5.11.2008
Hvað í *********** á þetta að þýða?
Ég ætla að afrita þetta af Orðinu á götunni. Hvað er maðurinn að gera þarna ennþá? Var hann ekki búinn að gera nóg af sér? Er hann á launum hjá hinu opinbera? Eru honum borguð laun úr vösum skattgreiðenda? Hefur hann aðgang að pappírstætaranum? Ég vil fá svör og það strax, Björgvin G. bankamálaráðherra? Geir forsætis? Aðrir ráðherrar eða þingmenn...?
Orðið á götunni er að Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, sé enn að störfum í bankanum á nýrri skrifstofu, sem hafi verið sérstaklega innréttuð fyrir hann. Hann er enn sagður leggja í gamla bankastjórabílastæðið sitt eins og ekkert hafi í skorist og spígspora um bankann eins og sá sem öllu ræður.
Einum starfsmanna bankans ofbýður þetta svo að hann getur ekki orða bundist lengur: Svo virðist sem í raun hafi ekkert breyst í Landsbankanum þrátt fyrir fall hans. Sigurjón Árnason er ennþá allt í öllu þar. Hann virðist stýra öllu í gegnum konuna sem enginn veit hvað fær í laun. Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út þegar Sigurjón og Halldór létu af störfum var sagt að þeir myndu verða hinum nýja banka til ráðgjafar einhvern tíma.
Staðreyndin er sú að ennþá kemur Sigurjón á sínum bíl og leggur í stæði bankastjóra. Hann fékk undir sig heila hæð yfir Reykjavíkurapóteki sem bankinn er með á leigu. Þar var allt innréttað uppá nýtt fyrir hann í hvelli og þar starfa honum til aðstoðar hátt í 10 starfsmenn!!!!!!!!!!! Hvað skyldi gerast þar???? Um þetta má ekki tala í bankanum og mikið pukur er í kringum þessa starfsemi Sigurjóns. Ég hef grun um að enginn geri sér grein fyrir hversu fyrirferðarmikilir gömlu stjórnendurnir eru enn þann dag í dag. Í það minnsta gengur Sigurjón um ganga eins og maðurinn sem öllu ræður.
Því miður hefur lítið sem ekkert breyst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Athugasemdir
Nei, farin í geymslu að leita að heikvísl.
Hver andskotinn er í gangi.
Ætla að blogga um þetta líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 16:54
Þetta er ekki í lagi....Verður forvitnilegt að heyra svör/ekki svör bankamálaráðherra
Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:00
þetta fólk er af öðrum heimi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:04
Búin að blogga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 17:05
ÚFF verð að passa hjartsláttinn,,en verð allavega smá reiður,,,,erum við kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum..
Res (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:07
Þegar hollensk yfirvöld tóku yfir bankann í Amsterdam var þeirra fyrsta verk að handjárna alla yfirmennina.
Ráðherra bankamála hlýtur að útskýra þetta stórfurðulega fyrirkomulag. Eru þetta tómir fúskarar !!
Rómverji (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:27
Gagnaeyðing giska ég á.
Hefur fólk annars tekið efitr þessari þrúgandi þögn frá ráðherrum þessa daganna? Það er eins og það sé verið að undirbúa eitthvað virkilega slæmt gegn almenningi.
AK-72, 5.11.2008 kl. 17:28
Burt með þetta spillingarlið!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 17:48
Hafið hægt um ykkur og sparið stóru orðin og kraftana þangað til síðar.
Innmúraður sagði mér að það sem þegar er á yfirborðinu sé hreinasta hátíð miðað við það sem á eftir að koma í ljós þegar menn hætta að rannsaka sig sjálfir og utanað komandi fara ofan í sauman á hlutunum.
Verð illa svikinn ef ekki verður brotin gluggi svona uppúr áramótunum eða jafnvel fyrr.
101 (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:49
Ég ætlaði að skrifa heilmikla athugasemd hérna en ég er bara svo orðlaus yfir þessu að ég get það ekk.
Neddi, 5.11.2008 kl. 17:59
Sendi ykkur hér bloggfærslu af netinu og vil gera fyrirspurn um hvort það sem þar kemur fram sé rétt.
Ef svo er, hvert er hlutverk Sigurjóns Árnasonar og hvað mun hann starfa þarna lengi með þessum hætti.
Fólk hefur tekið það svo að bankastjórar gömlu bankanna væru ekki lengur við störf.
Eru fleiri fyrrverandi bankastjórar við svipuð störf og Sigurjón Árnason.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/category/1/
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.11.2008 kl. 18:22
Mér er raunverulega óglatt, ekki bara í óeiginlegri merkingu. Um mig fer einnig kuldahrollur.
Kristjana Bjarnadóttir, 5.11.2008 kl. 18:53
æ, hve notalegt er að búa í Berlusconi þjóðfélagi
mér yljar um hjartaræturnar
Brjánn Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 19:05
Ef þessir kallar líta svo á að það séu engin takmörk fyrir þvi hvað þeir geta leift sér mikla ósvífni. Þá verða þeir að sætta sig við það sama frá fólkinu á götunni.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:14
Ég sendi bara hund minn á þetta líð.
Anna , 5.11.2008 kl. 19:33
Heldurðu að hann sé ekki þarna til þess að eyða öllum gögnum um spillingu.
Anna , 5.11.2008 kl. 19:36
Ég er ORÐLAUS. Þetta er of stór biti að kyngja miðað við allt sem stjórnarmenn hafa sagt. Gott hjá Hólmfríði að senda Björgvin og Guðbjarti fyrirspurn og bíð spennt eftir svarinu. Púff. Hvað er eiginlega í gangi? Er að missa alla trú á ríkisstjórninni, málflutningi hennar og aðgerðum til "breytinga" , "byggja upp nýtt samfélag" "standa saman" og blablablabla. Þetta er bara blabla ríkisstjórn. Hlakka til kosninganna.
Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:44
Glæsibifreiðar hluti af launakjörum nýju bankastjóranna.
Hvenær er einni þjóð nóg boðið?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.11.2008 kl. 20:34
Spillingin heldur bara áfram.
Konur eru ekki skárra en karlar þegar þær komast upp metorðastigann.Mörg dæmi eru um það.Burt með spillingarliðið
Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 20:38
Að sjálfsögðu þarf heimavanann mann til að hreinsa upp ósóma og hylja spor. Hann er ekki sá eini.
Dettur einhverjum í hug að spillingin nái ínní fjármálaeftirlitið og skilanefndir? (ég veit um einn)
Hvers vegna er ekki búið að setja bankana í gjaldþrot. Hvers vegna er engin rannsókn hafin? Stjórnvöld sjá til þess að tími vinnist......til þess að hylja spor.
sigurvin (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:41
Það ætti að vera öllum ljóst að hlutverk hans þarna er að bjarga fjármunum, (sínum eigin og annarra útvalinna. Hverjir eru þeir?)
Það starf vinnur hann í skjóli/umboði skilanefndar, fjármálaeftirlits og stjórnvalda.
sigurvin (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:55
Hef líka heyrt að verið sé að setja saman sveit "Hvítstakka" og þjálfa í a berja á samborgurum með múður.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 21:05
Sæl Lára, ég er komin með upp í kok. Hvað getum við gert? Það er gengið yfir þjóðina á skítugum skónum. Ég var með fréttamenn frá BBC útvarpi í Fjölskylduhjálp Íslands í dag þar sem við úthlutum matvælum til 167 fjölskyldna. BBC var í tvo tíma á staðnum. Þeir eru mjög hissa á ástandinu hér á landi og mönnum kemur saman um það að íslenska þjóðfélagið sé hálfgert bananalýðveldi. Þeir verða með dagskrá um Ísland á BBC útvarpi auk þess sem þeir skrifa um ástandið. Þetta er nú samt eitthvað okkur sjálfum að kenna því við höfum látið þetta yfir okkur ganga s.l. 20 ár. Hér þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá okkur, i.e. þjóðinni. Við eigum að segja Nei hingað og ekki lengra.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 5.11.2008 kl. 21:14
Þetta fer að verða á hátt í fjórða úlpuhittíng með tilheyrandi kakófruzzi.
Nah, ég er enn á heykvízlinni, kyndlinum & tvíhleypunni, en úlpizt að vild áfram mín vegna.
Steingrímur Helgason, 5.11.2008 kl. 21:31
Það eru ekki bara Breta sem eru hissa á ástanðinu í bananalýðveldinu.
Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 21:32
Leggur í bílastæði bankastjóra? Humm. Á hann ennþá bíl?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:36
Ég tek undir með öllum þeim sem eru gersamlega rasandi yfir ástandinu. Það þarf að hreinsa algerlega til í bankakerfinu til það öðlist trúverðugleika á ný. Spillingin er gegnsýrð um það allt er föst í því eins og gömul ýlda sem ekki er unnt að þvo í burtu.
Eru ekki draugarnir enn í hinum bönkunum líka.
Kæra Lára takk fyrir öll þín innlegg.
Valgeir Bjarnason, 5.11.2008 kl. 21:48
Return Of The Pigs
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 21:49
Arrrghhhhhhhhhhhhhhh er oðlaus. Hvað er í gangi? Burt með spillinguna. Það er bara verið að fela og fela.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 21:50
Det er mange sjeletter inne i skapene.
Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 21:59
Thetta er fáránlegt. Alveg út í høtt. Hvenær fara rádamenn ad fatta thad.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:07
Miðað við hvernig hefur verið unnið að málum hér á landi,þá er bara mjög eðlilegt að Sigurjón sé enn að störfum. Haldið þið að ríkisstjórnin kunni á tætarann? Sigurjón er snillingur (heyrði það í sjónvarpinu í fyrra).Hann getur hjálpað til við að "taka til" í bankanum...það er nefnilega allt á hvolfi þar,hlutabréf hafa týnst og svo "fyrir tæknileg mistök"bréf skráð eða ekki skráð (man þetta ekk lengur)...fylgist þið ekki með fréttunum? Nú og hann verður að þrífa vel því ekki yrði gott fyrir ríkisstjórnina að fá enn meir af hneykslismálum fyrir okkur borgarana (Davíð og Geir myndu ekki þola að leggja meir á okkur greyin).
Ásta, 5.11.2008 kl. 22:07
Manni verður um og ó!
Anna Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:18
Er þetta nú ekki bara saga af götunni? Ef rétt er þá förum við bara að undirbúa okkur undir borgarstyrjöld, það er nú bara ekki flóknara.
Guðjón Baldursson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:31
Animal Farm.
Víðir Benediktsson, 5.11.2008 kl. 22:44
Reiðin kraumar.. innibyrgð djúp reiði.. það kemur að því að einhver snappar hér fljótlega.. kannski ég.. kannski einhver annar.. en einhver snappar því.. þeir sem eru spilltastir eru að rannsaka sjálfan sig.. og allt í einu eru útrásarvíkingarnir orðnir eins og skólastrákar í tíkallaharki við hliðina á bankamönnum íslands.
Laugardagur kl 15.00 austurvöllur
Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 22:46
Hlynur,reiðin fer ekki þótt steini sé kastað....besta leiðin fyrir útrás reiðinnar er að fara út að hlaupa eða í ræktina! Vona að fólk hagi sér á Austurvelli..sýni samhug og styðji hvert annað! ofbeldi og skemmdir hafa ekkert upp á sig nema neikvæðni og ekki þurfum við á því að halda.
Ásta, 5.11.2008 kl. 23:12
Það er samt alltaf spurning Ásta hversu lengi maður lætur lemja sig án þess að lyfta höndum til varnar þó að ekki mæli ég ofbeldi bót, allavegana ekki gegn fólki, líklegust er óeirðlögreglan til þess eins og við sáum við rauðavatn í sumar. Gas gas.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 23:21
Eigum við, almúginn að láta það gerast átakalaust, að við verðum gerð eignalaust og gjaldþrota atvinnulaust beiningafólk, á meðan "útrásarvíkingarnir" aka um á Range Roverunum og sigla á snekkjunum eða fljúga um á einkaþotunum, með milljarða í rassvasanum ??
Þessir andskotar eru ábyrgir fyrir fjölskyldu harmleikum og vonleysi, og því að stór hluti þjóðarinnar sér sér ekki annað fært en að flýja land.
Fyrir mér eru þeir, og þeir ráðamenn, sem stungu varnaðarskýrslum undir stól, og lugu að þjóðinni, ekkert annað en landráðamenn, og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir.
Hvernig er það annars Lára ? Er bloggið þitt ritskoðað ?? Það er ekki hægt að sjá viðtalið við Geir í blogginu þínu frá 29. Okt.
Eins og drottningin sagði: "Af með hausinn"!, en hver á að taka við ? það þarf að vanda vel til valsins.
Börkur Hrólfsson, 5.11.2008 kl. 23:23
AGE OF GREED (Öld Græðginnar)
Ten percent of the land
Is the hand that pulls the strings
Be the privileged few (to have to own to hold)
Power over the people yes yes
Power over people
Be the privileged few to have to own to hold
Money property assets before lives
Green gestures of a dying planet
An endless debate only too late
An appetite for glutony
The only way is up the only way is up
But when you are up you have to try and stay there
So you stamp and cheat on people
Champagne breakfats (rewards for the killing)
And a fast waist bulging
Indulging, in what you call good living
But most of all there is too much fat on your heart - pig
A lifestyle of cholesterol
Cross collateralized cholesterol
Saving what's left from profit margin
For what?
I'll tell you what for
For some irrelevant conscience easing charity - Why?
Just to justify! Just to justify!
Look at this utopia
A society based on solid foundations
Educate our children - educate them well
To feather the nest and fuck the rest
(Yes yes feather thenest and fuck the rest)
The waste expands
(As your waist expands)
While others stand at the back of the queue
I mean you
Still the same old security
For your creature comforts
Exchanging the hours of your life
For the cash you've already spent
Eating rubbish so you can pay the rent
Table wine once a week if you'relucky
In comparison
Privatise the people's lives
Be part of the company (or fade!)
The appliance of science to privatise their lives
Water is our business
Electricity is our business
Gas is our business
Lives are our business
Business is our business
Your money - my time
Your stinking industrial bathwater - my wine
Imbalance induces hate
How will you fill the gap
Between the endless buffet
And the scraps of food I have
I feel hate I feel hate
I feel hate I feel hate
(Don't be afraid to show your hate, hate!)
You just treat me like a commodity
You didn't know I couldn't even afford to feed my family
I just want to kill
I just want to take a gun
And put it to your head
And pull the trigger
(texti-Jaz Coleman)
SeeingRed, 5.11.2008 kl. 23:45
þetta kannki skýrir hvers vegna engir peningar (lánspeningar náttúrulega) eru ekkert að ráði eru farnir að skila sér, þessum ráðamönnum hér er auðvitað ekki treystandi fyrir að taka á móti láns-milljörðunum -
það er ærandi þögn ! Ránið er alls ekki yfirstaðið ! Hokin þjóð í kviksyndi Icesavereikninga !
ag (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:01
Hvaða læti eru þetta eiginlega? - Þið vitið að þegar stundað er kennitöluflakk með veitingahús (og nú banka) þá breytist ekkert í starfsmannahaldinu. Það eina sem hverfur eru erlendu skuldirnar við heildsölubankana.
Haukur Nikulásson, 6.11.2008 kl. 00:37
Hvað er í gangi, fréttamenn þið eruð ekki að standa ykkur, fréttir frá ráðamönnum eru engar, hvernig eigum við að fá fréttir nema í gegnum ykkur ??? Ég held að allt sé að fara í háa loft, það gerist um helgina
Sigurveig Eysteins, 6.11.2008 kl. 02:37
Maður sem er að vinna í þessum málum með stjórnini sagði mér að það sem komið er fram er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal og ráðlagði mér að hafa eins lítinn pening inn á reikningum mínum, bara það sem ég verð að hafa NAUÐSYNLEGA og þarf að nota í heimabanka.
bs (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 05:24
Sæl Lára Hanna.
Ég get bara sagt, hvenær skerst almenningur inn í málið. Þetta er þvílík skömm að skráð verður á spjöld Íslandssögunnar.
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 05:48
Ísland er rekið af mafíum.... face it
DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:58
Vú.....á engin orð til að segja það sem mér býr í brjósti.... á bara fullt í fangi að skilja hvað við erum hryllilega djúpt sokkin og kúguð. Burt með spillingarliðið....NÚNA!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 13:08
Úr myndinni Zeitgeist addendum, þetta ættu Íslendingar að sjá skýrar en margir þessa dagana:
These financial and corporate structures are now obsolete, and they must be outgrown. Of course, we can not be naive enough to think that the business and financial elite are going to subscribe to this idea for they will lose power and control. Therefore, peaceful and highly strategic action must be taken. The most powerful course of action is simple. We have to alter our behavior to force the power structure to the will of the people.
WE MUST STOP SUPPORTING THE SYSTEM.
The only way the establishment will change is by our refusal to participate while continuously acknowledging it’s endless flaws and corruptions.
---------
Mbl réðst til atlögu gegn fjölmörgum bloggurum sem reyndu að beina athygli fólks að þessari mynd, hvers vegna er það hlutverk þeirra?
Mæli einnig með þessari færslu og að fólk kynni sér þessa heitustu umræðu þessarar tilteknu spilltu stofnunar:
http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/697519/
og síðan bið ég ykkur að horfa á þessa mynd, sama hvert lífsviðhorf ykkar er þessa stundina:
http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist+addendum&www_google_domain=www.google.com&emb=0&aq=f#
Til að skilja hvað er í gangi á Íslandi þarf að líta á rót þess vanda sem heimurinn stendur frammi fyrir.
Guðjón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:23
Hættum að skipta við þessar bankamafíur, Landsbankinn, KB banki og Glitnir. Í þessum bönkum hefur lítið sem ekkert breyst og við erum að láta vaða yfir okkur dag eftir dag.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki áhuga á að gera róttækar breytingar eða þeir hafa ekki þor til þess.
Ætli þessi bankaklíka hafi svona mikið á ráðamenn þjóðarinnar að þeim er haldið í gíslingu? Það er mikið af saur sem á eftir að koma upp á yfirborðið enþá. Maður er svo gjörsamlega búinn að fá nóg og ráðamenn þjóðarinnar eru svo gjörsamlega búinn að missa allt sem heitir virðing.....en það sem er kannski verst við það er að þeim virðist vera nákvæmlega sama, það á bara að hjakkast áfram í sama skítnum.
Auðunn Atli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:54
Ekki tek ég ábyrgð á heimildum, en ég ræddi í dag við mann sem taldi sig vita að í einu utibúi íslensks banka erlendis hefði starfsfólkinu verið gert að yfirgefa húsnæðið tafarlaust og skilja eftir einkatölvur og önnur gögn vegna rannsóknarhagsmuna.
Þetta átti að hafa gerst samstundis og viðkomandi banka var lokað.
Sjálfum finnst mér þetta trúlegt og eiginlega sjálfgefin viðbrögð.
Burt með spillingarliðið!
Árni Gunnarsson, 6.11.2008 kl. 14:07
Auðvitað hefði átt að nota sömu aðferð hérna þegar ríkið yfirtók bankana. En það er spurning, af hverju var það ekki gert?
Krissa (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:00
Ótrúlega ósvífið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:58
Eina líklega skýringin er að verið sé að tæta pappíra og skjöl á fullu og hylja spor.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 20:56
Stjórnvöld er nú því miður búin að gera stórt stykki í brók og jafnvel eitthvað sem nær lengst upp á bak hjá sumum!
Því er ekki annað að gera en að bretta vel upp ermarnar og takast á við skítverkin.
Verst er að horfa upp á stjórnarherrana á fullu í skjóli nætur í því að stinga út úr yfirfullum haughúsum víða í kerfinu. Ósómin orðin svo mikill að hann nær orðið upp í rjáfur sumstaðar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 21:04
Kom fram í sjóvarpinu í gær. Allt hagsmuna tengsl ættinga og vinna í bankakerfum landsins. Er nokkur hissa hvernig komið er. Ekki ég. Og það er ekki allt komið fram enn.
Anna , 6.11.2008 kl. 22:50
Það mun engin hreinsa til her því ráðamenn vilja hafa þetta svona. Því þetta teigist inn á alþíngi. Hvað ætli Jón Ásgeir sé með marga í vasanum á Alþíngi. Sem hafa hagsmuni hans að gæta.
Anna , 6.11.2008 kl. 22:55
Úr bók frjálshyggjupostulans Adam Smith og eins helsta lærimeistara Hannesar Hólmsteinns, "Auðlegð Þjóðanna";
„Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfellda regla valdhafa mannkyns." Bók I, kafli IX og „Hver sem ímyndar sér að valdhafar koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heiminn og um umræðuefnið". Bók I, kafli VIII.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.11.2008 kl. 22:55
það ríkir flokkræði á íslandi...
Austurvöllur kl 15,.00 laugardag.
Iðnó kl 13.00 laugardag..
Óskar Þorkelsson, 7.11.2008 kl. 10:44
Sæl Lára Hanna,
Þú kallar eftir viðbrögðum viðskiptaráðherra. Nú hefur kyrfilega komið fram að þessar "fréttir" af meinum störfum Sigurjóns fyrir Landsbankans eiga enga stoð í raunveruleikanum.
Kveðja,
Þorfinnur Ómarsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:04
Sæll, Þorfinnur,
Ég reikna með að þú sért að svara fyrir hönd viðskiptaráðherra sem upplýsingafulltrúi hans en þér láðist að geta þess nákvæmlega hvar komið hefur fram að þessar "fréttir" eigi enga stoð í raunveruleikanum. Og ég vænti þess að þar séu ítarlegar upplýsingar um málið. Hér dugir ekkert hálfkák.
Kveðja á móti,
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 11:19
Jú, mikið rétt.
Þessar fréttir voru leiðréttar á Eyjunni í gær, með viðbrögðum frá bæði Landsbankanum og viðskiptaráðuneytinu:
http://eyjan.is/blog/2008/11/06/vidpskiptaraduneyti-sigurjon-arnason-ekki-med-hlutverk-hja-landsbanka/
Með kveðju,
Þorfinnur Ómarsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:28
Tími borgaralegrar óhlýðni er runnin upp. Geir er í ruglinu og hefur ekkert til málanna að leggja. Það eina sem það þýðir að leyfa þessarri stjórn að sitja áfram óbreyttir er að engin útlendingur trúir nokkru sem frá Íslandi kemur. Ekki skrítið þar sem við treystum þeim ekki heldur. Málið er bara að að séð utanfrá séð lítur ekki út fyrir annað en að þessi ríkisstjórn starfi í umboði þjóðarinnar.
Sævar Finnbogason, 7.11.2008 kl. 11:37
"When injustice becomes law, rebellion becomes duty" sagði vitur maður einu sinni.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2008 kl. 14:44
Bendi líka fólki á að kynna sér annað efni frá höfundi verðlaunamyndarinnar "The war on democracy", John Pilger, maðurinn er sannkölluð hetja og afar öflugur í að rífa niður lygar og blekkingar allstaðar í kringum okkur og hefur opnað augu fjölda fólks með verkum sínum, sumir vilja nú samt helst sofa bara áfram og myndu ekki rumska þó andlitinu á þeim yrði troðið ofan í daunilla ormagryfjuna....ahh, þetta er nú bara ágætis fýla og þessir ormar bara nokkuð vinalegir.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.