Og fjóshaugurinn stækkar stöðugt

Fjóshaugurinn stækkar með degi hverjum. Daglega fáum við nýjar upplýsingar um sora, sukk, spillingu, mistök, aðgerðarleysi og hvað sem nöfnum tjáir að nefna, ýmist í fjölmiðlum eða á netinu. Netimiðlar og bloggsíður eru orðin jafnmikilvægir miðlar og hinir hefðbundnu - jafnvel mikilvægari að mörgu leyti.

Mótmæli 1.11.08 - Ljósm. Jóhann ÞrösturÍ dag, laugardag, mæti ég á Austurvöll í fjórða sinn til að mótmæla þessu öllu og meira til - á mínum eigin forsendum eins og allir geta gert. Enginn getur ætlast til þess að fá sérsniðin mótmæli bara fyrir sig með sínum prívatáherslum og einkahetjum. Á Austurvelli hef ég séð alls konar fólk að því er virðist úr öllum krókum og kimum þjóðfélagsins. Fjölmargir bloggarar tjá sig um fundinn og hvetja til þátttöku. Ég ætla sérstaklega að benda á pistil Illuga, sem er farinn að blogga mér til mikillar ánægju. Illugi hefur mætt samviskusamlega á fyrri mótmælafundi, ég sá til hans.  Bandit 

Svo bendi ég á magnaðan bloggpistil Gríms Atlasonar. Hakan á mér seig neðar og neðar eftir því sem á lestur pistilsins leið. Auðvitað kannaðist ég við flest af því sem hann telur upp - en að sjá þetta sett fram á þennan hátt var ótrúlegt. Þó var þetta ekki nema lítið brot af því sem hefur verið umborið. Ég treysti því að framvegis sjái a.m.k. netmiðlar og bloggarar til þess að svona afglöp verði ekki liðin. Engir aðrir gera það - eða hafa ekki gert til þessa. Það sem Grímur skrifar um er hluti af spillingunni og samtryggingunni sem ég vil mótmæla.

Konan sem ég skrifaði um í síðasta pistli, Sigurbjörg Árnadóttir, verður ein þeirra sem flytur ávarp á útifundinum á Austuvelli klukkan 15 í dag. Hún verður líka í Silfri Egils á sunnudaginn. Einnig tala Arndís Björnsdóttir, kennari og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Ég skora á fólk að mæta á Austurvöll og lýsa með nærveru sinni vanþóknun á leyndarmálum, lygum, spillingu og ábyrgðar- og aðgerðarleysi stjórnvalda - eða hverju því sem hver og einn vill mótmæla.

En það er fleira að gerast í dag. Þið munið eftir borgarafundinum sem haldinn var í Iðnó 27. október. Annar verður haldinn á morgun á sama stað klukkan 13. Þar hefja umræðuna Lilja Mósesdóttir, Pétur Tyrfingsson, Ingólfur H. Ingólfsson og Halla Gunnarsdóttir. Kynnið ykkur þetta frábæra framtak nánar hér. Það er upplagt að fara fyrst á borgarafundinn í Iðnó og síðan á Austurvöll. Ég klippti út lítið ávarp frá Gunnari Sigurðssyni, einum forsvarsmanni borgarafundanna sem birtist í Mogganum í gær.

Við erum viðmælendum - Mbl. 7.11.08

Hér er brot af ræðu Lárusar Páls frá síðasta mótmælafundi á Austurvelli.

Og hér eru framsöguerindi frá síðasta borgarafundi í Iðnó. (Myndband með Lilju Mósesdóttur er óvirkt.)

Einar Már Guðmundsson

Björg Eva Erlendsdóttir

Vilhjálmur Bjarnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað mæta allir sem vettlingi geta valdið á Austurvöll á morgun, ég fer ekki að missa af mótmælafundi.  Svo verður brennt á Selfoss til þess að hitta aðra bloggara.  Nóg að gera hjá mér á morgun!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er flottur hópur og ég mæti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég mæti að sjálfsögðu, bæði á borgara- og mótmælafundinn.

Sigurður Hrellir, 8.11.2008 kl. 02:19

4 identicon

Hver er þessi Lárus Páls? Hann er kandidatinn okkar, röddin sem beðið var eftir. Það væri hægt að tala við hann um að fínstilla allar hans hugsjónir og skoðanir í VIÐ , rödd fólksins. Tala út frá OKKUR. Vel máli farinn, það er hlustað á hann. Hann talar mannamál, skístkastast ekki út í neinn né neitt, segir bara sannleikann.  Í guðanna bænum vona ég að hann þjálfist í að vera rödd fólksins, frá hjartanu. Hef trú á þessari rödd.

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 04:20

5 Smámynd: Neddi

Ræða Lilju Mósesdóttur á youtube

Vonandi virkar þetta þar. Gerði það alla vega hjá mér.

Neddi, 8.11.2008 kl. 09:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann talar af tilfinningahita pilturinn, en mér líst nú samt ekkert á hann. Hann hefur haslað sér völl í því að ráðast að trúleysi og trúleysingjum með svipaðri andagift og hreinlega lýst yfir að léggja slíka afstöðu í einelti. Slík ofstæki get eg ekki skrifað undir. Þeir eru margir sem talað hafa til tilfinninga fólks af hofmóði, sem ekki hafa sérstaklega háan sess í sögunni. Ég vara við allri persónudýrkun og tækifærismennsku í þessu samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 09:27

7 identicon

Í tilefni dagsins: 

Hvernig í ósköpunum dettur lýðræðiskosnum alþingismönnum - ráðherrum  og yfirmönnum Seðlabanka í hug að það sé hægt að koma svona fram við fólkið í landinu eins og raun ber vitni ?

Framkoman er verri en við skepnur.

Hrokinn, valdníðslan, yfirgangurinn, sérhagsmunagæslan, minni hagsmunir fyrir meiri , rannsóknarvettvangar hreinsaðir - leynimakk - svarað í frösum - fólkið í landinu látið axla ábyrgð  - stýrivextir keyrðir upp, engin fræðileg rök að baki sem halda.

- Aumkunarvert.

Nú skal beygja til hlýðni - kúga fólkið til að opna augun, leggja við eyru og sýna því hver raunverulega hefur völdin - skilyrðislaus hlýðni strax.   Undirliggjandi hótun: Lögreglan að styrkjast , vígbúast.

Ísköld þögnin notuð þegar spurt er lykilspurninga - þagað í hel - loðnar tilkynningar eftir þörfum - fréttamenn beygðir til hlýðni.

Ótrúlegt en raunin.

Það sem er að ske núna - hægfara þróun - var ekki fyrirsjánaleg,  fólkið er að rísa upp - þrælslundin víkur - Hingað og ekki lengra.

Mæti ofan í bæ.

Kveðja hakon.johannesson@gmail.com

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:53

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mætum öll, ekki spurning.

Úrsúla Jünemann, 8.11.2008 kl. 11:27

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Áskorun!

2008/11/03

Nóvemberáskorunin


Íslendingar hafa orðið fyrir þungbæru áfalli. Afleiðingarnar láta engan ósnortinn. Einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki eru dæmd til að bera þungar byrðar, hvort sem þau áttu sök á óförunum eða ekki. Þjóðin þarf á vegvísi að halda sem markar leiðina til framtíðar. Við krefjumst þess:


  • að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir með afgerandi hætti að þau ætli að taka upp viðræður við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evrunnar svo skjótt sem auðið er. Kanna þarf af alvöru hvaða valkosti þjóðin hefur í stöðunni; hún á rétt á að kjósa beint og milliliðalaust um Evrópumálin.
  • að íslensk stjórnvöld setji fram skýra efnahagsstefnu og skipi strax nýja, faglega yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Á alþjóðavettvangi eru Íslendingar rúnir trausti á sviði efnahags- og peningamála; senda þarf ótvíræð skilaboð um að þar verði snúið við blaðinu.
  • að Alþingi mæli með lögformlegum hætti fyrir um gagngera úttekt, undir forystu erlendra aðila, á aðdraganda þeirrar kreppu sem Íslendingar standa frammi fyrir og þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í framhaldi af hruni íslensku bankanna. Tryggja þarf réttlæti; sagan má ekki endurtaka sig.
Rétta þarf þingmönnum og ríkisstjórn hjálparhönd við að taka af skarið. Við mælum með eftirfarandi aðgerðum:
  • Mælið fyrir áskoruninni á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða með öðrum hætti.
  • Setjið upphrópunarmerki í glugga á heimili, bifreið eða vinnustað til merkis um stuðning. Skjal með tákninu sem hægt er að prenta út og hengja í glugga má nálgast hér.
  • Sendið áskorunina með persónulegum skilaboðum til þingmanna og ráðherra. Lista yfir þetta fólk finnið þið á vef Alþingis.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2008 kl. 12:48

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi áskorun gengur nú á milli fólks á netinu. Ég sendi þingmönnum hana í gær.  Endilega gerið það líka ef þið eruð sammála henni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2008 kl. 12:52

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hlustaði á Sigurbjörgu í miðbænum í dag þar sem hún varaði við finnsku leiðinni. Ég vil leggja áherslu á það að við verðum að velja BESTU LEIÐINA.

Sofandaháttur, nýyrðasköpun og vígvæðing leysir ekki vanda okkar í dag. Það þarf að koma ríkisstjórninni í burtu hvernig sem það er gert. Hún starfar ekki lengur í okkar umboði.

Það eru til leiðir sem munu milda ástandið og nefni ég hér nokkrar

Jöfnunaraðgerðir sem miða að því að taka af þeim sem bera of mikið úr bítum og færa til þeirra sem líða mikinn skort. ÞETTA ER HÆGT.

Forgangsraða í stjórnsýslunni þannig að það sem varðar heilsu og uppeldi barna hafi forgang.

Forgangsraða í innflutning (lyf og nauðsynjavörur)

Efla útflutning, efla útflutning og efla útflutning (það eflir krónuna)

Endurskoða húsnæðiskerfið

Efla sjálfboðastarf

Ráðast á ríkjandi gildi

Útrýma spillingu hjá hinu opinbera og endurreisa þá hugmynd að hið opinbera eigi að þjóna almenningi.

Efla smáiðnað, sprotafyrirtæki og ferðaiðnað (sbr útflutning)

Meta þekkingu eftir gildi hennar

Gera það að kröfu að kenna börnum að beita dómgreind í skólum landsins fremur en að læra utanbókar(sem krefst ekki dómgreindar)

Breyta kosningakerfinu, efla lýðræði og gegnsæi í stjórnsýslu.

Og burt með spillingarliðið!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:25

12 identicon

Mér líst vel á þessar tillögur þína, Jakobína Ingunn. þarna er eitthvað komið á blað sem hægt væri að nota í uppbygginunni. Kveðja. Nína

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:14

13 identicon

Þú ert frábær Lára Hanna og gott að fá svona tilvísanir á annarra blogg og skrif, sammála þér um að pistillinn hans Gríms var sláandi þó svo að maður kannaðist við flest.

Já þá má svo sannarlega líkja ástandinu við fjóshaug eða rotþró. ojbarasta........ 

Þórunn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:19

14 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ekki eru allar ferðir til fjár sagði bóndinn á leiðinni í fjósið.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.11.2008 kl. 21:16

15 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Varðandi síðustu færslu þína þar sem þú varar við að við séum á leiðinni á sama stað og finnar fóru þá langar mig að benda ykkur á að svona gríðarlega mikil svartsýni er ekki góð til lengdar, í athugasemdunum þar var þvílík og önnur eins dramatík í gangi, ein að hneykslast yfir því að fjárhagsaðstoð fyrir hjón með tvö börn væri ekki nema 150 þúsund já það er heldur seint í rassinn gripið segi ég bara...fjárhagsaðstoðin hefur löngum verið svona lág reyndar alltaf og þeir vita það sem hafa þurft að vera á bótum og oft hefur verið bent á þetta en fólk hefur ekki haft áhuga á þvi fyrr en nú því þetta gæti komið fyrir vini þeirra og vandamenn eða jafnvel þá sjálfa já þá er sko hægt að hneykslast á lágum bótum frá féló.

Finnst það hjákátlegt að þetta hafi þurft til svo fólk gagnrýndi þessar hræðilega lágu bætur.

Annars vil ég meina það að ástandið mun EKKI verða hér á landi eins og Finnlandi og það er í okkar höndum að láta það ekki að gerast, við munum ekki svelta það er alveg hreinar línur, við þurfum aðeins að bíta á jaxlinn og vera ákveðinn og jákvæð því það er alltof svo að það birtir til um síðir og staðreyndin er að það eru fullt af tækifærum líka sem skapast og það er OKKAR að finna út hvaða tækifæri þau eru í stað þess að mótmæla hinu og þessu alla laugardaga hvernig væri að koma frekar saman og finna út hvað við getum gert og lagt af mörkum til að gera lífið auðveldara, bjartara og skemmtilegra.

Við munum fá lán frá IMF Og þegar það er komið mun lífið fara að vera auðveldara, stjórnvöld eru að vinna í því að fá lán hér og þar og það er eitthvað sem Finnar gerðu ekki til dæmis, með því að við fáum lán getum við byrjað að byggja allt upp að nýju og þá með betri og sterkari reglum og bættara og jafnara þjóðfélagi.

Prufið að brosa aðeins og horfið á það sem virkilega skiptir máli í lífinu.

Kreppa Alkadóttir., 8.11.2008 kl. 22:26

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kreppa Alkadóttir ég er sammála flestu sem þú segir nema hvað það að taka lán leysir í sjálfu sér vandamálin mjög takmarkað. ÞAÐ ÞARF AÐ BORGA LÁN OG ÞAÐ ÞARF AÐ BORGA VEXTI AF ÞEIM. Gríðarlegar lántökur þýða aukna skattheimtu eða samdrátt í opinberri þjónustu eða hvortveggja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:04

17 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er brilliant!

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:41

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki búin að lesa athugasemdir annarra.

Skýringin á umfjölluninni er augljós:

Annars vegar að íslenskir fjölmiðlar eru alls ekki óháðir - þvert á móti eru þeir bundnir hagsmunaaðilum í bak og fyrir.

Hins vegar að fréttamenn, ljósmyndarar og sjónvarpsfólk eltu hasarinn - meira fútt í því en að hlusta á ræður. Fréttnæmara, ekki satt?

Legg til að næsta laugardag verði fjölmiðlar við því búnir að skipta liði, jafnvel á fleiri en tvo vegu - því þá verður enn fjölmennara þarna. Það er að segja ef þeir vilja ekki að að mótmælin beinist þeim sjálfum þann dag.

Það sjá allir sem mættu á fundinn í dag í gegnum þessa auglýsingamennsku og uppspunann sem borinn er á borð fyrir þann hluta almennings í landinu sem ekki var á staðnum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:01

19 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband