðina ;-)
ASE (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:15
Góð spurning, Rómverji... Það hlýtur að koma í ljós eigi síðar en á morgun.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:18
Það er nauðsynlegt að hraða rannsókn á þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 4.11.2008 kl. 23:19
Þetta með þessar yfirfærslur er það getur verið það alvarlegasta sem kemur upp í öllum þessum glundroða
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:21
svakalegar tölur !
Óskar Þorkelsson, 4.11.2008 kl. 23:24
Upphæðin sem Norðmenn ætla að lána okkur er skv nýjustu fréttum álíka upphæð og æðstu stjórnendur Kaupþings og Glitnis fengu að láni sem var síðan fellt niður
Áhugavert að skoða þetta í þessu samhengi.
Einnig áhugavert fréttamat sjónvarpsins í gærkvöld þar sem fyrsta frétt var um lánið frá norðmönnum, önnur frétt var um að IMF tæki umsókn okkar fyrir nk föstudag. Þriðja frétt var um niðurfellingu skulda (persónulegra ábyrgða) stjórnenda Kaupþings.
Kristjana Bjarnadóttir, 4.11.2008 kl. 23:25
Þetta mál þolir enga bið eins og þú segir mín kæra
Anna Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:38
Þakka skyldi manninum að hafa dregið sig í hlé.
Þetta hefði getað gengið hjá þeim fyrir nokkrum mánuðum, nú er sælan úti. Almenningi er ofboðið og lætur heyra í sér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 23:59
Takk enn og aftur fyrir samantekt þína Lára Hanna. Þessar upplýsingar eru SVAKALEGAR og millifærslurnar að mínu mati glæpsamlegar gagnvart þjóðinni. Það er eins gott að allsherjarhreingerning fari fram þar sem þjóðin FÆR (náðarsamlegast) að fylgjast með.
Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:19
það væri fengur að fleiri embættismenn vissu sinn vitjunartíma
Brjánn Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 00:50
Það ber að róa öllum árum að því að ná í þessa peninga, sem fluttir voru úr landi til Cayman og álíka staða. Til þess þarf fleiri tímabundin neyðarlög og jafnvel aðstoð frá erlendum leyniþjónustum.
Það á allavega að vera ljóst hverjir gerðu þessar millifærslur og hverjir höfðu vald til að heimila þær þarna þegar slíkt hefði ekki fyrir nokkurn mun getað gerst án vitundar stjórnenda. Þetta fólk veit hverjir fengu féð. Leyndarskylda þeirra verður ekki fyrir hendi nú þegar bankarnir verða gerðir upp næstu þrjá daga. Ég veit ekki hvernig það er með þessi gjaldþrotaskipti, þar sem 900 milljarðar þurrkast út. Kannski ætti að bíða með það þangað til botn fæst í þetta peningaflóttamál. Þetta er gjaldeyrir, sem ekki veitir af þegar krónunni verður sleppt og restin af gjaldeyrinum verður soginn út úr landinu, þökk sé glæpaklíku IMF, sem er í öllu tilliti að berjast við að dýpka vandann hér. Hvað skyldi vera þeirra markmið?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 00:53
Eitthvað kemur sonur Boga við sögu í þessu samhengi, svo það er varla að furða að kallin gæfi sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 01:07
Bogi Nilsson er maður að meiru fyrir að draga sig til baka. Fréttir af færslum úr Kaupþingi til útlanda vekja upp spurningar um siðferði þeirra sem þar eru við stjórnvölinn. Sú frétt ein og sér nægir til að rökstyðja það sem Bogi talar um í sínu bréfi um nauðsyn þess að fá færustu sérfræðinga erlendis frá til að fara yfir þessi mál.
Kaupþing áður Búnaðarbanki hefur haft á sér orð fyrir hæpin vinnubrögð áður og kannski heyrist meira um slíkt út um land þar sem þetta hefur verið banki sveitanna og Samvinnuhreyfingarinnar. Þó kaupfélögunum hafi fækkað, þá eru enn við líði gamlar leyfar SÍS sem ekki hefur verið mikið rætt um.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.11.2008 kl. 01:08
Ég er orðin svo áttavillt á öllum þessum upplýsingum, að ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara, þetta er bara glæpsamlegt sem þessir menn eru búnir að gera, það verður að bregðast við þessu, ekki seinna en strax
Sigurveig Eysteins, 5.11.2008 kl. 01:16
Bankaleynd fellur niður þegar bankar í þrot svo það á ekki að vera vandamál að hafa upp á þessum "flutningamönnum" og láta þá flytja féð til baka
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 01:28
Tek undir með Holfríði og þakka henni fyrir hennar innlegg.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:46
Sæl Lára Hanna og takk fyrir þessa færslu. Ég var líka að blogga í sama anda í gær og við erum greinilega sammála.
En ég er með eina tillögu: Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!
Þannig að þegarr ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er. Þetta ætla ég að minnsta kosti að gera - hef gert þetta nú í þrjá daga (sjá hér) og ætla að halda því áfram.
Vona að fleir taki undir með mér.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 10:21
Þessir gríðarlegu fjármunir sem voru færðir úr landi fóru ekki að eigin frumkvæði. Einhver ákvað að forða þeim og einhver sá um millifærslurnar. Ég legg til að svona fólki verði gefið eitt og aðeins eitt tækifæri til að skila peningunum en að öðrum kosti svipt ríkisborgararétti og nöfn þeirra grafin í stein þeim til háðungar.
Sigurður Hrellir, 5.11.2008 kl. 11:18
Ég gleymdi einu:
Burt með spillingarliðið!
Sigurður Hrellir, 5.11.2008 kl. 11:22
Alveg sammála þer. Það þarf að hefða rannsókn sem fyrst. Áður en gögn vera látin hverfa. Rannsaka millifærslur hjá bankastjórum fyrir hrun. Ef svo er hvert peningar fóru hver átti peningana og alla þá sem komu þar að málum. Ég tel að þetta sé eins og kolkrabbi sem teygir ánga sína til ýmsra aðila sem við gerum okkur ekki grein fyrir.
Anna , 5.11.2008 kl. 12:56
Alger brandari, tek undir orð Ólínu, burt með þetta lið!
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:20
Úbbs! Ég sá að mér hafði orðið ferlega á í innslættinum á nafni Hólmfríðar Bjarnadóttur. Fannst afbökunin sem ég gerði þannig á nafninu hennar svo afkáraleg að ég verð bara að fá að biðja hana afsökunar hér. Vona að hún fyrirgefi mér hvernig fljótfærni mín og athugunarleysi bitnaði á nafninu hennar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:59
Ekki skrítið að IMF hiki við að lána Íslandi. Það er að sjá að miklu meiri maðkur sé í mysunni en okkur hefur verið talið trú um. Rétt búið að skima yfirborðið. Kannski var rétt af Bretum að setja hryðjuverkalög á glæpalýðinn...verst að allir Íslendingar lenda í súpunni með honum...
Burt með spillingarliðið!
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.