Sáu ekki örugglega allir þessa frétt...

...á RÚV í gærkvöldi? Lesið svo endilega þennan pistil Egils Helga. Þar segir Egill m.a.:

"Ég tala við mikið af erlendum blaðamönnum. Þeir segja allir það sama.
Af hverju sitja allir sem fastast í stólunum sínum, allir sem bera sök á ástandinu?
Af hverju er enginn búinn að segja af sér, af hverju er ekki búið að reka neinn?
Þeir segja að þetta væri óhugsandi í heimalöndum sínum.
Hvernig getum við tekið ykkur alvarlega meðan þetta er svona? spyrja þeir."

Þessu tengt bendi ég á viðtal við Jóhann Hauksson í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær og þennan pistil hans í DV. Viðtalið er í tónspilaranum ofarlega til vinstri merkt: "Síðdegisútvarp - Jóhann Hauksson..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þakka þér fyrir þetta, ég hafði misst af þessari frétt.. en ég er algerlega sammála þessum manni sem viðtalið var við.. orðstýr okkar er einskins virði atm.. takk fyrir það Geir gufa.

Óskar Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Anna

En engin gerir neitt.  Tad koma hindir og tessir fram og segja hitt og tetta en tad gerir engin neitt. Eg er buin ad fa oged af malum landsins. Hvernig dettur einhverjum i hug ad erlendir adilar munu lana Islandi. Spilliga tjodfelag.

Anna , 12.11.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvaða mál þykir þessum háu herrum sem stjórna Íslandi NÓGU SLÆMT TIL AÐ ÞAÐ KOSTI AFSÖGN ÞEIRRA, fyrst gjaldþrot þjóðar og ónýtt orðspor erlendis er það ekki ?    ..... mér er bara spurn.    

Anna Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ástæðan er einfaldlega hroki stjórnvalda, veruleikafirring og afneitun. "Um hvað snýst málið? spurði Björn Bjarnason af fullri einlægni er hann mætti við Alþingishúsið í dag og þurfti að ganga undir handaband kurteisra mótmælenda. Þegar ég ók rólega framhjá í dag sá ég glaðvært bros með dálitlum hrekkjasvip á andliti Guðlaugs Þórs ráherra þar sem hann stóð innan við mannhringinn á léttu spjalli við Egil Helga. Stjórnvöld okkar virðast hafa þann samfélagsþroska að illt umtal sé nú skárra en ekkert umtal!

Við þetta ástand er umburðarlyndi okkar óbreyttra eiginlega orðið óþolandi.

Það er orðið brýnt að þetta fólk í Alþingishúsinu fái skýr skilaboð um það frá þjóðinni að allir, utan veggja þessa húss eru búnir að átta sig á að ef einhver lausn er til á þessum vanda byrjar hún ekki fyrr en utanþingsstjórn hefur tekið við völdum. Og skipt hefur verið um alla yfirstjórn Seðlabankans. Það er orðið óþolandi að allir nema þessir afglapar sjá að alþjóðasamfélagið lítur á Íslendinga eins og teiknimyndapersónur í ódýrri barnabók.

Árni Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Himmalingur

Það er komið meira enn nóg af froðusnakki frá ráðherrum okkar! Ef við skóflupakkið gerum ekkert, verður hlegið að okkur í mörg ár fyrir gunguhátt!

Ég ætla ekki að sitja hjá og gera ekkert á meðan Ísland brennur!

Himmalingur, 12.11.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Brattur

Í mínum augum er málið einfalt... útrásarvíkingarnir komust of langt...  bankarnir urðu allt of stórir... lán voru borguð með öðrum lánum... svo kom að því að allt féll í einn gjalddaga... bang, bankahrun og kreppa... flóðbylgjan skall á okkur, engir varnargarðar... stjórnvöld brugðust okkur, fólkinu í landinu... gjörsamlega sváfu á verðinum, pössuðu ekki upp á þegna sína... vissi einhver Íslendingur að hann bæri ábyrgð á bönkum og fyrirtækjum úti í heimi?... ekki ég a.m.k. Þeir sem brugðust okkur verða nú að standa upp úr stólunum sínum og hleypa öðrum að... við getum ekki treyst þessu fólki sem keyrði okkur út í fenið að draga okkur upp úr því aftur...

Brattur, 12.11.2008 kl. 23:17

7 identicon

já, alveg sammála, rétt, þeir verða nú að fara að færa sig úr stólunum sínum og hleypa öðrum að, mér fannst það ekki nauðsynlegt í fyrsu en hef skipt um skoðun. já og góður punktur hjá þér hérna fyrir ofan mig Brattur 

alva (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:27

8 identicon

Var að horfa Kastljós. Ættum að taka Karlheinz Bellmann okkur til fyrirmyndar. Hættum ekki fyrr en við höfum fengið svör. Hættum ekki fyrr en óhæfir stjórnendur hafa tekið pokann sinn. Hættum ekki fyrr en óháðir aðilar hafa rannsakað og sópað út í öll horn. Vonandi skilar það okkur og honum fjármunum tilbaka. En ekki síður vil ég að orðspori okkar verði skilað aftur.

Solveig (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill hjá Agli. 100% sammála.
Stjórnin neyðist að lokum að segja af sér og það er best það gerist sem fyrst áður en skaðinn verður alveg óbætanlegur.
Þetta er stórasta skandall í heiminum.

Heidi Strand, 12.11.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Lára Hanna, ég hafði ekki gefið mér tíma til að hlusta á viðtölin við Sigurbjörgu fyrr en núna......skelfilegt.

Burt mið ónýt stjórnvöld!

Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:52

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er orðið skelfilegt...sbr. þegar Balkan segir ...m.a...."Interior ministries need to collaborate in the exchange of information. Therefore, no country should hide criminals," added Serbian Interior Minister Ivica Dacic. (Heimild:  http://www.setimes.com/cocoon/setimes/xhtml/en_GB/features/setimes/features/2008/11/12/feature-02)...þá er fokið í ÖLL SKJÓL HÉR Á ÍSLANDI!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:12

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kæra Hanna Lára, hér í dk. er talad um rigsretssag og var t.d. notud í  hinni svokølludu Tamil-sag, ef heimildir mínar segja rétt frá. Danski madurinn minn er búinn ad vera ad spyrja mig, af hverju fólk fari ekki í mál vid ríkisstjórnina og bendir á thetta dæmi. Sjálf veit ég ekkert um thad en kem thví hér med á framfæri. Mér skilst ad hér geti hver sem er, venjulegt fólk, farid í mál vid ríkid eda ríkisstjórnina.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:47

13 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

ps. á blogginu mínu geturdu séd sídasta hluta af bréfaskriftum mínum vid Weekendavisen, sem er virt og gott dagblad (kemur út vikulega) hér í dk. Ég skrifadi til theirra af thví thad eru lidnar 3 vikur sídan their skrifudu ord um ìsland og ástandid hér. Fjølmidlar hér eru ekkert ad fjalla um málefni og vanda íslendinga.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:49

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skelfing skelfing skelfing

Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 01:42

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 01:50

16 identicon

Satt best að segja þá hefur átt sér stað gífurlegur heilaþvottur á íslandi siðustu 2 áratuga.

Það þarf utan aðkomandi aðila til að átta sig á ástandinu því við öll erum orðin svo meðvirk eða sek í spillingunni að þetta er ekkert tiltökumál fyrir íslensk stjórnvöld.

Nema það að þetta er orðið svo stórt að það getur enginn sómakær maður né kona litið undan og látið eins og ekkert sé.

Núna verður engin fyrirgefning eða aflát fröken Ingibjörg og herra Geir.

Núna er dómsdagur runninn upp og þið skuluð óttast því ástæða er til.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:53

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tekið af heimasíðu Baugs. Ekki að sjá að þeir séu í neinni Kreppu eða að ímynd þeirra hafi beðið skaða á erlendri grundu.

31.10.2008

Jón Ásgeir stjórnarformaður Iceland Jón Ásgeir Jóhannesson hefur tekið við stjórnarformennsku í Iceland matvöruverslunum í Bretlandi. Baugur keypti Iceland árið 2004. Iceland er viðamikið félag í örum vexti, en verslanakeðjan var stofnuð árið 1970 og telur nú yfir 660 verslanir víðs vegar um Bretland og Írland. Iceland sérhæfir sig í frosinni matvöru. Fyrirtækið er þekkt fyrir frumkvæði og hagstætt verð á vörum sínum og er sú verslanakeðja sem er í hvað örustum vexti í Bretlandi.

„Iceland er öflugt fyrirtæki og á mikið inni,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, þegar hann tók við stjórnarformennsku í félaginu. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og taka þátt í frekari uppbyggingu.“

Við þessa breytingu hættir Jón Ásgeir í stjórnum Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í báðum félögum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, hefur tekið við af Jóni Ásgeiri í Magasin og Illum, og verður um leið stjórnarformaður í félögunum.

Mikill viðsnúningur til hins betra hefur orðið í rekstri Magasin og Illum síðastliðin 3 ár, en Baugur keypti sig inn í fyrirtækin ásamt öðrum fjárfestum árin 2004 og ´05. Verslanirnar hafa tekið algjörum stakkaskiptum á þessum tíma og Magasin er á ný orðin eftirlæti danskra viðskiptavina, enda skilaði félagið miklum rekstrarhagnaði á síðasta ári í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum.

Eftir sem áður er Jón Ásgeir í stjórn Mosaic Fashion í Bretlandi, sem er móðurfyrirtæki sjö kventískuvörumerkja: Oasis, Warehouse, Principles, Karen Millen, Coast, Odille og Anoushka G. Auk þess er Mosaic Fashions móðurfyrirtæki Shoe Studio Group sem er með ýmiss skóvörumerki á sínum snærum. Hann situr einnig í stjórn House of Fraser

Meðal helstu fjárfestinga Baugs eru breska verslunarkeðjan Iceland, tískuvörufyrirtækið Mosaic Fashions, stórverslunarkeðjan House of Fraser, skartgripakeðjurnar Goldsmiths og Mappin & Webb, Hamleys leikfangaverslanir, tískuvörukeðjurnar Whistles og Jane Norman, dönsku stórverslanirnar Illum og Magasin Du Nord. Einnig hefur Baugur fjárfest í skráðum félögum á borð við Saks Inc., French Connection og Debenhams.

Árið 2008 hlaut Baugur Útflutningsverðlaun Forseta Íslands fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og þann einstaka árangur sem fyrirtækið hefur náð í sölu- og markaðsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.11.2008 kl. 02:02

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikill er skellur okkar íslendinga. Það var sárt að lesa um það að jafnvel á geðheilbrigðsiráðstefnum erlendis sé hlegið að óhamingju íslendinga. Nú er bretum í sjálfsvald sett hvort þeir komi hingað á herflugvélunum sínum..guð hvað ég vona að umheimurinn frétti ekki af því að utanrískisráðherra hafi ákveðið að taka ekki neina ákvörðun  heldur leyfa BRETUM AÐ RÁÐA HVORT ÞEIR KOMI. Er hægt að sökkva dýpra.....miðað við fréttir undanfarnar vikur er alltaf eitthvað sem toppar það sem á undan er komið. Er nema von að maður spyrji..hvað næst og munum við þola það??? Íslendingar við verðum að standa upp núna til að halda sjálfsvirðingunni..í alvöru!!!ALLIR!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband